Fréttablaðið - 16.05.2004, Side 38
26 16. maí 2004 SUNNUDAGUR
BAKSUND
Austurríkismaðurinn Markus Rogan sigraði
í 200 metra baksundi á Evrópumótinu
sem fram fer í Madríd.
SUND
Arsenal í sögu-
bækurnar
Arsenal var ósigrað í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Thierry Henry skoraði sitt 30. deildarmark á leiktíðinni.
FÓTBOLTI Englandsmeistarar
Arsenal unnu Leicester 2-1 í
lokaumferð úrvalsdeildarinnar.
Arsenal varð þar með fyrsta
félagið í 115 ár sem fer ósigrað í
gegnum heilt keppnistímabil.
Arsenal sigraði í 26 af 38 leikj-
um og gerði jafntefli í tólf
leikjum.
Meistararnir þurftu að hafa
fyrir hlutunum gegn fallliði
Leicester. Paul Dickov, fyrrum
leikmaður Arsenal, kom
Leicester yfir með skallamarki
á 26. mínútu. Thierry Henry
jafnaði úr vítaspyrnu á annarri
mínútu eftir leikhlé. Frank
Sinclair, varnarmaður Leicest-
er, brá Ashley Cole í vítateign-
um og Henry skoraði sitt 30.
deildarmark úr vítaspyrnunni.
Fyrirliðinn Patrick Vieira skor-
aði sigurmark Arsenal á 66.
mínútu eftir glæsilega stungu-
sendingu frá Dennis Bergkamp.
Newcastle náði jafntefli við
Liverpool á Anfield Road og
tryggði sér sæti í UEFA-bikar-
keppninni á næstu leiktíð.
Bolton eygði möguleika á sæti í
UEFA-keppninni en þeir töpuðu
2-0 fyrir Fulham á heimavelli og
féllu fyrir vikið í áttunda sætið.
Yakubu Aiyegbeni skoraði
þrennu á hálftíma fyrir
Portsmouth sem vann Middles-
brough 5-1. Aiyegbeni bætti
fjórða markinu við í seinni hálf-
leik og Teddy Sheringaham full-
komnaði daginn með sínu 250.
deildarmarki.
Aston Villa, sem keppir í
UEFA-bikarkeppninni á næstu
leiktíð, tapaði 2-0 fyrir
Manchester United á heima-
velli. Ronaldo og van Nistelrooy
skoruðu snemma leiks en í
seinni hálfleik var tveimur leik-
mönnum United vísað af velli.
Darren Fletcher var rekinn af
velli á 75. mínútu og Ronaldo á
85. mínútu. Þetta var annar
brottrekstur Fletcher í deildinni
í vetur og komst hann þar með í
félagsskap með Maik Taylor,
markverði Birmingham, Leeds-
aranum Mark Viduka og Andy
O’Brien varnarmanni New-
castle.
Paul Ince var spjaldakóngur
deildarinnar. Hann fékk þrettán
gul spjöld í vetur og lauk leik-
tíðinn með rauðu spjaldi um
miðjan seinni hálfleik. ■
LEIKIR
13.00 Landsleikur í handbolta í Eyj-
um. Kvennalandslið Íslendinga
og Dana keppa.
14.00 Grindavík leikur við ÍBV í
Grindavík í Landsbankadeild karla
í fótbolta.
14.00 KA og Keflavík keppa á
Akureyri í Landsbankadeild karla í
fótbolta.
14.00 ÍA mætir Fylki á Akranesi í
Landsbankadeild karla í fótbolta.
19.15 Fram keppir við Víking á
Laugardalsvelli í Landsbankadeild
karla í fótbolta.
SJÓNVARP
09.40 Landsbankadeildin á Sýn.
Útsending frá leik KR og FH í
Lansbankadeild karla.
11.30 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Enski boltinn frá ýmsum
hliðum.
13.30 Kraftasport á Sýn. Sterkasti
maður Íslands.
13.45 Snjókross á RÚV. Þáttur um
kappakstur á vélsleðum.
14.00 Meistaradeild UEFA á Sýn.
Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.
14.10 Saga EM í fótbolta á RÚV.
14.30 Motorworld á Sýn. Kraftmik-
ill þáttur um allt það nýjasta í
heimi akstursíþrótta.
14.55 Bandaríska mótaröðin á
Sýn. Upprifjun á eftirminnilegum
augnablikum í bandarísku móta-
röðinni í síðasta mánuði.
15.45 Hnefaleikar á Sýn. Útsending
frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á
meðal þeirra sem mættust voru
Roy Jones Jr. og Antonio Tarver.
