Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 42
■ ■ KVIKMYNDIR 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir mynd Þráins Bertelssonar, Nýtt líf, frá 1983 í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnar- firði. ■ ■ TÓNLEIKAR 12.00 Hörður Áskelsson leikur á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju verk eftir J.S. Bach, Léon, Boëllman og Kjell Mörk Karlssen. Aðgangur er ókeypis fyrir skólafólk. Hádegishressing í suðursal að tónleikunum loknum. 13.00 Kórinn Stavanger Vocal- ensemble heldur tónleika í Norræna húsinu í tilefni af opnun sýningar norsku listakonunnar Siri Gjesdal. 20.00 Íslenska óperan sýnir í síð- asta sinn Werther eftir Massenet í stutt- formi. 20.00 Helga Rós Indriðadóttir sópran og Elisabeth Föll píanóleikari flytja norræn og þýsk ljóð á Tíbrár- tónleikum í Salnum, Kópavogi. 22.00 Kvartett Ómars Guðjóns- sonar heldur djasstónleika á Kaffi list í djasstónleikaröðinni þar, sem hefur hlot- ið svo góðar viðtökur að næstu vikur verða tónleikar bæði á fimmtudags- og laugardagskvöldum. Aðgangur verður áfram ókeypis. 23.59 Þungarokksveitin Dark Harvest leikur á Grand Rokk í kvöld. ■ ■ LEIKLIST 14.00 Borgarleikhúsið sýnir Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren á Stóra sviðinu. 20.00 Borgarleikhúsið sýnir Spor- vagninn Girnd eftir Tennessee Willi- ams. 20.00 Þjóðleikhúsið sýnir Jón Gabríel Borkmann eftir Henrik Ibsen. ✓ 20.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýn- ir Meistarinn og Margaríta. 20.00 Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu leikritið Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson. 20.00 Frumsýning á uppfærslu Leikfélags Húsavíkur á gamanleiknum Þjónn í súpunni verður á Græna hatt- inum, Akureyri. ✓ 20.00 Þjóðleikhúsið sýnir á Smíðaverkstæðinu leikritið Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson. 20.00 Borgarleikhúsið sýnir söng- leikinn Chicago eftir J. Kander og F. Ebb á Stóra sviðinu. 20.00 Bless fress, einleikur Þrast- ar Leó Gunnarssonar, er sýndur í Loft- kastalanum. 20.30 Kómedíuleikhúsið sýnir Stein Steinarr í Borgarleikhúsinu. 21.00 Sellófón eftir Björk Jakobs- dóttur sýnt í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR 14.00 Norska listakonan Siri Gjes- dal opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsölum Norræna hússins. Yfir- skrift sýningarinnar er Bátur og haf en sýnd verða textílverk unnin úr vef og gömlum segldúk, kola-, krít-, og túss- teikningar. Auk þess verður sett upp tónlistarinnsetning. 14.00 Reykvísku myndlistamenn- irnir Helga Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir og Ingibjörg Magnadóttir opna sýninguna „Ávöxtur myrkursins” í Skaftfelli, menningarmiðstöð á Seyðis- firði. Sýningin er opin á opnunartíma hússins og stendur til 6. febrúar. ■ ■ SKEMMTANIR 16.00 Hin árlega Söngvakeppni Samfés verður haldin í Laugardalshöll. Guðmundur Óskar Guðmundsson og Kalli Bjarni taka lagið. Mörg önnur skemmtiatriði. Úrslit og verðlauna- afhending um klukkan 21.30. 22.00 Hermann Ingi jr mun skemmta gestum Búálfsins. 23.00 Dúett Óskars Einarssonar skemmtir í kvöld á Ara í Ögri. 23.59 Stuðboltinn Einar Örn Kon- ráðsson heldur upp fjörinu á Krúsinni Ísafirði. Frítt inn. 23.59 Dóri sér um stuðið á Vega- mótum í kvöld. 