Fréttablaðið - 16.05.2004, Síða 20

Fréttablaðið - 16.05.2004, Síða 20
Göngutúr í hádeginu getur gert kraftaverk fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra sem vinna innivinnu. Hvort sem úti er sól eða sumarskúr er hressandi að rölta aðeins um, kíkja á sumarblómin og borða nestið sitt undir bláum himni. Útiloftið endurnærir þig og gerir vinnudaginn bærilegri. Verið er að fella burtu megin-reglu sem kveður á um sérstakt áminningarferli vilji forstöðumaður segja starfs- manni upp á grundvelli tiltek- inna ávirðinga. Afnám þessa lagaákvæðis þýðir að starfs- maður hefur ekki lengur möguleika á að bæta ráð sitt og afstýra uppsögn,“ segir Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá BSRB. „Þá er grundvallar- breyting á andmælarétti þar sem ekki á að veita hann í öllum tilvikum. Málsmeðferð við upp- sögn á samkvæmt frumvarpinu að ráðast af því hvort starfs- maður hafi brotið starfsskyldur sínar eða er sagt upp störfum af öðrum ástæðum. Ekki á að veita andmælarétt ef starfsmanni er sagt upp vegna þess að hann hefur ekki þá kunnáttu eða reynslu sem forstöðumaður ákveður að hann þurfi að hafa. Þá er lagt til að gefa skuli starfsmanni kost á að tjá sig um ástæður uppsagnar áður en hún tekur gildi ef þær eiga rætur að rekja til þess að hann hafi brotið starfsskyldur sínar, nema slíkt sé augljóslega óþarft.“ Hefur þessi andmælaréttur litla þýðingu fyrir starfs- manninn að mati Ernu þar sem þá hefur þegar verið tekin ákvörðun um að segja honum upp. „Þarna er verið að setja reglu sem er að mínu mati and- stæð grunnsjónarmiðum stjórn- sýsluréttar. Því tel ég að það verði óljóst hvernig beita eigi reglu stjórnsýslulaganna um andmælarétt samhliða þessari tillögu. Verður þessari réttar- óvissu ekki eytt nema fyrir dómstólum.“ Erna bendir á að í lögunum eru skýr ákvæði sem heimila uppsagnir vegna hagræðingar þannig að sveigjanleikinn er til staðar. „Ef staðið er rétt að ráðningu ríkisstarfsmanna og valinn er hæfasti einstaklingur- inn í starfið ætti ríkið varla að þurfa að hafa áhyggjur af hæfni starfsmanna. Þá er þriggja mánaða reynslutími eins og á almenna vinnumarkaðinum. Reglum sem eru í gildi hefur hins vegar ekki verið ekki fylgt eins og á að gera.“ Erna segir jafnframt að með frumvarpinu verði réttarstaða fjölmargra starfsstétta ólík eftir því hvort menn starfa hjá ríki eða sveitarfélögum þar sem ákvæði um áminningu og and- mælarétt hjá starfsmönnum sveitarfélaga er bundið í kjarasamninga. ■ Með frumvarpi um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ræðst fjár- málaráðherra á eigin starfsmenn á ómálefnalegan og ósanngjarnan hátt og setur komandi kjarasamninga í uppnám að mati forystumanna BHM, BSRB og KÍ. Í frumvarpinu kemur meðal annars fram að ekki er lengur skylt að áminna ríkisstarfsmenn áður en þeim er sagt upp störfum. Félögin hafa lýst sig andvíg þeirri breytingu enda sé nægt svigrúm til uppsagna í lögunum eins og þau eru. Telja forsvarsmenn þessara félaga að frumvarpið feli í sér breytingar á grundvallarréttindum ríkisstarfsmanna hvað varðar starfsöryggi. Þar að auki sé þetta gert án minnsta samráðs við fél- ögin. Þótt vissulega megi leita leiða til að gera ferlið skilvirkara sé afnám áminningarskyldunnar sé ekki rétta leiðin. Ráðningaröryggið tekið í burtu Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og varaformaður BHM, segir frumvarpið skerða starfskjör fólks því starfs- öryggið sé tekið í burtu. „Ferlið hefur verið þannig að fyrst þarf að boða að væntanleg sé áminning, starfsmaður getur þá andmælt og er svo áminntur formlega. Þessi aðdragandi að brottrekstri er tekinn út og er þá í raun hægt að reka almennan starfsmann fyrirvaralaust. Þetta gildir hins vegar ekki um forstöðumenn og það er einkennilegt.“ Elsa segir að þótt sett sé inn ákvæði um að starfs- menn geti tjáð sig um uppsögnina sé óljóst hvort það eigi við áður en uppsögn tekur gildi. „Það er lítill gróði að því að starfsmanni sé sagt upp og hann fái að kvarta eftir á. Það breytir engu.“ Erfitt að losna við forstöðumennina Elsa segir jafnframt að tal um að erfitt sé að losna við óhæft fólk úr starfi eigi fyrst og fremst við um forstöðumenn stofnana en ekki almenna starfsmenn. Frumvarpið snúist hins vegar um almenna starfsmenn og jafn erfitt verði að losna við forstöðumenn úr starfi og áður. „Forstöðumenn eru ráðnir eftir flóknara ferli og gagnrýnt hefur verið að þeir hafa oft fengið sínar stöður í gegnum pólitík. Hvað almennu starfs- mennina varðar held ég að sé afar sjaldgæft að ekki sé hægt að losna við fólk sem brýtur starfsskyldur og stendur sig ekki í starfi.