Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 28
28 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR
NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA
Fastur dálkur í Fréttablaðinu heitir „Næsta stopp“. Þar er leitað til valinkunnra einstaklinga og þeir spurðir um draumaáfangastaðinn
sinn. Nú, þegar litið er til baka og svör skoðuð, kemur í ljós að Íslendingar fara í huganum um heim allan.
Víða flækist frómur
Þessi samantekt gæti allt einsheitið Spekingar á faraldsfæti.
Fastadálkur blaðsins sem ber
nafnið „Næsta stopp“ gengur út á
að spyrja mann og annan um
draumaáfangastaðinn sinn. Oftar
en ekki er leitað til manna sem
hafa lifað tímana tvenna og vita
því mæta vel um hvað þeir eru að
tala: Menn sem teljast seint
heimskir í hinni fornu merkingu
þess orðs heldur hafa farið víða,
séð og upplifað ýmsilegt um sína
daga. Nú í upphafi árs er rétt að
staldra við, taka saman svörin og
virða fyrir sér niðurstöðuna. Þá
kemur á daginn að hugur Íslend-
inga virðist leita út og suður um
jarðarkringluna. Ef Fréttablaðið
hefði úr ótakmörkuðum fjármun-
um að spila vildi það auðvitað
gjarnan láta drauma þessara heið-
ursmanna rætast, sem og annarra
Íslendinga – en hugur landans
hefur löngum staðið til ferðalaga
– setja á þá sjömílna skó og senda
þá yfir heimsins höf á lendur
drauma sinna.
jakob@frettabladid
thorarinn@frettabladid.is
Jörmundur Ingi
Kyoto
Kyoto er ákaflegamerkileg borg og trú-
armiðstöð fyrir shinto-
trúna í Japan sem er mjög
skyld ásatrú,“ segir Jör-
mundur Ingi, fyrrum alls-
herjargoði, um sinn drauma-
stað. „Það er eiginlega alveg
sami siðurinn þannig að það væri
ákaflega merkilegt að komast þangað
og ræða við einhverja af þeirra mönnum.“
Kyoto er sjálfsagt þekktust fyrir umhverfisverndar-
bókunina sem kennd er við hana og það telur Jörmund-
ur Ingi vel við hæfi. „Þetta eru ákaflega umhverfisvæn
trúarbrögð. Allir þjóðgarðar í Japan eru til dæmis
álitnir heilög svæði eins og Þingvellir hjá okkur og þeg-
ar þeir settu upp þjóðgarða þá hafði shinto-trúin tekið
frá öll fallegustu svæði í Japan sem shinto-helgidóma
þannig að það eru ákaflega mikil áhersla náttúruna og
náttúruvættir, bara eiginlega alveg eins og hér. Þetta er
ótrúlega líkt.“
Flosi Ólafsson
New Orleans
Við Lilja vorum þar fyrir nákvæmlega 17 árum í boði banda-rísku ríkisstjórnarinnar. Þeir höfðu komist að því
að ég hafði þýtt mikið af amerískum litteratúr og
töldu því að ég ætti skilið að þeir gerðu vel við
mig og buðu okkur í tveggja mánaða reisu um
öll Bandaríkin,“ segir Flosi Ólafsson, leikari og
rithöfundur, um sinn draumaáfangastað. „Við
flugum með þotum á milli staða og alls staðar
biðu bílaleigubílar eftir okkur. Þetta var aðal-
lega leikhúsferð og er mér afskaplega minnis-
stæð.“
Flosi segir að New Orleans hafi heillað hann
sérstaklega. „Maður upplifði auðvitað mikla
djassnostalgíu þegar maður gekk eftir götunum.
