Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 26
Við höfum náð saman frábærumhópi og verkið sem er að myndast á sviði Loftkastalans á eftir að taka íslenska áhorfendur með trompi. Ég efast ekki um það eina mínútu,“ segir Hallur Helga- son framleiðandi leiksýningarinn- ar Eldað með Elvis, jólasýningar Loftkastalans, en þar er Hallur jafnframt leikhússtjóri. Leikritið er eftir Bretann Lee Hall og var frumflutt í London árið 1999 þannig að það er til þess að gera nýtt af nálinni. Frumsýning á Íslandi verður svo 30. desember. Lee Hall hefur m.a. verið tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir hand- rit sitt að bíómyndinni Billy Elliot. Eldað með Elvis, sem er sót- svartur nútímagamanleikur, hef- ur farið sigurför um heiminn, þykir ögrandi og verkið er krydd- að með Elvis-lögum sem Steinn Ármann Magnússon flytur á sinn sérstæða hátt. Auk Steins leika í verkinu þau Halldóra Björnsdótt- ir, sem kemur fram með góðfús- legu leyfi Þjóðleikhússins, Friðrik Friðriksson og Álfrún Örnólfs- dóttir. Álfrún er að góðu kunn fyr- ir ýmis hlutverk sem barn og ung- lingur, m.a. í kvikmyndinni Svo á jörðu, og nýverið lék hún aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Dís sem enn hefur ekki verið sýnd. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson. „Verkið er allt í senn. Fyndið, sexý og sorglegt,“ segir Hallur. „Þetta er svört kómedía um krís- urnar sem nútímamaðurinn á við að eiga. Móðirin er með anórexíu, dóttirin er með eldamennskuæði, faðirinn er fyrrverandi Elvis-eft- irherma bundin við hjólastól og inn í þeirra líf kemur ósköp ein- faldur bakaralærlingur sem gerir allt vitlaust á heimilinu.“ Hallur á bágt með að lýsa áhrifum þeim sem verkið fram- kallar: Áhorfendur hlæja en skammast sín svo því aðstæður þessa fólks eru svo brjóstum- kennanlegar. ■ 26 14. desember 2003 SUNNUDAGUR Þeir spara hvergi stóru orðinleikhúsmennirnir þegar þeir lýsa jólasýningum leikhúsanna sem nú er verið að æfa: Grenjandi dramatík! Gargandi klassík! Hleg- ið og grátið í senn! Algjör þunga- vigt! Hrikalega gaman. Skrattinn og Elvis... ef til vill ekkert sérlega jólalegt inntakið en þetta er nú það sem leikhúsfólk á Íslandi er að fást við þessa dagana. Björg Björnsdóttir, kynningar- fulltrúi Þjóðleikhússins, segir að nú sé að renna upp sá tími að almenn- ingur veiti sýningum leikhúsanna ekki mikla athygli, jólaamstrið eigi hug hans allan. Leikhúsaðsókn er ekki mikil í desember. Kærkomið svigrúm til að undirbúa jólasýning- arnar því strax upp úr áramótum kemur gríðarlegur kippur í aðsókn- ina. Og þá verður eftirfarandi með- al þess sem er í boði. jakob@frettabladid.is Meistarinn og Margaríta erjólasýning Hafnarfjarðar- leikhússins og byggir á sam- nefndu stórvirki bókmenntasög- unnar eftir Bulgakov. Hilmar Jónsson leikstýrir og semur jafn- framt leikgerð upp úr skáldsög- unni en Edda hyggur á endurút- gáfu bókarinnar, sem hefur verið ófáanleg lengi. Kristján Franklín Magnús, Margrét Vilhjálmsdóttir, Egill Heiðar, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Erling- ur Jóhannesson eru meðal þeirra sem skipa leikhópinn en að auki taka þátt í sýningunni hópur nemenda við Flensborgarskólann sem og Svanurinn – þrjátíu manna lúðrasveit. „Þetta er hrikalega gaman. Sambland af draumi veruleika og fantasíu,“ segir Hilmar og vart hægt að greina orðaskil fyrir lúðrablæstri. „Þetta er okkar versjón af Meistaranum og Margarítu þar sem skrattinn og hans hyski koma til Mosku. Þeir sem á vegi hans verða verða fyr- ir einhvers konar afhjúpunum. Þegar skrattinn er settur inn í samhengið Moskvu og fer að leika sér, vega og meta, kemur ýmislegt í ljós.