Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 37
25SUNNDAGUR 16. maí 2004 Engir meistarataktar hjá KR-ingum FH-ingar gripu máttlausa meistara úr Vesturbænum í bólinu í gær og unnu sanngjarnt, 1–0. FÓTBOLTI Landsbankadeildin í knattspyrnu hófst í gær með leik Íslandsmeistara KR og FH á KR- velli. Ekki er hægt að segja að upphaf mótsins hafi verið með þeim glæsibrag sem menn vonuð- ust til því leikurinn náði aldrei miklum hæðum. Það var ótrúleg- ur vorbragur á leik liðanna jafn- vel þótt liðin séu bæði búin að spila hátt á þriðja tug leikja á und- anförnum mánuðum. Þrátt fyrir mikla bragarbót á aðstöðu liðanna yfir vetrarmánuðina hefur það því miður ekki skilað sér í því að liðin komi betur undirbúin til leiks þegar deildin hefst. FH-ing- ar voru þó sterkari og unnu sann- gjarnt, 1-0. Það vantaði fjölmarga lykil- menn í liðin og voru KR-ingar sýnu grátt leiknari í þeim efnum. Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafs- son voru með þeirra sem vantaði í KR-liðið en FH-ingar voru án tveggja af sínum öflugustu sókn- armönnum, þeirra Allans Borgvardt og Ármanns Smára Björnssonar. Það vantaði samt ekki ógnun- ina í FH-liðið í fyrri hálfleik. Atli Viðar Björnsson og Jón Þorgímur Stefánsson gerðu KR-vörninni líf- ið leitt með hraða sínum og það fór vel á því að það skyldi vera Atli Viðar sem skoraði fyrsta mark leiksins og Landsbanka- deildarinnar þetta árið á 26. mín- útu eftir skelfileg varnarmistök Gunnars Einarssonar. Atli Viðar lék á Kristján Sigurðsson og skor- aði af öryggi framhjá Kristjáni Finnbogasyni. Það sem eftir lifði hálfleiks voru FH-ingar klaufar að auka ekki muninn enn frekar. Daninn Simon Karkov fékk dauðfæri sem hann nýtti ekki og Jón Þorgímur komst tvívegis einn inn fyrir vörn KR án þess að ná að nýta sér það. KR-ingar voru aftur á móti með- vitundarlausir með öllu. Sending- ar voru tilviljunarkenndar, örygg- ið í vörninni var lítið og eina ógn- un liðsins í fyrri hálfleik var skot hjá hinum 17 ára gamla Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir utan vítateig sem fór nokkuð framhjá markinu. Það sama var uppi á teningnum í byrjun síðari hálfleiks. FH-ingar voru sterkari og það sem munaði mestu um að var að það var ein- hver hugsun í sóknarleik þeirra. Það var aftur á móti ekki heil brú í sóknarleik KR-inga og einu skiptin sem eitthvað gerðist var þegar Kjartan Henry gerði eitt- hvað upp á eigin spýtur. Hann hélt allri FH-vörninni við efnið út leik- inn og komst tvívegis í góð færi. Fyrst lét hann Daða Lárusson verja frá sér skot eftir að hafa leikið Tommy Nielsen grátt á 65. mínútu og tveimur mínútum síðar varði Daði skalla frá honum. Kjartan lagði síðan upp dauðafæri fyrir Tékkann Petr Podzemsky á 81. mínútu en líkt og flest það sem hann tók sér fyrir hendur í leikn- um yfirleitt fór það færi forgörð- um. Þegar upp er staðið áttu FH- ingar sigurinn fyllilega skilið – þeir voru einfaldlega miklu betri en KR-ingar. Hinn 17 ára gamli framherji KR-inga var algjör yfirburðamað- ur liðsins og sá eini sem eitthvað skapaði í leiknum. Félagar hans fylgdu honum ekki eftir nema ef vera skildi Guðmundur Bene- diktsson, sem dúkkaði upp eins og draugur úr grárri forneskju í byrjun síðari hálfleiks. Guðmund- ur hefur lítið sem ekkert æft með KR en hann sýndi fína takta þann tíma sem hann hafði kraft og þrek. Aðrir leikmenn liðsins voru afspyrnuslakir og sérstaklega er það umhugsanvert fyrir KR-inga hversu lélegur Tékkinn Podz- emsky var. Hann átti varla send- ingu á samherja, vann ekki návígi og virkaði oft eins og álfur út úr hól. KR-liðið þarf að hysja upp um sig buxurnar eftir þennan leik því ekki verða stigin mörg í sumar ef áframhald verður á þessari spila- mennsku. FH-ingar voru sterkir sem liðs- heild. Þeirra bestir voru Ásgeir Ásgeirsson, sem stjórnaði miðj- unni af myndarbrag ásamt félaga sínum Heimi Guðjónssyni, og Atli Viðar Björnsson, sem var stöðugt ógnandi allan tímann. Freyr Bjarnason steig heldur varla feil- spor í vinstri bakverðinum og var bestur varnarmanna liðsins. Dan- inn Simon Karkov olli hins vegar vonbrigðum og var hann undir sömu sök seldur og Tékkinn hjá KR – varla þess virði að sækja slíka menn til útlanda. FH-liðið sýndi það í þessum leik að það verður gífurlega öfl- ugt í sumar, sterk liðsheild með markvissan sóknarleik. oskar@frettabladid.is TRYGGÐI FH-INGUM ÞRJÚ DÝRMÆT STIG Atli Viðar Björnsson, framherji FH-inga, sést hér skýla boltanum