Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 2
2 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR „Já, ég er ánægður með að vera kominn heim og svara fyrir mig. Það var greinilega ekki vanþörf á því.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í útlöndum þegar gagnrýni á bók hans um Halldór Laxness komst í hámæli. Nú er hann kominn heim til að svara fyrir sig. Spurningdagsins Hannes, er gott að vera kominn heim? ■ Lögreglufréttir LANDBÚNAÐUR Áformað er að nefnd sem unnið hefur að stefnumótun í mjólkurframleiðslu skili landbún- aðarráðherra skýrslu á næstu vik- um. Nefndinni er ætlað að meta stöðu og horfur mjólkurfram- leiðslunnar í undirbúningi fyrir næstu mjólkursamninga, en nú- gildandi samningur ríkisins og Bændasamtakanna rennur út í ágúst árið 2005. Við endurskoðun núgildandi samnings skal lagt mat á stöðu kvótafyrirkomulagsins sem stund- að hefur verið í greininni og kann- að hvort, og þá hvernig og hvenær, eigi að leggja þetta kerfi niður og hvað geti þá tek- ið við í staðinn. Starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkur og mjólkur- afurða hafa ver- ið skoðuð sér- staklega, en í því sambandi er meðal annars horft til þess hvaða kvaðir al- þjóðlegir samn- ingar kunna að leggja á herðar stjórnvalda á kom- andi árum. Guðmundur B. Helga- son, ráðuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneytinu og formaður nefnd- arinnar, segir að alþjóðlegir samn- ingar kunni að setja því skorður með hvaða hætti stefnan verði mótuð og útfærð. „Það ríkir óvissa um það hvað kann að vera í vændum í alþjóð- legum samningum. Það er hins vegar ljóst að þeir hafa kallað á aðlögun að breyttum veruleika í landbúnaðinum á heimsvísu. Ég tel ekki tímabært að fjalla efnis- lega um stefnumörkunarvinnuna fyrr en endanlegar niðurstöður hennar liggja fyrir. Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að nái kröfur Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, um minni tolla og styrki fram að ganga kunni það að valda umtals- verðum erfiðleikum í íslenskum landbúnaði. „Það er ljóst að það er verið að krefjast ákveðinna breytinga til að greiða fyrir raunverulegri verð- samkeppni. Við teljum að þær muni þrengja möguleikana á því að bændum verði greiddir fram- leiðslutengdir styrkir. Evrópusam- bandið hefur að mestu leyti breytt sínu styrkjakerfi, það tengist ekki lengur framleiðslunni sem slíkri heldur er greitt út á landið og gerð- ar auknar kröfur um meðferð þess. Menn verða að skoða þetta vel í framtíðinni og vera undir það búnir að þessar breytingar nái til Íslands,“ segir Sigurgeir. bryndis@frettabladid.is RÁN Tveir menn, vopnaðir bareflum og með hulin andlit, ruddust inn í útibú SPRON við Hátún á tólfta tím- anum í gær ógnuðu starfsfólki, brutu gler í einni gjaldkerastúkunni og hrifsuðu peninga úr skúffu áður en þeir hlupu út. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir mennina haf kom- ið að bankanum á reiðhjólum. Ann- að var notað til að komast í burtu og fannst það á Skúlagötu. Hitt hjólið var skilið eftir við bankann. Hnífur fannst þegar lögreglan rakti slóð mannanna en Hörður segir óvíst hvort hann tengist ráninu. Þjófarn- ir ógnuðu starfsfólki bankans ekki með hníf. Andri Guðmundsson, starfsmað- ur á bifreiðaverkstæði ofan við bankann, sá til bankaræningjanna. „Ég sá tvo stráka hlaupa fyrir horn- ið og kasta frá sér rörbút. Annar hjólaði í burtu en hinn hljóp með. Báðir hlupu þeir neðan við Fíladelfíukirkju og í áttina að mið- bænum.“ Fjöldi lögreglumanna tók þátt í að leita uppi mennina sem taldir eru vera milli tvítugs og þrí- tugs. Báðir voru dökklæddir. Útibúi SPRON við Hátún var lok- að í gær. Þetta er fyrsta bankaránið sem framið er á árinu. Átta banka- rán voru framin á síðasta ári. ■ Kjaraviðræður: Reynt til þrautar KJARAMÁL Viðræðunefndir Starfs- greinasambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins sammæltust um það í gær að reyna til þrautar á næstu tveimur til þremur vikum að ná saman um nýja kjarasamninga. Viðræðunefndirnar þinguðu í gær og urðu fulltrúar deilenda sammála um að einhenda sér í við- ræðurnar strax eftir helgi og reyna að ná niðurstöðu sem fyrst án átaka. Fundir eru boðaðir strax eftir helgi. Langlundargeð Starfsgreina- sambandsins gagnvart ríkinu er hins vegar mun minna og verður staðan í viðræðum við ríkið metin upp á nýtt að loknum