Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 6
6 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68,12 -0,53% Sterlingspund 125,88 -0,45% Dönsk króna 11,66 -0,44% Evra 86,87 -0,44% Gengisvísitala krónu 119,01 -0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 453 Velta 4.942 milljónir ICEX-15 2.369 0,04% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 1.049.491.535 Landsbanki Íslands hf. 490.269.313 Kaldbakur hf. 341.859.485 Mesta hækkun Kaldbakur hf. 6,93 Tryggingamiðstöðin hf 6,67 Fjárfestingarfélagið Atorka hf 5,41 Mesta lækkun Fiskmarkaður Íslands hf - 4,82 AFL fjárfestingarfélag hf. - 2,94 Vinnslustöðin hf. -2,86 ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.601,2 -0,2% Nasdaq* 2.127,2 0,4% FTSE 4.460,8 -0,4% DAX 4.151,8 0,3% NK50 1.416,3 -0,1% S&P* 1.146,9 0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver hlaut íslensku bókmenntaverð-launin í flokki fagurbókmennta? 2Hvað heitir forstjóri SÍF sem nýlegasagði upp störfum? 3Hver urðu úrslitin í landsleik Íslend-inga og Slóvena á EM í Slóveníu? Svörin eru á bls. 42 Mjöl- og lýsisvinnsla hafin á Eskifirði: Víkingur fékk tvo hnúfubaka í nótina LOÐNA Víkingur AK fékk tvo hnúfubaka í nótina aðfaranótt fimmtudags þegar skipið var á loðnuveiðum austur af Langanesi. Sigurður Daníel Halldórsson, fyrsti stýrimaður, segir 200 tonn af loðnu hafa sloppið. „Þetta var bæði til ama og leiðinda. Það tók okkur sjö klukkutíma að koma nótinni í lag aftur.“ Eftir viðgerð hélt Víkingur áfram veiðum og fékk 500 tonn af loðnu í tveimur köstum. Samanlagt veiddu skip- verjar á Víkingi 1.200 tonn. Víkingur var á leiðinni í land þegar Fréttablaðið hafði samband og áætlaði Sigurður að skipið landaði á Akranesi klukkan sjö í kvöld. „Við erum bjartsýnir á veiðarnar og erum að sjá töluvert af loðnu.“ Mjöl og lýsisvinnsla er hafin á ný hjá Fiskvinnslufyrirtækinu Eskju á Eskifirði. Hólmaborg landaði loðnu í fyrrinótt og Jón Kjartansson kom með fullfermi í gærdag. Samtals komu skipin með 3.900 tonn til vinnslunnar. Loðnukvóti Eskju er 32.000 tonn og telja forsvarsmenn fyrir- tækisins að það taki ekki langan tíma að veiða upp í kvótann mið- að við þann gang sem er í veiðun- um. ■ Óttast að fá ekki vinnu eftir útskrift Niðurskurðurinn á Landspítalanum veldur lækna- og hjúkrunarfræði- nemum áhyggjum. Þeir hafa áhyggjur af því atvinnuumhverfi sem stjórnvöld eru að skapa heilbrigðisstéttum. HEILBRIGÐISMÁL Bæði læknanem- ar og hjúkrunarfræðinemar eru uggandi um hag sinn eftir stór- felldan niðurskurð á Landspítal- anum. „Það er alveg ljóst að lækna- nemar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem nú hefur skap- ast,“ segir Þórður Þórarinn Þórðarson, formaður Félags læknanema. „Það hafa verið miklar umræður um þetta mál á meðal læknanema og almennt höfum við áhyggjur af því at- vinnuumhverfi sem stjórnvöld eru að búa heilbrigðisstéttum í landinu. Við erum líka verulega uggandi um stöðu Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Það segir sig sjálft að þegar skera á niður í rannsóknum og kennslu hefur það áhrif á menntun lækna.“ Dagmar Heiða Reynisdóttir, stjórnarmaður í Félagi hjúkr- unarfræðinema, segir hjúkrun- arfræðinema hafa miklar áhyggjur af því óvissuástandi sem hafi skapast vegna niður- skurðarins. „Hjúkrunarfræðinemar hafa áhyggjur af að fá ekki vinnu eft- ir útskrift,“ segir Dagmar Heiða. „Hjúkrunarfræðinemar hafa treyst á að fá vinnu eftir að hafa klárað sitt nám en nú er staðan önnur. Fólk er þegar far- ið að gera ráðstafanir og ég veit að það eru margir búnir að ráða sig í vinnu úti á landi eftir að námi lýkur.“ Dagmar Heiða segir lokun bráðamóttökunnar um helgar dæmi um ranga forgangsröðun. Hætta sé á því að með lokuninni verði álag á öðrum deildum, eins og til dæmis slysadeildinni, allt of mikið. Þá telji hjúkrunar- fræðinemar að töluverð skamm- sýni endurspeglist í niðurskurð- inum. Til lengri tíma litið sé lík- legt að tímabundinn sparnaður nú eigi eftir að kosta heilbrigðis- kerfið meiri fjármuni seinna. Sjúklingar fái ekki nægilega þjónustu nú, sem verði til þess að þeir þurfi að leggjast aftur inn seinna og kannski oftar en einu sinni. trausti@frettabladid.is Skorað á Alþingi: Standi við yfirlýsingar FJÁRMÁLASTOFNANIR „Því er treyst að stjórnvöld standi við fyrri yfirlýsingu um mikilvægi starf- semi