Fréttablaðið - 14.12.2003, Qupperneq 25
25SUNNUDAGUR 14. desember 2003
ber
ð úthlutað
elli til að selja
yni, en á bíla-
nt í flasið á
um jólakort-
ótast út slags-
eikinn. Þið fé-
f svæðisstjóra
ons og sendir
3. desember
Í jólaglöggi starfsmannafélagsins
gætir þú þess að keppinautur þinn
um deildarstjórastöðuna sé aldrei
með tómt glas. Hann heldur ræðu,
þuklar símastúlkuna, gubbar rúsínum
á teppið fyrir framan forstjórann og
sparkar að auki í hann. Forstjórinn,
sem sjálfur er vel við skál, rekur hann
þrisvar í veislunni. Færðu þig fram
um þrjá reiti.
4. desember
Eftir laufabrauðsskurð hjá mágkonu
þinni stenstu ekki málið og hringir í
Dægurmálaútvarpið og kvartar yfir
því hversu flöt við liggjum fyrir þess-
um norðlenska sið. Björn Þór Sig-
björnsson heldur að þú sért Illugi
Jökulsson að atast í sér og slekkur á
þér í miðri setningu. Aftur um tvo
reiti.
5. desember
Þú ferð með börnin á Austurvöll að
sjá þegar kveikt er á jólatrénu frá
Norðmönnum. Þú tuðar um hversu
trén hafi farið minnkandi með árun-
um og gætir ekki að því að Geir
Haarde og Tómas Ingi Olrich standa
fyrir aftan þig. Þeir hefja þegar upp
varnarræðu fyrir Norðmenn og tefja
þig um eina umferð.
6. desember
Þú ert kallaður á húsfund af því að
þú ert sá eini sem er ekki með rauð-
ar perur á svölunum. Þú stendur á
rétti þínum til að hafa bláar perur og
þegar nágranni þinn býðst til að
borga nýjar perur handa þér sakar þú
hann um jólaperufasisma. Um leið
og þú rýkur á dyr heyrirðu að konan
á móti segir: „Hann er búinn að eyði-
leggja blokkina þessi jólin.“ Aftur um
tvo reiti.
ber
aglögg til
ún reynist
alka og
kara en
erjasaft.
a umferð,
9. desember
Á meðan eiginkonan skreppur inn í
Liverpool kaupir þú Jóla-Herópið af
lautinant í Hjálpræðishernum, lest
það uppi í sófa um kvöldið og leiðir
aðeins hugann að boðskap jólanna.
Veltir því fyrir þér hvort ekki sé ær-
legra líf að ganga um í júniformi á
guðs vegum en velkjast um í verald-
legu basli. Fram um tvo reiti.
8. desember
Það er ljóst að þér lánast ekki að út-
vega rjúpur fyrir þessi jól. Þú hringir í
Siv Friðleifsdóttur og húðskammar rit-
ara hennar. Sérð þér loks þann kost
vænstan að fara niður á höfn og fal-
ast eftir rjúpum hjá rússneskum sjó-
mönnum. Þeir selja þér torkennilegt
kjöt í poka sem reynist af einhverjum
orsökum vera hálfnagað þegar heim
kemur. Þú hringir aftur í Siv og situr
hjá eina umferð.
7. desember
Þú ferð í jólaföndur með átta ára
dóttur þína og lendir á borði með
smíðakennara sem á son í sama
bekk. Á meðan þú klessir jötungripi
á klósettrúllu galdrar hann fram
Jesúbarnið, Maríu, Jósef, vitringana
og fjárhirða. Dóttir þín slæst í hóp
með smíðakennaranum og aðdá-
endum hans. Þú notar jötungripið í
lófa þínum til að draga hana grenj-
andi heim. Aftur um einn reit.
19. desember
Konan þín dregur þig og börnin á að-
ventuvöku í Bústaðakirkju. Þú bítur á
jaxlinn og telur þig geta þolað við í
klukkutíma. Vakan dregst hins vegar á
langinn því séra Pálmi Matthíasson er
kominn með móral vegna þess að hafa
verið svo mikið í sviðsljósinu og tekur
sér þrjá tíma í að tala um boðskap jól-
anna. Þú missir úr eina umferð.
20. desember
Þegar þú ferð heim til mömmu að
sækja smákökurnar segir hún að þú
getir bakað þínar smákökur sjálfur,
heldur yfir þér fyrirlestur um kúgun
kvenna og býður þér áskrift að
kvennablaðinu Veru. Þú sérð á
mæðulegum svip föður þíns sem sit-
ur og fægir silfur að það borgar sig
ekki að andmæla. Þú kemur við í
bakaríi, kaupir pakka af Mömmukök-
um og tefst um eina umferð.
21. desember
Þú ert allt of seinn að kaupa jólatré. Í
Blómavali er ekkert eftir nema krækl-
óttir aumingjar eða hálfsköllóttir risar.
