Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 29

Fréttablaðið - 14.12.2003, Side 29
29SUNNUDAGUR 14. desember 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 9 2 3 Innifali›: • Beinir (router) me› flrá›lausum sendi • firá›laust netkort í fartölvu • Smásía JÓLAGJÖFIN Í ÁR Á A‹EINS 2.490 KR.* fiRÁ‹LAUST INTERNET Allar nánari uppl‡singar er hægt a› finna á siminn.is og í gjaldfrjálsu númeri 800 7000 Stofnkostna›ur á›ur 8.490 kr. * Tilbo›i› mi›ast vi› 12 mána›a áskrift a› ADSL 1500 e›a ADSL 2000 tengingu hjá Símanum Internet. Mána›aráskrift er frá 4.820 kr. og mi›ast vi› 100 MB af inniföldu gagnamagni. barna og unglinga algengara í nútímanum heldur en það var.“ Varasamar myndbirtingar Sú skoðun að fórnarlömbum barnaníðinga sé sjaldan trúað hefur verið áberandi í gegnum tíðina en Vigdís telur þetta við- horf á misskilningi byggt. „Ég tel það ranga fullyrðingu að börnum sé ekki trúað en ég held að fólk blandi saman annars vegar því að menn séu ekki sak- felldir og hins vegar að börnum sé ekki trúað. Þetta eru tveir ólíkir hlutir, en eins og kunnugt er er mjög erfitt að sanna sekt fyrir dómi í þessum málum.“ Myndbirtingar af meintum kynferðisafbrotamönnum eru mikið hitamál þessa dagana og sýnist sitt hverjum. Vigdís seg- ist ekki telja slíkar myndbirting- ar þjóna neinum tilgangi og tel- ur þær óviðeigandi. „Ég vil full- yrða að það sé ekkert sem rétt- lætir myndbirtingar af þessu tagi. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð og áherslur af þessu tagi eru ábyrgðarlausar. Þær koma engum að gagni og eru í alla staði varhugaverðar. Það er hlutverk lögreglu að rannsaka málin og dómstóla að dæma í þeim. Nafn þess grunaða og útlit hans er ekki fréttaefni. Myndbirting getur líka skaðað að því leytinu til að menn kunna að ætla að barnaníðingar séu menn sem barnið hittir á förnum vegi. Svo er ekki. Stærstur hluti þeirra sem misnota börn er tengdur barninu fjölskyldubönd- um eða því nákominn á annan hátt. Myndbirtingar veita falskt öryggi og hjálpa engum en meiða marga að mínu mati.“ thorarinn@frettabladid.is Við þurfum ekki að leita lengraen til dæmis í bók Ingu Huldar Hákonardóttur, Fjarri hlýju hjóna- sængur, til að finna gamlar heimild- ir um kynferðislega misnotkun á stúlkubörnum sem ég held að hafi í raun alltaf verið til,“ segir Hrefna Ólafsdóttir félagsráðgjafi, sem hef- ur gert ítarlega rannsókn á kynferð- islegu ofbeldi gegn börnum á Ís- landi. Hrefna segir að misnotkunin eigi sér oftast stað í skjóli fjölskyldunn- ar. „Samkvæmt minni rannsókn eru flestir gerendanna einhvern veginn tengdir börnunum fjölskyldubönd- um, sérstaklega þeir sem misnota oft og lengi. Ef við skoðum málið sem kom upp á Patreksfirði þá þurfti sá grunaði að koma sér í tengsl við börnin til að geta misnot- að þau yfir tímabil. Fólk nær sér sem sagt í tengsl við börnin til þess að lokka þau inn í þetta samspil.“ Hrefna segir það ljóst að þeir sem misnoti börn geti nú, með til- komu Netsins, leitað á náðir ann- arra með sömu hneigðir og fái þar hegðun sína samþykkta. „Allt í einu eru þeir ekki lengur einir og menn eru að tengja sig hver við annan. Það sem er því slæmt við Netið er að það gefur þarna ákveðið leyfi. Krakkarnir fara líka inn í þessi tengsl þar og átta sig kannski ekki fyrr en þau eru farin að hitta eitt- hvað fólk sem þau ætluðu aldrei að hitta. Það þarf að passa betur upp á börnin okkar, ekki síst hvað Netið varðar, og þau þurfa að læra að fara varlega. Það þarf líka að veita ger- endunum hjálp og finna meðferðar- úrræði til að koma í veg fyrir að fólk finni hjá sér þörf til að misnota börn.“ ■ VIGDÍS ERLENDSDÓTTIR Forstöðumaður Barnahúss segir að á árun- um 1998-2000 hafi 110-125 málum barna verið vísað í Barnahús á ári en síðan hafi þeim fjölgað og séu orðin á þriðja hundrað á þessu ári. Stærstur hluti þeirra sem misnota börn er tengdur barninu fjölskyldu- böndum eða því nákominn á annan hátt. ,, HREFNA ÓLAFSDÓTTIR „ Við erum komin miklu lengra hvað þjónustu og viðbrögð varðar en við vorum fyrir 10 árum,“ segir hún. „Þó er enn langt í land. Sönnunarbyrðin er auðvitað erfið, sérstaklega þegar meintir brotamenn neita, en ég held að þeim gerendum sem komast upp með þetta líði ekkert betur en þeim sem lenda í fangelsi.“ Gerendur þurfa líka hjálp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.