Fréttablaðið - 03.01.2004, Qupperneq 8
8 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Mismunar SPRON?
„Mér var ekki boðið að verða
stofnfjáreigandi.“
Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri
1978–1982, í DV 2. janúar.
Þjóðlegri afstöðu sturtað
niður
„Þjóðleg afstaða virðist ekki
lengur til. Henni hefur trúlega
verið sturtað niður í ræsið með
tilkomu frjálshyggjunnar og
yfirgengilegrar græðgi sér-
hagsmunaaflanna - á kostnað
alþjóðar! Og nú flýtur allt fyrir
blindum augum að þjóðlegum
feigðarósi, meðan auðmennirn-
ir hamast við að flytja illa
fengið fé úr landi í fjárfesting-
ar erlendis.“
Rúnar Kristjánsson í bréfi til Morgunblaðsins
2. janúar.
Orðrétt
Aflýstu flugi sex véla til LA:
Um misskilning að ræða
FRAKKLAND Franskir embættismenn
segja það ekki rétt að rangar upp-
lýsingar frá bandarísku alríkislög-
reglunni, FBI, hafi orðið til þess að
flugi þriggja farþegaflugvéla fran-
ska flugfélagsins Air France til
Bandaríkjanna, hafi verið aflýst
um jólin eins og fram kom í frétt á
vefsíðu Evrópuútgáfu bandaríska
dagblaðsins Wall Street Journal í
gær.
Í fréttinni segir að FBI hafi gef-
ið frönsku lögreglunni upp nöfn sex
grunaðra liðsmanna al-Kaída-sam-
takanna sem hyggðust ræna
franskri farþegaflugvél.
Í fyrsta tilfellinu hefði flugi
verið frestað frá París til Los Ang-
eles vegna þess að nafni barns af
farþegalista hefði verið ruglað
saman við nafn þekkts hryðju-
verkaforingja frá Túnis, í öðru til-
felli hefði verið um að ræða trygg-
ingasölumann frá Wales og í því
þriðja kínverska konu, sem einu
sinni rak veitingastað í París, en í
öllum tilfellum hefði verið um mis-
skilning að ræða.
Franskir embættismenn segja
FBI ekki hafa gefið upp nöfn aðeins
tiltekin flug en viðurkenna að flugi
sex véla til Los Angeles hefði verið
aflýst um jólin að skipan franskra
stjórnvalda. ■
Síðasta íslenska flutninga-
skipinu flaggað út
Olíudreifing skráði um áramótin flutningaskipið Keili undir færeyskum fána. Þá var helmingi 11
manna áhafnar Keilis sagt upp og verða erlendir sjómenn ráðnir. Stjórnarmaður í Sjómannafélagi
Reykjavíkur óttast að Eimskip og Samskip hendi íslenskum sjómönnum í land og ráði erlenda.
KAUPSKIPAFLOTINN „Það siglir ekkert
kaupskip lengur undir íslenskum
fána, Keilir var það síðasta,“ sagði
Birgir Björgvinsson, gjaldkeri Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
Keili, flutningaskipi Olíudreif-
ingar, var flaggað
út um áramót og
siglir skipið eftir-
leiðis undir fær-
eyskum fána.
Jafnframt var
helmingi 11
manna áhafnar
Keilis sagt upp
en ætlunin er að
ráða erlenda sjó-
menn um borð.
„Færeyingar
eru komnir með þennan þæginda-
fána, eins og það er kallað eða sjó-
ræningjaflagg. Nú getur útgerðin
ráðið erlenda sjómenn um borð, á
lægri launum og algjörlega rétt-
indalausa þegar kemur að veikinda-
rétti og öðru slíku. En við munum
bregðast við og fylgja því fast eftir
að íslenskir kjarasamningar gildi
um borð. Það verður ekki slegið af.
Við ætlum að safna liði og mæta á
bryggjuna þegar Keilir fer að sigla
með erlenda sjómenn,“ sagði Birgir
Björgvinsson.
Hann segir þessa þróun hafa
verið mörg undangengin ár og leyn-
ir ekki gremju sinni með aðgerða-
leysi félaga sinna í öðrum stéttar-
félögum sjómanna. Sjómannafélag
Reykjavíkur standi oftar en ekki
eitt í baráttunni fyrir því að verja
störf farmanna.
„Þetta væri auðvitað löngu farið
ef við hefðum ekki barist gegn þess-
ari þróun. En bardaginn mun halda
áfram, það er ekki spurning að
stóru félögin, Eimskip og Samskip,
munu innan fárra ára fara sömu
leið. Þau eru búin að flagga sínum
skipum út og hafa án efa hugleitt
þann sparnað sem ná mætti fram
með því að skipta íslenskum sjó-
mönnum út fyrir erlenda,“ sagði
Birgir.
