Fréttablaðið - 10.01.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 10.01.2004, Síða 16
16 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir Fyrsti fundur allsherjarþingsSameinuðu þjóðanna, sem 51 þjóð tóku þátt í, var haldinn í aðal- sal Westminster í Lundúnum þenn- an dag árið 1946. Viku síðar kom Öryggisráðið saman og lagði línurnar að hlutverki þess. Þann 24. janúar sendi allsherjarþingið frá sér fyrstu ályktunina, um frið- samlega notkun á kjarnorku- vopnum og fækkun kjarnorkuvop- na og annarra gjöreyðingarvopna. Árið 1944, á þingi í Dumbarton Oaks í Washington, var grunnur lagður að alþjóðlegri nefnd sem ynni að því að trygga frið á eftir- stríðsárunum. Nefndinni var ætlað stærra og meira hlutverk en Þjóða- bandalagið sem hafði mistekist að koma í veg fyrir seinni heims- styrjöldina. Í apríl árið 1945, þegar sigri var fagnað í Evrópu, komu full- trúar frá 51 þjóð saman í San Francisco til að leggja grunninn að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þann 26. júní skrifuðu fulltrúar undir stofnskrána og í lok október var hún formlega samþykkt með undirritun fimm fastafulltrúa í Öryggisráðinu og meirihluta ann- arra fulltrúa. ■ Aldurinn færist ekki eins ogskuggi yfir Guðnýju Camillu Aradóttur, útvarpsfréttakonu hjá Ríkisútvarpinu. Hún er 29 ára í dag og tekur því með stóískri ró. Hún fagnar áfanganum frekar eins og nýrri perlu á hálsfesti sína og ber enga kvíðahnúta í maganum yfir stórafmælinu á næsta ári. „Nei, ég hlakka til að verða þrítug. Mér finnst það flottur ald- ur,“ segir Guðný Camilla. „Mér finnst skemmtilegt að þroskast og það hlýtur einhver þroski að fylgja því að komast á fertugs- aldurinn. Það er líka miklu flott- ari tala, að verða 30 en 29 ára.“ Þar sem þrítugsafmælið á næsta ári ber upp á mánudegi hlýtur það að kitla stuðtaugarnar í Guðnýju að gera eitthvað spenn- andi á jafn sérstöku laugardags- kvöldi og er framundan. „Ég hafði hugsað mér að halda stóra veislu núna, í stað þess að gera það á þrítugsafmælinu næst. En þar sem það datt upp fyrir þá hef ég ekkert skipulagt. Ég er nú vön að halda alltaf upp á afmælið mitt og ég er viss um að ég býð einhverjum í mat, eða læt ein- hvern bjóða mér.“ Reyndar segist Guðný vera það skipulögð að hún vilji eigin- lega hafa stjórn á þessu öllu sam- an. Þess vegna er hún ekki svekkt yfir því að það hafi aldrei verið haldin óvænt afmælis- veisla. Henni finnst eiginlega skemmtilegast að halda utan um veislurnar sjálf. Hún er staðráðin í því að láta rætast úr deginum. „Það tala allir um að gamanið sé búið eftir jólin. Ég sé enga ástæðu til þess að vera í ein- hverri fýlu í janúar. Það eru tíu dagar frá gamlárskvöldi og kom- inn tími til að gera eitthvað,“ seg- ir Guðný. Heppnin var með Guðnýju að því leyti að hún slapp við helgar- vakt í dag. Hún kann nú greini- lega að sjá góða hluti í flestu og hefði greinilega ekki látið það draga sig niður ef vaktaplanið hefði verið öðruvísi. „Ég missi af því að láta stimpilklukkuna spila fyrir afmælissönginn,“ segir hún og hlær. ■ Afmæli GUÐNÝ CAMILLA ARADÓTTIR ■ fagnar 29 ára afmæli sínu í dag. Finnst hálf leiðinlegt að vera ekki á fréttavakt því hún missir af því að stimp- ilklukkan leiki afmælislagið fyrir hana. GEORGE FOREMAN Fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt er 53 ára í dag. 10. janúar ■ Þetta gerðist 1863 Gladstone forsætisráðherra opnar breska lestarkerfið á Paddington- stöðinni við Farringdon Street. 1870 John D. Rockerfeller stofnar Standard Oil. 1920 Þjóðabandalagið heldur fyrsta fund sinn í Genúa. 1926 Kvikmyndin Metropolis eftir Fritz Lang er frumsýnd í Berlín. 1949 Vinylplöturnar eru kynntar; RCA- fyrirtækið kynnir 45 snúninga plötur en Columbia 33 snún- inga. 1950 Ben Hogan tekur þátt í golfmóti í fyrsta sinn frá því hann lenti í bílslysi fyrr á árinu. 