Þegar þú sérð þokkalegt tré er annar
fljótari að grípa það. Þú þekkir mann-
inn og spyrð hvort þar fari ekki Halldór
Ásgrímsson? Segist styðja hann full-
komlega og ljótt að heyra vantrausts-
raddir um að hann verði lélegur for-
sætisráðherra. Hann gefur þér eftir
tréð og þú ferð fram um einn reit.
22. desember
Þar sem þú stendur í kös í Eymunds-
son í Austurstræti kemur Bubbi
Morthens askvaðandi og heilsar þér
með virktum að fjölda manns aðsjá-
andi. Jafnvel sonur þinn horfir á þig
með virðingaraugum. Farðu fram um
þrjá reiti.
ember
erðu út með trefil-
af þér í jólagjöf og
á næstu hæð með
trefil. Þú fyllist
rð konu þinnar og
ana treflinum með
ú kærir þig ekkert
ð hennar brenni-
Þú situr þegjanda-
um kvöldið og
mferð.
26. desember
Í jólaboðinu hjá Mundu frænku lend-
irðu í klónum á Böðvari, svila hennar.
Síðast þegar þú vissir var hann dyggur
stuðningsmaður Samfylkingarinnar og
þú hélst að þú gætir kvatt hann í kút-
inn með yfirlýsingum um ótrúverðug-
leika Ingibjargar Sólrúnar. En hann er
þá nýlega genginn til liðs við Vinstri
græna og er hálfu verri viðureignar en
áður. Milli þess sem hann talar um
vingulshátt Ingibjargar og Össurar
grípur hann í klarinettið og spilar
Heims um ból. Aftur um tvo reiti.
25. desember
Þú liggur andvaka eftir að hafa glugg-
að í eina af þremur eintökum bókar-
innar „Að láta lífið rætast“ eftir Hlín
Agnarsdóttur sem þú fékkst í jólagjöf.
Þú horfir á hin tvö á náttborðinu og
prísar þig sælan að kona þín sé ekki
með skáldagrillur. Morguninn eftir
sefur þú af þér eina umferð.
24. desember
Þú vaknar of seint til að bjarga gjöf-
inni handa konunni og hringir í kunn-
ingja þinn til að leita ráða. Hann segir
þér að tala við listmálara, þeir hafi
þess vegna opið fram yfir miðnætti.
Þú hringir en allir taka þér fálega þar
til þú lendir á Gylfa Ægissyni sem sel-
ur þér mynd af skipinu mb Hafsteini
en órar ekki fyrir hvernig þú eigi að
réttlæta gjöfina. Situr hjá í fimm um-
ferðir.
23. desember
Þið strákarnir í vinnunni stelist til að
taka upp jólagjöf fyrirtækisins sem er
koníak eins og alltaf – bara ögn ódýr-
ara þetta árið. Þegar þið eruð langt
komnir með að klára gjafirnar ykkar
ákveðið þið að skella ykkur í skötu á
Óðinsvé. Það er gaman þar til þú
sérð að klukkan er að slá hálf tólf og
þú ekki búinn að kaupa gjöfina
handa eiginkonunni. Farðu aftur á
byrjunarreit.
3. janúar
Ekkert til í ísskápnum, fjölskyldan
hungruð, allar búðir lokaðar vegna
vörutalningar og þið endið á að borða
svið á Umferðarmiðstöðinni. Sonur
þinn vill ekki svið og þú gefur honum
aura til að leika sér í Rauða kross
kassa. Stuttu síðar kemur húsvörður-
inn með drenginn í eftirdragi og flytur
ræðu um skaðsemi fjárhættusspila og
það læri börnin sem fyrir þeim er haft.
Aftur um einn reit.
4. janúar
Eftir að þið hjónin hafið skoðað fjár-
hagsstöðuna ákveður þú að fara út og
láta keyra aftan á þig, fá kraga og
mikla peninga út úr tryggingunum. Þú
snögghemlar nokkrum sinnum á leið-
inni en lendir alltaf á snjöllum öku-
mönnum sem sveigja framhjá. Loks
stoppar löggan þig og fer með þig á
stöðina til að taka blóðprufu. Þú kem-
ur of seint í vinnuna og situr hjá eina
umferð.
5. janúar
Þegar þú sérð mynd af þér í Moggan-
um við grein um áramótaskaupið
undir fyrirsöginni: „Hvað er fyndni?“
sérðu strax eftir því að hafa skrifað
hana. Hún lítur út eins og umsókn
um skaupið að ári. Það er hringt í þig
frá þremur útvarpsstöðvum og þú
beðinn um að segja betri brandara en
voru í skaupinu. Á eftir er ljóst að þú
verður ekki ráðinn. Farðu aftur um
einn reit.
6. janúar
Þú ákveður að kaupa veglegan flug-
eldapakka en reynist vera sá eini í
hverfinu sem heldur uppá þrettándann.
Þar sem þú ert í óða önn að skjóta upp
ganga tvær konur framhjá og þú heyrir
þær hvísla að þarna sé einn sem hafi
dáið úr ölvun áður en hann gat skotið
upp flugeldunum á gamlárskvöld.
Færðu þig aftur á byrjunarreit og bíddu
þar fram að næstu jólum.
ENDA
Teikningar: Ómar Stefánsson