Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 22.01.2004, Qupperneq 19
19FIMMTUDAGUR 22. janúar 2004 Dýrt spaug: Laug um sprengjur BANDARÍKIN 21 árs gömul bresk náms- kona á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum fyrir það að hafa tjáð öryggisverði á Miami-flugvelli að hún væri með sprengjur í farangrinum. Konan, sem heitir Samantha Mar- son, var á leiðinni til London þegar hún var handtekin við venjubundna leit í farangri, en að eigin sögn var hún að grínast þegar hún sagði við þann sem leitaði: „Farðu varlega, það eru þrjár sprengjur þarna“. Þeg- ar Marson var beðin að endurtaka það sem hún sagði gerði hún það tvisvar, að sögn lögreglunnar. Hún var handtekin á staðnum. ■ Þriðja stefnuræða Bush: Kominn í kosningaham BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu stjórnar sinnar í bak og fyrir í þriðju stefnuræðu sinni í fyrra- kvöld og sagði að utanríkisstefna sín, og þar með taldar hernaðar- aðgerðirnar í Írak, hefði þegar tryggt aukið öryggi í Bandaríkj- unum og öllum heiminum. Hann lagði einnig áherslu á að góður ár- angur hefði náðst í efnahagsmál- um og að batinn væri greinilegur. „Bandaríkin hafa verið kölluð til mikilvægra verkefna og við höfum fyllilega staðið undir þeirri ábyrgð sem á okkur hvílir,“ sagði Bush í ræðunni, sem sjónvarpað var um öll Bandaríkin. „Við erum ekki komin þetta langt, í gegnum hörmungar, þrautir og stríð, aðeins til þess að gefast upp á miðri leið,“ sagði Bush, sem auðsjáanlega er kom- inn í mikinn kosningaham. Hann sagði að stríðið gegn hryðjuverkum, sem hann hefði hafið í kjölfar árásanna á New York og Pentagon, væri langt í frá lokið. „28 mánuðir eru liðnir frá 11. september 2001, meira en tvö ár án árásar á bandarískt land- svæði, og því freistandi að ætla að hættan sé liðin hjá. Sú von er skiljanleg en röng,“ sagði Bush. ■ GEORGE W. BUSH Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu stjórnar sinnar í bak og fyrir í þriðju stefnuræðu sinni í fyrrakvöld. Útlán innlánsstofnanna á verðlagi janúar 2004. Heimild: Seðlabanki Íslands Neysluvísitala án húnsæði og húsnæðis- verð, þróun frá 1998. Heimild: Hagstofa Íslands Útlán til einstaklinga á verðlagi 2004 í milljónum króna Heimild: Seðlabanki Íslands Vilhjálmur Bjarnason: Hefur ekki áhyggjur Vilhjálmur Bjarnason,aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur ekki áhyggjur af því að hér sé að myndast eignabóla líkt og gerðist á árinu 2000. Hann segir að fast- eignaverð sé fremur hátt en bendir á að hækkun á hlutabréfaverði sé fyrst og fremst tilkomin vegna eins fyrirtækis; Pharmaco. „Ég held að niðursveifl- an hafi verið dálítið mikil en ég er ekki farinn að sjá að það sé nein ofboðsleg eignabóla,“ segir Vil- hjálmur. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.