Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.02.2004, Blaðsíða 18
Það eru miklar ranghugmyndiruppi um harðsperrur,“ segir Stefán Björn Sigurðsson, prófess- or við læknadeild Háskóla Ís- lands. „Til dæmis að þær séu af hinu góða og sýni að fólk hafi tek- ið nógu vel á. En harðsperrur eru skemmdir; smáslit í bandvef eða slit og tognun í himnum utan á og inni í vöðvum. Verulegar harð- sperrur geta svo stafað af sliti í frumum og háræðum, jafnvel smáblæðingum, þannig að þær eru merki um að reynt hafi verið meira á vöðva en hann þoldi. Gamla kenningin er sú að harð- sperrur stafi af mjólkursýru. Mjólkursýra myndast við mikil átök og ef vöðvinn verður mjög súr verða vefirnir viðkvæmari. Þá er meiri hætta á skemmdum. Mjólkursýran hverfur hins vegar á tuttugu mínútum. Harðsperr- urnar koma ekki fyrr en daginn eftir. Þær stafa þá af því að vöðvinn er í viðgerð og niður- brotsefnin safnast fyrir. Þá geta myndast bólgur í vöðvanum og fólk fær mikla verki.“ Flestir vilja eflaust hreyfa sig sem minnst þar til harðsperrurn- ar líða hjá, en besta ráðið til að losna fljótt við harðsperrurnar er létt hreyfing, heitir pottar eða nudd. Allt þetta eykur blóðflæði í vöðvanum. „Það þarf að bregðast við með því að liðka til fyrir við- gerðinni. Því meira blóð sem streymir um vöðvann, því betra. Þá koma ný efni til viðgerðar og gömlu niðurbrotsefnin eru flutt í burtu. Vöðvinn er hins vegar við- kvæmur. Því þarf að forðast mikil átök.“ Stefán Björn segir að við lík- amsþjálfun sé æskilegast að taka það mikið á að vöðvarnir séu rétt við að fá harðsperrur. „En ef þú þekkir ekki líkama þinn veistu ekki hvar mörkin liggja. Margir byrja því of geyst. Taka of mikið á, fá miklar harðsperrur, gefast upp og hætta.“ Stefán Björn segir dæmi um að fólk hafi skemmt vöðvafrumur varanlega. „En þá erum við að tala um gífurlega mikil átök og líkam- inn er með ákveðið varnarkerfi í vöðvunum sem kemur yfirleitt í veg fyrir að þú valdir verulegum skemmdum. Ef átakið fer yfir ákveðin mörk er vöðvanum ekki leyft að taka meira á. En við lífs- hættulegar aðstæður slekkur lík- aminn stundum á þessu varnar- kerfi. Þá fær fólk líka virkilega slæmar harðsperrur. Til eru fjöldamargar sögur um slíka ofur- krafta í lífsháska. Strákarnir sem lentu í sjóslysinu í Grindavík um daginn eru dæmi um þetta. Þeir voru allir lurkum lamdir og stífir á eftir, en þeir tóku svona mikið á, við slæmar aðstæður.“ ■ heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is LÍFRÆNN BAKSTUR Brauðhúsið Grímsbæ- Efstalandi 26 - Sími 568 6530 Súrdeigsbrauð Speltbrauð, margar tegundir úr mjöli frá Aurion Ávaxtabrauð með lífrænt ræktuðum rúsínum, gráfíkjum og apríkósum Mikið úrval brauða úr lífrænt rækuðu hráefni! ❂ ❂ ❂ Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi og verkjastillandi lyf. Lyfið er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig má nota það sem verkjalyf eftir minni háttar aðgerðir t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða er með skerta lifrarstarfsemi má ekki nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja (annarra en barkstera) ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. ofnæmi (útbrot) og meltingaróþægindum. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 01.09.01. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Öflugur bakhjarl! 