Fréttablaðið - 03.02.2004, Page 4

Fréttablaðið - 03.02.2004, Page 4
4 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Hefurðu áhyggjur af fákeppni á fjölmiðlamarkaði? Spurning dagsins í dag: Á að stöðva söluna á SPRON til KB banka? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 47% 53% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Bandaríkin ALÞINGI „Ég er afar undrandi, þetta kemur algjörlega flatt upp á okkur. Við höfum ekki séð þetta frumvarp og því ekki getað tekið afstöðu til þess,“ sagði Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins í gærkvöld. Greinilegt var að honum var ekki skemmt yfir þeim fréttum að frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki, sem meðal annars felur í sér að salan á SPRON til KB banka verði stöðv- uð, hafði verið lagt fram í þing- flokkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í gær. „Það kom mér á óvart að heyra þetta. Ég heyrði raunar fyrst af málinu eftir þingflokksfundi,“ sagði Hjálmar í gærkvöld. „Nú veit ég að það hafa verið viðræður milli nefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd um þessi mál og ég vissi ekki betur en að það væri í ákveðnum farvegi. Ég hélt að þar væri allt í lukkunn- ar velstandi, þar væru menn að ræða frumvarp sín í milli, þannig að þetta kom nokkuð flatt upp á okkur,“ sagði Hjálmar Árnason. Aðspurður um hvort hann líti á meðferð málsins sem trúnaðar- brest í stjórnarsamstarfinu svar- aði Hjálmar: „Ég tel að einhver hafi hlaupið fram úr sjálfum sér í þessu máli.“ ■ Salan á Brimi var rán Breytingar á eignarhaldi í sjávarútvegi voru ræddar utandagskrár á Alþingi í gær. Jón Bjarna- son, Vinstri grænum, sagði söluna á Brimi sýna gallana í sjávarútvegskerfinu. Sjávarútvegsráð- herra sagðist hafa áhyggjur af brotthvarfi sjávarútvegsfyrirtækja úr Kauphöllinni. ALÞINGI Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, var málshefjandi í utandagskrárumræðu um breyt- ingar á eignarhaldi í sjávarútvegi á Alþingi í gær og var Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra til andsvara. Jón benti á að salan á Brimi snerti 12% af heildarkvóta- eigninni og því væri um stórmál þjóðarinnar að ræða. Hann sagði að salan hefði vakið gríðarlegt óöryggi úti á landsbyggðinni. „Landsbankinn keypti Eimskip á einni nóttu og hinir nýju eigend- ur vissu hvar fjármagn væri að finna í sjávarútvegsfyrirtækjum Eimskips. Með sölunni á Skag- strendingi, Útgerðarfélagi Akur- eyringa og Haraldi Böðvarssyni fengu eigendur Landsbankans um 3 milljarða króna í hreinan gróða. Þetta er ekki eðlilegur arður á eignunum, þetta er rán í skjóli ranglátra laga. Í stað þess að eig- endur Landsbankans kæmu með nýtt fjármagn inn í sjávarútveg- inn þá er hann blóðmjólkaður á ör- fáum dögum. Peningarnir voru síðan sendir úr landi og dúkka upp í kaupum á búlgarska símanum,“ sagði Jón Bjarnason. Hann spurði meðal annars um það hvort sjáv- arútvegsráðuneytið hefði lagt mat á það hvaða áhrif salan á Brimi hefði haft á atvinnuöryggi fólks í sjávarútvegi og framtíð minni út- gerðarfyrirtækja. Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra sagði að miklar breytingar hefðu orðið í íslensku atvinnulífi að undanförnu og að angi þeirra breytinga væri salan á sjávarútvegsfyrirtækjum Brims. Hann sagði að rétt væri að menn hefðu haft áhyggjur af atvinnu- öryggi og rekstri fyrirtækjanna meðan á ferlinu stóð. „Niðurstaðan er hins vegar sú að það var miklu minni ástæða til þess að hafa áhyggjur af því sem í kjölfar söluferlisins kom. Staðan er reyndar sú að atvinnuöryggi þeirra sem starfa í fyrirtækjun- um hefur ekki raskast. Þeir sem þarna hafa fjárfest virðast hafa fjárfest með langtímasjónarmið í huga og ætla að standa að rekstri þessara fyrirtækja,“ sagði Árni og bætti því við að það yrði skylda stjórnvalda að ganga þannig frá málum að það yrði hagstætt að fjárfesta í sjávarútvegi í framtíð- inni. