Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.02.2004, Qupperneq 24
24 3. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR EVGENI PLUSJENKO Rússneski heimsmeistarinn Evgeni Plusj- enko í keppni á Evrópumótinu í listdansi á skautum sem fram fer í Búdapest. Skautar hvað?hvar?hvenær? 31 1 2 3 4 5 6 FEBRÚAR Þriðjudagur Bandaríska mótaröðin: Kaye sigraði í Phoenix GOLF „Tilfinningin er örlítið betri en eftir fyrsta sigurinn,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Jonathan Kaye, sem sigraði á TPC-mótinu í Scottsdale í Arizona á sunnudag. Kaye sigraði í annað sinn á PGA- móti en hann sigraði einnig á Buick Classic-mótinu í fyrra eftir bráðabana við John Rollins. Kaye var í þriðja sæti eftir fyrsta hringin á fimmtudag ásamt Mike Weir, einu höggi á eftir Phil Mickelson og tveimur á eftir Scott Verplank. Phil Mickelson náði for- ystunni á öðrum degi en Jonathan Kaye og Chris DiMarco voru jafn- ir eftir þriðja daginn, höggi á und- an Mickelson í þriðja sætinu. Síðasti dagurinn gekk eftir óskum Kaye. Chris DiMarco fékk skolla á 16. og 17. holunni og Phil Mickelson á síðustu þremur hol- unum og endaði í sjöunda sæti. Chris DiMarco var sá eini sem gat náð Kaye á 18. holunni. „Ég hafði áhyggjur af því að Chris myndi setja púttið niður og ég myndi þrípútta. En ég var mjög einbeittur og reyndi að hugsa ekki um annað. En þetta var góð tilfinning, mikil gæsahúð,“ sagði Kaye, sem fékk 936.000 dollara í verðlaun fyrir sigurinn. Fídjíbúinn Vijay Singh varð í þriðja sæti ásamt Steve Flesch en Singh hefur verið meðal tíu efstu á ellefu PGA-mótum í röð. „Það er ágætt að vera meðal tíu efstu en það er líka ágætt að sigra,“ sagði Singh. Enginn hefur unnið jafn mörg mót í röð meðal tíu efstu síð- an Ástralinn Greg Norman afrek- aði það í lok tímabilsins 1993 og upphafi þess næsta. ■ Annasamur lokadagur Tottenham keypti Jermaine Defoe frá West Ham en Paul Robinson vildi ekki yfirgefa Leeds. FÓTBOLTI Frestur til félagaskipta á Englandi rann út síðdegis í gær. Félagaskiptaglugginn svokallaði átti að vera opinn í janúar en þar sem síðasta dag janúar bar upp á laugardag var félögunum gefinn einn dagur til viðbótar. Frestur til að skrá nýja leikmenn hjá UEFA vegna Evrópukeppna rann út í gærmorgun. Mestu tíðindi gærdagsins eru líklega kaup Tottenham Hotspur á Jermaine Defoe frá West Ham en hann hefur að undanförnu verið orðaður við Arsenal og Manchest- er United. Kaupin eru metin á sjö milljónir punda en West Ham fær einnig Bobby Zamora frá Totten- ham en Spurs keypti hann frá Brighton í fyrrasumar fyrir 1,5 milljónir punda. West Ham hefur einnig fengið miðjumanninn Sebastien Carole að láni frá Monaco til loka leiktíðarinnar. Tottenham gekk hins vegar ekki eins vel í viðleitni sinni í að kaupa Paul Robinson, markvörð Leeds. Félögin náðu samkomulagi um verð en þegar á reyndi vildi Robinson ekki yfirgefa Leeds. „Paul hlakkar til að leika áfram hjá félaginu og taka þátt í barátt- unni fyrir sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Trevor Birch, stjórnarfor- maður Leeds. Leeds fékk varnarmanninn Stephen Calderwell frá Newcastle og hyggst reyna að fá reyndan markvörð að láni fyrir lokasprett- inn í úrvalsdeildinni því vara- markvörðurinn Scott Carson hef- ur aðeins leikið einn leik með aðalliðinu. Lomana Tresor Lua-Lua yfir- gaf Newcastle í gær og valdi Portsmouth fram yfir Leeds. Portsmouth fékk einnig John Curtis, varnarmann Leicester, án endurgjalds. Portsmouth bauð Newcastle 1,5 milljónir punda fyrir Lua-Lua en félögin komu sér saman um lánssamning. „Vinur minn Freddy Shepherd, stjórnar- formaður Newcastle, sagði mér að við fengjum ekki einu sinni vinstri fót Lua-Lua fyrir þessa upphæð,“ sagði Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth. „Jæja, núna erum við búnir að fá báðar lappirnar og restina af hon- um líka. Við greiddum 100.000 pund í leigugjald og höfum hann til loka leiktíðar. Við munum halda áfram að ræða við Newcastle um að fá hann til lengri tíma.