Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 10

Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 10
10 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR HÚSALEIGUBÆTUR „Sveitarfélögin virðast alltaf bera skarðan hlut frá borði þegar samið er við ríkið,“ seg- ir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Bæjarstjórnin hefur farið fram á það við Samband sveit- arfélaga að greiðsluskipting húsa- leigubóta verði endurskoðuð. „Þegar sveitarfélögin sömdu við ríkið um greiðsluskiptingu greiddi ríkið 57% af húsaleigubótum og sveitarfélögin 43%. Svo var samið um að sveitarfélögin tækju þetta al- farið yfir og að við fengjum ákveðna upphæð í gegnum jöfnun- arsjóð sveitarfélaga. Framlag ríkis- ins dugar nú ekki nema fyrir 40% af húsaleigubótum. Þetta erum við mjög ósátt við og sjálfur er ég þeirrar skoðunar að sveitarfélögin eigi ekki að sjá um húsaleigubæt- urnar.“ Kristinn segir að viðmiðunar- tímabilið sem notað var við samn- ingana hafi ekki reynst réttur grunnur því ríkið hafi síðar breytt reglunum. Nú geta nemendur á heimavistum og stúdentagörðum fengið húsaleigubætur og einnig fatlaðir á sambýlum. Þetta hafi ekki verið inni í viðmiðunartölum og menn ekki gert sér grein fyrir þeirri aukningu sem yrði. ■ SVEITARSTJÓRNAMÁL Félagsmálaráð- herra og Samband íslenskra sveit- arfélaga skipuðu nefnd til að kanna með hvaða hætti væri hægt að efla sveitarstjórnarstigið hér á landi. Sérstöku átaksverkefni var hrint af stað, en í verkefnastjórn sitja þingmennirnir Hjálmar Árnason og Arnbjörg Sveinsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Opinber stjórnsýsla á Íslandi skiptist þannig að ríkið hefur um 70% verkefna með höndum og sveitarfélögin um 30%. Þessu er nákvæmlega öfugt farið á hinum Norðurlöndunum og þýðir það að hér er meiri miðstýring en hjá ná- grannalöndunum og sveitar- stjórnarstigið er mun veikara. Ýmis þjónusta er hér enn fremur minni fyrir vikið. Stefnt er að því að tillögur liggi fyrir um það á næstu vikum hvaða verkefni eigi að fara frá ríki til sveitarfélaga. „Markmið verkefnisins er að fara yfir það með hvaða hætti megi efla sveitarstjórnarstigið og færa þjónustuna nær fólkinu. Nefndin hefur verið að kynna þetta fyrir forsvarsmönnum sveitarfélaganna og kallað eftir hugmyndum. Það fer ekki á milli mála að sveitarstjórnarmenn horfa mjög mikið til þessa verk- efnis, en það hafa engar ákvarð- anir verið teknar enn. Endanlegar tillögur eiga svo að liggja fyrir vorið 2005, einu ári fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar,“ segir Hjálmar. Ljóst er að ef aukin verkefni og völd færast yfir á sveitarfélögin mun þjónustustigið í einstökum sveitarfélögum hækka, en til þess að taka við fleiri verkefnum þyrftu sveitarfélögin hugsanlega að stækka, sem þýðir að þau þyrftu að sameinast. Undir verk- efnastjórninni eru tvær nefndir sem skoða hugsanlega samein- ingu sveitarfélaga og tekjuskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þær hugmyndir sem þegar hafa komið fram snerta til dæmis málefni fatlaðra, framhaldsskóla, félagslega þjónustu og heilbrigð- ismál. Þetta vill oft skarast mikið, sumt tilheyrir ríkinu og sumt sveitarfélögunum, og þarna myndast mörg grá svæði. Það má segja að með þessu verkefni sé verið að reyna að eyða gráum svæðum. Hornfirðingar og fleiri hafa þegar gert tilraun í þessu sambandi, meðal annars tekið yfir málefni heilsugæslu og fatlaðra og samkeyrt þau með mjög góðum árangri. Fyrir 20 árum voru sveit- arfélögin faglega vanbúin til þess að taka við þessum þáttum, en með hækkuðu menntastigi hefur staðan breyst gríðarlega og þau hafa alla burði til þess að sinna auknum faglegum verkefnum,“ segir Hjálmar. bryndis@frettabladid.is Verðbólguspár: Verðhjöðn- un í febrúar EFNHAGSMÁL Greiningardeildir fjár- málastofnana gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækki í febrúar. Landsbankinn gerir ráð fyrir 0,3% lækkun og Íslandsbanki 0,1% lækk- un. KB banki fer bil beggja og spáir 0,2% lækkun vísitölunnar. Reynist spárnar réttar mun tólf mánaða verðbólga verða rétt við 2,5% verð- bólgumarkmið Seðlabankans. Helstu ástæður lækkunar eru að hækkun vegna þjónustu sér- fræðilækna gengur til baka vegna samninga við Tryggingastofnun. Auk þess má vænta þess að útsöl- ur hafi áfram