Fréttablaðið - 10.01.2004, Qupperneq 22
Ég var ekki að taka neitt stórféinn á þessu enda deildi ég
laununum með samstarfsfólki
mínu,“ segir Hilmar Örn Hilmars-
son, sem samdi tónlistina við
spennumyndina In the Cut eftir
Jane Campion, sem frumsýnd var
í Sambíóunum og Háskólabíói í
gær. „Þegar upp er staðið á þessi
mynd auðvitað eftir að hala inn
miklu stærri tölur en ég hef séð
áður í þessu samhengi og tónlistin
á eftir að gefa vel af sér í STEF-
gjöldum og öðru slíku.“
Ekki á eftir peningum
Hilmar segist þó alls ekki hafa
verið að spá í launin þegar hann
tók verkefnið að sér. „Þessi mynd
er ekki unnin á venjulegar
Hollywood-fjárhæðir og allir sem
komu að gerð hennar unnu langt
undir töxtum þannig að ég stökk
ekki inn í þetta sem peningamask-
ínu en ég tapaði auðvitað ekki á
þessu og þessi vinna opnar fyrir
önnur tækifæri. Ég er kominn inn
á eitthvað ákveðið kort og það eru
margir farnir að hafa samband.
Ég myndi segja að það væri alger
stigsmunur á stöðu minni á þessu
sviði núna og fyrir einu ári síðan.“
Hilmar segir að Jane Campion
hafi vitað af honum frá því hann
gerði tónlistina við Börn náttúr-
unnar og síðar Cold Fever eftir
Friðrik Þór Friðriksson. Jim
Stark, framleiðandi Cold Fever,
þekkir Laurie Parker, sem fram-
leiðir In the Cut, mjög vel og það
má því segja að það sé í gegnum
vinnu Hilmars fyrir Friðrik Þór
sem hann kemur að In the Cut.
Þrjóskar konur
„Það sem mér finnst skemmti-
legast við þetta verkefni er að
myndin er gerð af hópi kvenna af
mikilli þrjósku. Nicole Kidman
hafði tryggt sér kvikmyndarétt-
inn á sögunni og hún, Campion og
Parker fengu svo Meg Ryan til
liðs við sig og þær gerðu myndina
algerlega á sínum eigin forsend-
um, tóku engar breytingar í mál
og létu Hollywood-maskínuna
ekki hafa áhrif á sig. Það má segja
að þær hafi allan tímann flogið
undir radarnum. Þær réðu því al-
veg hverjir voru fengnir til starfa
og ég veit að það var pressa á þær
að ráða önnur tónskáld.“
Hilmar segist ekki hafa þurft
að hugsa sig tvisvar um þegar
honum bauðst þetta verkefni. „Ég
fékk bókina sem myndin byggir á
senda með hraði eftir að það var
fyrst haft samband við mig. Þetta
er frábær saga, mjög spes og
mjög dökk. Þegar ég las síðan
handritið og sá fyrstu klippurnar
gerði ég mér grein fyrir að þetta
væri verkefni sem ég myndi
drepa fyrir.“
Vildi vinna á Íslandi
Hilmar gerði þó engu að síður
mjög ákveðnar kröfur og fór til
dæmis fram á það að tónlistin yrði
unnin á Íslandi með íslensku tón-
listarfólki. „Svona eftir á að
hyggja finnst mér alveg fáránlegt
að þær hafi fallist á þetta. Camp-
ion og Parker unnu við lokafrá-
gang myndarinnar í Ástralíu og
lögðu það samt á sig að fljúga
hingað til að ganga frá tónlistinni.
Þetta er auðvitað fáheyrt. Ég
hefði að sjálfsögðu getað unnið
þetta með öðru fólki en ég vildi
gera þetta með mínu fólki. Það er
góð upplifun að vinna með fólki
sem maður þekkir og veit hvað er
fært um. Ég er líka afskaplega
sérvitur í mínu vinnsluferli og
það geta ekki allir gengið inn í
það. Það var til dæmis talað um
það að ég beitti einhvers konar
svefnstolstaktík en við tókum ansi
stífan lokahnykk.“
Meg Ryan er indæl
Það kom Hilmari skemmtilega
á óvart hversu samhentur og
þægilegur hópurinn sem vann að
myndinni var. Hann varð ekki var
við neina stjörnustæla hjá fræga
fólkinu og ber Meg Ryan sérstak-
lega vel söguna en hún hefur oftar
en ekki verið útmáluð sem hið
versta skass á síðum slúðurblaða.
