Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 41
41LAUGARDAGUR 10. janúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 7 8 9 10 11 12 13 JANÚAR Laugardagur HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir Evrópumótið í Slóveníu ekki vel þegar liðið tapaði með sjö mörkum, 25-32, gegn Sviss að Varmá í gærkvöldi. Íslenska liðið var fimm mörkum undir í hálfleik, 11-16, en Sviss hafði mikla yfir- burði í leiknum og komst mest níu mörkum yfir í byrjun seinni hálf- leiks. Það var helst sóknarleikur- inn og þá skelfileg færanýting ís- lenska landsliðsins sem varð þess valdandi að hið unga lið Svisslend- inga lék við hvern sinn fingur. Ís- lensku strákarnir misnotuðu alls 37 skot í leiknum og mörg þeirra úr dauðafærum. Markvörður Svisslendinga, Antonie Ebinger varði 28 skot í leiknum (54%) og varamarkvörðurinn Pascal Stauber náði einnig 50% mark- vörslu en hann varði annað af tveimur vítum sem hann reyndi við í leiknum. Þá fór fyrirliðinn Robbie Kostadinovich mikinn í sókninni og skoraði 11 mörk. Skyttur íslenska liðsins fundu enga leið fram hjá Eginger eða svissnesku vörninni sem varði alls sjö skot og íslenska liðið skoraði aðeins fimm mörk úr lang-skotum (úr 32 tilraunum). Ólafur Stefánsson misnotaði níu af 12 skotum sínum utan af velli en spilaði að venju félaga sína uppi og átti ellefu stoðsendingar í leiknum. Bestu menn íslenska liðsins voru markverðirnir, Guð- mundur Hrafnkelsson og Reynir Þór Reynisson sem báðir vörðu 11 skot og svo átti Gylfi Gylfason góða innkomu í seinni hálfleik er hann gerði fjögur mörk úr fimm skotum. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur gegn Sviss en íslensku strákarnir fá tækifæri til að hefna ófaranna í gær í Laugar- dalshöllinni í dag klukkan 16.30 og á morgun sunnudag klukkan 19.30. ■ ÓLAFUR MARKAHÆSTUR Ólafur Stefánsson var markahæsti maður íslenska liðsins gegn Sviss í gær ásamt Jaliesky Garcia en báðir skoruðu þeir fimm mörk. Ólafur sést hér senda eina af 11 stoðsendingum sínum í leiknum. Fyrsti landsleikur Íslands og Sviss að Varmá í Mosfellsbæ: Sjö marka tap gegn Sviss ■ ■ LEIKIR  13.30 Þór Ak. og Keflavík keppa í Höllinni á Akureyri í bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í kvennaflokki.  13.30 Þróttur og HK leika á Nes- kaupstað í 1. deild kvenna í blaki.  14.00 Valur mætir Víkingi í Laugar- dalshöll í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta.  15.15 KS og Höttur leika í Power- ade-mótinu í Boganum á Akureyri.  16.00 Stakkvíkurliðið og ESSO- liðið mætast í Seljaskóla í Stjörnuleik KKÍ.  16.00 KA/Þór keppir við FH í KA- heimilinu í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  16.30 Handboltalandsleikur Íslend- inga leika við Svisslendinga í Laugar- dalshöll.  17.00 SA og SR keppa á Akureyri á Íslandsmóti karla í íshokkí. ■ ■ SJÓNVARP  13.50 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Vals og Vík- ings í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta.  14.00 US Champions Tour 2004 á Sýn. Fréttaþáttur sem fjallar um banda- rísku mótaröðina í golfi.  14.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  14.45 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.  15.30 Íþróttamenn ársins á RÚV.  15.30 Supercross (Edison International Field) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í supercrossi.  16.10 Handboltakvöld á RÚV.  16.25 Landsleikur í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslendinga og Svisslendinga í Laugardalshöll.  16.30 Fastrax (Vélasport) á Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  17.00 Enski boltinn á Sýn. Útsend- ing frá leik Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.  19.00 NFL-tilþrif á Sýn. Svipmyndir úr leikjum helgarinnar í ameríska fót- boltanum.  19.30 2004 Links to Paradise á Sýn. Bandaríska mótaröðin í golfi hefst ár hvert á Havaí. Í þættinum verður hugað að mótinu á Havaí en einnig litið um öxl og rifjuð upp eftirminnileg atvik á liðnum árum.  20.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Real Sociedad og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni.  22.35 NFL á Sýn. Bein útsending frá leik St Louis Rams og Carolina Panthers í úrslitakeppni ameríska fót- boltans.  00.45 Hnefaleikar á Sýn. Útsend- ing frá bardaga Wladimir Klitscko og Danell Nicholson. 71 milljón til afreksmanna Um 350 íþróttamenn njóta góðs af styrkveitingu Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Íþrótta- og ólympíusamband Ís-lands tilkynnti í gær um styrk- veitingar til sérsambanda ÍSÍ. Heildarupphæð er 71 milljón króna er þetta er hæsta upphæð sem ÍSÍ hefur úthlutað í styrki til afreksstarfs frá upphafi. Upp- hæðinni er skipt á milli 71 íþrótta- manns og 25 landsliðsverkefna. Áætlaður heildarfjöldi íþrótta- manna sem nýtur góðs af styrk- veitingum nú er um 350. Styrkveitingum til afreksstarfs hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, verkefnum sérsambanda hefur fjölgað, verkefnin eru fyrir breiðari aldurshóp og fjárþörf íþróttahreyfingarinnar eykst. Út- hlutanir afrekssjóðs nema að þessu sinni 52,5 milljónum króna. Úthlut- anir úr ólympíufjölskyldu nema 5,7 milljónum króna og úthlutanir úr sjóði ungra og efnilegra nema 11,6 milljónum króna. Kostnaðaráætlun verkefna sérsambandanna vegna sjóðanna þriggja nam 414 milljónir króna. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í vikunni var samþykkt reglu- gerðarbreyting á starfsreglum afrekssjóðs ÍSÍ sem hefur það í för með sér að styrkir til einstaklinga hækka. A-styrkur sem var 120.000 krónur á mánuði var hækkaður í 160.000 krónur, B-styrkur hækkaði úr 60.000 krónum á mánuði í 80.000 krónur og C-styrkur hækkaði úr 30.000 krónum á mánuði í 40.000 krónur. Úthlutanir sjóðsins ná að þessu sinni til níu mánaða tímabils, eða fram yfir Ólympíuleikana. ■ HEILDARSTYRKIR TIL SÉRSAMBANDA Blaksamband 540.000 Badmintonsamband 3.513.000 Borðtennissamband 1.190.000 Dansíþróttasamband 1.500.000 Frjálsíþróttasamband 8.550.000 Fimleikasamband 3.080.000 Golfsamband 1.700.000 Handknattleikssamband 20.500.000 Íþróttasamband fatlaðra 1.000.000 Skautasamband 600.000 Júdósamband 2.700.000 Körfuknattleikssamband 4.300.000 Keilusamband 440.000 Knattspyrnusamband 5.000.000 Siglingasamband 470.000 Skvassnefnd 100.000 Skylminganefnd 300.000 Skíðasamband 4.140.000 Sundsamband 7.726.000 Skotsamband 440.000 Taekwondósamband 1.390.000 Tennissamband 770.000 Fagteymi og tryggingar 1.050.000 Samtals 70.999.000 ÚTHLUTUN AFREKSSTRYKJA Frá vinstri: Örn Andrésson, Stefán Konráðsson, Ellert B. Schram, Lárus Blöndal og Benedikt Geirsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.