“ Hilmar segir að inn í leikinn fléttist píslarsaga og ástarsaga svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er hræringur sem vísar beint til Ís- lands dagsins í dag. Aktúel ádeila. Virðist eiga sér eilíft líf. Ýmislegt sem Rússar á fyrri hluta síðustu aldar voru að kljást við virðist vera að ganga aftur hér á landi.“ Jólasýning Hafnarfjarðarleik- hússins er eins konar afmælissýn- ing því leikfélagið á 10 ára afmæli á næsta ári. Hilmar segir engan hafa órað fyrir því við stofnun að á vegum félagsins yrðu tugir vel heppnaðra leiksýninga. „Þetta er síðasta sýning okkar hér í frysti- húsinu, því frábæra leikhúsi, og nú er verið að þreifa fyrir sér með annað húsnæði. Fullur hugur er á hjá bæjaryfirvöldum að láta þetta ganga. En vel fer á því að kveðja húsið með pompi og prakt – gleði og glaumi – og fagna árun- um tíu.“ ■ Þetta er grenjandi dramatík,“segir Kjartan Ragnarsson, sem leikstýrir jólasýningu Þjóð- leikhússins að þessu sinni. Þar er róið á hin klassísku mið. Um er að ræða uppfærslu á einu af meistaraverkum Ibsens og frum- flutning á Íslandi. Jón Gabríel Borkmann fjallar um mann sem hefur orðið vís að fjármálamis- ferli og dæmdur fyrir það, hefur setið í fangelsi og er kominn heim. Hann lítur yfir farinn veg. Leikrit um líf á bak við hneyksl- isfréttir dagblaðanna og leitina að því sem raunverulega skiptir máli í lífinu. „Þetta er ný pæling hjá Ibsen sem aðalnatúralistinn, að skoða ævi persónu sem horfir til baka. Hvers virði það er sem hann hef- ur gert í lífinu? Spurningin er hversu mikið leyfist mönnum? Hversu langt má ganga í að vaða yfir aðra þannig að manns eigin talent fái notið sín? Var það þess virði?“ spyr Kjartan og Frétta- blaðið hefur svo sem engin svör á reiðum höndum si svona. Í titilhlutverki er Arnar Jóns- son sem fagnar 40 ára leikafmæli sínu nú um stundir. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir fara með önnur stærstu hlutverkin. ■ Hvað verður í leikhúsunum um jólin? Dramatík, klassík, skrattinn og Elvis Leikhúsin eru nú í óðaönn að undirbúa jólasýningar sínar. Þar kennir ýmissa grasa. Fréttablaðið forvitnaðist um hvaða sýningar er verið að æfa hjá fjórum helstu leikhúsum höfuðborgarsvæðisins. Hafnarfjarðarleikhúsið – Meistarinn og Margaríta Skrattinn kemur í bæinn VAR ÞAÐ ÞESS VIRÐI? Stórleikarinn Arnar Jónsson er í titilhlutverkinu en engillinn er Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Þjóðleikhúsið – Jón Gabríel Borkmann Bak við hneykslin KJARTAN RAGNARSSON Leikstjórinn glímir við stórar spurningar í einu af meistaraverkum Ibsens. LEIKHÓPURINN Leikararnir sem fást við hið margbrotna meistaraverk Búlgakovs. HILMAR JÓNSSON Vandamál sem Rússar áttu við að stríða á fyrri hluta síðustu aldar virðist vera að ganga í endurnýjun lífdaga. Loftkastalinn – Eldað með Elvis Hlegið og grátið í senn HALLUR HELGASON Framleiðandinn hefur tröllatrú á verkefninu: Fyndið, sexý og sorglegt í senn. LEIKARARNIR Í ELDAÐ MEÐ ELVIS Saklaus bakarasveinn lendir í klóm allsérstakrar fjölskyldu svo ekki sé nú meira sagt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.