Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 40
40 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR SASHA COHEN Sasha Cohen sigraði á bandaríska meistaramótinu á á fimmtudag. Listhlaup á skautum Golffatnaður allt að 60% afsláttur Callaway Big Bertha steelhead III trékylfur, 30% afsláttur, verð frá 13.230 kr. Forgan golfsett 3-Sw 1, 3, 5 tré, áður 26.850 kr. nú 15.900 kr. Vatnaboltar blandaðir 100 stk., áður 10.000 kr. nú 4.900 kr. Allar golfkerrur á 30% afslætti, verð frá 2.240 kr. Taylor Made 500 Series Titanium Driver, 40% afsláttur, áður 49.000 kr. nú 29.400 kr. Ping i/3 Steelhead trékylfur, 30% afsláttur, áður 29.800 kr. nú 20.860 kr. Barnakylfur 40% afsláttur verð frá 1.500 kr. Xtech TITANIUM Driver 50% afsláttur, áður 13.800 kr. nú 6.900 kr. allt á 15 - 60% afslætti Ú SALA N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 1 1 7 Opnunartími um helgina: Laugardag 10-1 8 Sunnudag 12-18 Nýtt kortatímab il. DÆMI UM ótrúlegt ver› Mörg fleiri frábær tilboð eru í gangi meðan birgðir endast. Paul Jones: Langþráður draumur FÓTBOLTI Æskudraumur markvarð- arins Paul Jones rættist með óvæntum hætti í gær þegar hann gerði samning við Liverpool til eins mánaðar. Jones verður 37 ára í apríl og fær loksins tækifæri til að leika fyrir félagið sem hann hefur alltaf haldið með. „Samkomulagið gildir aðeins í mánuð en ég lít á þetta sem mán- uð með besta félagi Evrópu, ef ekki heimsins,“ sagði Jones í við- tali á heimasíðu Liverpool. „Þetta var of gott tilboð til að hafna og ég hefði séð eftir því alla ævi hefði ég ekki komið hingað. Hvort sem ég leik einn eða tvo leiki, eða hvað það nú verður, þá ætla ég að njóta þess að fá tækifæri til að taka þátt í þessu.“ ■ FÓTBOLTI „Treyja númer tíu - milli himins og helvítis“ heitir söng- leikur um knattspyrnukappann Diego Armando Maradona sem verður frumsýndur í Buenos Aires á næstunni. Söngleikurinn verður síðar settur upp í London. Sögumaður verður áttræður Maradona sem lítur yfir farinn veg en leikstjórinn Hector Berra segir að söngleikurinn fjalli ekki um fótbolta heldur drauma og martröð fremsta knattspyrnu- manns fótboltasögunnar. Þrír leikarar fara með hlut- verk Maradona í söngleiknum. Einn leikur hinn unga Mara- dona, annar knattspyrnumann- inn og sá þriðji hinn akfeita Maradona. ■ FÓTBOLTI Arsenal leikur við Middlesbrough á Highbury í dag í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinn- ar. Leikurinn verður fyrsta viður- eign félaganna af fjórum á átján dögum en þau leika einnig í bikar- keppninni 24. janúar og deilda- bikarkeppninni 20. og 28. janúar. Arsenal er í öðru sæti deildar- innar og hefur ekki fengið á sig mark í deildarleik á Highbury síð- an í byrjun nóvember. Middles- brough er hins vegar í tólfta sæti og hefur aðeins skorað sextán mörk í deildinni, eða tuttugu mörk- um færra en Arsenal. Á móti kem- ur að vörn Middlesbrough hefur staðið fyrir sínu og hefur félagið aðeins fengið á sig nítján mörk, að vísu fjögur þeirra í stóru tapi gegn Arsenal í ágúst. Leeds og Tottenham mætast á Elland Road í botnbaráttuleik. Tottenham, sem