Fréttablaðið - 16.05.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 16.05.2004, Síða 30
VISSIR ÞÚ ... ...að selir verða bullandi sjóveikir þegar þeir eru teknir um borð í skip? ...að naggrísir og kanínur geta ekki svitnað? ...að það tekur letibjörn tvær vikur að melta fæðu? ...að strútar njóta ekki nógu mikillar virðingar þrátt fyrir að hlaupa hraðar en hestar og öskra eins og ljón? ...að gæludýrafóðursframleiðandinn Ralston Purina þróaði nýlega kjúk- lingafóður sem hjálpar hönum að byggja upp stærri vöðva til að hafa betur í hanaat, sem reyndar er vin- sæll um víða veröld? ...að Filippseyingar nota fimm milljón hana í hanaat á ári? ...að hnísan er gáfaðasta dýr heim- sins, á eftir manninum? ...að hákarl og skata eru einu dýrin sem ekki fá krabbamein? ...að dádýr éta ekki hey? ...að p-pillan virkar líka á górillur? ...að hundar hafa betri sjón en menn, þó ekki eins litríka? ...að íkorni lifir að meðaltali níu ár? ...að górillur sofa í fjórtán tíma á sólarhring? ...að til eru fleiri en fimmtíu kengúrutegundir? ...að kvenkyns ljón sjá í 90 prósenta tilvikum um veiðina í búið? ...að breiðnefur getur geymt allt að sex hundruð orma í kinnum sínum? ...að líkur á að sjá þrjú albínóa dádýr í einu er einn á móti sjötíu og níu milljörðum? Þó tók maður nokkur mynd af þremur slíkum í skógi í Wisconsin. ...að kettir nudda sér oft upp að fólki og húsgöngum til að skilja eftir eigin þef og merkja sér umráðasvæði? ...að þú getur sagt til um kyn hesta með því að telja tennur þeirra? Hestar hafa fjörtíu tennur en hryssur þrjátíu og sex. ...að kettir sofa í átján tíma á dag, en aldrei eins djúpt og menn? Gunni Þórðar finnur fyrir aldrinum á sunnudögum. SUNNUDAGAR 16. maí 2004 SUNNUDAGUR12 Það besta við sunnudaga Tvímælalaust íslenska lambalærið í ýmsum útsetninum. Nú orðið borðar maður það í kvöldmat en ólst auðvitað upp við að það væri í hádeginu með grænum baunum, rauðkáli, brúnni sósu og sultu. Það er alltaf rosalega gott og því tengjast ljúfar minningar frá upp- vaxtarárum. Ég hef ekki borðað almennilega í hádeginu síðan ég flutti frá pabba og mömmu. Það versta við sunnudaga Lúinn sem kemur í kjölfar þess að hafa verið að spila kvöldið áður. Maður er aumur í hálsinum og eiginlega öllum skrokknum. Verst er þó þreytan í fótunum af því að hafa staðið á sviðinu allt kvöldið og fram á nótt. Þá finnur maður fyrir aldrinum. Krakkarnir á Klettaborg í Borgarnesi ánægð með lífið og tilveruna. SJÓNARHORN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.