Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 14
Ekkert ríki á borð við þaðbandaríska hefur verið jafn hrætt við árás villimanna nema kínverska keisaraveldið sem lét reisa múr sér til varnar, eina mannvirki sem sagt er að sjáist af öðrum hnöttum. Eins og aðrir múrar varði hann en kæfði um leið þrótt og athafnalíf, enda halda „árásir villimanna“ oft lífi í kjarna sem hættir til að tréna. Hámenntuð villimennska Bandaríski varnarmúrinn mun eflaust ekki sjást af öðrum hnött- um í framtíðinni, en hann er núna sýnilegt tákn um ótta sem fylgir vax- andi ófrelsi. Frelsi fylgir ekki ótti. Samt þorir enginn að kalla hann skammarmúr, eins og Berlínarmúrinn. Þess vegna er ótt- inn, sem átti bara að vera hinum meg- in við hann, orðinn, með bandarískri íhlutun, alþjóð- legur og haftalaus. Bandaríski óttinn er svo ger- ræðislegur að hann brýtur lög ein- stakra þjóða, alþjóðarétt og al- menn mannréttindi, en þjóðrétt- arfræðingar þora ekki að opna munninn fræðigrein sinni til varnar, hvað þá siðfræðingar, heimspekingar og listamenn. Aðgerðir valdamanna eru byggðar á rökum, ekki flónsku. Með þeim styðjast þeir við þekk- ingu, vísindalegar aðferðir til að losna við ótta sinn með því að út- rýma öðrum hræddum valdhöfum. Þannig er hámenntaða villi- mennskan. Glæpur gegn mannkyninu Á síðustu öld greip tvisvar um sig afdrifaríkur ótti, svipaður þeim ameríska. Annars vegar end- aði ótti nazista á þeim fyrirbyggj- andi aðferðum að vilja útrýma gyðingum. Ekkert minna dugði þýsku þjóðinni til varnar. Hins vegar var ótti sovéskra valdhafa sem reistu múra byggða á hugmyndafræði en kæfðu í lokin sig og hana innan þeirra. Auðvitað áttu Sovétríkin raunverulega óvini, en gripu ekki til óttans í þágu stjórnmála fyrr en þau höfðu sigrað erlendu árásarliðin og óvin- urinn varð andleg plága einstak- linga í kerfinu. Ólýðræðislegi óttinn í Þýska- landi og Sovétríkjunum náði til- tölulega stutt út fyrir landamærin miðað við þann bandaríska. Hann er svo magnaður að ýmsir halda að það að vera mótfallinn óhæfuverk- um hans sé glæpur gegn mannkyn- inu, en raunverulegi glæpurinn sé fyrirbyggjandi réttlæti. Líkt og nazistar gerðu og sovéska leynilögreglan vaða nú bandarískir hermenn inn á heimili í Írak um miðja nótt og nema menn á brott. Engin skýring fæst. Hinir handteknu týnast. Aðeins útlendar konur giftar Írökum þora að leita skýringa. Svarið er að það taki langan tíma að skrásetja framandi mannanöfn. Að halda mönnum í fangelsi án dóms og laga er ekki nýtt í Amer- íku. Hvað er að frétta af réttar- höldum yfir Noriega, einræðis- herra Panama, ameríska hand- bendinu sem var síðan fært í fang- elsi? Eða Saddam, sem þeir studdu en steyptu svo af stóli? Þegar hann var handtekinn (eða tvífarinn) átti hann að hafa gefið upp staðinn með gereyðingarvopnunum. Síðan ekki söguna meir um réttarhöld gegn honum og glæpadómstólinn. Öld hinna mjúku áhrifa Eru engin alþjóðalög til, almenningsálit í heiminum, tak- mörk fyrir hvað „frjálsum“ þjóð- um er leyfilegt að gera við „ófrjálsar“? Er skilningur Ólafs Ragnars í ætt við tímann, þegar hann segir í áramótaávarpi – ... að nú sé haf- in öld hinna mjúku áhrifa og harður hnefaréttur dugi ekki til lengdar“? Eða er hann hræddur við að vera numinn á brott um miðja nótt frá konunni í fyrirbyggjandi að- gerð leifa bandaríska hersins á Ís- landi, ef hann notar til hátíða- brigða ögn af dómgreindinni. ■ Alþingi Íslendinga ákvað sköm-mu fyrir langt jólaleyfi sitt að bæta verulega kjör nokkurra þingmanna og ráðherra. Á sama tíma voru kjör annarra þing- manna skert óverulega. Mest var gagnrýnt að formenn stjórnar- andstöðuflokkanna hækka um 50 prósent í beinum launum sínum. Sú hækkun mun einnig ná til for- sætisráðherra ákveði hann að verða óbreyttur þingmaður þegar hann lætur af embætti 15. september. Það var annað