Fréttablaðið - 22.01.2004, Síða 14

Fréttablaðið - 22.01.2004, Síða 14
14 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Samfylkingin kynnir menntastefnu í máli Háskóla Íslands: Aukin fjárframlög og afnám fjöldatakmarkana KYNNING Menntasókn Samfylking- arinnar er yfirskrift kynningar- daga sem þingflokkur Samfylk- ingarinnar stendur fyrir í Há- skóla Íslands þessa viku. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segir að fundað verði með forsvarsmönnum allra deilda háskólans og menntasóknin kynnt. Þess á milli verði bækling- um dreift og stefnan kynnt náms- mönnum. Björgvin segir stefnu flokksins felast meðal annars í því að hafna afdráttarlaust fjöldatakmörkun- um og skólagjöldum við ríkis- háskóla. „Komumst við til áhrifa er markmiðið að auka fjárframlög til háskólastigsins um 4-8 millj- arða á kjörtímabilinu þar til fram- lögum annarra Norðurlandaþjóða er náð. Þá viljum við að ábyrgðar- mannakerfið hjá LÍN verði lagt af og framfærslugrunnur námslána endurmetinn og færður til raun- veruleikans.“ Björgvin segir að efnt verði til fundar í Odda klukkan 12 á loka- degi Samfylkingardaganna á föstudag. Þar verði umræðuefnið meðal annars fjársvelti háskól- ans. ■ Tárvotir talsmenn frjálsrar samkeppni Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyringa, segir það vonbrigði að flest þeirra 80 starfa sem SH lofaði Akureyringum árið 1986 hafi gufað upp. SJÁVARÚTVEGSMENN „Við værum ekki sjálfum okkur samkvæm með því að gagnrýna söluna á ÚA. Akur- eyrarfyrirtækin hafa verið í mikilli útrás og þegar einhverjir aðrir hafa uppi svipaða tilburði verðum við að þola það. Ég hef engar athugasemd- ir við þá sem keyptu ÚA en mér virðist sem ákveðnum gildum hafi verið ýtt til hliðar,“ segir Jakob Björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri og núverandi bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks, um söluna á Útgerð- arfélagi Akureyringa og þann ótta sem ríkir um að ÚA undir eignar- haldi Rifsfeðga hverfi frá Akur- eyri. Hann segir að nauðsynlegt hafi verið talið að koma ÚA úr b æ j a r ú t g e r ð enda hafi margir „viljað losa um hina ógurlegu pólitísku kló sem stjórnaði félaginu“. Aðspurður um harkaleg við- brögð sjálfstæðismanna á Akur- eyri vegna sölunnar á ÚA segist hann lítið botna í talsmönnum einkaframtaksins. „Mér finnst það nú dæmlaust ef helstu talsmenn frjálsrar sam- keppni koma með tárvot augu þegar kerfið virkar í framkvæmd. Annaðhvort er frjáls samkeppni eða ekki,“ segir Jakob. Lítið stendur eftir af þeim 80 störfum sem Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna lofaði bæjarstjórn Akureyrar í ársbyrjun 1996 gegn því að missa ekki sölu á afurðum Útgerðarfélags Akureyringa, sem í þá daga var bæjarútgerð. Lof- orðin voru gefin í skugga þess að Íslenskar sjávarafurðir ætluðu að færa höfuðstöðvar sínar til Akur- eyrar. Nú eru aðeins eftir nokkur störf í kexverksmiðju en súkkulaðiverksmiðja, plastverk- smiðja og starfsemi SH eru horf- in. Meira að segja prófessorsstaða við Háskólann á Akureyri sem SH kostaði er gufuð upp. Akureyring- ar seldu SH meirihlutann í félag- inu árið 1996 og árið 2000 seldu þeir Burðarási afganginn. Alls fékk bærinn 2,5 milljarða króna fyrir ÚA, sem nú er komið í eigu feðganna af Vesturlandi sem kenndir eru við Tjald ehf. Jakob Björnsson var bæjar- stjóri á tímum stóru loforðanna. Hann segir að vissulega séu það mikil vonbrigði að atvinnuátak SH skyldi hafa fjarað út. Hann segir að þótt svo hafi farið og að ÚA sé nú í eigu aðkomumanna sé hann stuðningsmaður kvótakerf- isins og hins frjálsa framsals. rt@frettabladid.is Reykjavík: Eitt númer SVEITARSTJÓRNIR Borgarráði hafa verið kynntar hugmyndir um eitt símaver Reykjavíkurborg- ar. Í undirbúningi er stofnun símavers þar sem á einum stað verður svarað fyrirspurnum um þjónustu og starfsemi borgarinnar eða símtölum beint áfram. Stefnt er að því að opna símaverið samhliða þjón- ustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar. Hlutverk símaversins verð- ur að veita allar almennar upp- lýsingar um starfsemi og þjón- ustu borgarinnar í einu númeri. Útfærsla á hverjum stað tekur mið af starfsemi þjónustumiðstöðvanna. ■ Fyrirspurn til borgarráðs: Spurt um ferðakostnað BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, hefur lagt fram fyrirspurn til borgar- ráðs um hvort fyllstu