Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 11

Fréttablaðið - 16.05.2004, Page 11
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. „En verst er þó að vita ei hverju er um að kenna,“ orti Jónas Friðrik Guðnason og allir sem hafa horft á ástvini sína verða eiturbylgjunni að bráð, skilja hvað hann á við. Árlega lenda hundruð íslenskra foreldra í þeirri ömurlegu aðstöðu að horfa upp á börnin sín lenda í vítahring fíkniefnaneyslu og á alla þessa foreldra leitar spurningin „hvers vegna?“ Við leitum svara alls staðar. Við finnum sökudólga, ekki síst í sjálfum okkur. Við hefðum átt að sinna barninu okkar betur, sýna því meiri kærleika, ala það upp í meira sjálfstæði, setja því strangari reglur, vera betur á verði. Við finnum líka auðveldlega sökudólga utan heimilisins; skólakerfið brást, félagsmiðstöðin lagði ekki næga áherslu á forvarnir, barnið var lagt í einelti eða var vinsælla en það hafði gott af, reyndar eignaðist það kolómögulega vini. Þegar barnið flosnaði upp úr skóla vildi vinnu- markaðurinn ekki taka við því, „kerfið“ brást, samfélagið brást, tollgæslan brást, fíkniefna- hundurinn brást, já það er sannar- lega enginn skortur á sökudólgum. Staðreyndin er sú að við vitum ekkert hverju er um að kenna. Við vitum að samspil erfða og um- hverfis ræður nokkru um líkurnar á því að barn verði fíkill og að mikilvægasta forvarnarstarfið er unnið á heimlinum. En það er alveg sama hvað við erum stórkostlegir foreldrar, hversu heilbrigð og fullkomin börn við eigum, hversu frábært skólakerfi þau búa við, hversu margar félagsmiðstöðvar við reisum, hversu öflugt forvarnastarf við vinnum og hversu margar fíknief- nasendingar við gerum upptækar, það verða samt alltaf einhverjir sem veikjast af þessum banvæna sjúkdómi. Það er sannarlega verra en dauði og þyngra en sorg að sjá barnið sitt verða vímuefnum að bráð. Þess vegna er ómetanleg blessun að vita að til eru úrræði, að enn er von, jafnvel þótt við áttum okkur á því að unglingurinn á heim- ilinu sé orðinn þræll vímuefnafík- nar. Nú eru liðin 27 ár síðan fyrstu Íslendingarnir fengu aðstoð SÁÁ til að ná tökum á sjúkdómnum og ég fullyrði að svo til hver einasti landsmaður þekkir dæmi um fólk sem hefur farið í meðferð hjá SÁÁ og snúið lífi sínu til betri vegar. Á næstu dögum munu sölumenn SÁÁ biðja um stuðning okkar í skiptum fyrir lítið verndartákn, SÁÁ-álfinn. Stöndum saman um að tryggja börnunum okkar og börnum nágrannanna sjúkrahús- vist ef eitthvert þeirra skyldi þrátt fyrir allt veikjast af sjúkdómi sem veldur þunglyndi og jafnvel dauða sé hann ekki meðhöndlaður á réttan hátt. Markmið SÁÁ er að selja a.m.k. einn álf fyrir hvert einasta ungmenni í landinu. Stöndum saman um að ná því markmiði og kaupum álfinn, af því að starfsemi SÁÁ skilar raun- verulegum árangri, af því að sjúkdómurinn fer ekki í manngreinarálit og af því að hver og einn skiptir máli. ■ 11SUNNUDAGUR 16. maí 2004 SMÁA LETRIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON PÆLIR Í ÞINGINU Ég vissi það. Alþingi er furðulegasti vinnustaður landsins. Endanleg staðfest- ing á því fékkst í vikunni. Starfsreglunar þar eru einstakar og eiga sér ekki hliðstæðu annars staðar. Verklag- ið er líka undarlegt og til marks um það má benda á að enginn hefur séð ástæðu til að taka það sér til fyrirmyndar, hvorki aðrar stofnanir né fyrirtæki. Þinghald fer vanalega fram í um sex mán- uði á ári. Skiptar skoðanir eru um hvort það sé gott eða vont. Sumir segja nauð- synlegt að lengja