Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Íþróttir 39 Sjónvarp 44 LAUGARDAGUR LANDSLEIKUR Íslendingar mæta Svisslendingum í handboltalandsleik í annað skipti á þremur dögum. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll klukkan 16.30. DAGURINN Í DAG MINNIHÁTTAR ÚRKOMA VÍÐA UM LAND Hálkan er smám saman að fara og er það vel. Gæti orðið þokkalega bjart á norðausturhorninu en það er alls ekki örug- gt. Hann mun halda áfram að snjóa á Vestfjörðum næstu daga. Sjá síðu 6. 10. janúar 2004 – 9. tölublað – 4. árgangur ENN EITT BANKARÁNIÐ Tveir menn rændu Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis í Hátúni í gær. Þeir ógnuðu starfsfólki og hrifsuðu til sín peninga áður en þeir hurfu á braut. Sjá síðu 2 FJÖGURRA ÁRA BIÐ Þeim sem leita meðferðar á Reykjalundi vegna offitu hefur fjölgað verulega. Nú er svo komið að fjög- urra til fimm ára bið er eftir því að komast að. Sjá síðu 4 BÆTT VERÐUR ÚR ÖRYGGISMÁL- UM Borgaryfirvöld hyggjast bregðast við þremur alvarlegum slysum í Breiðholtslaug með því að bæta aðstöðu sundlaugarvarða og huga að fleiri þáttum Sjá síðu 6 MENN TIL MARS George W. Bush Bandaríkjaforseti er sagður ætla að fyrir- skipa átak til að koma mönnuðum geim- förum til fjarlægra pláneta. Fyrst á að halda aftur til tunglsins, svo til Mars. Sjá síðu 6 Hilmar Örn Hilmarsson: Áhugi á skáldkonunni Sylviu Plath hefur sjaldan verið meiri en nú, í kjöl- far nýrrar kvikmyndar um líf hennar. SÍÐA 30 ▲ Bækur: Draumaverkefnið VÉLHJÓLAKLÚBBAR Sverrir Þór Ein- arsson vélhjólamaður lagði í gær fram kæru á k v e n n a v e f i n n femin.is vegna ásakana sem bornar voru á hendur honum um að hafa gefið 14 ára unglings- stúlku eiturlyf og misnotað hana kynferðislega. Ásakanirnar komu fram á spjallþræði femin.is þar sem því er lýst að unglingsstúlkan hafi haldið til um jólin í klúbb Sverris Þórs á Skemmuvegi í Kópavogi. Klúbburinn er kenndur við vélhjólaklúbbinn Ými sem aft- ur hefur verið bendlaður við Banditos, hina illræmdu vél- hjólaklíku sem lögregla telur að sé að reyna að koma upp tengslum á Íslandi rétt eins og Hells Angels. Sverrir Þór gekk í gær á fund lögreglu í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur eigendum femin.is vegna rógburðar og rangra sakar- gifta. Hann harðneitar að atburð- urinn, sem reifaður er á spjall- þræðinum, eigi sér nokkra stoð. „Ég var í öðru sveitarfélagi um jólin og kom ekki í klúbbinn frá því á aðfangadag og þar til á gamlársdag,“ segir Sverrir og kveðst vera alsaklaus. Auk þess að kæra kvennavefinn þá kærði Sverrir, sem þekktur er sem Sverrir tattú, Þórð Þórðarson, bæjarlögmann í Kópavogi, vegna ummæla í Fréttablaðinu í gær. Þar krafðist Þórður þess að lögreglan kannaði strax hvort ólögleg starf- semi ætti sér stað í klúbbnum við Skemmuveg svo sem honum hefði borist til eyrna. Þórður sagði „al- gjörlega ólíðandi“ ef slík starfsemi ætti sér stað þar. Lögreglan hef- ur um hríð haft staðinn undir eft- irliti án þess að heimildir séu um að þar hafi fundist sannanir um ólöglegt athæfi. Fyr- ir nokkrum dögum hafði víkinga- sveitin afskipti af syni Sverris þar sem grunur var um að hann hefði skotvopn undir höndum. „Við munum fylgjast með staðnum rækilega í framhaldi af þessari umræðu,“ segir Eiríkur Tómasson hjá lögreglunni í Kópa- vogi. Eiríkur segir lögregluna vilja ná tali af öllum þeim sem hafa upplýsingar um starfsemina af eigin reynslu eða aðstandend- um þeirra. Soffía