sem var gagnrýnt í lagasetningu Alþingis, en það var ákvörðun um verulega breytingu á lífeyrisréttindum ráðherra. Meðal annars að réttur núverandi forsæt- isráðherra hafi verið bættur svo um munar. Þessu var mótmælt utan þingsins og sagt að Alþingi væri með þessu að draga úr líkum á að kjarasamningar, sem margir eru lausir, tækjust án átaka. Enda fór svo að lífeyrisréttindi voru endurmetin í kröfugerðum laun- þega og vilji sagður til að sam- ræma þau við kjör embættismann- anna útvöldu. Samþykkt Alþingis skemmdi þann frið sem virtist vera og setti kjaraviðræður í óvis- su. Stjórnmálamenn, sumir hverjir, gera lítið úr þeim óróa sem þeir skópu og tala jafnvel um óánægj- una með lítilsvirðingu. Nú berast fréttir af ákvörðun- um stjórnmálamanna í Noregi, en þær eru þveröfugar við það sem hér var gert. Norskir stjórnmála- menn ætla að skerða lífeyris- réttindi sín, allra stjórnmálamanna jafnt ráðherra sem þingmanna, til að skapa þjóðarsátt. Norskir stjórnmálamenn ætla að hafna for- réttindum sínum til að þeir sitji við sama borð og landar þeirra. Ólíkt hafast þeir að, íslenskir stjórnmálamenn og norskir. Ís- lenskir búa til ófrið og ósætti en norskir vilja þjóðarsátt og eru til- búnir að fórna forréttindum sínum til þess. Munur á lífeyrisréttindum norskra og íslenskra stjórnmála- manna er eflaust einhver og sama er að segja um almenna launþega. En það er ekki málið, það sem mestu skiptir er hugarfarið. Þeg- ar flestir kjarasamningar eru lausir, og útlitið sæmilegt um að þeir takist í meiri sátt en oftast áður, skemmir Alþingi það með því einu að verja og auka for- réttindi fárra. Norskir stjórn- málamenn vilja ekki fara þessa sömu leið og fórna af sínum for- réttindum til að sátt verði meðal þjóðarinnar. Þess vegna má spyrja, hvert er hlutverk löggjafans? Að tryggja þá sem starfa við lagasetninguna? Ætli þjóðin meti ekki frekar að alþingismenn og ráðherrar hafi ámóta kjör og aðrir frekar en að þeir hugsi fyrst um að auka forréttindin. ■ Alþjóðahúsið við Hverfisgötu erað slíta barnsskónum og virð- ist vera í stöðugri sókn. Í kjölfar tveggja ára afmælis þess var stofnað til sérstakra hvatninga- verðlauna fyrir árangur í fjöl- menningarlegu starfi. Fátt er meira viðeigandi á þessum sam- eiginlega vettvangi aðfluttra og innfæddra íbúa landsins. Til að ná mikilvægum markmiðum er und- irstöðuatriði að afla bandamanna og verðlauna þá sem vel gera. Fæstum sem fylgst hafa með fjölmenningarlegu starfi kom á óvart að Guðrún Halldórsdóttir, forstöðukona Námsflokka Reykjavíkur, hlyti viðkenningu í flokki einstaklinga fyrir áratuga starf að námskeiðum í íslensku fyrir þá sem eiga annað móður- mál. Guðrún og samstarfsfólk hennar hefur lyft grettistaki á sviði íslenskukennslu fyrir út- lendinga. Metnaðarfullt starf Granda Verðlaunin í hópi fyrirtækja komu mér meira á óvart. Þar var fyrst og fremst minni eigin van- þekkingu um að kenna. Verðlaun- in féllu í hlut Granda hf. Eins og fram kom við verðalaunaafhend- inguna er með ólíkindum hvað metnaðarfullt brautryðjandastarf hefur verið unnið í fjölmenningu og starfsmannamálum hjá fyrir- tækinu. Hjá Granda starfar fólk frá nær 20 þjóðlöndum. Það er ekki einsdæmi í undirstöðuatvinnu- vegi þjóðarinnar, fiskvinnslu. Ég veit hins vegar ekki af fleiri fyrir- tækjum sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskukennslu fyrstu klukkustund hvers einasta vinnu- dags. Um 60 erlendir starfsmenn Granda frá 15 þjóðlöndum fengu því á nýliðnu ári viðurkenningar- skjöl fyrir að hafa stundað starfs- tengt íslenskunám. Jafnframt því hafa fjölmargir starfsmenn fyrir- tækisins lokið námskeiðum í efl- ingu menningarlegrar færni auk námskeiða starfsfræðslunefndar Fiskvinnslunnar. Framsækin starfsmanna- stefna Starfsmannastefna Granda er augljóslega framsækin og felst í fjárfestingu í mannauði. Ekki