Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 46
10. janúar 2004 LAUGARDAGUR
Í síðustu viku steig leikarinnKristján Franklín aftur á svið
eftir nokkurra ára hlé en hann
leikur nú í Meistaranum og
Margaríta sem er í leikstjórn
Hilmars Jónssonar. „Frumsýning-
in gekk glimrandi vel,“ segir
Kristján. „Það hefur verið virki-
lega skemmtilegt að vinna í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu.“
Sögusviðið í Meistaranum er
Moskva á síðustu öld: „Bókin var
skrifuð sem ádeila á það kerfi sem
var í Sovétríkjunum á sínum tíma
en í leikgerðinni er ekki lagt sér-
staklega upp úr að ná í skottið á
því. Rauði þráðurinn er sú græðgi
sem veður uppi í samfélaginu
okkar nú á tímum og er að ein-
hverju leyti afsprengi frjáls-
hyggjunnar.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Kristján kemst í tengsl við
Moskvu. „Ég dvaldi um tíma þar í
borg til að læra leikstjórn,“ segir
Kristján en hann lék þar einnig í
sýningu Borgarleikhússins á verk-
inu Feður og synir fyrir nokkrum
árum. „Ég er mjög hrifinn af leik-
listarlífinu í Moskvu og það er
alltaf gaman að sjá hvað er að ger-
ast hinum megin borðsins.“ ■
Vikan sem var
KRISTJÁN FRANKLÍN
■ leikur í Meistaranum og Margaríta í
Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið var frum-
sýnt á miðvikudaginn í síðustu viku.
Ánægður í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6:
1.
2.
3.
Wesley Clark.
Níels Ársælsson.
Stephane Peterhansel.
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 8. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250
Davíð valdi stjórnmálinen hefði kannski orðiðblár Laxness Bls. 22.–23
Íslendingar bryðjaViagra fyrir 73milljónir Bls. 20.–21
Jón Gnarr týndi lífi sínuog yfirgaf SigurjónKjartansson og Tvíhöfðatil að finna það. Nútveimur árum síðar –eftir að hafa horftótrúlega mikið á sjón-varp og byrjað að lærabardagaíþrótt – snýrhann aftur og Tvíhöfðiverður endurvakinn. Eruþetta sögulegar sættir íljósi þess að undanfariðár hafa þeir félagarhreinlega ekki talast við.
... á næsta sölusta› e›a lotto.is
Fagnar flú fleim í kvöld?
Mundu -- fyrir kl. 18.40 í dag!
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
/
s
ia
. i
s
Tvíhöfði
snýr aftur
Bæjarlind 1-3, sími 544 4044
20% afsláttur
af allri jólavöru
Golden Shell - 30% afsláttur
Stellið er hætt í framleiðslu,
takmarkað magn.
NÝTT KORTATÍMABIL
Þetta er viðamesta og kostnaðar-samasta sýning sem Listasafn
Reykjavíkur hefur staðið fyrir,“
segir Soffía Karlsdóttir, kynningar-
stjóri Listasafnsins, um sýningu
Ólafs Elíassonar, Frost activity sem
opnar í Hafnarhúsinu laugardaginn
17. janúar. Frá því í byrjun desem-
ber hefur Hafnarhúsið verið lokað
vegna vinnu við uppsetningu verka
Ólafs. Hann er nú sjálfur kominn til
landsins til að reka smiðshöggið á
verkið.
Yfir sýningunni, sem verður í
fjórum sölum Hafnarhússins, ríkir
mikil dulúð og samkvæmt sam-
komulagi við listamanninn mun hún
ekki koma fyrir sjónir almennings
fyrr en á opnunardaginn sjálfan.
„Þessi sýning er ekki bara
ávinningur fyrir Listasafn
Reykjavíkur, heldur opnar hún
gáttir fyrir íslenska listamenn,“
segir Soffía. „Að undirlagi Dorrit-
ar Moussaieff, sem sjálf hefur
boðið listaverkasöfnurum til
landsins af þessu tilefni, hefur
verið skipulögð ferð á vinnustofur
íslenskra listamanna og á söfn.
Virtum ritstjórum, blaðamönnum
og gagnrýnendum erlendra fjöl-
miðla sem hingað koma verður
boðið með í þessa ferð en til-
gangur hennar er að kynna fyrir
þeim og lesendum þeirra íslenska
myndlist.“ ■
ÓLAFUR ELÍASSON
Hann er væntanlegur aftur í byrjun mars til að taka þátt í listamannaspjalli.
KRISTJÁN FRANKLÍN
Er kominn aftur á sviðið eftir tveggja ára
hlé frá leikhúsunum.
Myndlist
ÓLAFUR ELÍASSON
■ Sýning á verkum hans opnar í
Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
laugardaginn 17. janúar.
Ólafur Elíasson sýnir
í Hafnarhúsinu
Fréttiraf fólki
1
5 6
7 8
13 14
16 17
15
18
2 3
11
9
1210
4
Lárétt: 1 sjö dagar, 5 fæða, 6 hvað?
7 hollenskir einkennisstafir, 8 herbergi,
9 hæð, 10 keyr, 12 eins og 5, 13 sjór,
15 hljóm, 16 púkar, 18 maður.
Lóðrétt: 1 þarf að leysa, 2 slæm,
3 íþróttafélag, 4 verkfæri smiðs, 6 sagt í
síma, 8 eyða, 11 ílát, 14 kveikur, 17 sólguð.
Lausn.
Lárétt: 1vika,5ala,6ha,7nl,8sal,
9hóll,10ak,12ala,13mar, 15óm,
16árar, 18karl.
Lóðrétt: 1 vandamál,2ill,3ka,4halla-
mál,6halló,8sóa,11kar, 14rak,17ra.
Ný stjórn Norðurljósa virðistnokkuð jákvæðari gagnvart
verkum Baltasar Kormáks en hin
eldri. Nýlega var tilkynnt að Norð-
urljós hefðu tryggt sér sýningar-
réttinn á Dís og Mýrinni sem eru
næstu tvær myndir frá Sögn ehf,
sem er í eigu Baltasar. Gamla
stjórnin hins vegar vildi víst ekki
kaupa sýningarréttinn á Hafinu,
þar sem þeim fannst handritið of
lélegt. Hafið var tvímælalaust
mynd ársins 2002 og hlaut meðal
annars Edduverðlaunin sem mynd
ársins og kvikmyndahandrit ársins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A