Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 8
8 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Ástand á Flateyri „Hér eru allir svo miklir vitleys- ingar að þeir átta sig ekki á því að þeir þurfa geðlyf.“ Lýður Árnason héraðslæknir, DV 9. janúar. Grimmur glæpur „Litla sjónvarpsmyndin, Opinber- un Hannesar, er einhver sá grim- masti glæpur sem nokkur íslensk- ur kvikmyndagerðarmaður hefur gert sig sekan um. Einkum og sér í lagi á þessum tímum þegar starfsgreinin líður beinan skort.“ Opið bréf Ólafs Jóhannessonar og Ragnars Santos til Hrafns Gunnlaugssonar í Fréttablaðinu 9. janúar. Það er gott að búa í Kópavogi „Við höfum saman sorpið, slökkvi- lið og strætó, og þessi samvinna er mjög góð á milli sveitarfélag- anna. Sameining sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu yrði á þessu stigi til bölvunar, því er ég eiginlega alveg klár á.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, í Morgunblaðinu 9. janúar. Orðrétt Bætt samskipti Frakka og Líbíumanna: Líbíustjórn greiðir bætur vegna sprengjuárásar PARÍS, AP Stjórnvöld í Líbíu hafa samþykkt að greiða aðstandend- um fórnarlamba sprengjuárásar um borð í franskri farþegaþotu sem svarar tæpum tólf milljörð- um íslenskra króna í bætur. Samningur þessa efnis var undir- ritaður í París í gær og er vonast til þess að hann muni marka upp- hafið að nýju tímabili í samskipt- um Frakklands og Líbíu. Alls fórust 170 manns þegar farþegaþota flugfélagsins UTA var sprengd í loft upp yfir Níger- íueyðimörkinni árið 1989. 54 Frakkar voru á meðal farþega vél- arinnar og dæmdu dómstólar í Frakklandi sex Líbíumenn fyrir árásina, þar á meðal mág Moammars Gadhafi, leiðtoga Líb- íu. Þessir menn ganga allir lausir. Árið 1999 fengu aðstandendur greiddar sem nemur um 2,3 millj- örðum króna í bætur frá Líbíu- stjórn. Þegar aðstandendur fórn- arlamba Lockerbie-slyssins árið 1988 yfir Skotlandi sömdu um margfalda þessa upphæð var ákveðið að krefjast hærri bóta vegna árásarinnar 1989. Yfirvöld í Líbíu hafa stofnað sérstakan bótasjóð og er búist við því að byrjað verði greiða út bæt- ur eftir um það bil hálft ár. ■ Alcoa hagnaðist um 70 milljarða króna Viðsnúningur varð í rekstri álframleiðandans Alcoa í fyrra. Hagnaður jókst um 117% frá árinu 2002. Fyrirtækið hættir við byggingu nýs álvers í Brasilíu vegna óvissu um orkukostnað. BANDARÍKIN Álframleiðandinn Alcoa hefur kynnt niðurstöður af uppgjöri á fjórða ársfjórðungi ársins 2003 og hefur mikill við- snúningur orðið á starfsemi fyrir- tækisins. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 23,8 milljörðum króna en á fjórða ársfjórðungi árið 2002 var 10,2 milljarða króna tap af reglulegri starfsemi. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir allt árið 2003 nam 72,3 milljörðum króna og hafa þær hækkað um 117% frá árinu 2002. Velta fyrirtækisins jókst um 6% í fyrra og nam um 1.500 milljörðum króna. Alain Belda, aðalforstjóri Alcoa, segir að meginskýringin á bættri af- komu Alcoa milli ára sé hækkun á álverði og aukin eftirspurn. Bandaríska tímaritið Pitts- burgh Business Journal greinir frá því að Alcoa hafi hætt við byggingu tæplega 100 milljarða króna álvers í Brasilíu vegna óvissu um orkuverð. Ríkisstjórn Brasilíu hefur ný- lega sett á laggirnar stofnun sem á að annast reglusetningu fyrir brasilískan orkumarkað. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvaða reglur stofnunin setur nýjar. Í tímaritinu er haft eftir Kevin Lowery, talsmanni Alcoa, að um 25% af kostnaðinum við að fram- leiða ál sé orkukostnaður. Á með- an óljóst sé hvaða breytingar stofnunin muni gera hafi Alcoa sett framkvæmdirnar í salt. Þar með eru allar áætlanir um álvers- framkvæmdir Alcoa í Brasilíu í uppnámi en Belda, sem er Brasil- íumaður, sagði síðasta sumar að fyrirtækið hygðist fjárfesta fyrir tæpa 200 milljarða króna í Brasil- íu fyrir árið 2010. Í viðtali við bandaríska tímarit- ið sagði Lowery að Alcoa, sem er stærsti álframleiðandi heims, væri að skoða nokkur lönd með það fyrir augum að reisa þar ný álver. Hann tók sérstaklega fram að framkvæmdir væru að hefjast við nýtt álver á Íslandi, sem myndi framleiða um 322 þúsund tonn á ári. Ráðgert væri að álver- ið í Reyðarfirði hefji starfsemi síðla árs 2007. trausti@frettabladid.is Sorphirða í Kópavogi: Illa mokað frá tunnum SORPHIRÐA Stjórnendur Íslenska gámafélagsins, sem annast sorp- hirðu í Kópavogi, segja að rysjótt tíðarfar um hátíðirnar hafi tor- veldað sorphirðu í bænum. Komið hefur fram að íbúar voru ósáttir við sorphirðu í Salahverfi kringum jólin. Íslenska gáma- félagið segir í yfirlýsingu að sorp sé hirt í Kópavogi á tíu daga fresti og það hafi verið gert yfir hátíð- arnar. Sökum óveðurs hafi sorp- hirða gengið verr eftir jólin. Þá hafi verið illa eða ekki mokað frá mörgum sorpgeymslum og tunn- um en íbúum ber að halda leiðum að sorpgeymslum greiðum. ■ ÞINGKOSNINGAR Í GEORGÍU Ákveðið hefur verið að halda þingkosningar í Georgíu 23. mars. Ný- kjörinn for- seti, Mikhail Saakashvili, tekur við völdum 25. janúar af Nino Burdzhana- dze bráða- birgða- forseta. KÓRSTJÓRI HANDTEKINN Lög- reglan í Hollandi hefur handtekið stjórnanda drengjakórs í bænum Delft nálægt Haag eftir að þús- undir barnaklámmynda fundust í tölvu á heimili hans. Verið er að rannsaka hvort kórdrengir séu á myndunum. Í öðru tilfelli á fyrr- verandi dómari yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. HANDTÖKUR Í SVISS Lögreglan í Sviss hefur handtekið átta manns í tengslum við hryðju- verkaárásirnar í Sádí-Arabíu í vor. Í yfirlýsingu frá lögregl- unni segir að hinir handteknu séu allir erlendir borgarar sem grunaðir séu um tengsl við glæpasamtök og að handtökurn- ar hafa farið fram í kjölfar víðtækrar rannsóknar um hugs- anleg tengsl um 20 manns við hryðjuverkasamtök. AÐALFORSTJÓRI ALCOA Alain Belda segir að meginskýringin á bættri afkomu Alcoa milli ára sé hækkun á álverði og aukin eftirspurn. KJARAMÁL „Við höfum alltaf þurft að hafa fyrir hlutunum en það er of snemmt að fullyrða nokkuð um hvort svo verður einnig nú,“ sagði Kristján Larsen, formaður Mjólk- urfræðingafélags Íslands. Samninganefnd Mjólkurfræð- ingafélagsins hitti fulltrúa Sam- taka atvinnulífsins á fyrsta samn- ingafundi á fimmtudag en samn- ingar mjólkurfræðinga renna út 31. janúar. Á fundinum var kröfu- gerð mjólkurfræðinga á hendur atvinnurekendum kynnt en for- maður félags mjólkurfræðinga vill ekki upplýsa um einstakar kröfur. „Þær eru á svipuðum nótum og kröfur annarra iðnfélaga, við fylgjum þeim í meginatriðum,“ sagði Kristján Larsen. Samiðn, samband iðnfélaga, kynnti Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga fyrir rúmum mán- uði. Þar er gert ráð fyrir að al- mennar launabreytingar skili 3% kaupmáttaraukningu á ári. Þá er gert ráð fyrir tveggja ára samn- ingstíma. Kristján segir þó hugs- anlegt að samið verði til lengri tíma, líkt og stóru verkalýðsfélög- in hafa lagt til. ■ ■ Evrópa BÆTT SAMSKIPTI Franski þingmaðurinn Christian Poncelet tekur í höndina á Abdel-Rahman Shalqam, utanríkisráðherra Líbíu. Shalqam er í opinberri heimsókn í París. MJÓLKURFRÆÐINGAR AÐ SAMNINGABORÐI Fyrsti samningafundur mjólkurfræðinga og atvinnurekenda var á fimmtudag. Kröfugerð mjólkurfræðinga sem þar var kynnt, tekur mið af kröfugerð sem Samiðn, samband iðnfélaga, kynnti fyrir rúmum mánuði. Formaður Mjólkurfræðingafélags Íslands: Fáum ekkert fyrirhafnarlaust FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.