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því sem óbeint tengist þessu, að sjávarútvegsfyrirtæki hverfi úr Kauphöllinni. Hverfi þannig frá fjármögnun í gegnum hlutafé- lagamarkaðinn í fjármögnun í gegnum einkafyrirtæki sem eru mjög skuldsett með lánum í bönk- um. Þetta getur haft áhrif á þá hugsun sem ríkir í rekstrinum,“ sagði sjávarútvegsráðherra. bryndis@frettabladid.is STRANGT EFTIRLIT Fuglaflensa heldur áfram að breiðast út í Asíu og hefur nú greinst í alifuglum á fimm nýjum svæðum í Kína. Fuglaflensan: Tvö dauðs- föll staðfest ASÍA, AP Tvö ný dauðsföll af völd- um fuglaflensu voru staðfest í Asíu í gær en þau látnu eru 18 ára piltur frá Víetnam og 58 ára göm- ul kona frá Taílandi. Þar með eru staðfest dauðsföll orðin tólf, níu í Víetnam og þrjú í Taílandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að ekki væri hægt að útiloka að tvær systur sem lét- ust í Víetnam hafi smitast af bróð- ur sínum, sem einnig lést úr flens- unni. Ef rétt reynist eru það fyrstu tilfellin sem vitað er um þar sem flensan hefur smitast milli manna. Áður höfðu kínversk yfirvöld tilkynnt að fuglaflensa hefði greinst í alifuglum á fimm nýjum svæðum í landinu og í Þýskalandi er verið að rannsaka flensusýni úr tveimur konum sem nýkomnar eru frá Taílandi. ■ UNDRANDI Á VINNUBRÖGÐUNUM Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, segir það hafa komið flatt upp á framsóknarmenn að frumvarp um sparisjóðasölu hafi verið kynnt þing- flokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þingflokksformaður Framsóknarflokks: Undrandi á vinnubrögðunum Iceland Express: Magnús kaupir ekki VIÐSKIPTI Magnús Þorsteinsson, að- aleigandi Atlanta og einn kjöl- festufjárfesta Landsbankans, mun ekki ætla að kaupa hlut í Iceland Express. Samkvæmt heimildum átti Magnús fund með forráðamönn- um Iceland Express og var honum boðið að koma að félaginu. Magn- ús er mikill flugáhugamaður og á auk Atlanta stóran hlut í Íslands- flugi. Áhugi Magnúsar beinist fyrst og fremst að flugvéla- rekstri, en ekki ferðaþjónustu eða farþegaflugi sem rekstur Iceland Express snýst um. ■ ÁRNI M. MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra segist hafa áhyggjur af því að sjávarútvegsfyrirtæki hverfi úr Kauphöllinni og hverfi þannig frá fjármögnun í gegnum hlutafélagamarkaðinn. JÓN BJARNASON Þingmaður Vinstri grænna segir að salan á sjávarútvegsfyrirtækjum Brims sýni að það séu gallar í íslenska sjávarútvegskerfinu. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um breytingnar á eignarhaldi í sjávarútvegi á Alþingi í gær. STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, stjórnarmaður í SPRON og for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, telur að ekki sé hægt að samþykkja lög sem ógildi áform KB banka um kaup á SPRON. Hann segir að búið sé að und- irrita kaupsamning þótt fyrirvar- ar séu um samþykki stofnfjáreig- enda og Fjármálaeftirlitsins. „Það segir sig sjálft að Alþingi getur ekki sett lög til að hindra ákveðna gjörninga sem gerðir eru í samræmi við gildandi lög,“ segir Pétur. Hann segir að jafnvel þótt meirihluti þings vilji koma í veg fyrir söluna á SPRON sé það ekki nægjanlegt. „Það getur verið að menn langi til að gera eitt og ann- að en réttarríkið bannar ýmsa hluti,“ segir Pétur. Pétur Blöndal segir að þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi heimilað Einari Oddi Krist- jánssyni að leggja málið fram feli það ekki í sér að þingflokkurinn styðji efnisatriði málsins. Í því sambandi nefnir hann að hann sjálfur hafi oft fengið leyfi þing- flokksins til þess að leggja fram mál sem síðan hafi ekki notið stuðnings; til dæmis hafi hann fengið heimild til að leggja fram frumvarp um að fiskveiðikvóta þjóðarinnar yrði dreift jafnt á alla landsmenn. ■ Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins: Ekki hægt að stöðva söluna PÉTUR BLÖNDAL Pétur segir að þótt þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins hafi heimilað Einari Oddi Krist- jánssyni að leggja málið fram feli það ekki í sér að þingflokkurinn styðji efnisatriði málsins. MEÐ FORSKOT Á BUSH Nýjar skoðanakannanir sýna að John Kerry, sem berst um útnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkj- unum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur náð töluverðu for- skoti á George Bush Bandaríkja- forseta. Í könnun á vegum sjón- varpsstöðvarinnar CNN nýtur Kerry 53% stuðnings en Bush 46%. Aðrir frambjóðenda demókrata standa Bush að baki í könnuninni. Önnur skoðanakönn- um, sem framkvæmd var af Quinnipiac-háskólanum, sýnir að forysta Kerry sé meiri; hann fengi 51% gegn 42% forsetans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.