fundum deilenda í næstu viku. ■ Endurskoðandi: Dró sér 25 milljónir DÓMSMÁL Endurskoðandi var dæmdur í eins og hálfs árs fang- elsi fyrir að draga sér 25 milljónir króna úr dánarbúi sem hann fór með sem lögráðamaður tveggja dætra hins látna. Þegar Héraðs- dómur Reykjaness felldi úrskurð sinn í gær hafði maðurinn endur- greitt nærri helming þess fjár sem hann dró sér. Maðurinn gekkst við brotum sínum. Fallið var frá kröfu um sviptingu réttinda mannsins sem löggilts endurskoðanda enda hafði hann skilað inn starfsleyfi sínu. ■ Í DÓMSSAL Í FYLGD LÖGREGLU Fjársvikamennirnir framvísuðu fölsuðum vegabréfum til að fá íslenskar kennitölur. Kongómaður og Belgi: Dæmdir fyr- ir skjalafals DÓMUR Belgi af marakkóskum upp- runa og maður frá Kongó voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir skjalafals, fimm brot hvor. Mennirnir urðu sér út um ís- lenskar kennitölu á Hagstofu Íslands með því að framvísa fölsuðum frönskum vegabréfum. Hvor um sig notaði falsað vegbréf við stofnun reikninga í bönkum í Reykjavík. Kongómaðurinn fram- vísaði fölsuðu vegabréfi þegar hann kom hingað til lands þann 19. desember. Belginn framvísaði hins vega fölsuðu vegabréfi þegar hann var handtekinn í Reykjavík daginn eftir. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 21. desem- ber. Afplánun þeirra hófst eftir að dómur var kveðinn. ■ Olís og Essó lækkuðu bensínverð: Bensínstríðið heldur áfram NEYTENDUR Olís og Esso lækkuðu bensínlítrann á 95 oktan bensíni á stöðvum sínum um tvær krónur og tuttugu aura í gær. Lítrinn kostaði þá 93,7 krónur í sjálfs- afgreiðslu. Félögin lækkuðu bæði verð á dísilolíu og seldu lítrann á 35,90 krónur. Shell lækkaði verðið ekki og kostar lítrinn af 95 oktan bensíni því áfram 96,90 krónur í sjálfsafgreiðslu. Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri áhættustýringar- sviðs Olís, segir um tímabundna lækkun að ræða. „Ástæða lækk- unarinnar er stefna fyrirtækisins að bjóða viðskiptavinum okkar samkeppnishæft verð.“ Bensínstríð skall á í kjölfar þess að Atlantsolía hóf að selja 95 oktan bensín á 92,50 krónur lítr- ann í fyrradag. Í kjölfarið fylgdu allar sjálfsafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrastur var bensínlítrinn hjá Orkunni á Skemmuvegi sem lækkaði 95 okt- an bensíni í 91,40 krónur. Verð hélst óbreytt í gær hjá sjálfs- afgreiðslustöðvunum. ■ DÆLT Á BÍLINN Neytendur njóta góðs af bensínstríði sem skollið er á milli olíufélaganna. Fimm mánaða fangelsi: Ástralinn dæmdur DÓMUR Ástralinn, sem kom hingað til lands í byrjun nóvember með tvær kínverskar stúlkur í fylgd með sér, var dæmdur í fimm mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær, fyrir skjalafals og brot á lögum um útlendinga. Ástralinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá 7. nóvember. Kín- versku stúlkurnar tvær voru sendar til síns heima milli jóla og nýárs. ■ BANKARÆNINGI HRIFSAR TIL SÍN PENINGA Öryggismyndavél bankans náði myndum af bankaræningjunum. Báðir huldu andlit sitt. Til að komast að gjaldkeranum brutu þeir gler á gjaldkerastúkunni. Vopnað bankarán framið í útibúi SPRON við Hátún: Ruddust inn fyrir gjaldkerastúku KÝR Í HAGA Nefnd vinnur að því að skoða starfsskilyrði kúabænda og er meðal annars horft til þess hvaða kvaðir alþjóðlegir samningar kunna að leggja á herðar stjórnvalda í þeim efnum á komandi árum. „Það er ljóst að það er verið að krefj- ast ákveðinna breytinga til að greiða fyr- ir raunveru- legri verð- samkeppni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BENSÍNVERÐ Á SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐUM BENSÍNSTÖÐVA Í GÆR bensín dísilolía Atlantsolía 92,50 35,00 Esso Express 92,50 34,90 Orkan 92,40 34,80 Orkan Skemmuvegi 91,40 34,90 ÓB 95,50 35,00 Esso 93,70 35,90 Olís 93,70 35,90 Shell 96,90 41,80 Kvótafyrirkomulag til endurskoðunar Nefnd sem vinnur að stefnumótun í mjólkurframleiðslu skoðar meðal annars hvort leggja eigi kvótakerfi kúabænda af. Breytt umhverfi á alþjóðavísu setur því skorður hvernig styðja má við bakið á landbúnaði. ELDUR Í ÞVOTTAHÚSI Slökkviliði var tilkynnt um eld í kjallara í fjölbýli í Miðtúni um klukkan sjö í gærkvöldi. Eldur reyndist vera í þvottahúsi og réð slökkvilið niðurlögum hans og reykræsti. Aðgerð slökkviliðs var lokið á innan við tuttugu mínút- um eftir að útkall barst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.