sparisjóða og að lög séu á hverjum tíma í samræmi við yfirlýstan vilja Alþingis,“ segir í ályktun frá 21 sparisjóði innan vébanda Sambands íslenskra sparisjóða. Fulltrúar SPRON og Sparisjóðs Kaupþings skrifuðu ekki undir ályktunina. Í ályktuninni segir ennfremur að rekstrarform sparisjóðanna hafi gengið vel. Sparisjóðirnir séu elstu starfandi fjármálastofnanir á Íslandi og þeir hafi mikilvægu hlutverki að gegna um land allt. ■ Fósturfaðir ákærður: Hvatti son til morðs PENNSYLVANÍA, AP Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa leikið segulbandsspólu fyrir tíu ára fósturson sinn á meðan hann svaf, í þeim tilgangi að telja hann á að drepa fjögurra ára hálfbróður sinn. Lögreglan neit- ar að upplýsa hvaða ástæða lá að baki gjörðum mannsins. Eiginkona Donalds Winni- ewicz, og móðir drengjanna, hafði samband við lögreglu þeg- ar hún fann spóluna ofan í skúffu á heimili fjölskyldunnar í Pennsylvaníu. Á spólunni mátti heyra Winniewicz fyrirskipa fóstursyninum að kyrkja yngri bróður sinn eða kæfa hann með kodda. Winniewicz var látinn laus gegn tryggingu eftir að gefin hafði verið út ákæra á hendur honum. ■ Rússinn Berezovsky: Heitir nú Platon BRETLAND David Blunkett, innan- ríkisráðherra Bretlands, stað- festi í gær að rússneski land- flótta milljóna- mæringurinn Boris Berezov- sky hefði feng- ið nýtt vega- bréf með nýju nafni. „Hann heitir nú Platon Elenin,“ sagði Blunkett. Blunkett gaf enga skýringu á nafnbreyting- unni en Platon er nafn á aðalpersónu í nýlegri kvikmynd sem byggð er á lífi Berezovskys. Berezovsky er eftirlýstur í Rússlandi, sakaður um fjársvik, en var veitt landvistarleyfi í Bretlandi í september. Í síðasta mánuði var honum leyft að ferðast til Georgíu með nýja vegabréfið og olli það deil- um milli stjórnvalda í Moskvu og Tíblisi, en rússneskir emb- ættismenn segja að lögreglan í Georgíu hefði átt að handtaka hann. ■ JÓN KJARTANSSON MEÐ FULLFERMI Jón Kjartansson kom til Eskifjarðar í gær með fullfermi af loðnu. DAGMAR HEIÐA REYNISDÓTTIR Stjórnarmaður í Félagi hjúkrunarfræði- nema segir marga hjúkrunarfræðinema búna að ráða sig út á land. Þeir hafi mikl- ar áhyggjur af því óvissuástandi sem skap- ast hafi vegna niðurskurðar á Landspítal- anum. Bandaríkin gagnrýnd: Unglingar líflátnir LUNDÚNIR, AP Bandaríkjamenn eru ein fárra þjóða í heiminum sem dæma menn til dauða fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir náðu átján ára aldri. Í skýrslu mannréttindasam- takanna Amnesty International kemur fram að síðan árið 1990 hafi 34 barnungir glæpamenn verið teknir af lífi í heiminum. Meira en helmingur þeirra, nítján talsins, var tekinn af lífi í Bandaríkjunum. Hin fimmtán tilfellin voru í Kína, Kongó, Íran, Nígeríu, Pakistan, Sádi-Arabíu og Jemen. Fimm þessara landa hafa annað hvort þegar lagt bann við því að afbrotamenn undir átján ára aldri séu dæmd- ir til dauða eða undirbúa lög- gjöf þar að lútandi. ■ Tannlæknar: Fæstir með gjaldskrá KÖNNUN Aðeins 19 af rúmlega 200 tannlæknum sem Sam- keppnisstofnun fékk upplýsing- ar hjá kváðust vera með gjald- skrár sem lægi frammi á bið- stofu. Fjórtán tannlæknanna starfa á landsbyggðinni en fimm á höfuðborgarsvæðinu. Nánari athugun hjá tannlæknunum á höfuðborgarsvæðinu leiddi í ljós að aðeins einn tannlæknir þar væri með gjaldskrá á bið- stofu sinni. Samkvæmt samkeppnislög- um ber tannlæknum að hafa uppi gjaldskrá, bæði inni á tann- læknastofu sem og úrdrátt á bið- stofu þar sem greint er frá verði á helstu gjaldliðum. Þetta er sagt algjört skilyrði fyrir því að verðlagning geti verið frjáls. ■ GERÐ MÚLAVEGAR Fyrirtækið Ýting ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboðið í gerð Múlavegar um Langhús, en tilboð voru opn- uð á þriðjudaginn. Tilboðið hljóð- ar upp á 15,9 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Landsvirkjunar var 27,1 milljón. Hæsta tilboðið kom frá Afreki ehf. og E.T. ehf. í Reykjavík. Það hljóðar upp á 54 milljónir króna. ■ Vegaframkvæmdir DAVID BLUNKETT Blunkett staðfesti að Berezovsky héti nú Platon Elenin. ÞÓRÐUR ÞÓRARINN ÞÓRÐARSON Formaður Félags læknanema segist veru- lega uggandi um stöðu Landspítalans sem háskólasjúkrahúss. Það segi sig sjálft að þegar skera eigi niður í rannsóknum og kennslu hafi það áhrif á menntun lækna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.