í leiknum í gær. Atli Viðar skoraði sigurmarkið í leiknum og tryggði FH-ingum þrjú dýrmæt stig. Framherjinn Atli Viðar Björnsson, hetja FH-inga gegn KR: Sigurinn var virkilega ljúfur FÓTBOLTI Dalvíkingurinn Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins og piltur er greinilega kominn í sitt gamla góða form eft- ir meiðsli og er hverjum varnar- manni skeinuhættur enda einn allri fljótasti leikmaður Lands- bankadeildarinnar. Þetta hafði Atli Viðar að segja eftir leikinn: „Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og áttum þá að gera út um leikinn. Leikurinn var ekk- ert sérstakur í það heila og mér fannst talsverður vorbragur á báðum liðum. Sigurinn er engu að síður virkilega ljúfur og við sýnd- um að breiddin í hópnum er mjög góð og ef það eru einhverjir meiddir þá koma bara aðrir í stað- inn, það er ekkert flóknara en það og mjög ánægjulegt að vita til þess. Vonandi er þessi sigur byrj- unin á góðu sumri hjá okkur en það er engin spurning að við stefnum hátt og það býr mikið í þessu liði,“ sagði Atli Viðar Björnsson, hetja FH-inga, eftir leikinn í gær. Þýðir ekkert að væla Guðmundur Benediktsson var að leika sinn fyrsta knattspyrnu- leik í nokkuð langan tíma en hann var þó án efa með sprækari mönn- um KR-liðsins: „Auðvitað hefði maður viljað vinna þetta enda mikilvægt að byrja mótið vel. Við vorum hins vegar bara ekki alveg í standi og þá sérstaklega ekki í fyrri hálf- leik. Spilamennskan var síðan að- eins skárri í seinni hálfleik en ein- faldlega ekki nógu góð til að breyta gangi leiksins að ráði. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg afgerandi færi, við erum auðvitað með unga stráka þarna frammi og þeir eru að fá sína eldskírn og þetta fer allt í reynslubankann. Við verðum að spila af fullum krafti allan tímann ef við ætlum að vinna lið eins og FH.“ En hvernig er staðan á Guð- mundi, er hann laus við meiðsl og að ná sínu gamla formi? „Ég er auðvitað ekki búinn að spila neinn alvörubolta í nánast tvö ár og því ekki í neinni leikæf- ingu og það tekur að sjálfsögðu einhvern tíma að komast í topp- form en meðan hnén eru í lagi þá er ég nokkuð sáttur. Nú verðum við að taka okkur saman í andlit- inu og það þýðir ekkert að væla enda enginn tími til þess – þetta spilast svo þétt í byrjun og við verðum bara að vera klárir á fimmtudaginn þegar við förum til Keflavíkur enda verður það ekki síður erfiður leikur,“ sagði Guð- mundur Benediktsson. ■ GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON Spilaði sinn fyrsta leik fyrir KR síðan 2001. KR–FH 0–1 (0–1) 0–1 Atli Viðar Björnsson 26. DÓMARI: Egill Már Markússon Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM: Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH TÖLFRÆÐIN: Skot (á mark): 6–13 (2–4) Horn: 2–4 Aukaspyrnur: 15–15 Rangstæður: 1–5 Spjöld (Rauð) 1–1 (0–0) FRÁBÆRIR: Enginn MJÖG GÓÐIR: Kjartan Henry Finnbogason KR Atli Viðar Björnsson FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH Freyr Bjarnason FH GÓÐIR: Heimir Guðjónsson FH Jón Þorgrímur Stefánsson FH Sverrir Garðarsson FH ■ Það sem skipti máli FYRSTA RANGSTÆÐAN Jón Þogrímur Stefánsson, FH 1. mínúta FYRSTA BROTIÐ Freyr Bjarnason, FH 6. mínúta FYRSTA SKOTIÐ Tommy Nielsen, FH 16. mínúta FYRSTA MARKIÐ Atli Viðar Björnsson, FH 26. mínúta FYRSTA MARKVARSLAN Kristján Finnbogason, KR 37. mínúta FYRSTA SPJALDIÐ Heimir Guðmundsson, FH 60. mínúta ■ Í upphafi skal... EKKI FAGNA OF FLJÓTT Síðast þegar FH-ingar unnu KR-inga í fyrsta leik á KR-vellinum endaði tímabilið ekki vel fyrir Hafn- firðinga því FH féll um haustið. Það var sumarið 1995 sem Jón Erling Ragnarsson tryggði FH 0–1 sigur á KR í fyrsta leik. TITILVÖRN BYRJAR Á TAPI KR varð 12. meistaraliðið í 27 ára sögu tíu liða efstu deildar sem tapaði fyrsta leik sínum í titil- vörn. Engu af hinum ellefu liðunum hefur tekist að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa farið stigalaust út úr fyrsta leiknum. Þegar KR tapaði fyrsta leik á Íslandsmóti síðast, gegn Fylki 2001, endaði liðið í 7. sæti. 11–0 FYRIR FH FH-ingar hafa skorað ellefu mörk í röð gegn KR í tveimur stærstu mótum íslenskrar knattspyrnu án þess að Vesturbæingar hafi náð að svara fyrir sig. FH lenti 0–2 undir á móti KR í undanúrslitum bikarins síðasta haust en vann leikinn 3–2 og svo deildarleik liðanna tíu dögum seinna 7–0 og svo aftur 1–0 í gær. ■ Boltabræðingur FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.