Birgir segir að fleiri hundruð
störf farmanna hafa tapast á síð-
ustu árum vegna þessarar þróunar
og nú verði stjórnvöld að bregðast
við og skapa sömu skilyrði hér og í
nágrannalöndunum.
„Þótt ýmislegt hafi verið gert þá
er enn munur á aðstöðu. Erlendis
eru skattalegar ívilnanir sem við
vildum líka sjá hér. Þá yrði ávinn-
ingurinn af útflöggun minni en
ella,“ sagði Birgir Björgvinsson.
the@frettabladid.is
Innbrot að Kárahnjúkum:
Vita ekkert
um þjófinn
LÖGREGLUMÁL Enginn hefur verið
yfirheyrður vegna innbrots sem
framið var í söluturni á virkjunar-
svæðinu við Fremri Kárahnjúk á
nýársnótt. Peningum og vörum, sam-
tals að andvirði um einnar og hálfrar
milljónar króna, var stolið. Lögregl-
an á Egilsstöðum rannsakar nú mál-
ið og leitar eftir upplýsingum.
Þar sem vegir að virkjunar-
svæðinu voru ófærir um það leyti
sem innbrotið var framið telur lög-
reglan á Egilsstöðum, sem rannsak-
ar málið, ólíklegt að utanaðkomandi
aðilar séu sekir um ránið. Rannsókn-
in beinist því fyrst og fremst að
starfsmönnum við Kárahnjúka. ■
VILJA RÝMRI LÍFEYRISRÉTT
Siglfirskir sjómenn skora á ríkisstjórnina að
rýmka lífeyrisréttindi sjómanna og gera
þeim kleift að hætta störfum við 55 ára
aldur, hafi þeir verið til sjós í 25–30 ár.
Siglfirskir sjómenn álykta:
Krefjast
viðunandi
starfsloka
KJARAMÁL Aðalfundur sjómanna-
deildar verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði, beinir því til ríkisstjórn-
arinnar og þá sérstaklega til forsæt-
isráðherra að hann beiti sér fyrir
því að íslenskir sjómenn geti hætt
störfum með viðunandi hætti þegar
aldurinn færist yfir þá.
Í ályktun sjómanna segir að störf
þeirra séu, ekki síður en störf
stjórnmálamanna, mjög sérhæfð og
krefjandi. Því sé full ástæða til að
sérstakt tillit sé tekið til þeirra við
starfslok og þeim gert kleift að
hætta störfum fyrr en við 67 ára
aldur. Þar með yrði jafnframt
tryggð eðlileg endurnýjun í stétt-
inni. Í ályktun sjómannanna segir
að sanngjarnt sé að þeir geti hætt
störfum, hafi þeir náð 55 ára aldri
og hafi verið til sjós í 25–30 ár. ■
Sendinefnd til Norður Kóreu:
Skoða líklega Yongbyon
NORÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Norður-
Kóreu eru sögð hafa samþykkt að
taka á móti bandarískri sendi-
nefnd í næstu viku og er talið lík-
legt að nefndinni verði leyft að
heimsækja kjarnorkuverið um-
deilda í Yongbyon.
Samkvæmt fréttum banda-
rískra fjölmiðla verður sendi-
nefndin meðal annars skipuð virt-
um kjarnorkuvísindamönnum og
nokkrum sérfræðingum á sviði
utanríkismála, en þó ekki á vegum
stjórnvalda.
Verði þeim leyft að heimsækja
Yongbyon verður það í fyrsta
skipti sem erlendum aðilum er
leyft að skoða kjarnorkuverið síð-
an kjarnorkueftirlitsmönnum SÞ
var vísað úr landi fyrir ári. ■
FLUGVÉL AIR FRANCE
Franskir embættismenn segja að flugi sex
véla hafi verið aflýst um jólin að skipan
franskra stjórnvalda.
LANDAMÆRAVARSLA
Norður-Kóreumenn hafa samþykkt að taka á móti bandarískri sendinefnd.
SÍÐASTA KAUPSKIPINU FLAGGAÐ ÚT
Olíudreifing flaggaði olíuskipinu Keili út og siglir það nú undir fær-
eyskum fána. Þar með siglir ekkert flutnignaskip undir íslenskum
fána lengur.
ÍSLENSKIR FARMENN DEYJANDI STÉTT
Birgir Björgvinsson, gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur segist
óttast að stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, segi upp
íslenskum sjómönnum á kaupskipum sínum og ráði erlenda
sjómenn í þeirra stað.
„Við mun-
um bregðast
við og fylgja
því fast eftir
að íslenskir
kjarasamn-
ingar gildi
um borð.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
M
E
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA