Fréttablaðið - 03.01.2004, Síða 22
22 3. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Ég held að við tveir náum mjögvel saman. Við erum ólíkir en
samstíga. Þekkjum hvor annan
mjög vel. Það er leit að svona góð-
um dúóum sem passa svona vel
saman,“ segja þeir Jói og Simmi
sem er ekki Hárgreiðslustofa eins
og þjóðin þekkir
heldur kynna
þeir Idol-keppn-
ina en þar er
spennan í há-
marki - fimm
keppendur eru
eftir en Idolinu
lýkur 16. janúar
með úrslitaþætti
þriggja kepp-
enda. Þátturinn
hefur slegið eft-
irminnilega í
gegn og þjóðin fylgist með af
miklum móð. Idol-keppnin er
haldin um heim allan og þeir segja
konseptið kalli nánast á að kynnar
séu tveir. Þannig er þetta í Bret-
landi, en þar hófst þetta allt. Í
American Idol voru tveir kynnar.
„Við hér á Íslandi höfum verið
að sjá American Idol 2 en þá er
búið að reka annan þeirra því
hann þótti svo leiðinlegur,“ segir
Simmi. „Eða Jóann í þeim dúetti...
neinei, ég segi svona.“
Helst er á þeim að heyra að
kynningarnar í American Idol sé
ekki málið, klénar, en kannski fín-
ar fyrir Ameríkumarkað. „Mun-
urinn á okkur og því eru svona
fimm milljónir punda. Fyndið
hversu allt er miklu stærra í snið-
um þarna úti,“ segir Jói.
Engir FM-hnakkar
Þeir félagar eru á því að það
skemmi ekki fyrir að þeir koma
úr svipuðu umhverfi og því sem
tengist konseptinu í Idol - tónlist
og Popptíví.
„Þetta á ættir að rekja allt til
þess tíma að Pálmi nokkur Guð-
mundsson kom okkur saman til að
stjórna útvarpsþætti á Mónó -
þeirri víðfrægu stöð sem var
drepin. Síðan var FM keypt og við
ætluðum okkur aldeilis ekki að
verða einhverjir FM-hnakkar og
hættum,“ segir Simmi.
Síðan var kallað í þá þegar
fyrsti þátturinn á Popptíví var
settur saman - 70 mínútur. „Við
ætluðum okkur eiginlega að vera
með útvarpsþátt í sjónvarpi. Þetta
er tónlistarstöð og við ætluðum að
vera með tónlistarmyndbönd og
kynningar svipaðar þeim sem við
höfðum verið með í útvarpinu.
Símahrekkirnir, sem voru svona
það besta úr þættinum, urðu að
földu myndavélinni í 70 mínút-
um,“ segir Jói.
Þeir segjast ekkert vera að
finna upp hjólið. „Nei, nei, bara
betra hjól og fallegra. Úr tíu gír-
um í 21 gír. Popptíví gengur vegna
þess að standardinn var aldrei
settur of hátt. Bara eðlilegir
strákar að tala um daginn og veg-
inn. Ekkert verið að gera óraun-
hæfar kröfur og fólk tekur þessu
á þeim forsendum.“
Opinberar fígúrur
Þegar Idol-kallið kom voru þeir
félagar Simmi og Jói skeptískir á
hugmyndina og stukku ekki á vagn-
inn þegar í stað. „Alls ekkert var
gefið í þeim efnum og maður hafði
sínar efasemdir. Í Amercan Idol er
svakaleg dramatík, Kaninn náttúr-
lega eins og hann er, og hreint ekk-
ert víst að þetta ætti við hina ís-
lensku þjóðarsál. Við hefðum getað
setið uppi með afar hallærislega út-
gáfu af góðum þætti. Ég óttaðist að
umgjörðin yrði fátækleg og aðalat-
riðið: Verður þátttakan nægjanlega
góð? Verður nógu breiður hópur til
að skrá sig til þátttöku? Lélegir
söngvarar eru ekki síður mikilvæg-
ir en góðir við upphaf. Og ef við
værum ekki með góða söngvara
núna í úrslitunum, þá værum við
með slæman þátt í höndunum.“
Þessar áhyggjur reyndust
ástæðulausar og þátttaka fór fram
úr björtustu vonum. Aðspurðir
hvort borgað sé fyrir kynningarnar
í samræmi við vinsældirnar segja
þeir: „Jaha, við getum svarað þessu
þannig að vinnuframlag sjónvarps-
manna á Íslandi almennt er vanmet-
ið. Þú getur ekki reiknað þetta í
tímakaupi. Þú ert í vinnunni allan
daginn þegar þú ert orðinn opinber
fígúra. Sem er heilmikil fórn.“
Þeir segja frægðina hafa sína
kosti og galla. Ónæði til dæmis þeg-
ar símanúmer þeirra leka út, ekki
er stundlegur friður, eiginhandará-
ritanir vinstri - hægri og aðdáenda-
meil í stórum stíl.
Allir vilja vera frægir
„Maður er auðvitað skeptískur á
að tala um hversu þekktur maður
er. Idolið hefur miklu breiðara
áhorf og meira en Popptíví, það er
miklu meira at sem fylgir ... en mað-
ur leiðir það hjá sér og hefur gaman
að,“ segir Jói. Simmi bætir við: „Og
umræðuefnið er mjög einhæft: Idol.
Af því að umræðuefnið er skemmti-
legt þá þolir maður það. En ef ég
væri þekktur fyrir störf mín í
tengslum við fiskeldi á Íslandi og
það væri hið eina sem menn vildu
tala við mig um... ég ætla aldrei að
vera talsmaður fiskeldis á Íslandi.“
Simmi segir reyndar að sér hafi
alltaf fundist hann vera frægður.