Það var óskaplega mikil stemning og það flæddi
dixielandmúsík og fínn upprunalegur djass út úr
hverri einustu holu. Það hríslaðist um mann gamalt stuð en
ég hlustaði mikið á djass og féll aldrei fyrir því sem á eftir kom, poppi, rokki
og hvað þetta heitir nú allt saman. Það væri því ekki galið að fara þangað
núna og hræra aðeins upp í æskuminningunum, nostalgíunni og draumunum
sem maður átti áður en maður varð alveg þroskaheftur.“
Steingrímur Hermannsson
Alaska
Mig hefur lengi langað að kom-ast til Alaska og það eru
ýmsar ástæður fyr-
ir því. Ég er til
dæmis bú-
inn að
ferðast
um öll
önnur
ríki
Banda-
ríkjanna
og vant-
ar bara
Alaska til
þess að hafa
heimsótt þau
öll,“ segir Steingrímur Hermanns-
son, fyrrverandi forsætisráð-
herra, sem reyndar lætur það
fylgja sögu sinni að Ísland sé sinn
draumastaður. „Ég held að í
Alaska sé alveg gífurleg náttúru-
fegurð. Umhverfisverndarsinni
eins og ég hlýtur að vilja komast
til Alaska og sjá mikið af óspilltu
umhverfi. Ég þyrfti að vísu dálít-
inn tíma því að það er stórt yfir-
ferðar og sums staðar erfitt. Ætli
ég verði ekki að segja að þetta sé
draumastaðurinn.“
Pétur Pétursson
Sikiley
Ég gæti kannski hugsaðmér að fara til Sikil-
eyjar því að þar fór Hall-
dór Snorrason væringi
með Haraldi Sigurðssyni
konungi, sem er mesti
hernaðarsnillingur sem uppi
hefur verið og sigraði borgir
á Sikiley hverja á eftir annari,“
segir Pétur Pétursson þulur, að-
spurður um hvert hann vildi helst leggja land undir
fót. „Eina borgina sigraði Haraldur með því að grafa
sig inn í hana miðja, flutti moldina burt að næturlagi
og hvolfdi henni út í fljót. Þannig var hann kominn
inn í mitt virkið, upp um gólfið. Í öðru tilviki beitir
hann fyrir sig alveg stórkostlegri hernaðarsnilld sem
einnig er mikil mannvonska. Hann situr um borg
sem er víggirt en fuglarnir sem gera sér hreiður
uppi á múrnum fljúga út fyrir borgina til þess að
tína korn. Þá lætur hann veiða fuglana og bindur
hálm við stél þeirra og kveikir í og svo stendur borg-
in í ljósum loga. Þetta er útsmogið en mikil snilld og
mannvonska.“
Haraldur Ólafsson
Nýja-Sjáland
Haraldur Ólafsson, fjallgöngugarp-ur og heimshornaflakkari, segist
ekkert endilega
vera með neinn
fjallaleiðangur
í huga þegar
hann er beð-
inn um að
ferðast í
huganum á
þann stað
sem er hon-
um að skapi.
Hann nefnir
Nýja-Sjáland
en þangað geti
hann vel hugsað sér
að fara sem almennur ferðamaður.
Tveir jafnfljótir virðast þó vera í nán-
um tengslum við virkni heilans því
Haraldur bætir við: „Náttúran þarna
er stórbrotin og maður myndi nú ör-
ugglega ganga eitthvað um í henni. Það
þarf ekkert endilega að þýða fjall-
göngu en það eru nú samt mjög spenn-
andi fjöll þarna sem gaman væri að
klífa ef maður hefði tíma.“
Gunnar Dal
Dardjiling
Dardjiling þýðir á máli innfæddra „borg ofar skýjum“,“segir Gunnar Dal heimspekingur en þangað vill hann
fara á nýjan leik. „Ég var þarna nú í gamla daga, um miðja
öldina sem leið, og þarna sá maður til dæmis yfir á Tígiris
hæðir og Everest-fjall og eiginlega miklu tilkomumeiri
fjöll en Everest, sko. Þetta er gífurlega fallegur staður.
Náttúrufegurðin er mikil og fólkið gott, framandi og
merkilegt. Ég var við Háskólann í
Kalkútta en í fríinu fór ég þarna
upp í fjöllin og var þarna í
svona rúman mánuð.
Menn verða algerir skýja-
glópar, í bestu merkingu
orðsins, í Dardjiling. Orðið
glæpur er dregið af glópur
en það á ekki við. Það er allt
aðra sögu að segja af glóp-
um í merkingunni að verða
undrandi á hlutunum vegna
þess að í Dardjiling voru svo
margir hlutir sem gerðu mann
hissa og fengu mann til að undrast.
Hvað sagði líka ekki Aristóteles
gamli? Hann skilgreindi heimspekinga með þeim orðum að
aðeins sá maður sem verði hissa sé heimspekingur. Þeir
sem eru ekki hissa eru of vitlausir til að geta talist heim-
spekingar.“