Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 46
24. janúar 2004 LAUGARDAGUR Dröfn Þórisdóttir hefur verið for-stöðumaður íslensku bóka- klúbbanna hjá Eddu um árabil en hefur nú söðlað um og tekið við af Pétri Má Ólafssyni sem útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Hún er fyrsta kon- an hérlendis sem stýrir forlagi af þessari stærðagráðu en Vaka- Helgafell gaf út um 100 titla á ári þegar mest lét. „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Dröfn. „Þetta er mikil áskorun og gaman að takast á við þetta. Vaka-Helgafell hefur alltaf verið með lifandi bókaútgáfu og hefur hingað til staðið sig vel gagn- vart lesendum. Við munum halda áfram að vera með bækur fyrir fólkið.“ Hún segir það bæði og hvort nýja starfið hafi komið henni á óvart. „Ég hef staðið mig vel í því sem ég hef verið að gera fyrir bóka- klúbbana en ég hafði ekkert leitt hugann að þessu og sóttist ekkert eftir því. Í bókaklúbbunum hef ég staðið í útgáfu og hef því reynslu á þessu sviði. Það sem fer í klúbbana fer í útgáfu líka.“ Fyrsta verk nýs útgáfustjóra verður að móta útgáfuáætlun ársins og fylgja úr hlaði þeim útgáfum sem eru í undirbúningi. „Ég hef mikinn áhuga á bókum og geri mér far um að lesa flestar þær bækur sem Edda gefur út. Það er ekki leiðinlegt að geta lesið bæk- ur í vinnunni.“ ■ Bókaútgáfa DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR ■ Nýr útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Rocky Mikil áskorun í nýju starfi DAGBLAÐIÐ VÍSIR 20. TBL. – 94. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2004 ] VERÐ KR. 250 Tinna Gunnlaugs:Líklega næstiþjóðleikhússtjóri Bls. 24-25 Geir Sveinsson:Aldrei afturhandbolti Bls. 14–15 Mamma hrekur kjaftasögurnar Hann hefur játað á sigspilafíkn í breskumfjölmiðlum, sagður verafaðir barns sem hannhefur ekki gengist viðog sagður hafa fagnaðárásunum 11. septem-ber í drykkjutúr ásamtfélögum úr Chelsea. En móðir hans, ÓlöfEinarsdóttir, segir leik-menn á borð við Eiðeiga litla möguleika áað hrekja hina hörðu ogósanngjörnu bresku pressu. Spilafíkn, framhjáhald ogdrykkjuskapur BRESKU BLÖÐINUM EIÐ SMÁRA: Barist við vonda kafarann Dáðadrengir unnu Músíktil-raunir örugglega í fyrra og slógu eftirminnilega í gegn á Airwaves-tónlistarhátíðinni. Nú vinnur hópurinn að sinni fyrstu plötu og stefnt er á útgáfu í ár. Ólíkt rokksveitinni Mínus er ekki unnið hörðum höndum að því að viðhalda rokkímyndinni. „Vanalega eyðum við laugar- dagskvöldum í að gera eitthvað ógeðslega nördalegt, okkur finnst það geðveikt skemmtilegt. Þá spilum við Risk eða Catan langt fram á nóttu,“ segir Kalli, höfuð- paur Dáðadrengja. „Þá höfum við oft gert grín að því hvað við erum miklar rokkstjörnur. Við vitum kannski á sama tíma af einhverj- um rokkstjörnum á fylleríi eða í dóppartíum.“ Kalli tekur það reyndar fram að hið týpíska laugardagskvöld sé ekki til í lífi Dáðadrengja. „Það er alltaf eftirvænting eftir þessum kvöldum. Það sem við vonumst helst að gerist er að við lendum í ævintýrum. Við reynum þó ekki að búa þau til sjálfir því ef maður gerir það þá eru þau ekki jafn skemmtileg. Við lendum líka oft í því að enda niðri í bæ einhvers staðar í tómu rugli. Hauslausir, gubbandi á einhverjar stelpur. Það er mjög skemmtilegt líka. Ef þær svo eru á eftir þessu rokk- stjörnulíferni, þá fíla þær það bara líka.“ Eftir Risk-spilamennskuna eða gubbið verða hlutir svo ögn súrari. Kvöldið í kvöld gæti þannig orðið mjög eftirminnilegt. „Við getum tekið inn alls konar eiturlyf og hitt skrýtið fólk?“ veltir Kalli fyrir sér, hugsar sig stuttlega um og sér svo fljótlega að það gengur ekki upp. „Við tökum engin eiturlyf í al- vörunni. Ætlum við verðum ekki að reyna að berjast við vonda kaf- arann? Hann er alltaf í höfninni, sundlaugum eða hvar sem vatn er að finna. Hann getur ekki farið upp á land. Ef hann er að plotta með vondu gaurunum þá þurfa þeir að hitta hann í höfninni. Við förum niður á höfn, stökkvum á hann eða reynum að kyrkja hann.“ Já, það verður fjör á Kleppi í kvöld. ■ Laugardagskvöld KALLI DÁÐADRENGUR ■ Það eru ekki allar poppstjörnur í rugl- inu. Kalli úr Dáðadrengjum á það jafnvel til að spila Risk eða Catan langt fram eft- ir nóttu á laugardagskvöldum. KALLI DÁÐADRENGUR Vonast eftir því að lenda í ævintýrum í kvöld. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 pyttir, 6 málm, 7 tónn, 8 tveir eins, 9 umboðsstjórnarsvæði, 10 gerast, 12 útlim, 14 hrós, 15 stafur, 16 tímabil, 17 ganghljóð, 18 rétt. Lóðrétt: 1 kari, 2 ásynja, 3 félag, 4 spor, 5 bók, 9 keyra, 11 úa og grúa, 13 fugla, 14 læsing, 17 tveir eins. Lausn: Lárétt: 1keldur, 6eir, 7mi,8rr, 9amt, 10ske,12arm,14lof, 13ká,16ár, 17tif, 18satt. Lóðrétt: 1keri,2eir, 3lr, 4ummerki,5 rit,9aka,11mora,13máfa,14lás,17tt. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ólafur Gunnarsson. Gunnar Örn Kristjánsson. 28-34. „Ég þekki fullt af hárgreiðslumeisturum! Ég ætla að vera DJ á einhverjum ógeðslega kúl skemmtistað! Ég er svo æði! Ég er með símann hjá Dorrit!“ LÚÐAR! DRÖFN ÞÓRISDÓTTIR Hefur tekið við sem útgáfustjóri Vöku- Helgafells. Pældu í hvað það er niðurdrepandi að það er nóg til að komast fram fyrir í röðinni á kjötmarkaðinn að hafa ein- hvern tíma verið í einhverju steingeldu og ömurlegu raunveruleikasjói í sjónvarpinu! Ætti ekki að senda þetta lið aftur í heimaþorpin þegar maður er kominn með ógeð á því og það hefur fengið að kíkja í bæinn? Einmitt! Ef það eina sem maður er þekktur fyrir er að hafa fengið niðurgang á besta útsendingartíma ætti að vera lögbundin skylda að sækja um varanlegt dvalar- leyfi ef maður ætlar eitthvað að stoppa hérna! Yo! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.