Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 30
Hin gríðarlega aðsókn semverið hefur á leiksýn- ingu sem byggir á þríleik Philips Pullman, His Dark Materials, í The National Theatre í London hefur orðið til þess að sýningin hefur verið framlengd um viku til að gefa æstum aðdáendum tækifæri til að ná í miða en fyrir löngu var orðið uppselt á allar sýningar. Miðar á sýn- inguna hafa reyndar verið til sölu á Ebay uppboðsvefnum fyrir allt að 200 pund, um 26.000 íslenskar krónur, sem er nú ekki beint alþýðuverð. Sýningin hefur fengið góða dóma gagnrýnenda og þykir sérlega mikið tæknilegt af- rek. ■ 26 24. janúar 2004 LAUGARDAGUR IL GIGANTE Michelangelo, Florence and the David eftir Anton Hill Ríkissjónvarpið sýnir um þess- ar mundir fádæma góða þætti um ítölsku Medici-ættina. Hún gerði ýmislegt fleira en að græða pen- inga og studdi meðal annars listamenn til dáða. Listamaður- inn Michelangelo var afsprengi þessa tíma og hann lifði fyrir list sína á þann hátt sem fáir hafa gert. Þetta er athyglisverð bók um minnisverða tíma og merki- lega menn. Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Almanak Háskóla Íslands. Háskóli Íslands 2. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 3. Á villigötum. Henning Mankell 4. Þú getur hætt að reykja. Guðjón Berg- mann 5. Heilsudagbókin. Ritstjóri Ingvar Jóns- son 6. Mýrin. Arnaldur Indriðason 7. Einhvers konar ég. Þráinn Bertelsson 8. Meistarinn og Margaríta. Mikhaíl Búlgakov 9. Almanak Þjóðvinafélagsins. Sögu- félagið 10. Listin að lifa, listin að deyja. Óttar Sveinsson SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Plateró og ég - útsölubók. Juan Ramón Jiménez 2. Heimsins heimskasti pabbi - útsölu- bók. Mikael Torfason 3. Hvíti skugginn - útsölubók. Þórunn Valdimarsdóttir 4. Da Vinci lykillinn. Dan Brown 5. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien 6. Í allri sinni nekt - útsölubók. Rúnar Helgi Vignisson 7. Lygasaga. Linda Vil- hjálmsdóttir 8. Vetrarferðin - út- sölubók. Ólafur Gunn- arsson 9. Lokavitni - útsölubók. Patricia Cornwell 10. Samúel - útsölubók. Mikael Torfa- son SKÁLDVERK - KILJUR 1. Kaldaljós. Vigdís Grímsdóttir 2. Á villigötum. Henning Mankell 3. Mýrin. Arnaldur Indriðason 4. Meistarinn og Margaríta. Mikhail Búlgakov 5. Dóttir gæfunnar. Isabel Allende 6. Grafarþögn. Arn- aldur Indriðason 7. Dauðarósir. Arn- aldur Indriðason 8. Úrvalssögur. Ólafur Jóhann Sig- urðsson 9. Hringadrottinssaga I-III. J.R.R. Tolkien 10. Sjálfstætt fólk. Halldór Laxness LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 14.01.-20.01. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDS- SON OG PENNANUM. ■ Bækur Allt frá því skáldkonan Iris Mur-doch lést hafa samferðamenn hennar risið upp hver á fætur öðr- um og flett ofan af einkalífi hennar, sem var satt að segja ekki tíðinda- laust. Nú hefur látinn ástmaður op- inberað samband sitt við skáldkon- una. Í Þýskalandi kom nýlega út bók sem geymir endurminningar Nóbelsverðlaunahafans Elias Canetti. Canetti fæddist í Búlgaríu, fékk Nóbelsverðlaunin árið 1981 og lést árið 1994. Canetti og Murdoch áttu í ástarsambandi sem var ekki mikil sæla fyrir skáldkonuna og Canetti varð fyrirmynd að mörgum illmennum sem koma fyrir í verk- um hennar. Í þessum nýútkomnu endurminningum Canettis hæðist hann að skáldverkum og heimspeki Murdoch, talar niðrandi um útlit hennar og skýrir í smáatriðum frá ástarlífi þeirra. ■ Viðar Hreinsson bókmennta-fræðingur fékk á dögunum viðurkenningu Hagþenkis fyrir vandaða tveggja binda ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Verðlaunaupphæðin er 750.000 krónur. „Hagþenkir er vaxandi félag sem er að vinna gott starf og viðurkenning þess hefur fengið æ meira vægi, enda gott fólk sem situr í viðurkenningar- nefnd. Heiðurinn er því mikill og góður,“ segir Viðar. Viðar lagðist í miklar rann- sóknir fyrir ritun ævisögunnar. „Ég þekkti fyrir kveðskap Stephans en ég þurfi að ná utan um þann heim sem hann lifði og hrærðist í; gamla íslenska bændasamfélagið, handrita- menninguna í Skagafirði og endurreisnarhreyfinguna með- al bænda sem grasseraði í Þing- eyjarsýslu meðan hann var þar. Einnig skoðaði ég landnáms- sögu Vesturheims og ekki síður andlegt líf fyrir vestan. Ég las mikið í heimspekingum og skáldum eins og Emerson, Thoreau og Whitman til að átta mig á því andlega lífi sem Stephan gleypti í sig þegar hann kom vestur. Mér fannst líka mikilvægt að ná að fanga dag- legt líf hans. Stephan var strit- andi bóndi og það varð að kom- ast til skila. Svo vann ég auðvit- að mikið í frásagnaraðferðinni. Ég var endalaust að skera niður, stytta og skerpa frásögnina.