Fréttablaðið - 16.05.2004, Qupperneq 41
29SUNNUDAGUR 16. maí 2004
Þið sem hafið gaman af Stereolabog múm voruð að detta í lukku-
pottinn. Þriðja breiðskífa þýsku raf-
sveitarinnar Lali Puna er eins og
sambræðingur beggja sveita. For-
ritanirnar eru svo svipaðar þeim
sem eru að finna á Neon Golden
plötu The Notwist, enda er gítar-
leikari þeirrar sveitar, Markus
Archer, einnig liðsmaður í Lali
Puna. Aðdáendur Kid A plötu Radio-
head, ættu einnig að finna eitthvað
hér við sitt hæfi.
Þetta er óertandi og notarleg raf-
tónlist sem á rætur í indie-rokkinu
og er yfirbragðið sérstaklega elsku-
legt. Hálfhvíslandi rödd söngkon-
unnar Valerie Trebeljahr er því sér-
staklega viðeigandi. Flæðandi
tregafullir gítartónar og eitursval-
ar, einfaldar forritanir og hljóð-
klippur verða svo til þess að gera
plötuna að nútíma klassík. Sveitin
virðist hafa faðmað að sér hefð-
bundnari poppsmíðar á þessari
plötu en áður, með tilheyrandi við-
lögum. Þau missa sig þó aldrei í
meðalmennskuna, sem betur fer.
Einhverjum gæti eflaust fundist
þetta frekar undarlegur fiskur í
fyrstu. Við nánari hlustun kemur þó
í ljós að þetta er lax í tjörninni.
Grípið hann á meðan tækifærið
gefst.
Bara í dag er ég búinn að renna
þessari plötu þrisvar sinnum yfir,
og er fjarri nálægt því að fá leið.
Það er ekki nóg að lagasmíðarnar
séu sterkar heldur er þessi kaka
kyrfilega skreytt hljóðsælgæti hér
og þar. Eða eins og söngkonan syng-
ur í einu laginu „Remember the
Small Things“. Lykillinn að því að
láta hvert einasta ástarsamband
ganga upp.
Án efa ein af plötum ársins,
sama hversu blómlegt restin af tón-
listarárinu verður.
Birgir Örn Steinarsson
Grínarinn Pablo Francisco ermættur til Íslands að nýju til
þess að skemmta í aðalsal Hótel
Nordica í vikunni. Í þetta skipti er
hann ekki einn og mætir með tvo
fyndna félaga sína til þess að kitla
hláturtaugar okkar Íslendinga.
Þeir heita Cory Holcomb og Mike
Loftus en báðir hafa skapað sér
nafn sem uppistandendur í
Bandaríkjunum. Cory er til dæm-
is í miklu uppáhaldi hjá Jay Leno
og hefur komið margsinnis fram í
þætti hans Tonight Show. Jay hef-
ur meðal annars haft gaman af því
að senda Cory, sem er svartur, á
uppákomur sem nær eingöngu
hvítt fólk sækir. Cory komst líka
nýlega í lokaúrslit í Last Comic
Standing sem er vinsæll raun-
veruleikaþáttur í Bandaríkjunum
þar sem grínarar keppa sína á
milli.
Mike Loftus er einn af duglegri
grínrithöfundum Hollywood.
Hann hefur komið fram í eigin
þáttum á Comedy Central og
einnig í þáttum eins og National
Lampoon’s Funny Money, Late
Friday á NBC og You Lie Like a
Dog á Animal Planet. Hann skrif-
ar fyrir George Lopez þáttinn á
ABC og This Just In á Spike TV.
Eftir síðustu Íslandsheimsókn
sína hefur Pablo Francisco bætt
nokkrum sögum um landið í atriði
sitt. Kannski treystir hann sér til
þess að segja þá brandara hér.
Hópurinn skemmtir á Nordica
í kvöld, þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöld. Miðaverð er 3000 kr.
Bítillinn Paul McCartney var vin-
samlegast beðinn um að lækka í
græjunum er hann var við æfing-
ar á dögunum í Millennium Dome
í London fyrir væntanlega tón-
leikaferð sína. Íbúar í nágreninu
virðast ekki vera það hrifnir af
tónlistinni því tónleikahöldurum
barst fjöldi kvartana þegar Paul
æfði sig fyrir tónleikana.
Shar Jackson, fyrrverandikærasta Kevins Federline ást-
manns Britneyjar Spears, segir
þau tvö eiga hvort annað skilið.
Þau séu bæði drykkfelldir reyk-
ingamenn sem svíki annað fólk.
Jackson ber um þessar mundir
barn Federlines undir belti. Auk
þess á hún með honum dótturina
Kori sem er tveggja ára. Jackson
komst að því þann 26. apríl að
kærastinn héldi fram hjá sér.
Federline sagðist ætla að taka upp
auglýsingu í Japan en fór þess í
stað á fund Spears. ■
■ TÓNLIST
Brjáluð út í Britney
BRITNEY SPEARS
Ekki eru allir jafnsáttir við samband
Britneyjar og dansarans Kevins
Federline.
Lax í tjörninni
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
LALI PUNA:
FAKING THE BOOKS
Grínarinn Pablo Francisco er mættur
aftur á Klakann.
■ GRÍN
Gerir stólpagrín að Íslandi
PABLO FRANCISCO
„Af hverju læðast Íslendingar
alltaf fram hjá apótekum? ...
hm, enginn? ... Til þess að
vekja ekki svefnpillurnar!“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
■ FÓLK Í FRÉTTUM