Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 25
24. janúar 2004 3 Franski víngerðarmaðurinnStéphane Oudar frá vínfyrir- tækinu Bouchard Ainé & Fils í Búrgund verður gestur á vínsýn- ingunni og mun flytja fyrirlestur um fyrirtæki sitt og víngerð í héraðinu. „Það er mér mikil ánægja að deila með áhugamönn- um á Íslandi svolitlu um vínin okkar, hefðina í héraðinu og sér- staklega þrúgurnar chardonnay og pinot noir. Þetta verður frjáls- legt, við spjöllum og smökkum. Stjörnurnar verða bestu búrg- undarvín okkar sem fáanleg eru á Íslandi eins og Pouilly-Fuissé, Mercurey og Bourgogne Chardonnay. Þetta er líka tilvalið tækifæri til að smakka ný vín eins og litla barnið okkar, Pinot Noir Pinossimo, og einnig nokkur sérvalin vín sem eru nýkomin til landsins. Ég mun sýna einhverjar myndir úr vínhúsinu og skyggn- ast um á helstu vínekrunum en mikilvægast er þó að við munum smakka fjölbreytta flóru vína. Þannig, og aðeins þannig, getum við upplifað helstu sérkenni þeirra og muninn á milli vínanna. Ég mun svo að sjálfsögðu svara öllum spurningum og er viss um að þetta verður mjög skemmti- legt,“ segir Stéphane. Hver hefur þróunin verið hjá ykkur og hvert stefnir víngerðin? Við flytjum út 250.000 kassa á ári til 55 landa og er útflutningur um 80% af sölu okkar. Ísland er í miklu uppáhaldi hjá okkur því hér seljum við ótrúlega mikið af vínum miðað við mannfjölda. Við erum mjög vaxandi fyrirtæki og höfum tvöfaldað sölu okkar á síð- ustu sex árum. Í rúman áratug höfum við verið í eigu Boisset- fjölskyldunnar, sem er þriðji stærsti vínhöndlari í Frakklandi og á vínhús víða í Frakklandi og Nýja heiminum. Þetta eignarhald hefur verið okkur mikill styrkur. Svo eru þessir mánuðir líka óskaplega spennandi því 2003-ár- gangurinn er þannig að slíkt hef- ur aldrei sést áður. Við hófum uppskeruna 3-4 vikum fyrr en venjulega, annað eins hefur ekki gerst síðan 1891! Orsökina má rekja til mikilla sumarhita í Frakklandi og í kjölfarið þroskast þrúgurnar á meiri hraða en geng- ur og gerist, sem skilar sér í fjórðungi meiri uppskeru. ■ STÉPHANE OUDAR Mikilvægast að við munum smakka fjölbreytta flóru vína. Hafið freyðandi vín alltaf vel kæld!Munið að snúa flöskunum í átt frá augunum og öðrum viðkvæmum stöðum. Og snúið flösk- unni, ekki tappanum. Því heitari sem flöskurnar eru, þeim mun meiri hætta er á gosflóði. Freyðivíns- flöskur er vandasamt að geyma – það springa 2.000 flöskur á dag í kampavínskjöll- urum í Champagne-héraðinu í Frakk- landi vegna þrýstings. Plasttappar þurfa ekki að bera vottum að vínið sé ekki nógu vandað. Miklar framfarir hafa orðið í tappa- gerð undanfarin ár. Gamli korktapp- inn ber í raun vott um mikla íhalds- semi. Hellið lítið í glösin þar sem þaðveitir meira pláss til að þyrla vín- inu og leyfa því að anda. Þvoið ekkikristalsglös upp úr sápu, látið volgt vatn duga og pólerið vel. Sápan drep- ur vínið. Gott er að nota kalt vatn til að ná miðanum af flöskunni ef þið viljið geyma miðann til að muna eftir víninu. Bjór og kampavín á undan og eftirmatnum. Frábært fyrir magasýr- urnar. En ekki of mikið! Geymið flöskur á hlið þannig aðekki myndist lofthólf milli tappa og víns í flöskunni. Ekki geyma flösk- ur þar sem er mikill hitamismunur, fáir staðir eru verri en fyrir ofan ís- skápinn til dæmis. Oft er besti stað- urinn í íbúðinni innst í fataskápnum þar sem lítil hreyfing er á hlutunum, hiti breytist lítið og ljós á ekki greið- an aðgang. Botnfall í vínum er oft tískufyrir-brigði, er ekki sönnun þess að vínið sé gamalt. Svokölluð ósíuð vín hafa komið á markaðinn undanfarin ár og mörg þeirra eru mjög góð. Óhætt er að drekka þau eins og þau koma fyrir og ekki ber að umhella þeim og skilja botnfallið eft- ir, það er eins og að taka hjartað úr víninu. Hins vegar er nauðsynlegt að umhella gömlum vínum með botnfalli en þar hefur botnfallið myndast af öðrum ástæðum. Stéphane Oudar erlendur gestur á sýningunni: Ísland er í miklu uppáhaldi hjá okkur Vín 2004 Kynnir á vínsýningunni verðurÞorri Hringsson, vínrýnir Gestgjafans, listmálari og rithöf- undur, en fyrir jólin sendi hann frá sér afar aðgengilega handbók um vín, sem hefur dvalið lang- dvölum á metsölulistum. Á sunnu- daginn mun Þorri flytja fyrirlest- ur á sýningunni um spænska vín- gerð og leyfa fólki að smakka á nokkrum vínum. „Ég ætla að líta aðeins á nýju héruðin á Spáni. All- ir þekkja Rioja, Pénedes og Ribera del Duero og ég segi lítið um þau en einblíni í staðinn á hér- uð eins og Navarra, Toro, La Mancha, Junilla og Yecla. Á þess- um svæðum er geysilega ör þróun og margt spennandi að gerast, svo spennandi að ég fullyrði að þessi svæði verði næsta stóra dæmið í vínheiminum. Pláss í klassísku héruðunum er uppurið og verðið á vínunum þaðan hefur hækkað upp úr öllu valdi þannig að þau eru ekki samkeppnishæf lengur við Nýja heims vínin. Því hafa vínfyrirtækin leitað fyrir sér á nýjum svæðum og framþróunin þar hefur orðið mjög ör, það hefur margt breyst frá því að þessi hér- uð framleiddu einkum hvítvín til sprittgerðar. Þarna eru menn að búa til vín sem kalla má hin spænsku „Nýja heims vín“, þau líkjast þeim í stíl en bera samt af- gerandi einkenni Spánar og eru mun meira spennandi en mörg Nýja heims vínin. Þetta eru mjög evrópsk vín og ódýr, sem er ekki svo lítið atriði,“ segir Þorri, sem auk þess að kynna og flytja fyrir- lesturinn mun einnig sitja í dóm- nefnd Ruinart-vínþjónakeppninn- ar. ■ ÞORRI HRINGSSON Er kynnir á Vínsýningunni og með fyrirlestur. Svar Spánverja við Nýja heims vínunum: Næsta stóra dæmið í vínheiminum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Vínráð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.