Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.01.2004, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. janúar 2004 19 Þorrinn er runninn upp enn einaferðina. Og enn eina ferðina eru súrmetisætur spurðar hvern- ig í ósköpunum þær geti nú borð- að þetta og alltaf eru svörin á sömu lund, þetta er gott. Og veit- inga- og kaupmenn eru spurðir hvort unga fólkið borði þetta, og eins og í fyrra og árið þar á undan segja þeir jájá, unga fólkið hefur gaman af svona hefðum. En hvað er að finna á góðum þorrabakka? Jú við þekkjum nöfnin; sviðasulta, lundabaggar, lifrarpylsa, hákarl, blóðmör, harðfiskur, hvalrengi, hangikjöt, bringukollar, hrúts- pungar og jafnvel magáll. Blóð, ristill, eistu, andlit En hvað er þetta? Hvaðan kemur þetta? Þorrinn er runninn undan rifjum blessaðrar sauð- kindarinnar sem er sögð hafa haldið lífi í gjörvallri þjóðinni öldum saman. Þá var það sem við köllum þorramat í dag í flest mál en nú er hann snæddur í nokkrar vikur á ári. Lifrarpylsa og blóð- mör eru reyndar á sumum borð- um allan ársins hring enda víða til í frystikistum frá sláturtíð haustsins. Í lifrarpylsu er hökk- uð lifur, rúgmjöl og mör og stundum er nýrum blandað sam- an við. Blóðmör samanstendur hinsvegar af mör, rúgmjöli og blóði. Allt auðvitað fyrirtakshrá- efni. Og sama má segja um það sem notað er í lundabagga, þeir eru pylsa úr ristli sem í er troðið lundum og/eða hjörtum kindar- innar. Lundabaggarnir eru súrir eftir legu í mysu líkt og blóðmör- inn og lifrarpylsan. Sama má segja um bringukollana, þeir eru súrir, en sá ágæti réttur er ein- faldlega bringustykki af kind- inni. Um hrútspunga þarf varla að fara mörgum orðum og sviða- sulta er kjötið af andlitsbeinum dýrsins. Magáll er svo reykt stykki sem unnið er úr kviðvöðv- um kinda. Flestir eiga nú ísskápa Meðlæti af ýmsu tagi er borið fram með þorramat, flatbrauð, rúgbrauð og soðið brauð, síld, rófustappa og ítalskt salat. Þessu er svo skolað niður með bjór eða pilsner og brennvínssnafs þykir ómissandi með. Til eru þeir sem verða eins og folar í látum þegar þorrinn rennur upp og standa í biðröðum á helstu útsölustöðum til að ná sér í góðgætið. Þeir allra hörðustu súrsa reyndar sjálfir og líta ekki við því sem boðið er upp á í verslunum og á veitingastöð- um. Að sama skapi er fjöldi fólks sem lítur ekki við kræsingunum og segir að mat skuli borða nýjan enda ísskápar til á hverju heimili sem ekki var í den. Og þeim sem ekki líst á herlegheitin má benda á að allt má borða með góðri tómatsósu. Ekki er almennilegt þorrablót nema sungið sé og er þá sjálfur Þorraþræll Kristjáns Jónssonar fjallaskálds jafnan efstur á blaði. Fyrsta erindið geta flestir sungið blaðlaust en tvö hin síðari kunna aðeins hörð- ustu söngmenn utan bókar og birtist bálkurinn því hér. bjorn@frettabladid.is pnar upp verða 80 bílar á sérstöku tilboðsverði. Einnig mikið úrval af notuðum vélsleðum. Sölumenn okkar eru í hátíðarskapi, nýttu þér það. Komdu í fjörið, njóttu gæðanna og skoðaðu nýjungarnar. Komdu á Nýbýlaveginn um helgina, - það verður bara skemmtilegt. Boðið er upp á glæsilegar veitingar alla helgina. Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16. www.toyota.is Á Þorranum svigna veisluborðin undan súrum innmat og viðeigandi meðlæti. Réttirnir heita skrítnum nöfnum og ekki er öllum ljóst hvaðan kræsingarnar koma. Aðeins meiri lundabagga, takk ÞORRAMATUR Óneitanlega girnilegt, ekki satt? Sumir borða sig sadda af súrmeti á meðan öðrum nægir að smakka. * RX 300 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S T O Y 23 39 4 0 1/ 20 04 Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil, hlær við hríðarbil hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: „Minnkar stabbinn minn magnast harðindin Nú er hann enn á norðan næðir kuldaél yfir móa og mel myrkt sem hel.“ Bóndans býli á björtum þeytir snjá hjúin döpur hjá honum sitja þá. Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt brátt er búrið autt búið snautt. Þögulll Þorri heyrir þetta harmakvein en gefur grið ein nein glíkur hörðum stein. Engri skepnu eirir alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær: „Bóndi minn þitt bú betur stunda þú hugarhrelling sú er hart þér þjakar nú þá mun hverfa en fleir höpp þér falla í skaut Senn er sigruð þraut ég svíf á braut.“ ÞORRAÞRÆLL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.