Fréttablaðið - 03.02.2004, Síða 32
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R
R A F T Æ K J A V E R S L U N
HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090
199.0
00.-
með
stáli
að fr
aman
t li
f
Gefst upp...
Í gegnum tíðina hef ég gert tilraun-ir til að hætta störfum hjá tilteknu
fyrirtæki. Á síðustu öld yfirgaf ég
umrætt fyrirtæki en skömmu síðar
yfirtók það minn nýja vinnustað og
þar með var ég skyndilega farin að
vinna aftur hjá gamla fyrirtækinu
sem ég hafði gerst svo djörf að yfir-
gefa. Eina ferðina enn ákvað ég að
hleypa heimdraganum og reyna að
yfirgefa fyrirtækið, en nú hefur
þetta fyrirtæki innlimað þessa bak-
síðu og allar hinar síðurnar í þessu
blaði og fleiri síður í öðrum blöðum.
Lífið er búmerang og nú gefst ég
upp, enda erfitt að ferðast um samfé-
lagið án þess að vinna fyrir sam-
steypuna miklu.
SJÁLF norðurljósin fölna í saman-
burði við þetta nýja sólkerfi.
Kannski er maður dæmdur til að
vinna fyrir fyrirtækið um alla fram-
tíð. Þó má hugsa sér að skipta alfarið
um starfsvettvang og afgreiða til
dæmis í tuskubúð – ekki alveg. Þær
eru flestar í nýja sólkerfinu. Þá má
kannski skella sér í stórmarkað, vera
á kassa eða raða í hillur? Varlega,
vinkona, sá bransi tilheyrir nýja sól-
kerfinu. Nú, þá gerist maður bara
trúbador og gefur út geisladisk. Tja,
hver sér um útgáfuna? Jæja, bygg-
ingabransinn – maður gæti afgreitt
pallaefni. Aldeilis ekki, nema að
halda sig í nýja sólkerfinu. Æ, þá
leysir maður bara landfestar og ger-
ist flugliði í háloftunum. Ó, nei, veld-
ið nær út yfir endimörk alheimsins.
KOLKRABBINN ógurlegi er nú
gullfiskur í sultukrukku og smokk-
fiskurinn var étinn hrár fyrir löngu
síðan. Nýr konungur undirdjúpanna
er líkast til steypireyður. Eignarhald
og frelsi fjölmiðla er umræðan enda-
lausa og henni verður að halda vak-
andi, en inn í hana verður líka að
taka gagnrýnar samræður um ofur-
tak pólitíkusa á gömlu stórblaði og
ríkisfjölmiðlum. Norðurljósunum er
borgið og ráð væri að nýja stórveldið
yfirtæki Landspítalann, sem er í
endalausum kröggum.
ÚTI í hinum stóra heimi, þar sem
tískulögmál frumskógarins gildir,
eru þrátt fyrir allt skýrar leikreglur
í gangi. Á landinu bláa er hins vegar
nokkuð rússneskt fyrirkomulag.
Fyrstir koma, fyrstir fá – litlar og lé-
legar leikreglur og peningarnir tala.
Ef þú ræður ekki við þá, gakktu þá í
lið með þeim, segir máltækið og ég
gefst upp. ■
SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500