Fréttablaðið - 22.01.2004, Síða 27
23FIMMTUDAGUR 22. janúar 2004
BLINDUM HUNDI BJARGAÐ
Pipa Nairm leikur við hund sinn Batty, sem er blindur. Batty er gullinn Labrador sem
fæddist í Höfðaborg í Suður-Afríku. Honum var bjargað eftir að hermenn stungu á augu
hans eftir eltingarleik við fyrrum eigendur hans.
ELSA BJÖRK FRIÐFINNSDÓTTIR
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga hefur staðið í ströngu að verja hags-
muni umbjóðenda sinna vegna fyrirhug-
aðra uppsagna á Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi.
??? Hver?
Formaður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
??? Hvar?
Að koma út af Landspítala-háskóla-
sjúkrahúsi.
??? Hvaðan?
Akureyringur, en sveitastelpa úr Barkár-
dal.
??? Hvað?
Fylgjast með pólitík og ferðast.
??? Hvernig?
Með lestri og samræðum við fólk.
??? Hvers vegna?
Áhugi og ánægja af samneyti við fólk.
??? Hvenær?
Allan sólarhringinn ef því er að skipta.
■ Persónan
KIA RIO
Rekstrarleiga kr. 19.900*
Á mán. í 3 ár
Verð frá kr. 1.290.000
KIA CARNIVAL
Rekstraleiga kr. 39.000*
Á mán. í 3 ár
Verð frá kr. 2.490.000
KIA SORENTO
Rekstrarleiga kr. 58.350*
Á mán. í 3 ár
Verð frá kr. 3.580.000
*Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar
í verði rekstrarleigunnar.
*Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi
erlendra mynta og vöxtum.
Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA
á rekstrarleigu
KIA Ísland ehf.
Flatahrauni 31, Hafnarfirði.
Sími 555 6025.
www.kia.is
Heitt undir
Kaldaljósi
Kaldaljós, bók Vigdísar Gríms-dóttur sem upphaflega var
gefin út 1987, situr nú í öðru sæti
metsölulista Eymundssonar. Það
verður að teljast nokkuð óvenju-
legt að svo gömul
bók stökkvi upp met-
sölulistana og því
ekki ólíklegt að salan
á bókinni tengist vin-
sældum samnefndr-
ar kvikmyndar undir
leikstjórn Hilmars
Oddssonar. Það er
því heægt um vik
um þessar mundir
að fylgjast með
heimi Gríms Her-
mundssonar bæði í
texta og myndum.
Fyrir stuttu keypti JPV, útgef-
andi Vigdísar, útgáfuréttinn á eldri
verkum hennar og þær bækur sem
til voru á lager. Hafa litlir JPV-lím-
miðar verið límdir yfir merki
gömlu útgáfunnar því til staðfest-
ingar. ■
KALDALJÓS
Í öðru sæti met-
sölulista Ey-
mundssonar 17
árum eftir að
hún var gefin út.