er að efa að hún er metin að verð- leikum af starfsfólki. Liðsheildin verður fyrir vikið samhentari og starfmenn halda ríkari tryggð við vinnuveitenda sinn. Og víst að mikill galdur getur verið að ná samstöðu á vinnustað þar sem uppruni starfsfólks er jafn fjölbreyttur og hjá Granda. Hitt er eins víst að fjölþjóðlegt umhverfi er hluti af daglegum rekstri fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Fjölmargir vinnustað- ir standa frammi fyrir sambæri- legum verkefnum. Alþjóðahúsið á því jafnframt heiður skilið fyrir vekja athygli á fyrirmyndarstarfi Granda sem atvinnurekendur, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta án efa lært mikið af. Vel að verki staðið. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um hugarfar íslenskra og norskra stjórnmálamanna. 14 10. janúar 2004 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vinir bílsins „Annars getur maður varla séð að óvildarmenn bílsins séu mjög öflugir í landinu sem Stefán Snævarr kunningi minn kallar 51. fylkið. Í raun má segja að hlut- skipti þeirra sé mjög dapurt. Það er allur vindur úr ‘68 kynslóðinni sem trúði um tíma að það væri dyggð að eiga ekki bíl – „elsku pabbi og mamma, ekki bíl!“ er ákall úr einum af söngvum hennar. Hér stefnir allt í að brátt verði tvær bifreiðar á hvern íbúa. Verslunarmiðstöðvar úthverfanna auglýsa ekki lengur vörur sínar eða ódýrt verð, heldur að þær séu með „stærstu bílastæði á land- inu“. Fólkið þyrpist til að gera innkaup í Faxafeni, ljótustu götu landsins, en er löngu farið að vara sig á bílastæðahallærinu á Laugavegi. Þegar snjóar líkt og um daginn er öllu draslinu rutt upp á gangstéttir svo gangandi vegfarendur staulast um í krapinu meðan bílistarnir aka brosandi um auðar göturnar.“ EGILL HELGASON Á SILFRI EGILS Á WWW.STRIK.IS Þessir Rómverjar eru klikk! „Ég veit það ekki. En getur verið að forsætisráðherrann sé orðinn galinn? Má maður yfirhöfuð spyrja svona? Auðvitað ekki, enda fráleitt. Þá væri þjóðin líka bullandi meðvirk. Spurning hvort maður megi segja að manni virðist þó ummæli Davíðs í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafa þann brag að forsætisráðherrann sé haldinn þráhyggju, jafnvel sjúklegri þráhyggju? Er eðlilegt að álykta sem svo að forsætisráðherrann misnoti vald sitt til að ráðast með fólskulegum hætti á einkaaðila úti í bæ, jafn- vel á hverjum einasta degi, eins og hann sjálfur sakar Baugsmenn um að gera með Fréttablaðinu og DV? Ég veit það ekki. En kannski er áhugaverðara að spyrja hvað það sé eiginlega sem skýri þessar síendurteknu árásir á ungan bisnessmann sem vissu- lega hefur náð árangri í viðskiptum?“ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Á WWW.KREML.IS DAGUR B. EGGERTSSON ■ borgarfulltrúi skrifar um fjölmenningar- verðlaun Alþjóða- hússins. Einræðislegi óttinn ■ Af Netinu GRANDI HF „Hjá Granda starfar fólk frá nær 20 þjóðlöndum. Það er ekki einsdæmi í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar, fiskvinnslu. Ég veit hins vegar ekki af fleiri fyrirtækjum sem bjóða starfsfólki sínu upp á íslenskukennslu fyrstu klukkustund hvers einasta vinnudags.“ Ólíkt hafast þeir að ■ Bandaríski varnarmúrinn mun eflaust ekki sjást af öðrum hnöttum í framtíðinni, en hann er núna sýnilegt tákn um ótta sem fylgir vaxandi ófrelsi. Peysur 50% afsláttur Langur laugardagur Um daginnog veginn GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um banda- ríska óttann.F RÉ TT AB LA Ð IÐ /B IL LI Skoðundagsins Vel að verki staðið ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Gæti hugsanlega forðast það að nota hluta af dómgreindinni til hátíðabrigða af ótta við að slíkt gæti orðið til þess að hann verði numinn á brott um miðja nótt í fyrirbyggjandi aðgerð leifa bandaríska hersins á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.