Steingrímsdóttir, rit- stjóri femin.is, sagðist í gær ekki vita hver setti frásögnina inn á spjallvefinn. Hún segir að gríðar- leg viðbrögð hafi orðið vegna þessa en sagðist ætla að taka frá- sögnina um Sverri Þór út af vefn- um. „Maðurinn er saklaus þar til sekt sannast,“ sagði Soffía. rt@frettabladid.is hrs@frettabladid.is Sjá nánar á síðu 10 ● tilnefningarkóngar í ár Mínus: ▲ SÍÐA 32 Íslensku tónlistar- verðlaunin ● af persónulegum ástæðum Gordon Strachan: ▲ SÍÐA 39 Á förum frá Southampton ● 29 ára í dag Guðný Camila Aradóttir: ▲ SÍÐA 16 Skemmtilegt að þroskast ● dorrit býður listaverkasöfnurum til landsins Ólafur Elíasson: ▲ SÍÐA 46 Sýnir í Hafnar- húsinu „Ég var í öðru sveitar- félagi um jólin Ný mynd Jane Campion, In the Cut, var frumsýnd í gær. Hilmar Örn samdi tónlist- ina. Hann segir verkefnið hafa verið draumaverkefni. ▲SÍÐA 22 Vélhjólamaður kærir lögfræðing og kvennavef Forseti vélhjólaklúbbsins Ýmis er í tölvuskeyti sagður hafa misnotað 14 ára stúlku um jólin og gefið henni eiturlyf. Hann kærði vefinn femin.is og bæjarlögmann í Kópavogi fyrir rógburð. Upprisa Sylviu Plath Íslömsk stúlka: Rekin fyrir slæðuna FRAKKLAND, AP Skólayfirvöld í borginni Montreal-la-Cluse í Frakklandi hafa rekið þrettán ára stúlku úr skóla fyrir að neita að taka niður slæðu sem hún ber samkvæmt íslömskum sið. Stúlkan neitaði að verða við kröfum skólayfirvalda sem vildu að hún bæri slæðuna ekki í líkamsrækt og nokkrum öðrum tímum. Skólayfirvöld sögðu það geta verið hættulegt heilsu hennar. Fjölda stúlkna hefur verið vísað úr skóla fyrir að neita að fella slæðu sína. Málið kemur í kjölfar harð- vítugra deilna um hvort banna eigi notkun trúarlegra tákna, svo sem slæða, krossa og kollhúfa gyðinga, í frönskum skólum. ■ Geðsjúkur maður sem fær ekki nauðsynlega hjálp: Barði mann til óbóta HEILBRIGÐISMÁL Geðsjúkur maður, sem gert hefur verið að flytja úr húsnæði sínu og selja það, gekk í skrokk á manni og barði hann til óbóta. Árásin hefur verið kærð til lögreglu. Engin úrræði liggja á lausu fyrir sjúka manninn, sem hefur frelsissvipt fólk, ógnað því og unnið skemmdarverk á eigum þess. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur fylgst með þremur einstak- lingum sem öllum var gert að flytja úr húsnæði sínu vegna ónæð- is sem af þeim stafaði vegna geð- raskana þeirra. Tveir hafa fengið nokkra úrlausn sinna mála, báðir rétt áður en þeir áttu að flytja. Annar er nú vistaður á geðdeild, en félagsmálayfirvöld í Kópavogi út- veguðu hinum húsnæði til bráða- birgða. Sá þriðji átti að rýma húsnæði sitt 17. nóvember. Hann fór huldu höfði um skeið. Síðan kom hann heim og lokaði sig þá inni. Aðfara- nótt nýársdags réðist hann svo á mann, barði hann svo stórsá á og hótaði honum lífláti. Geðhjálp hefur meðal annarra freistað þess að fá hann nauðungar- vistaðan. Geðhjálp hefur margítrek- að nauðsyn þess að opna geðdeild fyrir mikið veika einstaklinga, sem ekki geta fótað sig í samfélaginu til lengri eða skemmri tíma. ■ Nýtt kortatímabil Stærsta útsalan Opið 10-18 í dag! Á GÖNGU VIÐ ÆGISÍÐUNA Snjórinn er víða horfinn og því orðið auðveldara að fara í göngutúra en fyrir fáeinum dögum. Parið á myndinni dreif sig í göngu og naut hennar, með Bessastaði í baksýn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VEÐRIÐ Í DAG SVERRIR ÞÓR EINARSSON Sver af sér sakir og kærði meintan óhróður á Netinu til lögreglu í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.