Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 32
32 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Pondus eftir Frode Øverli Íslensku tónlistar- verðlaunin 2003 „Natalie: What’s the last thing that you do remember? Leonard Shelby: My wife... Natalie: That’s sweet. Leonard Shelby: ... dying.“ - Fremur óþægilegt andartak úr kvikmyndinni Memento frá árinu 2000. Leonard Shelby er haldinn krónísku gullfiskaminni, það er að skyndiminni hans þurrkast út á nokkurra mínútna fresti, og það kemur sér illa fyrir mann sem leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Bíófrasinn REIÐSKÓLINN ÞYRILL REIÐSKÓLINN ÞYRILL Barnahópar kl: 16:30 Fullorðnir kl: 17:30 Takmarkaður fjöldi Skráning í síma 896 1248 og 899 4600 Þjálfun fatlaðara hefst hefst 13. janúar. Reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna hefjast 13. janúar. Hvernig sem á það er litið vartónlistarárið 2003 nokkuð gott. Útgefendur fitnuðu, enda sölumet slegið. Listamenn brostu margir breiðar en áður því Sam- tök plötuútgefenda hafa aldrei af- hent fleiri gull- og platínuplötur. Fyrir jól var svo ráðin sérstök nefnd fagfólks til þess að velja þá tónlistarmenn sem þóttu hlut- skarpastir í ár. Í þeim hóp voru fjölmiðlafólk, tónlistarfólk sem ekki átti plötu á árinu og ráða- menn tónlistartengdra samtaka. Sér nefnd sá um hvern flokk en þeir voru fjórir, valdir eftir stefn- um. Þá var ekkert tekið mark á sölu. Úrslitin ráðast þannig að atkvæði nefndarinnar vegur 50% á móti atkvæðum Akademíu tón- listarmanna. En í henni eru rúm- lega 1000 manns, tónlistarfólk, útgefendur og fjölmiðlafólk. Hver meðlimur akademíunnar fékk sérstakan kóða sendan í pósti sem veitir honum aðgang að kosningunni á netinu. Niðurstað- an ætti þannig að gefa ágætis sýn á hug tónlistaráhugamanna í landinu. Hátíðin á formlega 10 ára af- mæli í ár, þrátt fyrir að rekja megi hugmyndina til ársins 1960 þegar Svavar Gests hélt úti popp- síðu í vikublaðinu Ásinum. Þar út- hlutaði hann verðlaunum þeim sem honum þótti hlutskarpastir á hverju ári. Árið 1993 tóku nokkrir félagar úr Rokkdeild F.Í.H. sig til og komu verðlaunahátíðinni aftur á laggirnar. Upp frá því hefur hún náð að vera fastur liður. Fyrir aldamótin hafði verið sá siður á að verðlauna árið á undan. Þannig var verið að verðlauna fyrir tón- listarárið 1999 á Íslensku tónlist- arverðlaununum 2000. Árið eftir féll hátíðin niður vegna metnað- arleysis og því var útgáfuárið 2000 aldrei verðlaunað. Næsta há- tíð, Íslensku tónlistarverðlaunin 2001, var haldin snemma árið 2002. Þannig hefur það verið síð- an. Við björgun hátíðarinnar var töluverðu breytt varðandi tilnefn- ingar og hún gerð stærri í sniðum. Í ár verður hátíðin haldin í Þjóðleikhúsinu í fyrsta skiptið og fá allir sem eru tilnefndir frítt inn. Fram koma Mínus, 200.000 naglbítar, Jónsi og Birgitta, Hljómar, Kammersveit Reykja- víkur, Hilmar Jensson, Hera og Eivör Pálsdóttir. Kynnar hátíðarinnar verða: Gísli Marteinn Baldursson og Eva María Jónsdóttir. Forseti Íslands, menntamálaráðherra, viðskipta- og iðnaðarráðherra og borgar- stjórinn í Reykjavík hafa þegar boðað komu sína. ■ Tónlist ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN ■ Á miðvikudaginn gera tónlistarmenn upp árið í Þjóðleikhúsinu. Mínus og 200.000 naglbítar eru meðal þeirra sem koma fram. Bein útsending verður í Sjón- varpinu, Rás 