„Við unnum mikið heima hjá
Meg Ryan en það má nú segja að
hún búi frekar í litlu þorpi en
húsi. Hún er ekkert nema kurteis-
in og á mjög intressant vinahóp og
ég lenti þarna í mjög skemmtileg-
um Hollywoodpartíum með til
dæmis systkinunum John og Joan
Cusack. Þetta fólk var allt ofboðs-
lega elskulegt og indælt í öllum
kynnum og tók sveitastráknum
frá Íslandi afskaplega vel. Ég segi
nú ekki að ég hafi verið á sauð-
skinnsskóm en í það minnsta í
lopapeysu. Maður hefur auðvitað
ekki kynnst þessu limúsínu trít-
menti áður og þegar ég hugsa um
þetta þá er þetta hálf absúrd.“
Samheldinn hópur
Hilmar kynntist aðalleikurun-
um ágætlega þegar hópurinn bjó
hjá Meg Ryan og hann heillaðist
algerlega af Mark Ruffalo, sem
leikur rannsóknarlögreglumann
og elskhuga Meg Ryan í mynd-
inni. „Hann er alveg ótrúlegur
þessi maður. Ég hafði séð ein-
hverjar skissur með honum en
þegar ég kom fyrst heim til hans
þekkti ég hann ekki. Hann getur
brugðið sér í ótrúlegustu gervi og
er algert kamelljón. Hann er
magnaður leikari.“
Meg Ryan þykir taka mikla
áhættu með hlutverki sínu í In the
Cut en persóna hennar er jafn
fjarlæg þeim konum sem hún hef-
ur hingað til leikið í rómantískum
gamanmyndum og hugsast getur.
„Hún gerði þetta mjög meðvitað
og er afskaplega ánægð með út-
komuna. Þetta kom greinilega í
ljós á frumsýningunni í London
um daginn en þá var myndin byrj-
uð að hneyksla fólk í Bandaríkjun-
um og það voru allir sammála um
að við hefðum gert nákvæmlega
það sem við vildum. Þetta var
þéttur og samstilltur hópur á með-
an á gerð myndarinnar stóð og
þessi góða stemning er enn í
gangi.“
thorarinn@frettabladid.is
Við unnum mikið
heima hjá Meg Ryan en það
má nú segja að hún búi
frekar í litlu þorpi en húsi.
Hún er ekkert nema kurt-
eisin og á mjög intressant
vinahóp og ég lenti þarna í
mjög skemmtilegum
Hollywoodpartíum með til
dæmis systkinunum John
og Joan Cusack. Þetta fólk
var allt ofboðslega elsku-
legt og indælt í öllum kynn-
um og tók sveitastráknum
frá Íslandi afskaplega vel.
,,
■ Maður að mínu skapi
22 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Laugavegi 71, 2. hæð, sími 551 0770
Útsala
Ósérhlífinn
og hjartahlýr
Tengdafaðir minn, Pétur Sig-urðsson, forseti Alþýðusam-
bands Vestfjarða, er maður að
mínu skapi,“ segir Ólína Þorvarð-
ardóttir, skólameistari Mennta-
skólans á Ísafirði. „Pétur er ósér-
hlífinn og þrautseigur baráttu-
maður fyrir sitt fólk og hjartahlýr
hugsjónamaður. Það er ekki síst
honum að þakka
að „Vestfjarða-
samningar“ hafa
hlotið sess sem
sérstakt hugtak
í íslenskri kjara-
umræðu.“ Ólína
fluttist nær
tengdaföður sín-
um fyrir
nokkrum árum
þegar hún varð
skólameistar i
vestra en sjálf
er hún uppfull af
baráttuanda og
tók meðal ann-
ars þátt í pólitíkinni hér í eina tíð.
„Pétur er ekki einn af þeim sem
berja sér á brjóst eða mikla sig af
verkum sínum, hann vinnur fast
og örugglega að settu marki og
þegar upp er staðið standa verkin
sjálf sem vitnisburður um mann-
inn. Hann er að mínu viti fremst-
ur núlifandi verkalýðsleiðtoga í
landinu,“ segir Ólína. ■
Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina við nýjustu kvikmynd leikstjórans Jane Campion. Hann segir verk-
efnið hafa verið ómótstæðilegt og það hafi opnað á ýmsa spennandi möguleika. Stórstjarnan Meg Ryan leikur
aðalhlutverkið í myndinni og var ekkert nema kurteisin við íslenska sveitastrákinn.
Verkefni til að drepa fyrir
HILMAR ÖRN HILMARSSON
„Við Meg Ryan töluðum um það hvaða tökum
hún tæki persónuna og hverjir útgangspunktar
hennar væru. Annars hef ég aldrei lent í verk-
efni þar sem leikstjóri og framleiðandi eru jafn
vel undirbúnir og þannig var búið að skrifa
ævisögur allra persónanna þannig að það varð
hluti af ferlinu að fara inn í forsögu þeirra og
skoða hvernig gamlir amerískir draumar verða
að martröðum. Það var ofboðslega heillandi.“
ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR
„Pétur er ósérhlífinn og þrautseigur
baráttumaður fyrir sitt fólk.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
PÉTUR SIGURÐSSON
Forseti Alþýðusambands Vestfjarða er
maður að skapi tengdadóttur sinnar, Ólínu
Þorvarðardóttur.
„Pétur er
ekki einn af
þeim sem
berja sér á
brjóst eða
mikla sig af
verkum sín-
um, hann
vinnur fast og
örugglega að
settu marki.