1969 Síðasta tölublað af The Saturday Evening Post kemur út eftir 147 ára útgáfutíma. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru í New York. Fyrsti fundur Sameinuðu þjóðanna SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR ■ Fyrsti fundur Sameinuðu þjóðanna var haldinn í Westminster í Lundúnum. 10. janúar 1946 Skemmtilegt að þroskast Myndvinnsla og vefsmíðar Myndvinnsla í Photoshop (FSH112) með áherslu á myndvinnslu fyrir vefinn. Vefsmíðar (FSH122) með áherslu á hagnýt verkefni með flaggskipinu Dreamweaver. með áherslu á starfstengt nám Fjarnám IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍKSkólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is Skoðaðu möguleikana og smelltu þér á vefslóðina: http://fjarnam.ir.is G Ú ST A 200 kíló hurfu S.l. vetur grenntust konurnar á Body&Mind námskeiðinu hjá Önnu Haralds alls um 200 kg með frábærum æfingum. Enginn hávaði og engin hopp, aðeins góðar æfingar, teygjur og slökun. Kennt er hjá Technosport í Hafnarfirði. Nánar í síma hjá Önnu: 899 79 09 og á ShopUSA.is 11.00 Ólöf Óskarsdóttir, verður jarð- sungin frá Djúpavogskirkju. 11.00 Málfríður Baldvinsdóttir, Garða- braut 84, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju. 13.00 Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöð- um, Stafholtstungum, verður jarð- sungin frá Reykholtskirkju. Rútuferð frá BSÍ kl. 10.30. 13.30 Áki Már Sigurðsson, Brúsastöð- um, Vatnsdal, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju. 13.30 María Sigurðardóttir frá Hlíð, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðar- kirkju. 13.30 Unnur S. Auðunsdóttir, Smáratúni 17, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Hildur Jóhannsdóttir, Dalbæ, Dal- vík, verður jarðsungin frá Dalvíkur- kirkju. 14.00 Ingibjörg Kristófersdóttir, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju. 14.00 Jón Gíslason frá Hnappavöllum í Öræfum, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum. 14.00 Elísabet Guðnadóttir, Hulduhlíð, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Álfheiður Ákadóttir, Hátúni, Djúpavogi, verður jarðsungin frá Djúpavogskirkju. 14.00 Ásgeir Bjarnason í Ásgarði, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dalasýslu. Sætaferðir frá BSÍ kl. 10. 14.00 Sveinn Hjörleifsson, Höfðavegi 2, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn frá Landakirkju. 14.00 Hjónin Guðgeir Guðmundsson og Katrín Sigrún Brynjólfsdóttir verða jarðsungin frá Víkurkirkju. 14.00 Kristín Þórðardóttir, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðis- kirkju. 15.00 Hjörleifur Gíslason, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð. Kristín Elísabet Benediktsdóttir Waage, Gnoðarvogi 64, lést miðvikudaginn 7. janúar. Sigurður B. Guðnason frá Sandgerði, til heim- ilis í Hörðalandi 10, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 8. janúar. Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir, Tunguvegi 82, Reykjavík, lést mánudaginn 22. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Hulda Emelía Jónsdóttir, lést miðvikudaginn 7. janúar. Magnús Jón Þorvaldsson frá Sveinseyri við Dýrafjörð, Drangavöllum 4, Keflavík, lést þriðjudaginn 6. janúar. Steingrímur Már Eggertsson, Smárahlíð 14D, Akureyri, lést mánudaginn 5. janúar. Guðmunda Guðmundsdóttir frá Búðum í Grindavík, lést mánudaginn 22. desember. Útförin fór fram í kyrrþey. Jón Þorvarðarson, Vindási, Rangárvöllum, lést miðvikudaginn 7. janúar. GUÐNÝ CAMILLA Guðný á einn son, tæplega fjögurra ára, sem heitir Felix Flóki. Maðurinn hennar Arnar er sjómaður. „Það hlýtur eitthvað að vera gert fyrir mig, fyrst maðurinn er í landi,“ segir Guðný. „Ég trúi ekki öðru en hann komi mér skemmtilega á óvart.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.