50-60 börn yngri en fjögurraára deyja ár hvert í Noregi af óþekktum eða óvæntum orsök- um. Í nýrri rannsókn sem gerð hefur verið þar í landi á 47 dauðsföllum barna kemur fram að tæpur helmingur þeirra dó vöggudauða. Markmiðið með rannsókninni var meðal annars að finna áhættuþætti í tengslum við vöggudauða og afhjúpa illa með- ferð á börnum. Greint er frá þessu á vef norska dagblaðsins Aftenposten. Niðurstöðurnar sýna að tólf barnanna dóu vöggudauða, þann- ig að engar skýringar fundust á láti barnanna kringumstæðum eða við krufningu. Tólf barnanna greindust með væga sýkingu í öndunarfærum, sem skýrir ekki dauðsfallið, þannig að tilfellið er á mörkum þess að vera vöggu- dauði. Tólf barnanna létust af völd- um sjúkdóma, átta af slysförum, tvö vegna lélegrar umönnunar og eitt vegna slæmrar meðferð- ar foreldranna. Að sögn Torleivs Ole Rognum, prófessors í réttarlæknisfræði við háskólann í Osló, finnst orsök um helmings skyndilegra dauðs- falla barna við rannsókn á heim- ilinu eða í krufningu. Þar með er vöggudauði úr myndinni. „23% af dauðsföllum skýrðust þegar við heimsóttum heimili barnanna,“ segir Rognum. Í nokkrum tilfell- um kom í ljós að ill umhirða for- eldra skýrði dauða barnsins. Ill meðferð kemur ekki alltaf í ljós í krufningu. Á meðan á rannsókninni stóð var öllum foreldrum sem misst höfðu barnið sitt óvænt fengið til- boð um að um að taka þátt í rann- sókninni. Að sögn Rognums er mjög mikilvægt fyrir foreldra að fá skýringar á dauðsföllum barna sinna. Eftir 1. apríl hefst vinna við að safna saman upplýsingum til að reyna að finna nýja og áður óþekkta áhættuþætti fyrir vöggudauða. ■ Óvænt dauðsföll barna: Helmingur vöggudauði Harðsperrur: Létt hreyfing besta meðalið AUGA Augnsjúkdómar geta valdið svefntruflun- um. Augnsjúkdómar: Valda svefn- truflunum Sumir augnsjúkdómar getavaldið alvarlegum svefntrufl- unum. Þetta kemur fram í rann- sókn vísindamanna við Wash- ington-læknaháskólann á Banda- ríkjunum. Fólk með skemmda augntaug, sem tengir augun við heilann, get- ur átt í vandræðum með svefn. Það getur átt erfitt með að sofna, ef það nær að sofna yfirleitt, og vaknar oft á nóttunni. Að því er kom fram í rannsókninni er þörf á að veita þessu fólki sérstaka að- hlynningu í framtíðinni. ■ STEFÁN BJÖRN SIGURÐSSON Harðsperrur eru skemmdir í vöðvum. Besta leiðin til að losna við þær er að auka blóð- flæði til vöðvanna. HARÐSPERRUR ERU EKKI AF HINU GÓÐA Þær eru merki um að fólk hafi tekið of mikið á og best er að reyna að komast hjá þeim. VIÐ LÍFSHÆTTULEGAR AÐSTÆÐUR GETUR SLÖKKNAÐ Á VARNARKERFINU Þá öðlast fólk ofurkrafta, bjargar jafnvel lífi sínu og annarra, en skaðar vöðvana veru- lega. Þetta er bakgrunnurinn fyrir ævintýr- inu um Hulk. Hann slekkur á þessu kerfi og þess vegna verður hann svona sterkur. En til að gera þetta ævintýralegra er sýnt eins og vöðvarnir á honum stækki og hann verður grænn,“ segir Stefán Björn. Pilates í Hreyfingu: Styrkur án massa Í Hreyfingu í Faxafeni eru nú aðhefjast námskeið í svonefndu Pilates sem hefur slegið í gegn á Vesturlöndum undanfarin misseri. Í Pilates-æfingum er tekið vel á en æfingarnar eru um leið öruggar. Þær byggja meðal annars upp styrk án massa, auka liðleika, veita djúp- vöðvaþjálfun og þjálfa flata kvið- vöðva. Pilates er sagt vera endur- nærandi æfingakerfi fyrir sál og líkama. Hópnámskeið í Pilates verða mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16.15 og 19.30 og mánudaga og miðvikudaga kl 20.30 og laugardaga kl 10. Skráning er einnig hafin í einkatíma í Pilates. ■ ÁBENDINGAR UM NEYSLU Á HVALRENGI Umhverfis- stofnun ráðleggur barnshafandi konum og konum með börn á brjósti að sneiða hjá neyslu á hvalrengi. Þar sem hvalir eru stórar og langlífar skepnur safnast þrávirk lífræn efni í fituvef þeirra á löngu æviskeiði. Magn þrá- virkra efna í því hvalrengi sem er á íslenskum markaði er undir þeim hámarksgildum sem leyfileg eru (í þessu tilviki er átt við PCB-efni og díoxín). Engu að síður vill Umhverfisstofnum benda barnshafandi konum og kon- um með börn á brjósti á að viðhafa þá varúðarráðstöfun að sneiða hjá neyslu á hvalrengi. www.ust.is ■ Utan úr heimi ÞJÓÐVERJAR DREKKA MINNA Þýsk brugghús seldu í fyrra 105,5 millj- ónir lítra af bjór, sem er samdrátt- ur um 2,1% frá 2002. Í Þýskalandi dróst salan saman um 3,4% milli ára. Á móti jókst útflutningur á bjór. Bjórsala í Þýskalandi hefur stöðugt dregist saman frá 1994.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.