vann síðast í Leeds vorið 1996, komst upp úr fallsæti með 4-1 sigri á Birmingham á mið- vikudag. Leeds hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð eftir góðan sprett fyrst eftir að Eddie Gray tók við stjórn liðsins. Nágrannaslagur dagsins verð- ur í Blackburn. Þá mæta heima- menn Bolton í 130. sinn í deildar- leik. Fimm síðustu deildarleikjum félaganna hefur lokið með jafn- tefli. Portsmouth og Manchester City hófu tímabilið vel en síðan seig á ógæfuhliðina. Portsmouth hefur farið hratt niður töfluna og er kom- ið í fallsæti. City hefur fylgt í humátt á eftir og er aðeins þremur stigum á undan Pompey. Portsmouth hefur skorað átján mörk á heimvelli í vetur og hafa að- eins Chelsea og Manchester United gert betur. City hefur ekki unnið leik á útivelli frá því félagið vann Southampton í byrjun nóvember. Gerard Houllier lýsti því yfir þegar verst gekk hjá Liverpool að sæti í meistarardeildinni væri raunhæft markmið. Frækinn sigur á Chelsea á miðvikudag lyfti félag- inu í fimmta sætið og yfirlýsingar stjórans virðast ekki lengur orðin tóm. Liverpool leikur í dag á heimavelli gegn Aston Villa sem hefur aðeins náð sex stigum á úti- velli í vetur. Íslendingaliðin Charlton og Wolves leika í London og reikna vefir BBC og TeamTalk með að Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson verði í leik- mannahópum félaganna. ■ Powerdare-mótið: Fyrsti leikur í dag FÓTBOLTI Powerdare-mótið í fót- bolta hefst í Boganum á Akur- eyri í dag klukkan 15.15 með leik KS og Hvatar. Á morgun keppir Þór við Völsung og Tindastóll við Hött. Næsta laugardag leik- ur Hvöt við KA og Völsungur við Leiftur/Dalvík. Þórsarar sigruðu á fyrsta mótinu sem fram fór í fyrra en auk þeirra kepptu KA, Leift- ur/Dalvík, Magni, Tindastóll og Völsungur. Magni tekur ekki þátt í mótinu að þessu sinni en Hvöt frá Blönduósi, Höttur frá Egilsstöðum og KS verða með í fyrsta sinn. Alls verða 28 leikir á mótinu en því lýkur með leik Hvatar og Tindastóls laugardaginn 13. mars. Allir leikirnir verða í Bog- anum á Akureyri. ■ KSÍ: Þjálfarar endurráðnir FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- Íslands hefur endurráðið Guðna Kjartansson, Lúkas Kostic og Frey Sverrisson til næstu tveggja ára. Guðni þjálfar U19 landsliðið, Lúkas U17 landsliðið og Freyr U16 landsliðið. Guðni hefur stjórnað U19- liðinu frá árinu 1992 en hann hef- ur einnig þjálfað A-landsliðið og U21-landsliðið og er einn reynslu- mesti þjálfari landsins. Lúkas tók við stjórn U17 liðsins í desember 2002 en hann hefur á síðustu árum þjálfað meðal annars meistaraflokka Þórs Ak., Grindavíkur, KR og Víkings R. Freyr hefur þjálfað knattspyrnu- menn í 20 ár, meðal annars hjá Keflavík og Hetti en hann hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Njarðvík undanfarin tólf ár. ■ Louis Saha: United býður betur FÓTBOLTI Manchester United mun vera tilbúið að hækka tilboð sitt í Louis Saha í tíu milljónir punda. Fulham hafði áður hafnað átta millj- óna punda tilboði í sóknarmanninn. Saha hefur sagt opinberlega að hann vilji fara til United og að hann hafi verið