Fréttablaðið - 16.05.2004, Side 33
Brjóstastækkunaraðgerðirhafa talsvert verið í um-
ræðunni síðustu ár. Margir
vilja meina að hugmyndin
um stærri brjóst sé komin úr
klámmyndageiranum eða að
minnsta kosti með vísun í
hann. Þegar sjónvarpsþætt-
irnir Strandverðir voru hvað
vinsælastir, með Pamelu
Anderson í fylkingarbrjósti,
fannst mörgum sem brjósta-
stækkunaraðgerðum færi
fjölgandi á Vesturlöndum. Um-
ræðan um brjóstaaðgerðir
varð í það minnsta mun
meiri en áður hafði þekkst,
ekki síst hér á landi.
Engar opinberar töl-
ur eru til um fjölda
brjóstastækkunarað-
gerða á Íslandi en
gera má ráð fyrir að
um 300 slíkar aðgerðir
séu framkvæmdar á ári hverju.
Aðeins eru sjö sjálfstætt starf-
andi lýtalæknar sem sérhæfa sig í
slíkum aðgerðum hér á landi. Fréttablaðið
leitaði til nokkurra þeirra en erfitt reynd-
ist að fá þá til að tjá sig um aðgerðirnar –
ekki síst vegna þeirrar umræðu sem varð
í kringum Ruth Reginalds og þær lýtaað-
gerðir sem hún hugðist fara í.
Meiri áhugi
Þeir lýtalæknar sem Fréttablaðið
ræddi við sögðu þó að ekki væru miklar
sveiflur í fjölda brjóstastækkunarað-
gerða milli ára. Þeir vildu því ekki meina
að brjóstastækkun væri einhvers konar
tískubóla sem springi. Máli sínu til stuðn-
ings bentu þeir á að maðurinn hefur átt
við líkama sinn í fegrunarskyni í aldanna
rás – þótt vissulega séu fegurðarhug-
myndir manna misjafnar. Lýtalæknarnir
segjast þó hafa fundið fyrir meiri áhuga
hjá fólki á að ræða slíkar aðgerðir í kjöl-
far sýninga á sjónvarpsþáttum sem snúa
að lýtalækningum, þáttum á borð við
Nip/Tuck og Extreme Makeover.
180-250 þúsund fyrir stærri brjóst
Á Íslandi eru það konur á aldrinum 30-50
ára sem gangast helst undir brjóstastækk-
unaraðgerðir. Yngri konur hafa einnig sótt
talsvert í slíkar aðgerðir – stúlkur frá allt
að sextán ára aldri. Að sögn lýtalæknis sem
Fréttablaðið ræddi við er ungum stúlkum
þó vísað frá í stórum stíl þar sem ekki hef-
ur þótt ástæða til að framkvæma slíkar að-
gerðir. Að sögn læknisins eru stúlkurnar
ekki nógu þroskaðar eða mótaðar og líta oft
á tíðum röngum augum á sjálfar sig.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs-
ins kosta brjóstastækkunaraðgerðir á bil-
inu 180-250 þúsund. Misjafnt er hversu
stórar fyllingar konurnar fá, þær minnstu
eru fimmtíu millilítrar en þær stærstu
um eitt þúsund. ■
21SUNNUDAGUR 16. maí 2004
ðin fékk á heilann
NIÐURSTAÐA
Að ofangreindu má sjá að þeir allrasvartsýnustu sem höfðu spáð ofangreindum nýjungum sem
tískubólum höfðu að mörgu leyti rangt fyrir sér. Þótt umræðan um nýjungarnar hafi minnkað til
muna virðast þær hafa náð að festa sig í sessi eins og oft vill verða. Ýmsar nýjungar sem fólk hafði
efasemdir um hafa nú aðlagast umhverfinu og eru að mörgu leyti orðnar ómissandi þáttur í tilveru
okkar. Þar má nefna hluti á borð við farsíma, tölvur, loftpúða í bílum og svo mætti lengi telja. Þó
eru vissulega til ýmsar nýjungar sem hafa ekki náð að festa sig í sessi þó sumir noti þær enn. Þar
má meðal annars nefna seyðið af Monsúrí-sveppinum, Atkinskúrinn, SprinkleNetwork, Sjónvarps-
markaðinn og sjálfa fatatískuna sem fer hring eftir hring og kemur alltaf aftur.
Herbalife-vörurnar fóru um eins ogeldur í sinu fyrir nokkru og á tíma-
bili var eins og annar hver maður væri
að selja eða neyta fæðubótarefnanna.
Umræðan um Herbalife hefur minnkað
töluvert síðustu ár en svo virðist sem
fólk hafi enn mikinn áhuga á vörunum.
„Eins og gerist oft með nýjar vörur
voru mikil læti í kringum Herbalife
þegar það kom fyrst til landsins,“ segir
Erla Bjartmarz sem hefur selt Herba-
life um árabil. „Vörurnar fengu nei-
kvæða umfjöllun í fjölmiðlum og í
fyrstu voru þær kynntar fólki til grenn-
ingar. Staðreyndin er hins vegar sú að
Herbalife-vörurnar eru góð næring og
við lítum fyrst og fremst á þær sem
góða frumnæringu. Þær eru meðal ann-
ars notaðar af íþróttafólki.“
Fimm ára afmæli
Herbalife á Íslandi á fimm ára af-
mæli um þessar mundir. Ekki eru til ná-
kvæmar tölur yfir þá sem neyta fæðu-
efnanna reglulega né
um þá sem selja þau.
Ef miðað er við þá
Herba l i fe - sa la
sem skráðir eru
í símaskránni á
netinu virðist sem Íslendingar
neyti enn fæðubótarefnanna í
stórum stíl. Heilar þrjár síður
koma upp yfir sjálfstæða
Herbalifesala í símaskránni og
þá eru ótaldir allir þeir sem
ekki eru skráðir þar.
Erla segir að þótt umræðan
um Herbalife hafi minnkað síð-
ustu ár hafi söluaukningin ver-
ið mikil. „Við sjáum til að
mynda 38% söluaukningu hjá
okkur frá síðasta ári og salan
er miklu meiri nú en hún var í
upphafi,“ segir Erla og er síður
en svo á því að Herbalife sé
einhvers konar bóla. „Ég hef
lengi verið sjálfstæður dreif-
ingaraðili með Herbalife-vörur
og það er spennandi að sjá
þann árangur sem fólk hefur
náð. Herbalife er lífsstíll þar
sem náttúran og vísindin vinna
saman og ég vil gjarnan leið-
rétta þann misskilning að um
einhverja bólu sé að ræða,“
segir Erla sem er á leið til
London til að fagna tuttugu ára
afmæli Herbalife í Evrópu. ■
Herbalife:
Síður en svo bóla
DREIFIR HERBALIFE
Erla Bjartmarz er einn dreifingaraðila Herbalife, en sú var tíðin að þjóðin virtist hafa steypt sér í neyslu á þeirri vöru. Erla segir
síður en svo um bólu að ræða.
BRAUTRYÐJANDI
Pamela Anderson varð eins konar táknmynd
brjóstastækkana. Fjölmargar íslenskar stúlk-
ur fylgdu í kjölfar hennar og mátti lesa um
það á síðum tímarita og blaða lengi vel.
Brjóstastækkanir:
Ekkert lát á brjóstastækkunum