2 og Tónlist.is. MÍNUS Eru tilnefningakóngar í ár með fimmu. Þeir koma beina leið frá London til þess að taka lagið á verðlaunahátíðinni. Fréttiraf fólki Jæja, við getum andað léttar.Umboðsmaður Rowans Atkin- son segir ekkert vera til í þeim fréttum að þung- lyndi gamanleikar- inn hafi verið ráð- inn í hlutverk Voldemort í fjórðu Harry Potter- myndinni. Atkinson er á heilsu- hæli til þess að ná sér upp úr þunglyndi. Orlando Bloom á í ástarsam-bandi við leikkonuna Kate Bosworth sem lék meðal annars í myndunum Blue Crush og Rules of Attraction. Þau eyddu jólunum saman og Bloom talar víst ekki um annað núna í blaðaviðtölum. Sorrí, stelpur. Kryddpían Mel C ætlar að gefaút plötur sínar í framtíðinni sjálf en plötufyrirtækið Virgin lét hana róa á dögun- um. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem breskur stórpopp- ari tekur upp á þessu því Simply Red gerðist sinn eigin útgefandi og seldi 300 þúsund plötur, upp á eig- in spýtur. Vinurinn Courteney Cox og eig-inmaður hennar David Arquette eiga von á strák, samkvæmt slúðurpressunni í Hollywood. Hjónin eiga von á sínu fyrsta barni eftir ít- rekaðar tilraunir. Courteney er 39 ára og því ekki seinna vænna að fara eignast börn. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 TOPP 13 - MEST SELDU TÖLVULEIKIR VIKUNNAR VIKA 1 LOTR: The Return of the King ALLAR TÖLVUR Need for Speed: Underground ALLAR TÖLVUR Fifa Football 2004 ALLAR TÖLVUR Medal of Honor: Rising Sun ALLAR TÖLVUR Tony Hawk’s Underground ALLAR TÖLVUR True Crime Streets of L.A. ALLAR TÖLVUR Championship Manager 03/04 PC Manhunt PS2 Sims Bustin Out ALLAR TÖLVUR Sims Makin’ Magic PC SSX 3 / ALLAR TÖLVUR EyeToy Play / PS2 Finding Nemo ALLAR TÖLVUR Vinsælustutölvuleikir Ég stekk úr flugvélum og ég stekk fram af ísbreiðum og ég klíf skýjakljúfa og ég glími við krókódíla... En ég fæ aldrei KIKKIÐ! Þessa til- finningu að lifa á b r ú n i n n i ? S k i l u r ð u mig? S m á h u g - mynd... Hallbjörn er morkinn múl- dýraskeinir! Takkh! Ekki málið! Það fer ekkert á milli mála aðJane Campion hefur ætlað sér að gera óhefðbundinn sálfræði- trylli með In the Cut. Aðaláhersl- an er á persónusköpunina og frá- sögnin er nánast ljóðræn á köfl- um í rólegri en drungalegri at- burðarás þar sem hrottafengin morð á ungum konum eru í bak- grunninum. Nöturleg stemningin nær strax tökum á áhorfandanum en þrátt fyrir góðan vilja leikstjór- ans rennur hún óvænt út í fyrir- sjánlegan og dæmigerðan farveg í lokin. Það dregur úr kraftinum en breytir því ekki að In the Cut er athyglisverð og áleitin mynd sem er vel þess virði að sjá. Meg Ryan leikur bældu kennslukonuna Frannie sem er þó ekki öll þar sem hún er séð og undir dauðyflislegu yfirborðinu krauma villtir kynórar. Bældar hvatir hennar fá óvænta útrás þegar hún flækist inn í morðmál og heillast af dularfullum lög- reglumanni sem stýrir rannsókn þess. Spennan í sambandi þeirra minnir nokkuð á 9 1/2 Weeks og Meg Ryan tekst ágætlega að hrista af sér þá rómantísku grín- ímynd sem hefur loðað við hana hingað til en það er þó Mark Ruffalo sem gerir þessa mynd að sinni með frábærum leik í hlut- verki elskhugans varhugaverða. Þórarinn Þórarinsson Kynórar og morð Umfjöllunkvikmyndir IN THE CUT Aðalhlutverk: Meg Ryan, Mark Ruffalo, Jennifer Jason Leigh MEMENTO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.