Fréttablaðið - 18.01.2004, Síða 32

Fréttablaðið - 18.01.2004, Síða 32
32 18. janúar 2004 SUNNUDAGURFormúla 1 KÖRFUBOLTI Það verða Keflvíkingar og Njarðvíkingar sem mætast í úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýs- ingar í ár. Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Grindavík á þeirra eigin heimavelli, 107-97. Njarðvík tryggði sér einnig sæti í úrslitaleiknum með sigri á útivelli en þeir lögðu Snæfell í Stykkis- hólmi, 74-69. Leikur Grindavíkur og Keflavík- ur var æsispennandi allan tímann en gestirnir voru skrefi á undan í síðasta leikhlutanum og unnu sann- gjarnt. Nick Bradford og Derrick Allen voru í sérflokki hjá Keflavík en Bradford skoraði 35 stig en Allen 33. Darrel Lewis var yfirburðamað- ur hjá Grindavík með 40 stig. Snæfell lék vel í þrjá leikhluta gegn Njarðvík en fór á taugum í lokaleikhlutanum sem þeir töp- uðu, 28-15, og þar með voru úrslit- in ráðin. Dondrell Whitmore var stigahæstur hjá heimamönnum með 16 stig og Lýður Vignisson var með 13. Páll Kristinsson átti stórleik í liði Njarðvíkur og skor- aði 18 stig og tók 12 fráköst. Brandon Woudstra gerði 16 stig og Brenton Birmingham lét sér 14 nægja að þessu sinni. Úrslitaleikurinn fer síðan fram þann 7. febrúar næstkomandi. ■ GOLF Michelle Wie varð um helgina fyrsta konan til þess að klára golf- hring á undir pari í PGA-mótaröð- inni. Hún tók þátt í PGA-móti á Havaí og fór hún fyrsta hringinn á 72 höggum, eða tveim yfir pari, en annan hringinn fór hún á 68 högg- um, tveim undir pari, og lauk hún því keppni á pari. Þrátt fyrir það náði hún ekki að komast í gegnum niðurskurðinn en það munaði grát- legu litlu að henni tækist það – einu höggi. „Ég held ég hafi spilað virkilega vel í dag,“ sagði hin 14 ára Wie. „Aðeins eitt högg og þá hefði ég farið áfram. Þetta er hrikalega svekkjandi. Annars trúi ég því varla að mér hafi tekist að klára hringinn á tveim höggum undir pari.“ Wie var í nokkrum vandræðum með púttin sín á fyrsta hringnum en á öðrum hring fóru þau að detta. „Ef púttin hefðu gengið eins vel á fyrsta hringnum og þau gerðu á öðrum hringnum þá hefði ég auð- veldlega komist í gegnum niður- skurðinn,“ sagði Wie sem á eftir að svekkja sig á þessu næstu vikurnar. Engu að síður er þetta stórkostleg- ur áfangi hjá þessari efnilegustu golfkonu heims því fyrir utan að vera fyrsta konan til þess að leika á undir pari á PGA-mótaröðinni þá var hún einnig fyrsta konan til þess að leika hring á undir 70 höggum á mótaröðinni. ■ Bikarkeppni kvenna: Sigur hjá KR KÖRFUBOLTI KR-stúlkur unnu örugg- an sigur á Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær. Haukastúlk- ur byrjuðu vel en KR náði fljótlega tökum á leiknum og vann að lokum, 72-53. Hildur Sigurðardóttir var frábær í liði KR en hún skoraði 33 stig, tók 13 fráköst, stal átta boltum og gaf sex stoðsendingar. Frammistaða hennar skóp einna helst sigurinn. Hjá Haukum var hin bráðefni- lega Helena Sverrisdóttir í sérflokki með 25 stig, 21 frákast, sex stolna bolta og sex stoðsendingar. Mikið munaði um það hjá Haukum að Pálína Gunnlaugsdóttir fann sig engan veginn og hitti aðeins úr einu af nítján skotum sínum. ■ HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handbolta lenti í litlum vandræð- um gegn Egyptum í gær. Íslend- ingar náðu mest sjö marka for- ystu í leiknum en gáfu aðeins eft- ir undir lokin og unnu því aðeins með tveim mörkum, 29-27. „Þetta var ágætur leikur og ég myndi segja að við værum á réttri leið,“ sagði Einar Þorvarðarson aðstoðarlandsliðsþjálfari í gær. „Við Guðmundur erum ánægðir með marga hluti eins og vörnina sem er að ná sér á strik og sóknin hefur einnig gengið vel.