23.59 DJ Áki verður á efri hæðinni á meðan DJ Sóley sér um að stelpurnar fái sitt á neðri hæðinni með RnB og léttu hip hop. DJ Valdi á Felix. Þór Bæring á Glaumbar. Dansleikur með Stúlla og Sævari Sverrissyni á Græna hattinum, Akur- eyri. Hljómsveitin 3-some spilar á Celtic Cross. Gömlu brýnin í Sssól halda stemmaranum langt fram eftir morgni á Gauknum. Spútnik í Klúbbnum v/ Gullinbrú. Hunang skemmtir á Players í Kópa- vogi. Plötusnúðarnir Palli og Biggi Maus leika slagara á 22 fram eftir nóttu þang- að til að gólfið gefur undan. Atli skemmtanalögga á Hverfis- barnum Hinir einu sönnu Gullfoss & Geysir, sem öll helstu vélhjólasamtök Norður- landa hafa verið að flykkjast til landsins til að sjá, verða í Leikhúskjallaranum. Hin ástsæla gleðisveit Gilitrutt leikur á Krákunni á Grundarfirði. Diskórokktekið og plötusnúðurinn DJ SkuggaBaldur verður á Ásláki, alvöru sveitakrá í Mosfellsbænum. Sváfnir Sigurðsson spilar á Catal- inu. Aðgangur ókeypis. Spilafíklarnir á Dubliner. Hinir geysivinsælu Papar halda uppi stuðinu á Sjallanum Akureyri. DJ Lilja verður uppi á Dátanum. Miðaverð 1800 kr. í forsölu en 2000 kr. eftir klukkan eitt. DJ Þröstur 3000 verður í feikna fjöri á Sólon og spilar músik langt fram eftir nóttu. ■ ■ ÚTIVIST Göngu-Hrólfar, gönguhópur Félags eldri borgara í Reykjavík, fer í heimsókn til Gönguklúbbs Hana-nú í Kópavogi. Farið verður með rútu frá Ásgarði, Glæsibæ í austurbæ Rvíkur. Byrjað verð- ur á morgungöngu og síðan hressir fólk sig á heitu kaffi og með því í Gjábakka. ■ ■ FUNDIR ✓ 12.00 Nýr Toyota Avensis verður kynntur í höfuðstöðvum Toyota við Ný- býlaveginn í Kópavogi. Boðið verður upp á reynsluakstur. Herlegheitin standa til klukkan fjögur. ■ ■ FÉLAGSLÍF 13.30 Fræðslufundur um einka- sparnað verður haldinn á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík í Ásgarði Glæsibæ. Þetta er síðari fundur vetrarins um sparnað og fjármál. Framsögu ann- ast Þórhildur Stefánsdóttir, ráðgjafi í líf- eyrismálum hjá Íslandsbanka. 20.00 SÁÁ verður með félagsvist og dans í húsnæði IOGT, Stangarhyl 4, Reykjavík. ■ ■ SÝNINGAR ✓ Sýning Ólafs Elíassonar, Frost i- Actvity, stendur yfir í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu. Opið 10–17. Bjarni Sigurbjörnsson og Svava Björnsdóttir eru með samsýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akur- eyri. Opið 12–17 en lokað mánudaga. Sýningin Stefnumót við safnara hefur verið opnuð í Gerðubergi, menn- ingarmiðstöðinni í Breiðholti. Þar sýna ellefu safnarar á öllum aldri brot af ger- semum sínum. Þrjár sýningar standa yfir í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal sýnir Rósa Gísla- dóttir „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju sýnir Margrétar M. Norðdahl „Annarra manna Staðaldur“ og í Arin- stofu er sýning á nokkrum portrett- myndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu Listasafns ASÍ. Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir eru með sýningu í Ný- listasafninu. Hún stendur til 17. febrúar. Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæ- mund Auðarson og Særúnu Stefáns- dóttur stendur yfir í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrýmið. Auk verka úr safneigninni standa einnig yfir þrjár aðrar sérsýningar í Safni: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Litir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar. Tvær einkasýningar standa yfir í Gall- erí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarðhæð gallerísins sýnir Sólveig Birna Stefáns- dóttir níu málverk og ber sýningin yfir- skriftina „Reiðtúr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverks- ins. Í kjallara gallerísins er Hulda Vil- hjálmsdóttir, Húdda, með sýninguna „Þegar ég gef þér ritið, tek ég mynd af því með glermyndavélinni.“ Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetningu. Sigríður Guðný Sverrisdóttir hefur opnað málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16. Sýn- inguna nefnir listakonan Gulur, rauður, grænn og blár. Sýningin stendur til 1. febrúar. Jón Gnarr er með myndlistarsýningu í Fríkirkjunni, og nefnir hann sýninguna I.N.R.I. Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson er með málverkasýningu á veitingarhúsinu Sólón. Hafsteinn Michael sýnir í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. Þetta er sjöunda einkasýning hans. Íris Linda Árnadóttir er með sýningu á Pósthúsbarnum, Pósthússtræti 13. Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Gall- erí Hlemmi. Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um fegurðina“ og samanstendur af um það bil 10.000 samansaumuðum eyrnapinnum og vídeói. Sýningin stend- ur til 31. janúar. Þýski myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich er með sýningu í Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23. Sýning Ingo stendur til 8. febrúar. Í Hafnarhúsinu stendur yfir þema- sýning úr verkum Errós í eigu safnsins. Guðbjörg Lind er með málverkasýn- ingu í galleríinu og skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b. Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja- safnsins stendur yfir sýning í risi Þjóð- menningarhússins. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 38 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 JANÚAR Laugardagur TÓNLEIKAR „Við erum hér í Hall- grímskirkju með eitt flottasta org- el í heimi og okkur finnst engin ástæða til annars en að leyfa fólki að kynnast því,“ segir Hörður Ás- kelsson, organisti í Hallgríms- kirkju. Á sumrin hafa tónar orgelsins í Hallgrímskirkju ómað reglulega, bæði á sumartónleikum á sunnu- dagskvöldum og hádegistónleikum á laugardögum. Nú í vetur ætlar Hallgrímskirkja að brydda upp á þeirri nýjung að hafa hádegistón- leika yfir vetrartímann. „Á sumrin er eftirspurnin svo mikil vegna þess hve margir ferða- menn eru þá hérna, en við ætlum að prófa þetta núna einu sinni í mánuði. „Við ætlum líka að reyna að hafa þetta ekki eins hátíðlegt. Organistarnir ætla að tala um verkin og kynna þau, þannig að þetta verður svolítil fræðslustund í leiðinni. Við ætlum að leiða fólk inn í verkin og sýna hvernig þau eru byggð upp, bæði með orðum og kannski tóndæmum.“ Hörður ríður sjálfur á vaðið í hádeginu í dag og flytur á þessum tónleikum þrjú verk. Þau eru Fantasía í G-dúr eftir J.S. Bach, Gotnesk svíta eftir Léon Boëllman, og orgelverkið Tvísöngur, sem norska tónskáldið Kjell Mörk Karlssen hreppti fyrstu verðlaun fyrir í alþjóðlegri orgelverkasam- keppni, sem Hallgrímskirkja efndi til árið 1993. „Ég ætla að spanna svolítið tón- listarsöguna og flytja stór verk frá þremur mismunandi tónlistartíma- bilum, eitt eftir Bach, eitt róman- tískt verk og svo eitt nýtt verk. Ég get notað þetta til að kynna fyrir fólki ólíkan stíl og hvernig maður notar orgelið til að draga fram stíleinkenni hvers tímabils.“ ■ Stoltur af orgelinu SINDRI FREYSSON Ef vinna og aðrar skuldbinding-ar leyfa er ég mjög spenntur fyrir útfærslu Hafnarfjarðarleik- hússins á snilldarverki Bulgakov, Meistaranum og Margarítu - ekki síst vegna þess að við fyrstu sýn virðist álíka gáfulegt að sækja um starf sjálfsmorðssprengjumanns og að reyna að breyta þeirri skáldsögu í leikverk. Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson er líka áhugavert. Bjarni hefur gert marga stórfína hluti. Síðan er skyldumæting á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu – og ég þori að fullyrða að verk Ólafs eru mun aðgengilegri og skiljanlegri en sum þeirra viðtala sem hafa verið tekin við hann. Trúlega væri ágætt að kíkja á hvernig Jón Gnarr fer í aksjónkarlaleik með Krist og félaga í Fríkirkjunni. Sýning Jóhannesar Dagssonar í Teits Gallerí í Engihjallanum má heldur ekki verða út undan. Val Sindra Þetta lístmér á! ✓ ■ TÓNLEIKAR HÖRÐUR ÁSKELSSON, ORGANISTI HALLGRÍMSKIRKJU Kynnir tónlist frá þremur tímabilum tónlistarsögunnar á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.