„Ég var þekktur fyrir það að vera
leiðinlegt barn á Egilsstöðum.“
Og Jói segist alltaf hafa verið
ferlegt ferlegt félagsmálatröll. „Ég
hef verið að stússast og trana mér
fram alveg frá því ég man eftir mér.
Mér virðist þetta í blóð borið.“
Eruð þið þá athyglissjúkir báðir
tveir?
„Jájá, eða, maður er eiginlega
kominn yfir það. Maður var það. Þú
vilt að það sé tekið eftir verkum
þínum. Nú langar mig að gera vel
það sem ég tek mér fyrir hendur,“
segir Simmi.
„Þetta fólk sem alltaf er að tala
um að það vilji ekki vera frægt...
það er náttúrlega bara bull. Þegar
öllu er á botninn hvolft eru allir að
leita eftir einhvers konar viður-
kenningu annarra. Stigsmunur en
ekki eðlis. Gaman að gera vel og að
eftir því sé tekið,“ segir Jói.
„Ég segi eins og Magnús Magn-
ússon Mastermind. Hann var að
troða sér inn á heimili fólks viku-
lega og heimtaði að fólk horfði á
hann, af hverju getur þá fólk ekki
leyft sér einnig að gefa sig á tal við
hann?“ segir Simmi - mjög hógvær
afstaða til frægðarinnar og kannski
heilbrigð ef hægt er að tala um slíkt
í þessu sambandi.
Bubbi fæddur í hlutverkið
Simmi og Jói hafa farið á kost-
um í stuttum leikatriðum og eftir-
hermum. Það kemur á daginn að
Jói hefur alltaf verið að leika.
Hann sótti um Leiklistarskóla Ís-
lands og fékk höfnun, náði í 32
manna hópinn. Ákvað þá að gera
þetta sjálfur. „Þarf ekkert að vera
að púkka upp á þetta.“
Og hlutverk þeirra er víðferm-
ara en bara að kynna. „Okkar hlut-
verk var að hafa róandi áhrif á
keppendur og vera með þeim í liði.
Fólk er að koma til að syngja
opinberlega og til þess þarf mikinn
kjark. Aldurstakmark í keppnina
er 16 til 28 ára. Einhverjir komu til
að djóka, ótrúlega fáir reyndar.
„Ég man sérstaklega eftir einum
sem kom í flippgír, komst í gegn og
breyttist úr því að vera flippari í
að taka þátt af fullri alvöru. Komst
í 32 manna hóp og stóð sig vel.“
Bubbi Morthens er grimmi
dómarinn því beina þeir stundum
spjótunum sínum að honum. „Við
erum með krökkunum í liði. Við
verðum því að lækka í honum ros-
tann og Bubbi svarar fullum
hálsi,“ segir Simmi og Jói bætir
við: „Mér finnst hann rosalega
skemmtilegur. Þetta er náttúrlega
allt í gamni gert. En mér finnst
mikið til í því sem hann hefur sagt,
hann fer náttúrlega rússíbanann
allan, en þessi þáttur væri ekki
samur ef hans nyti ekki við og
Bubbi hefur reynst ótrúlega sann-
spár. Fæddur í þetta hlutverk.“
Idol aftur
Erfitt er þegar keppendur
detta út, sérstaklega eftir að í níu
manna hóp var komið. „Þau hafa
öll sinn karakter, öll sérstaklega
skemmtileg og eftirsjá í þeim öll-
um. Nú er þetta starf að verða
virkilega erfitt, aftaka í hverjum
þætti.“
Idol-þáttasería númer tvö fer
af stað í haust og Simmi og Jói
vilja kynna þáttinn einnig þá. Eft-
ir að Idolinu lýkur tekur við skóli
hjá Jóa en hann hyggst útskrifast
frá Tækniháskólanum árið 2006 í
markaðsfræði og Simmi heldur
áfram sínu aðalstarfi sem er sölu-
maður á Popptíví. Einnig hefur
komið til tals að þeir taki að sér
sjónvarpsþátt en þeir vilja ekkert
tjá sig meira um það á þessu stigi.
Ekkert frágengið. „Hálft ár er
langur biðtími í sjónvarpi, heil ei-
lífð,“ segir Simmi.
jakob@frettabladid.is
HINAR EINU SÖNNU IDOL-STJÖRNUR
Þeir segja frægðina hafa sína kosti og galla. Ónæði fylgir því til dæmis þegar símanúmer
þeirra leka út, ekki er stundlegur friður, eiginhandaráritanir vinstri - hægri og aðdáenda-
mail í stórum stíl. Þessu taka þeir með brosi á vör.
„Þú ert í
vinnunni
allan daginn
þegar þú ert
orðinn opin-
ber fígúra.
Sem er heil-
mikil fórn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Idol-keppnin hefur slegið rækilega í gegn og hefur frammistaða kynnanna Simma og Jóa vakið athygli. Kannski má segja að þeir séu hinar
einu sönnu Idol-stjörnur. Þegar hefur verið ákveðið að Idol tvö verði næsta haust og hugsanlegt að þeir taki að sér sjónvarpsþáttagerð í
kjölfar vinsældanna.
Allir vilja vera frægir
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
JÓI OG SIMMI
„Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir
að leita eftir einhvers konar
viðurkenningu annarra. Stigsmunur en
ekki eðlis,“ segja þeir félagarnir sem
telja sig vera komna yfir athyglissýkina
sem þeir áttu við að stríða.