“ Líka jafnréttismál Elsa vill jafnframt benda á að stærsti hluti almennra opinberra starfsmanna eru konur en meirihluti stjórnenda eru karl- menn. Nefnir hún þar heilbrigðiskerfið sem dæmi. „Ég hef líka viljað leggja þetta upp frá jafnréttissjónarmiði. Stjórnendurnir eru karlar og eru jafn öruggir í sínu starfi og áður. Þeir geta hins vegar losað sig auðveldar við almenna starfsmenn.“ Í frumvarpinu er bent á kostnað vegna þunglamalegs ferlis. Elsa segir að samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu sýnist henni að um afar lítinn kostnað sé að ræða vegna uppsagna almennra starfsmanna. „Ef einhver kostnaður hefur fallið á ríkið hefur það snúist um forstöðumenn og embættismenn sem þetta frumvarp tekur ekki til. En launþegasamtök eru tilbúin að ræða að gera þetta ferli skilvirkara, opnara og einfaldara í framkvæmd. Við höfum varpað því fram að það gæti verið hluti af vinnu við kjarasamninga. Við erum ekki á móti breytingum.“ audur@frettabladid.is Elsa Friðfinnsdóttir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K Opinberir starfsmenn eru meðal annars lögreglumenn og starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Stéttarfélög um frumvarp: Skerðir starfskjör almennra starfsmanna Fyrir breytingu: Forstöðumaður stofnunar hefur rétt til að segja fólki upp eins og fyrir er mælt um í ráðningarsamningi, með þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og tíðkast á almennum markaði og það breytist ekkert. Ef uppsögn á rætur að rekja til þess að starfsmaður hafi brotið starfsskyldur að mati forstöðumanns er skylt að veita honum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt. Starfsfólk hefur einnig ákveðinn andmælarétt áður en áminning er veitt og ákvörðun um uppsögn er tekin. Eftir breytingu: Í frumvarpinu er lagt til að ákvæði um skrif- lega áminningu og andmælarétt verði fellt brott. Lagt er til að hafi starfsmaður brotið starfsskyldur sínar skuli gefa honum kost á að tjá sig um ástæðu uppsagnar áður en hún tekur gildi nema slíkt sé augljóslega óþarft. Fyrir breytingu: Samkvæmt lögunum er rétt að veita embættismanni lausn um stundarsakir ef hann sinnir illa starfi sínu eða athafnir hans þykja ósæmilegar, óhæfilegar eða ósam- rýmanlegar því embætti sem hann gegnir. Það er skilyrði lausnar um stundarsakir að embættismaður hafi hlotið áminningu. Eftir breytingu: Lagt er til að áminning verði ekki skilyrði lausnar um stundarsakir. Eftir sem áður er máli ávallt vísað til meðferðar nefndar og réttarstaða embættismanns verður óbreytt að því leyti. Lögfræðingur BSRB: Óheillaspor sem skapar réttaróvissu Erna Guðmundsdóttir telur frumvarpið ávísun á málaferli. Telur frumvarpið ögrun: Skýr skilaboð um húsbændur og hjú „Með frumvarpinu er stefnt til fortíðar og starfsmönnum ríkis- stofnana send skýr skilaboð um það hverjir eru húsbændur og hverjir hjú,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann telur einnig ljóst að frumvarpinu sé stefnt gegn tjáningarfrelsi. Einstaklingar séu sviptir rétti sínum til þess að skýra mál sitt og þrengt sé að fólki sem starfar á viðkvæmum sviðum þar sem mikilvægt sé að fólk geti tjáð sig óþvingað. Þá sé frumvarp fjár- málaráðherra hrein ögrun stéttarfélögunum þar sem þau búa sig undir kjarasamninga. ■ Markmið frumvarpsins: Sveigjanleiki og skilvirkni Með frumvarpinu er lagt til að skrifleg áminning verði ekki lengur skilyrði þess að hægt sé að segja starfsmanni upp störfum. Tilgangur frumvarpsins er í greinargerð sagður í samræmi við þá stefnumörkun að færa starfsumhverfi ríkisstarfsmanna nær því sem almennt gerist á vinnumarkaði. Nauðsynlegt sé að forstöðumenn hafi svigrúm til að bregðast við því ef starfsmenn sinna ekki starfsskyldum sínum eða valda ekki starfi sínu. Sé það í samræmi við breytingar á umhverfi ríkisrekstursins með aukinni ábyrgð forstöðumanna og áherslu á aukinn sveigjanleika þeirra til ráðstafana. Þá hafi starfsumhverfi ríkisstarfsmanna breyst verulega á undanförnum árum og mörk ríkis- reksturs og almenns markaðar orðið óljósari. Núgildandi lög hamli eðlilegum sveigjanleika í ríkisrekstri og því að stjórnendur stofnana geti nýtt það fé sem veitt er á fjárlögum með árangursríkum hætti. Markmiðið sé að ríkisrekstur verði hagkvæmari og meiri þjónusta fáist fyrir skattfé. Þá muni ríkisreksturinn eiga auðveldara með að aðlaga sig að breytingum í ytra umhverfi. Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra né Gunnar Björnsson, skrifstofustjóra ráðuneytisins, þegar leitað var eftir umsögn þeirra um málið. ■ Ögmundur Jónasson telur stefnt til fortíðar með nýju frumvarpi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.