“ Einar sagði að lokahópurinn fyrir EM yrði ekki tilkynntur fyrr en á mánudagskvöldið þar sem enn er óvissa með það hvort Dag- ur Sigurðsson geti leikið á mótinu. Látið var á það reyna hvort hann gæti leikið í gær og entist Dagur ekki nema í fimm mínútur og ástand hans er vissulega mikið áhyggjuefni fyrir Einar og Guð- mund. Sigfús Sigurðsson er aftur á móti á góðu róli og hann fer ör- ugglega með til Slóveníu. ■ Bjarni Guðjónsson: Lánaður til Coventry FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson var í gær lánaður frá þýska úrvals- deildarfélaginu, Bochum, til enska 1. deildarliðsins Coventry City út þessa leiktíð. Bjarni gekk í raðir Bochum síðastliðið sumar en tækifærin hjá félaginu hafa verið af skorn- um skammti. Því hentar það vel fyrir báða aðila að lána Bjarna til Englands en hann er ekki óvanur enska boltanum því hann lék með Stoke City til nokkurra ára áður en hann hélt til Þýskalands. Coventry hefur átt frekar erfitt uppdráttar í 1. deildinni í vetur en liðið situr í 15. sæti deild- arinnar. Gary McAllister var framkvæmdastjóri félagsins en hann lét af störfum á dögunum. Coventry lék gegn Walsall í gær en Bjarni var ekki í leikmanna- hópi félagsins. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Keflavík og ÍS mætast í bik- arkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik.  19.15 Tindastóll og KFÍ mætast í Intersportdeildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson fara yfir atburði helgar- innar í enska boltanum.  13.45 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Aston Villa og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.  13.50 Áskorendakeppni Evrópu á RÚV. Bein útsending frá síðari leik ÍBV og Etar Veliko í Áskorenda- keppni Evrópu í handknattleik..  15.50 Enski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Chelsea og Birmingham í ensku úrvalsdeild- inni.  20.00 NFL á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik New England Pat- riots og Indianapolis Colts í Ameríkudeild ameríska fótbolt- ans.  21.40 Helgarsportið á RÚV. Farið í gegnum íþróttir helgarinnar.  23.30 NFL á Sýn. Bein útsending frá úrslitaleik Philadelphia Eagles og Carolina Panthers í Þjóðar- deild ameríska fótboltans. hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MARS Föstudagur ÖFLUGUR Guðjón Valur Sigurðsson átti fínan leik gegn Egypt- um og skoraði átta mörk. MÖRK ÍSLANDS Guðjón Valur Sigurðsson 8 Patrekur Jóhannesson 6 Ólafur Stefánsson 6/3 Jaliesky Garcia 3 Gylfi Gylfason 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2 Sigfús Sigurðsson 1 Róbert Sighvatsson 1 VARIN SKOT Guðmundur Hrafnkelsson 17 Björgvin Páll Gústavsson 1/1 Egyptar engin fyrirstaða Strákarnir okkar unnu tvo leiki á æfinga- mótinu í Danmörku og Svíþjóð og töpuðu einum. Lokahópur tilkynntur annað kvöld. Hin 14 ára Michelle Wie skráði sig í sögubækurnar: Einu höggi frá niðurskurðinum GLÆSILEGUR Cristiano Di Matta kynnti nýja Toyota- bílinn fyrir næstu leiktíð í Formúlu 1 við mikla athöfn í gær. PÁLL KRISTINSSON Átti stórleik í Stykkishólmi. Undanúrslit í bikarkeppni KKÍ: Keflavík og Njarðvík í úrslit

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.