“ Lua-Lua hefur að undan- förnu leikið með Kongó í Afríku- keppninni. Leicester keypti sóknarmann- inn Lee Morris frá Derby og Newcastle fékk Michael Bridges að láni frá Leeds, sem keypti hann á fimm milljónir punda frá Sund- erland árið 1999. Middlesbrough gekk í gær frá lánssamningi við Brasilíumann- inn Ricardinho, sem leikur með Sao Paulo. Ricardinho var í brasil- íska hópnum sem sigraði á HM árið 2002 og hefur verið orðaður við evrópsk félög allar götur síð- an. Middlesbrough tókst hins veg- ar ekki að fá Emile Heskey frá Liverpool eða Mark Viduka frá Leeds. Tilboði Middlesbrough upp á milljónir punda í Viduka var hafnað. „Hann er einn þeirra leik- manna sem ég hef viljað fá frá því ég kom hingað,“ sagði Steve McClaren, framkvæmdastjóri Middlesbrough. „En eins og stað- an er hjá Leeds er erfitt að aðhaf- ast nokkur svo við verðum að bíða og sjá.“ Middlesbrough tókst heldur ekki kaupa Danny Mills frá Leeds en hann hefur verið á lánssamningi hjá félaginu frá því í haust. Birmingham keypti Martin Taylor frá Blackburn á 1,25 millj- ónir punda. „Ég er himinlifandi með að fá Taylor en það hefði ver- ið fínt að fá Nicky Butt líka,“ sagði Steve Bruce, framkvæmda- stjóri Birmingham. Félagið hefur einnig sagt upp samningnum við Bandaríkjamanninn Jovan Kirovski, sem fer líklega til Los Angeles Galaxy í heimalandi sínu. Kirovski lék lengi með Borussia Dortmund og varð Evrópumeist- ari með félaginu árið 1998. Blackburn keypti Jonathan Stead, markahæsta mann 3. deild- ar, frá Huddersfield. Talið er að Blackburn hafi greitt rúmlega milljón pund fyrir leikmanninn. Bolton fékk varnarmanninn John Otsemobor að láni frá Liver- pool út leiktíðina. „Hann er mjög hreyfanlegur leikmaður og vill gjarnan sækja fram völlinn úr bakvarðarstöðunni,“ sagði Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton. „Hann er fljótur og skilar boltanum vel frá sér. Við þurfum að styrkja vörnina og Jon eykur samkeppni um stöður þar.“ Charlton fékk miðjumanninn Jerome Thomas frá Arsenal á 100.000 pund. „Charlton var ekki eini möguleiki minn en mig lang- aði að fara þangað,“ sagði Thom- as. „Jerome getur leikið í ýmsum stöðum, á báðum köntum og í sókninni, og nú hefur hann tæki- færi til að sýna okkur hvað hann getur,“ sagði Alan Curbishley, framkvæmdastjóri Charlton. ■ Sóknarlína ÍBV ekki árenni- leg í kvennaboltanum: Tvær sterkar til ÍBV KNATTSPYRNA Tvær sterkar knatt- spyrnukonur gengu til liðs við kvennalið ÍBV um helgina. Það eru þær Bryndís Jóhannesdóttir og Elín Anna Steinarsdóttir, sem báðar skrif- uðu undir tveggja ára samning við ÍBV. Báðar eru þær stöllur ung- ar að árum, en Elín Anna verð- ur 21 árs á þessu ári og Bryndís 23 ára. Þetta eru því framtíðarmenn fyrir ÍBV-liðið, sem er greini- lega tilbúið í slaginn um titlana í sumar. ÍBV þurfti að sætta sig við silfurverð- laun í deild og bikar á síðasta sumri, sem er besti árangur fé- lagsins frá upphafi, en nú er stefnan sett á að gera enn betur. Bryndís skoraði 21 mark í 11 leikjum með ÍR í 1. deild kvenna síðasta sumar en er uppalin í Eyj- um en Elín Anna kemur úr Breiða- bliki þar sem hún skoraði 12 mörk í 14 leikjum í fyrra. ÍBV verður fjórða liðið á fjórum árum sem Elín Anna spilar með en hún hefur skorað 28 mörk í 61 leik í efstu deild fyrir ÍA, Val og Breiðablik. Sóknarlína ÍBV er ekki árennileg en fyrir eru þær Olga Færseth og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoruðu 37 mörk saman á síðasta tímabili. ■  15.05 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Stöð 2.  18.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  20.30 Knattspyrnusagan á Sýn. Í þessum þætti er m.a. fjallað um breska brautryðjendur, ósigrandi Ítali á fjórða áratugnum og frá- bært lið Ungverja á sjötta ára- tugnum.  21.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Supercross (Qualcomm Stadium) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  23.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn. JONATHAN KAYE Sigraði á TPC-mótinu í Scottsdale í Arizona. LOMANA TRESOR LUA-LUA Lua-Lua, lengst til hægri á myndinni, í leik með Kongó í Afríkukeppninni. PAUL ROBINSON Markvörðurinn vildi ekki yfirgefa Leeds. ELÍN ANNA STEINARSDÓTTIR ÍBV verður fjórða liðið á fjórum árum sem Elín Anna spilar með en hún hefur skorað 28 mörk í 61 leik í efstu deild fyrir ÍA, Val og Breiðablik.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.