Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 45
SUNNUDAGUR 14. desember 2003 Umfjölluntónlist Fréttiraf fólki Hér eftir verður eilífðarrokkar-inn Mick Jagger titlaður Sir í breskum fjölmiðlum því Rolling Stones-söngvarinn var sleginn til riddara á föstudag. Það var Karl Bretaprins sem framkvæmdi at- höfnina því Elísabet Bretlands- drottning gekkst nýlega undir hnéaðgerð og er frá störfum. Jagger, sem hefur verið harð- lega gagnrýndur af gítarleikara Rolling Stones, Keith Richards, fyrir að gangast að heiðrinum, segist ekki taka nafnbótina of há- tíðlega. Hann mætti ásamt tveimur dætrum sínum og 92 ára gömlum föður, klæddur í leðurjakka og bindi. Aðspurður um viðbrögð vin- ar síns vegna athafnarinnar sagði Mick að hann grunaði Keith um að vilja vera sleginn til riddara sjálf- ur. „Þetta er eins og að fá ís,“ sagði Mick. „Ef einn fær svoleiðis, þá vilja hinir fá líka. Það er fínt að vera sýndur slíkur heiður svo lengi sem maður tekur hann ekki of alvarlega.“ ■ LeikaranumJohn Travolta hefur verið boð- ið að fara út í geim. Hann greindi frá því í viðtali við The Sun að NASA hefði boðið hon- um að vera far- þegi í væntan- legri geimferð. Travolta segist vera spenntur fyrir því að fara og vonast til þess að finna 5 mán- aða gat á dagskrá sinni til þess að æfa fyrir geimskotið. Travolta er, eins og margir vita, þotuflugmað- ur og býr því yfir einhverri reynslu. Mikil leynd hafði verið yfir þvíhvar þau Gwyneth Paltrow og Chris Martin, söngvari Cold- play, giftu sig og hvenær. Nú er það vitað að þau létu pússa sig saman á búgarðinum San Ysidro í Santa Barbara á föstudag. Ólíkt Jennifer Lopez og Ben Affleck hefur parið algerlega neitað að tjá sig um brúðkaup sitt í fjöl- miðlum, bæði fyrir og eftir at- höfnina. Enda tókst þeim að gifta sig. Leikarinn ColinFarrell stakk óvart mótleikara sinn í Alexander við tökur á einum sverðbardag- anna. Sverð Farrell fór í gegnum brynju mótleikarans og sverðsoddurinn stakkst inn í hold hans. Auka- leikarinn lét þetta ekki mikið á sig fá og kláraði atriðið áður en hann kvartaði undan sársauka sínum. Hann var þá fluttur rak- leiðis upp á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans. Þau reyndust ekki alvarleg. Barnaverndar-samtök í Banda- ríkjunum segja að Michael Jackson hafi þvingað 12 ára strákinn sem kært hefur söngvarann fyrir kynferðis- ofbeldi og móður hans til þess að lýsa yfir sakleysi Jacksons á pappír og á myndbandsupptöku. Upptakan var gerð skömmu eftir að heimildamynd Martins Bashirs um Jackson fór í loftið, mörgum mánuðum áður en kærurnar voru lagðar fram. SjónvarpskonanOprah Winfrey hefur sagt opinber- lega að hún ætli sér aldrei aftur að verða gestur í spjallþætti Davids Lettermans. Hún segist hafa orðið fyrir barðinu á köldum bröndurum hans í bæði skiptin sem hún hefur mætt. Vegna þessa hefur Letterman boðið henni sérstaklega að vera gest- ur í þætti sínum til þess að „grafa stríðsöxina“. Hann sagð- ist einnig vera tilbúinn til þess að vinna með Dr. Phil í von um að bæta samskipti þeirra í framtíðinni. Mick Jagger sleginn til riddara SIR MICK OG FJÖLSKYLDA HANS Joe Jagger (92 ára), Mick og dæturnar Karis (32 ára) og Elizabeth (19 ára). Hátíðlegt par Jólaplötu Páls Óskars Hjálmtýs- sonar og hörpuleikarans Moniku, Ljósin heima, er ætlað að koma fólki í jólaskap og það hlýtur hún að gera, annað er varla inni í myndinni. Hörpuleikur Moniku er bæði gullfallegur og hátíðlegur og á ákaf- lega vel við í rólegum jólalögum sem þessum. Rödd Páls Óskars smellpassar líka við og saman mynda þau öflugt par. Lögin eru bæði innlend og erlend og sum þekktari en önnur. Páll Óskar syng- ur með systur sinni Diddú í tveimur lögum. Ná þau mjög vel saman en sérstaklega þótti mér „Með bæninni kemur ljósið“ gott. Er það án vafa eitt besta lag plötunnar enda fagurt með eindæmum. Fleiri lög í uppá- haldi voru: „Ég vona að það verði í dag,“ „Himinganga,“ hið hátíðlega „Come Again“ og „A Spaceman Came Travelling“. „Yndislegt líf“ syngur Páll Ósk- ar mjög vel sem fyrr, en núna með hörpuundirleik. Kemur lagið mjög vel út þannig. Í heildina hefði kannski mátt stytta plötuna um tvö til þrjú lög en það er bara smáatriði. Ljósin heima er ákaflega vel heppnuð og vönduð plata sem ætti að koma hverjum sem er í jólaskap, ef hann er ekki þegar kominn í það. Freyr Bjarnason Páll Óskar & Monika: Ljósin heima

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.