starfstímann svo betra tóm gefist til afgreiðslu mála. Aðrir segja þetta hæfilegan tíma eða jafnvel of lang- an þar sem lögunum fjölgar eftir því sem þingið starfar lengur og næg er nú vit- leysan samt. En látum þetta liggja milli hluta. Klæðareglur þingmanna eru skýrar en um leið skrítnar. Konur eiga að vera sóma- samlega til fara og karlar eiga að vera með bindi. Hvorugt skilyrðið tryggir hins vegar skikkanlegan klæðaburð eins og dæmin sanna. Það fer nefnilega sumum karl- mönnum óhemju illa að vera með bindi og er þá betur heima setið en af stað farið. Jakkar þeirra, buxur og skyrtur passa líka ansi oft engan veginn saman. Konurnar geta svo leyft sér að vera í nánast hverju sem er og mussurnar og peysurnar sem sumar þeirra klæðast væru best nýttar til garðvinnu. En látum þetta liggja milli hluta. Virðing Alþingis er eitt. Um hana er rætt á hátíðarstundum og raunar oftar. Hamrað er á hversu mikilvægt er að þjóðin virði þingið, þessa elstu löggjafarsamkomu heims. Það er hinsvegar svo að virðing er ekki ákveðin, hún er áunnin. Orð og gjörðir þingmanna eru varla til þess fallin að gera Alþingi að virðulegri stofnun. Þvert á móti. En látum þetta liggja milli hluta. Samræður þingmanna eru í besta falli ömurlegar. Fólk rífst og skammast heilu og hálfu fundina, kallar hvort annað öll- um illum nöfnum, það segir málflutning mótherjanna ótrúverðugan og dásamar sjálft sig á kostnað annarra. En látum þetta liggja milli hluta. Á kaffistofu Alþingis ríkir stéttaskipting. Þar er vinnufólkinu meinað að sitja til borðs með aðlinum. Almennt starfsfólk þingsins má ekki fá sér molasopa með al- þingismönnum. Og óbreyttir þingmenn skulu gjöra svo vel og halda sig fjarri sér- stökum dúkuðum borðum formanna stjórnarflokkanna. Þetta læt ég ekki liggja milli hluta. Þetta finnst mér of mikið. Helgi Hjörvar vakti athygli á þessu á helgi.is í vikunni og Mogginn tók sig til og spurði skrifstofustjóra þingsins út í málið sem svarar með svo loðnum hætti að lopapeysa af stærstu sort verður að leist- um í samanburði. Skrifstofustjórinn segir að á kaffistofunni ríki „viss aðskilnaður,“ en „það er ekkert sem gengur út á að að- skilja starfsfólk og þingmenn,“ og „það þarf náttúrlega að hafa viss atriði í huga svo það skapist ekki misskilningur“. Þetta færir mér heim endanlega sanninn um að Alþingi er furðulegasti vinnu- staður landsins. Vinnur fólk þarna af fús- um og frjálsum vilja? Aðskilnaðar- stefna Alþingis Dekk 33” (285/75-16) 95.000 kr. Dráttarbeisli 63.000 kr. Afturmottur 4.000 kr. Frammottur 5.000 kr. Langbogar svartir 51.000 kr. PATROL (Listaverð 5.190.000 kr.) PATROL ELEGANCE sjálfskiptur 3.0 TDI 158 hö. 4.995.000 kr. Ingvar Helgason ehf. býður Nissan Patrol á sérstöku tilboðsverði nú í maí. Í ofangreindu verði er aukahlutapakki upp á 218.000 kr. PATROL ELEGANCE 3.0 TDI 158 hö/bs 4.810.000 kr. (Listaverð 4.990.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/bs 4.530.000 kr. (Listaverð 4.690.000 kr.) PATROL LUXURY 3.0 TDI 158 hö/ss 4.717.000 kr. (Listaverð 4.890.000 kr.) Tilboðið gildir aðeins fyrir pantanir greiddar fyrir 17.06.2004 Sumar tilboð Ingvar Helgason Sævarhöfða 2 · sími 525 8000 · ih@ih.is · www.ih.is F í t o n / S Í A 0 0 9 5 9 0 UMRÆÐAN FJÁRÖFLUN SÁÁ HARALDUR LOGI HRAFNKELSSON RÁÐGJAFI Á UNGLINGADEILD VOGS Það er sannarlega verra en dauði og þyngra en sorg að sjá barnið sitt verða vímuefnum að bráð. ,, Starfsemi SÁÁ skilar raunverulegum árangri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.