áhrif á vísitöluna í febrúar. ■ BÍLDUDALUR Vinnslan er að hrökkva í gang aftur og bjartsýni hefur tekið völdin. Vestfirðir: Allt í blóma á Bíldudal FISKVINNSLA Fiskvinnslufyrirtækið Bílddælingur er að hefja rekstur sinn í vikunni, að sögn fréttavefj- arins bb.is. Haft er eftir Jens Valdimarssyni framkvæmda- stjóra að 16 starfsmenn hafi verið ráðnir, þar af 10 konur. Atvinna hefur legið niðri frá því Jón Þórð- arson ehf. lokaði á seinasta ári. Bílddælingur, sem keypti rekstur- inn, verður ekki með útgerð en kaupir hráefni á markaði. Jens segir að öll tilskilin leyfi til vinnslu hafi verið fengin og ekk- ert því til fyrirstöðu að byrja að vinna í salt og frystingu. Bjart- sýni ríkir á Bíldudal enda er hitt stóra fyrirtækið á staðnum, Rækjuver, í startholunum með að hefja rekstur. Þá styttist í að framkvæmdir hefjist við nýja kalkþörungaverksmiðju sem áformað er að gefi 15 störf. Bílddælingar, sem hafa búið við svartnætti í atvinnumálum undanfarna mánuði, sjá því fram á betri tíma og heimildir herma að lesa megi bjartsýni úr hverju andliti. ■ Erjur í Arkansas: Sendu ná- granna snák í pósti BANDARÍKIN Bandarískur lögfræð- ingur og 20 ára gamall sonur hans frá Pocahontas í Arkansas eiga yfir höfði sér 27 til 44 mán- aða fangelsisdóma fyrir það að senda nágranna sínum baneitr- aðan snák í pósti. Ástæðan fyrir þessu uppátæki feðganna var að til deilna kom milli þeirra og nágrannans vegna bílaviðskipta en nágranninn hafði keypt bíl af syninum og deildu þeir um það hvor ætti að greiða reikning vegna viðgerðar. Deilan endaði með illindum sem leiddu til þess að lögfræð- ingurinn lagði til við soninn að hann yrði sér úti um eitraðan snák til þess að senda nágrann- anum, sem hann og gerði með hjálp vinar síns. Eiginkona nágrannans, sem tók við póstsendingunni, slapp ósködduð en lögreglan hand- samaði snákinn. ■ RANNSÓKN Rannsókn á því hvort Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsugæsl- unnar í Búðardal, hafi í leyfis- leysi farið inn á sjúkraskrár pólitískra andstæðinga sinna stendur enn. Að sögn Önnu Birnu Þráins- dóttur sýslumanns er enn verið að kanna nokkra þætti málsins. Tölvudeild ríkislögreglustjóra hefur lokið sinni rannsókn þar sem staðfest er að farið var inn á sjúkraskrárnar frá tölvu Guð- rúnar Jónu á sama tíma og hún var stödd á vinnustaðnum, en Guðrún Jóna var í leyfi á þess- um tíma. Sjálf hefur hún þver- tekið fyrir að hafa farið inn á sjúkraskrárnar en telur líklegt að yfirlæknirinn hafi verið þar að verki í því skyni að koma á sig sök. Guðrún Jóna var send í ótímabundið leyfi vegna máls- ins. Þá varð hún að segja af sér sem oddviti og var úthýst úr nefndum. Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunn- ar í Búðardal, vil engu spá um niðurstöðu rannsóknarinnar en segist bíða niðurstöðu sýslu- manns. Hann segir að hvernig sem allt velti telji hann nær úti- lokað að Guðrún Jóna snúi aftur til fyrri starfa. Annað starfs- fólk heilsugæslunnar hóti að hætta snúi hún til baka. „Annað hvort fæ ég hana eina til starfa eða held öllum hinum starfsmönnunum,“ segir Pétur. ■ Snæfellsbær vill endurskoða greiðsluskiptingu húsaleigubóta: Bæjarstjórinn ósáttur við stöðuna KRISTINN JÓNASSON Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ telur að ríkið eigi að sjá um húsaleigubætur. Hann er ósáttur við að sveitarfélögunum séu sífellt falin fleiri verkefni. Rannsókn á sjúkraskrármálinu í Búðardal: Hóta að hætta komi hjúkrunarkona úr fríi FRÁ RÍKI TIL SVEITARFÉLAGA Með átaksverkefni félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga er markmiðið að efla sveitarstjórnarstigið og færa þjónustuna nær fólkinu. Þetta gæti leitt til þess að fleiri sveitarfélög yrðu að sameinast. Stefnt að því að efla sveitarstjórnir Nefnd sem skoðað hefur með hvaða hætti væri hægt að efla sveitar- stjórnarstigið hér á landi skilar væntanlega tillögum á næstunni. Mark- miðið meðal annars að færa þjónustuna nær fólkinu. VINNUVÉLADEILD MÚRMELDÝRIÐ PHIL Múrmeldýrið Phil, frá bænum Punxsu- tawney í Pennsylvaníu, spáir því að vetur- inn þar um slóðir eigi eftir að standa í sex vikur. Phil spáði þessu á árlegum degi múrmeldýrsins í gær og er spáin byggð á því hvenær hann sá skuggann sinn í morgunsárið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.