17.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Barcelona og
Racing Santander.
19.30 Bandaríska mótaröðin á
Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku
mótaröðina í golfi.
19.55 Boltinn með Guðna Bergs á
Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum.
21.30 Íslensku mörkin á Sýn. Þátt-
ur um 1. umferð Landsbanka-
deildar karla.
21.50 Helgarsportið RÚV.
22.10 Fótboltakvöld á RÚV. Þáttur
um 1. umferð Landsbankadeildar
karla.
22.15 NBA á Sýn. Bein útsending
frá leik Sacramento og
Minnesota.
00.05 Markaregn á RÚV. Sýndir
verða valdir kaflar úr leikjum síð-
ustu umferðar í þýska fótboltanum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
13 14 15 16 17 18 19
Sunnudagur
MAÍ
FÓTBOLTI „Mér líður eins og ungum
manni,“ sagði Nelson Mandela,
fyrrum forseti Suður Afríku, eftir
að tilkynnt var í gær að lokakeppni
HM í fótbolta árið 2010 verði haldin
í heimalandi hans. „Fegurðin í
sigrinum felst í því að við áttum í
keppni við verðuga andstæðinga og
það var ómögulegt að geta sér til
um niðurstöðuna.“
Mandela hefur lengi barist fyrir
því að lokakeppni HM verði haldin í
Suður Afríku. Fyrir fjórum árum
sóttust Suður Afríkumenn eftir að
fá að halda keppnina árið 2006 en
töpuðu naumlega fyrir Þjóðverjum
í atkvæðagreiðslu.
Fjögur lönd frá Afríku sóttu um
að fá að halda keppnina en Suður
Afríkumenn höfðu betur í baráttu
við Túnisa í atkvæðagreiðslu í
framkvæmdanefnd FIFA. Suður
Afríka fékk fjórtán atkvæði, Tún-
isar ellefu en Egyptar fengu ekkert
atkvæði. Umsókn Líbýu var hafnað
áður en til atkvæðagreiðslunnar
kom. ■
HM Í SUÐUR AFRÍKU
Nelson Mandela fagnar ákvörðun FIFA í
gær. Hann hefur barist fyrir því að loka-
keppni HM færi fram í Suður Afríku.
Heimsmeistarakeppnin 2010:
Lokakeppnin í Suður AfríkuArsenal tapaði engumleik í ensku úrvals-
deildinni í vetur. Afrekið
á sér fáar hliðstæður í
sterkustu deildum Evrópu í seinni
tíð en það var nokkuð algengt á
fyrstu árum deildakeppni í sum-
um löndum að meistarar væru
ósigraðir.
Ajax varð hollenskur meistari
árið 1995 án þess að tapa leik. AC
Milan tapaði heldur engum leik
þegar félagið sigraði í ítölsku
deildakeppninni árið 1992. Perugia
var ósigrað á Ítalíu veturinn 1978-
79 en lenti samt í öðru sæti.
Benfica hefur tvisvar farið
ósigrað í gegnum portúgölsku deild-
ina. Árið 1973 varð Benfica meistari
en veturinn 1977–78 lenti félagið í 2.
sæti á eftir Porto sem tapaði einum
leik og það á heimavelli. ■
EINSTAKT AFREK ARSENAL
16. ágúst Everton h 2-1
Henry (vsp), Pires
24. ágúst Middlesbrough ú 4-0
Henry, Gilberto, Wiltord 2
27. ágúst Aston Villa h 2-0
Campbell, Henry
31. ágúst Man City ú 2-1
Wiltord, Ljungberg
13. sept. Portsmouth h 1-1
Henry (vsp)
21. sept. Man. United ú 0-0
26. sept. Newcastle h 3-2
Henry 2 (1 vsp), Gilberto
4. okt. Liverpool ú 2-1
Hyyipa (sm), Pires
18. okt. Chelsea h 2-1
Edu, Henry
26. okt. Charlton ú 1-1
Henry
1. nóv. Leeds ú 4-1
Henry 2, Pires, Gilberto
8. nóv. Tottenham h 2-1
Pires, Ljungberg
22. nóv. Birmingham ú 3-0