“ Vildi gefa heimildunum mál Það eru margar aðferðir við að skrifa ævisögu, er einhver ein rétt- ari en önnur að þínu mati? „Nei, aðalatriðið er hin fag- legu vinnubrögð. Menn verða að vinna heimildarvinnuna vel, vanda alla framsetningu og setja gæsalappir og tilvísanir á sinn stað. Að öðru leyti verður hver að finna sína aðferð. Mín hugmynd var að hafa bókina eins breiða og djúpa og hægt væri án þess að tapa söguþræð- inum. Það hefði verið mjög auð- velt að týna sér í endalausum útúrdúrum og hlaupa út og suð- ur og segja sögu hvers furðu- fugls sem varð á vegi Stephans. Ég vildi frekar vekja grun um að slíkar sögur væru til. Svo ganga menn mislangt í því hvað þeir vilja skálda í eyðurnar. Það hentaði mér ekki að ganga langt í þeim efnum. Ég vildi gefa heimildunum mál þannig að les- endur sæju hvað væri að gerast án þess að ég þyrfti að spinna það upp sjálfur.“ Þörf umræða um vinnubrögð Mikið fár hefur ver- ið í kringum ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Við- ar er spurður álits um þær hörðu deilur. „Ég hef ekki lesið bókina og skammast mín ekk- ert fyrir það. Ég mun lesa hana fljótlega,“ segir hann. „En eins og þessu er lýst, og það er búið að tína til mörg dæmi um með- ferð á heimildum, þá sýnast mér vinnu- brögðin á því sviði for- kastanleg. Umræða um vinnubrögðin er þó þörf og enginn skaði að henni. Þetta er mik- ið alvörumál fyrir fræðiheiminn og hags- munamál fyrir fræði- menn. Ef menn kom- ast upp með slæleg vinnubrögð hlýtur fræðin að setja niður fyrir vikið. Það sýnir líka mikla lítilsvirð- ingu fyrir störfum okkar fræðimanna þegar þekktur lög- fræðingur heldur því fram í blaðagrein að það sé nóg að setja eitthvað sem hann kallar „stóra allsherj- artilvísun“ í eftirmála. Ég efast um að honum líkaði það vel ef þannig væri farið með hans eigin verk. Núna er þessi umræða kom- in út í þvílíka vitleysu í sleggjudómum og jafnvel ótrúlegum sví- virðingum í garð þeirra sem gagnrýnt hafa bókina að það dettur engum lengur í hug að leggja orð í belg. Nú vonast maður bara til að skítkastinu í blöðum fari að linna og að með einhverjum hætti verði komist að formlegri niðurstöðu í málinu.“ Ný ævisaga í smíðum Viðar segist aldrei hafa ver- ið neitt sérlega gefinn fyrir ævisögur og les þær ekki mikið. „Ég leit á þessa ævisögu Steph- ans sem köllun eða skylduverk. Mér fannst að það yrði að koma Stephan á framfæri og að hann þyrfti að fá verðskuldaða at- hygli,“ segir hann. Hann vinnur nú að nýrri ævisögu og segist hafa mjög gaman af því. „Það er ævisaga Þorsteins M. Jónsson- ar. Hann var alþingismaður um hríð og þekktastur fyrir að hafa verið í sambandslaganefndinni 1918. Hann var einnig kennari, skólastjóri, sáttasemjari og bókaútgefandi. Bókasafn hans var eitt það stærsta og besta í einkaeigu á Íslandi. Þorsteinn var rismikill og sterkur karakt- er en þar fyrir utan er skemmti- legur menningarsögulegur þráður í ævi hans. Hann var al- inn upp í sveit fyrir austan og skrifaði upp handrit sem ungur maður og varð síðan á 20. öld stórtækur bókaútgefandi. Ævi hans rúmar því tvo menningar- heima. Þetta er skemmtilegt og spennandi verkefni og ég geri ráð fyrir að bókin komi út fyrir jólin 2005.“ kolla@frettabladid.is VIÐAR HREINSSON „Hagþenkir er vaxandi félag sem er að vinna gott starf og viðurkenning þess hefur fengið æ meira vægi, enda gott fólk sem situr í viðurkenningarnefnd. Heiðurinn er því mikill og góður.“ Viðar Hreinsson fékk viðurkenningu Hagþenkis fyrir vandaða tveggja binda ævisögu Stephans G. Stephanssonar: Köllun eða skylduverk IRIS MURDOCH Ástmaður hennar Elias Canetti segir frá sambandi þeirra í endurminningum sínum. Canetti hæðist að Murdoch Slegist um miða á Pullman

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.