Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 14
6%* – Peningabréf Landsbankans www.li.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun 01.04.2004–30.04.2004 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 46 15 5 /2 00 4 Banki allra landsmanna á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Olí Olí Olí Ola Olía AP NEW YORK Miðlarar hrópuð og kölluðu í atgangingum á markaði í New York á föstudag. Heims- markaðsverð olíu hefur haldið áfram að hækka og náði nýju há- marki á föstudag. Markaðurinn hefur efasemdti um að OPEC rík- in muni bregðast við hækkandi verði með mikilli framleiðslu- aukningu, auk þess sem ótti er við hryðjuverk í Sádi Arabíu. ■ Ráðning Más Guðmundssonar,aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, til Alþjóðagreiðslubank- ans í Basel í Sviss, BIS, sætir tíð- indum. Már hefur verið ráðinn að- stoðarframkvæmdastjóri og stað- gengill framkvæmdastjóra pen- ingamála- og hagfræðisviðs bank- ans. Staðan er ein æðsta staða sem hagfræðingi getur hlotnast innan alþjóðabankastofnunar. Jón Sigurðsson var valinn úr hópi nor- rænna manna í stöðu bankastjóra Norræna fjárfestingarbankans sem telst hærri staða, en Már er valinn úr hópi fulltrúa þar sem íbúar 50 landa eiga möguleika. Í báðar þessar stöður er valið úr stórum hópi eftir strangt hæfnis- mat, án tilnefningar stjórnvalda. Ekki er unnið út frá neinum þjóð- arkvóta við slíkar ráðningar. Ekki að líta í kringum sig „Þetta hafði ekki langan að- draganda,“ segir Már. „Ég var ekki að líta í kringum mig eftir störfum erlendis þegar maður hafði samband við mig sem greinilega hafði það verkefni að leita að fólki í þetta starf. Hann talaði mig til með lagni að setja nafn mitt í þennan pott.“ Þetta var í febrúar. Nefnd mjög háttsettra starfs- manna innan stofnunarinnar fór yfir umsóknirnar sem voru 80 talsins. Umsækjendum fækkaði úr 80 í 26. Síðan var hópurinn þrengdur niður í tólf og undir lok- in komu þrír til greina. Niður- staðan var svo ráðning Más, eftir strangt hæfnismat á öllum stig- um ráðningarferilsins. Már fór tvisvar í viðtal til Basel og full- trúi frá bankanum kom hingað til lands til viðræðna við hann. „Þeir kynntu sér feril minn mjög ræki- lega.“ Allar leiðir liggja til Basel Alþjóðagreiðslubankinn í Basel er í eigu 50 seðlabanka, þar með taldir eru allir stærstu seðlabankar heimsins. „Þetta er banki fyrir seðlabanka, en hann er líka fræða- og fundasetur. Þarna hittast seðlabankastjórar annan hvern mánuð og ráða ráðum sínum. Hlutverk stofn- unarinnar er að undirbúa þá fundi; leggja fyrir þá efni og taka þátt í þeim.“ Már segir að bankinn gefi út viðamikla ár- sskýrslu og ársfjórðungsrit þar sem farið er yfir stöðu fjár- málamarkaða í heiminum ásamt fjölda rannsóknarrit- gerða á sviði peningamála og fjármálastöðugleika. „Bankinn er á þessum sviðum sem seðla- bankar eru, það er að segja pen- ingamála og fjármálastöðug- leika.“ Már segir bankann ein- nig hýsa nokkrar nefndir, svo sem nefnd sem er að ákvarða nýjar reglur um eiginfjárhlut- fall banka, auk fleiri nefnda og stofnana sem fjalla um fjár- málastöðugleika, greiðslumiðl- un og fleiri svið alþjóðlegs fjár- málakerfis. Einstakt tækifæri Á sviðinu sem Már hefur störf við í júní starfa um 100 manns. Hann er næstráðandi aðalhagfræðings og fjórði maður í skipuritinum frá bankastjóra Alþjóðagreiðslubank- ans. Hann neitar því ekki að þetta sé upphefð. Bankinn rekur starfsstöðv- ar í Mexikó og Hong Kong. „Aðallega er reynt að toga menn til Basel og halda fundi þar. Þangað finnst seðla- bankastjórum gott að koma og funda.“ Már mun sinna sérfræðisviði sinu í peningastefnu, þjóðhagfræði og fjármálastöðugleika í víðu sam- hengi. Svið sem Már hefur sinnt við Seðlabanka Íslands. Hann hefur að sögn kunnugra verið sá sem ráðið hefur vaxtaákvörðunum bankans. Már hefur unnið hjá Seðlabanka Ís- lands frá árinu 1977. Fyrst sem sum- armaður, en í föstu starfi frá 1980. Hann tók sér hlé frá störfum í bank- anum frá 1987 til 1991. Fyrst vegna doktorsnáms í Cambridge og síðar vegna starfa sem efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í fjár- málaráðuneytinu. Þetta er því orðinn langur ferill innan bankans. „Þetta er náttúrlega tilboð sem maður fær einu sinni á ævinni.“ haflidi@frettabladid.is Í miðstöð seðlabankanna LYKILMAÐUR TIL SVISS Már Guðmundsson er að mati margra maðurinn á bak við ákvarðanir Seðlabankans varðandi stjórn peningamála. Hann hefur verið ráðinn í stjórnunarstöðu hjá Alþjóðagreiðslubankan- um í Sviss sem verður að teljast mikil viðurkenning fyrir bæði hann og bankann. Það orð hefur lengi farið af Má Guðmundssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, að þar fari yfirburðamaður á sínu sviði. Alþjóðlegt mat staðfestir það svo um munar því Már hefur verið valinn til ábyrgðarstarfa í Alþjóðagreiðslubankanum í Sviss. Framherjastaða hjá heimsklúbbi svo gripið sé til knattspyrnumáls. Þá hrundi efnahags- lífið í Rússlandi 1998 og markaðurinn með.Við töpuðum ekki bara viðskiptunum, heldur einnig kröfum sem við áttum þarna. ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.