Ljungberg, Bergkamp, Pires
30. nóv. Fulham h 0-0
6. des. Leicester ú 1-1
Gilberto
14. des. Blackburn h 1-0
Bergkamp
20. des. Bolton ú 1-1
Pires
26. des. Wolves h 3-0
Craddock (sm), Henry 2
29. des. Southampton ú 1-0
Pires
7. jan. Everton ú 1-1
Kanu
10. jan. Middlesbrough h 4-1
Henry (vsp), Queudrue (sm), Pires, Ljungberg
18. jan. Aston Villa ú 2-0
Henry 2 (1 vsp)
1. feb. Man City h 2-1
Tarnat (sm), Henry
7. feb. Wolves ú 3-1
Bergkamp, Henry, Toure
10. feb. Southampton h 2-0
Henry 2
21. feb. Chelsea ú 2-1
Vieira, Edu
28. feb. Charlton h 2-1
Pires, Henry
13. mars Blackburn ú 2-0
Henry, Pires
20. mars Bolton h 2-1
Pires, Bergkamp
28. mars Man Utd h 1-1
Henry
9. apríl Liverpool h 4-2
Henry 3, Pires
11. apríl Newcastle ú 0-0
16. apríl Leeds h 5-0
Pires, Henry 4 (1 vsp)
25. apríl Tottenham ú 2-2
Vieira, Pires
1. maí Birmingham h 0-0
4. maí Portsmouth ú 1-1
Reyes
9. maí Fulham ú 1-0
Reyes
15. maí Leicester h 2-1
Henry (vsp), Vieira
Mörkin (73): Thierry Henry 30 (7 vsp),
Robert Pires 14, Dennis Bergkamp 4,
Fredrik Ljungberg 4, Gilberto Silva 4, Pat-
rick Vieira 3, Sylvain Wiltord 3, Eduardo
Cesar Daude Gaspar „Edu“ 2, José Anton-
io Reyes 2, Sol Campbell, Nwankwo
Kanu, Kolo Toure – fjögur sjálfsmörk
mótherja.
ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR
Arsenal - Leicester 2-1
0-1 Paul Dickov (26.), 1-1 Thierry Henry,
vsp (47.), 2-1 Patrick Vieira (66.)
Aston Villa - Man. United 0-2
0-1 Cristiano Ronaldo (4.), 0-2 Ruud van
Nistelrooy (10.)
Blackburn - Birmingham 1-1
1-0 Andy Cole (24.), 1-1 Stern John (83.)
Bolton - Fulham 0-2
0-1 Brian McBride (45.), 0-2 Brian
McBride (78.)
Charlton - Southampton 2-1
1-0 Jason Euell (36.), 2-0 Carlton Cole
(53.), 2-1 David Prutton (64.)
Chelsea - Leeds 1-0
1-0 Jesper Grönkjær (20.)
Liverpool - Newcastle 1-1
0-1 Shola Ameobi (25.), 1-1 Michael
Owen (67.)
Man. City - Everton 5-1
1-0 Paulo Wanchope (16.), 2-0 Paulo
Wanchope (30.), 2-0 Nicolas Anelka
(41.), 3-1 Kevin Campbell (60.), 4-1 Ant-
onine Sibierski (89.), 5-1 Shaun Wright-
Phillips (90.)
Portsmouth - Middlesbrough 5-1
1-0 Yakubu Aiyegbeni (4.), 2-0 Yakubu
Aiyegbeni, vsp (14.), 2-1 Boudewijn
Zenden (27.), 3-1 Yakubu Aiyegbeni
(31.), 4-1 Teddy Sheringham (80.), 5-1
Yakubu Aiyegbeni (83.)
Wolves - Tottenham 0-2
0-1 Robbie Keane (34.), 0-2 Jermain
Defoe (57.)
LOKASTAÐAN
Arsenal 38 26 12 0 73:26 90
Chelsea 38 24 7 7 67:30 79
Man. United 38 23 6 9 64:35 75
Liverpool 38 16 12 10 55:37 60
Newcastle 38 13 17 8 52:40 56
Aston Villa 38 15 11 12 48:44 56
Charlton 38 14 11 13 51:51 53
Bolton 38 14 11 13 48:56 53
Fulham 38 14 10 14 52:46 52
Birmingham 38 12 14 12 43:48 50
Middlesb. 38 13 9 16 44:52 48
Southampton38 12 11 15 44:45 47
Portsmouth 38 12 9 17 47:54 45
Tottenham 38 13 6 19 47:57 45
Blackburn 38 12 8 18 51:59 44
Man. City 38 9 14 15 55:54 41
Everton 38 9 12 17 45:57 39
Leicester 38 6 15 17 48:65 33
Leeds 38 8 9 21 40:79 33
Wolves 38 7 12 19 38:77 33
ÓSIGRANDI MEISTARAR
Leikmenn Arsenal fögnuðu
deildarmeistaratitlinum í gær.
■ TALA DAGSINS
0