hagkvæmni sé gætt hjá Reykjavíkurborg vegna ferðakostnaðar. Hann spyr meðal annars með hvaða flugfé- lögum starfsmenn borgarinnar ferðist. Ólafur lagði fyrirspurnina fram vegna umræðu um ferða- kostnað hjá alþingismönnum, en dregið hefur verið í efa að þar sé fyllstu hagkvæmni gætt í nýtingu á fjármunum hins opinbera. Á fundinum upplýsti borgar- stjóri að borgaryfirvöld keyptu farmiða bæði hjá Flugleiðum og Iceland Express. Mælst væri til að ferðum væri háttað á sem hag- stæðastan hátt. Reykjavíkurborg styddist við reglur fjármálaráðu- neytisins og keypti flugfarseðla á almennu farrými. Borgaryfirvöld munu afla nánari upplýsinga um málið. ■ „Annað- hvort er frjáls samkeppni eða ekki. Tekin með maríjúana: Með kíló í maganum BARBADOS 32 ára gömul hár- greiðslukona frá Jamaíka var ný- lega dæmd í þriggja ára fangelsi á Karíbahafseyjunni Barbados fyr- ir að reyna að smygla þangað tæpu kílói af maríjúana. Konan, sem heitir Sharon Andrea Sloley, gleypti pakka með efninu áður en hún fór í gegnum tollskoðun á Grantley Adams- flugvelli en árvökulir tollþjónar tóku eftir því að ekki var allt með felldu. Að sögn talsmanns lögreglunn- ar var konan flutt á næsta sjúkra- hús þar sem pakkarnir skiluðu sér einn af öðrum rétta leið gegnum meltingarveginn. ■ Unnið að bráðabirgðaviðgerð á Norrænu í Færeyjum: Ferðir til Íslands falla niður SAMGÖNGUR Ferðir Norrænu til Íslands falla niður um óákveð- inn tíma vegna tjóns sem varð á ferjunni þegar hún sigldi á hafnargarðinn í Þórshöfn í Færeyjum í síðustu viku. Sam- kvæmt áætlun átti Norræna að koma til Seyðisfjarðar í gær. Kari Djurhuus, kynningarfull- trúi Smyril-Line í Færeyjum, segir Norrænu enn við höfnina í Þórshöfn. Unnið sé að bráða- birgðaviðgerð, sem væntanlega verði lokið nú um helgina. Af því búnu verði ferjunni siglt til skipasmíðastöðvar í Evrópu. Kari segir óvíst hversu langan tíma viðgerðin taki. Reiknað sé með nokkrum vikum. Kari segir að á meðan við- gerð fari fram sinni gamla Nor- ræna áætlunarsiglingum. Þar sem ferjan sé hægfara verði siglt eftir gömlu vetraráætlun- inni, sem felst í því að ferjan ferðast einungis milli Þórshafn- ar, Hjaltlands og Jótlands. Hvorki Björgvin í Noregi né Seyðisfjörður séu á áætlun. Norræna sigldi alls þrisvar sinnum á hafnargarðinn, með þeim afleiðingum að rifa kom á skrokk skipsins við vélarrúmið ásamt því að fleiri skemmdir urðu. Aftakaveður var við Fær- eyjar þegar óhappið varð. Ólav- ur Hóvsgarðs, skipstjóri Nor- rænu, greindi frá því í færeysk- um fjölmiðlum að vegna að- stæðna hefði verið ógjörningur að forðast óhappið. Hann segir vindhviðurnar hafa komið á óvart og ekki hafi verið við neitt ráðið. ■ Börn egg- og sæðisgjafa: Upplýsingar um kynforeldra LUNDÚNIR, AP Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja fram breytingar- tillögu sem myndi gera börnum egg- og sæðisgjafa kleift að hafa upp á kynforeldrum sínum. Gert er ráð fyrir að börnin geti fengið viðeigandi upplýsingar eftir átján ára aldur. „Ég tel að börn sem getin eru með gjafasæði eða eggi eigi rétt á því að fá þær upplýsingar um kyn- foreldra sína sem þeim hefur hingað til verið neitað um,“ sagði Melanie Johnson, heilbrigðismála- ráðherra Breta. Ef reglugerðin verður samþykkt af breska þing- inu tekur hún gildi 1. apríl 2005. Sams konar reglugerðir eru nú þegar í gildi í Svíþjóð, Austurríki, Ástralíu, Hollandi og fleiri lönd- um. ■ SAMFYLKINGARDAGAR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman í Náttúrufræðihúsi HÍ við upphaf Samfylk- ingardaga sem haldnir eru í skólanum í þessari viku. JAKOB BJÖRNSSON Störfin 80 sem hann samdi um við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna eru horfin. FERJAN NORRÆNA VIÐ ÞÓRSHÖFN Höfnin í Þórshöfn þykir erfið fyrir stærri skip að athafna sig í. Skipstjóri Norrænu gagnrýndi harðlega aðstæður við höfnina í viðtali sem tekið var við hann í færeyska blaðinu Sosialnum fyrir tæpu ári síðan. Sagði hann höfnina í Þórshöfn þá allra verstu miðað við hafnir annarra landa sem eru á áætlun Norrænu. Skömm væri að bjóða upp á slíkar aðstæður. UPPBLÁSINN ÍSTRUBELGUR Íbúi í bænum Davoser í Sviss virðir hér fyrir sér stóran uppblásinn ríkmannlegan ístru- belg sem komið hefur verið fyrir utan við skrifstofur samtakanna „Almenningsaug- að“, sem berjast gegn heimsvæðingunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.