hneykslaður á því að Ful- ham hafi hafnað tilboðinu. Saha sagði við franska íþróttadagblaðið L’Equipe í gær að hann væri til- búinn berjast fyrir vistaskiptunum. Saha er meðal markahæstu leik- manna deildarinnar með tólf mörk í nítján leikjum og hafa sögusagnir gengið í allt haust að United vildi fá hann í sínar raðir. ■ HNEFALEIKAR „Við höfum upplýs- ingar um að úrslitum í bardaga De la Hoya hafi verið hagrætt,“ sagði heimildarmaður New York Daily News. Blaðið skýrði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan rannsaki hvort útslitum í bardaga Shane Mosley og Oscar de la Hoya í Las Vegas í september hafi verið hagrætt. Lögreglan rann- sakar einnig hvort læknaskýrslur hafi verið falsaðar og þyngdar- tölum hagrætt svo boxarar í ólík- um þyngdarflokkum gætu barist. Dómararnir þrír úrskurðuðu allir að Mosley hefði sigrað á stig- um, 115-113, en De la Hoya vé- fengdi strax niðurstöðuna. „Ég tap- aði ekki þessum bardaga, og nei ég er ekki að hætta,“ sagði De la Hoya eftir keppnina. „Ég held ótrauður áfram. Hnefaleikar eru mér í blóð bornir og ein slæm ákvörðun verð- ur ekki til þess að ég hætti.“ „Maður veit aldrei hvað gerist þegar dómararnir kveða upp úr- skurð. Allt getur gerst,“ sagði Mosley eftir bardaganna. „De la Hoya er mikill bardagamaður. Mér fannst þetta jöfn viðureign.“ Málið er hluti af tuttugu mán- aða rannsókn Alríkislögreglunnar en á fimmtudag gerði hún húsleit hjá fyrirtækinu Top Rank sem skipulagði bardaga Mosley og De la Hoya. Þar gerði lögreglan upp- tækar tölvur, bókhaldsgögn, samninga við boxara, lækna- skýrslur og myndbönd með bar- dögum atvinnumanna. ■ Bardagi Mosley og De la Hoya: Úrslitum hagrætt? OSCAR DE LA HOYA Alríkislögreglan telur sig hafa upplýsingar um að úrslitum í bardaga hans við Shane Mosley hafi verið hagrætt. LEIKIR DAGSINS Arsenal - Middlesbrough Birmingham - Southampton Blackburn - Bolton Charlton - Wolves Fulham - Everton Leeds - Tottenham Liverpool - Aston Villa Portsmouth - Man. City LEIKIR SUNNUDAGSINS Leicester - Chelsea Man. United - Newcastle DIEGO ARMANDO MARADONA Söngleikur um knattspyrnukappann Diego Armando Maradona verður frumsýndur í Buenos Aires á næstunni. Diego Maradona: Lífshlaupið á svið STAÐAN EFTIR 20 UMFERÐIR Man. United 20 16 1 3 40:14 49 Arsenal 20 13 7 0 36:13 46 Chelsea 20 13 3 4 36:17 42 Charlton 20 8 7 5 28:23 31 Liverpool 19 8 5 6 29:21 29 Newcastle 20 7 8 5 27:22 29 Fulham 20 8 4 8 31:28 28 Southampton 20 7 6 7 18:15 27 Aston Villa 20 7 6 7 21:24 27 Birmingham 19 7 5 7 17:24 26 Everton 20 6 6 8 24:26 24 Middlesbrough 19 6 6 7 16:19 24 Bolton 20 5 8 7 21:30 23 Man. City 20 5 7 8 28:28 22 Blackburn 20 6 4 10 28:31 22 Tottenham 20 6 3 11 23:30 21 Leicester 20 4 7 9 28:31 19 Portsmouth 20 5 4 11 21:30 19 Leeds 20 4 5 11 18:41 17 Wolves 19 3 6 10 18:41 15 Fjórir leikir á átján dögum Arsenal og Middlesbrough mætast fjórum sinnum í janúar, í bikar- keppninni, tvisvar í deilabikarnum og í úrvalsdeildinni í dag. ARSENAL Gæti náð efsta sæt- inu með stórum sigri á Middlesbrough.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.