Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. mai 1972 TÍMINN 5 Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því, að það á verðmæta hluti Fylgzt með Listmunauppboði Knúts Bruun 1. maí Knútur Bruun stendur við uppboöspúltið og heldur á lofti búk, og bókastaflar á boröinu við hlið hans. (Tlmamynd Róbert) Siðdegis 1. mai var hópur fólks saman kominn i Átthagasal Hótel Sögu: læknar, lögfræðingar, leigu- bilstjórar: efnafólk og háskólaborgarar: húsmæður og ungt fóik. Eitter þessu fólki sameiginlegt — áhugi á bókum- Knútur Bruun heldur nú sjöunda bókauppboð sitt á þessum vetri, en si. sumar fékk hann leyfi til að reka listmunauppboð, og er þriðji aðilinn i borginni, sem það gerir. Það er misjafnt, hvernig menn bjóða i bækur, sumir hækka boð sin jafnt og þétt, aðrir taka6tór og óvænt stökk i þeirri von að hnekkja á keppi- nautunum, sem stundum tekst, stundum ekki. Og kúnst uppboðshaldarans er rögg- semi og gott skap. Ekki má hann heldur draga of lengi að slá mönnum bækur, þá kemur urgur i mannskapinn. Þetta virðist Knúti Bruun takast vel hann lætur ekki góðglaðan 1. mai hátiðagesti, sem vill fá hinar aðskiljanlegustu upp- lýsingar um verkin, sem þó hafa verið til sýnis i tvo daga, slá sig út af laginu. Þetta er óvenjulegur gestur á bóka- uppboði sem vekur kátinu hjá bókamönnum og öðru upp- boðsfólki. Á þessu uppboði voru seld 100 verk. Hæst verð, 31.000 kr., var greitt fyrir Klausturp- óstinn 1.—9. árgang gefinn út i Beitistöðum og Viðey 1818—27 Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar á dönsku, Reise igmnem Island, gefin út i Sórey 1772 ásamt korti, mesti kjörgripur, var slegin á 29.000 kr. Fornmannasögur I. —XII. bindi Khöfn 1825—37 fóru á • 18.000 kr. Náttúrúfræðing- urinn 1,—37. árgangurá 12.500 kr. og Árbækur Espólins 1,—12. deild, ijósprentun, Rvik. 1943—47. á 9000 kr. Aðrar bækur seldust á lægra verði, allt niður i 200. kr. Að loknu uppboðinu náðum við tali af Knúti Bruun og spurðum hann um þessa starf- semi. — Ég hef haldið uppboð á gömlum bókum reglulega yfir vetrarmánuðina og ætla mér að halda þvi áfram, ef ég mögulega get. Aðsókn að upp- boðunum hefur verið góð og aukizt jafnt og þétt. Fasta- gestir eru margir, og ég held það sé vinsælt, að uppboðin hafa verið reglulega einn mánudag i mánuði á sama tima og stað, þ.e. kl. 5 siö- degis hér i Atthagasal Hótel Sögu. — Fyrirtæki þitt heitir Listmunauppboð, hefurðu hugsað þér að selja aðra muni en bækur? — Ég hef i hyggju að halda eitt málverkauppboð annað hvort nú i vor, og þá i lok, mai eða næsta haust. Ég hef verið beðinn að selja nokkur góð málverk. Til gamans má einnig geta þess að ég fékk upp i hendurnar tvær æva- gamlar útskornar rúmfjalir, aðra frá miðri 17. öld og hina frá miðri 18. öld. Þær ætla ég að selja á þessu sama uppboöi. Annars hef ég einvörðungu selt bækur til þessa, en Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. og Lista- verkauppboð Kristjáns Fr. Guðmundssonar hafa verið þeir aðilar, sem hafa haldið uppboð á málverkum — Hvernig gengur þér áð fá bækur til að selja á upp- boðum? — Þaðernú galdurinn. Það er mjög mikil eftirspurn eftir gömlum bókum, og sennilega ennþá meiri eftir málverkum, og þvi erfitt að fá þessa hluti. Það er óhugsandi að halda úti bókauppboðum nema maður fái öðru hverju stór bókasöfn til að selja. 1 sumar fékk ég gott bókasafn, sem Ingólfur heitinn Islólfsson átti, og það bjargaði mér fram eftir vetri. Nú er ég að reyna að tryggja mér eitt býsna stórt safn, og raunar fleiri, en þau mál eru enn á umræðu- stigi. — Hverjar telurðu orsakirnar fyrir að svo tregt framboðer a gömlum bókum? — Fyrst og fremst þær , að fólk á meira af verðmætum bókum en það gerir sér grein fyrir. Annars fer framboðið mikið eftir liðan þjóðarinnar almennt. 1 góðræri er litið framboð áf bókum og lista- verkum, en þegar harðnar i ári eykst það að mun. Hins vegar eru alltaf nógir kaup- endur einnig á erfiðum timum. — Hvernig er verð hér á gömlum islenzkum bókum? Það er heldur lægra en það, sem gerist erlendis. Stundum getur munurinn orðið mjög mikill. Ég fór utan fyrir skömmu m.a. til að athuga um kaup á gömlum islenkum bókum. Þá varð ég t.d. vitni að þvi, að Sóreyjarútgáfan af Ferðabók Eggerts og Bjarna var til sölu i fornbókaverzlun á 9.000 kr. danskar (tæpar 120.000 isl kr.), sama útgáfa og var seld núna á uppboðinu fyrir 29.000 kr. isl. — Er ekki mikil vinna við að halda bókauppboð? — Jú, það þarf að flokka bækurnar og númera. Ég reyni lika að skoða allar bækurnarog ganga úr skugga um að þær séu ógallaðar, þótt ég taki ekki ábyrgð á að svo sé, enda geta viðskipta- vinirnir sjálfir skoðað þær. Þá hef ég reynt að gera góðar bókaskrár fyrir uppboðin, og nýt við það aðstoðar fróðra og ágætra manna. Fyrst i vetur voru þær tilbúnar hálfum mánuði fyrir uppboðin, og það gerði mér kleift að fá erlenda • kaupendur Nú hins vegar get ég ekki haft skrarnar tilbúnar fyrr en fáum dögum fyrir uppboð vegna, þess, hve treg- lega gengur að fá bækur. — Ertu með nokkuð fleira á prjónunum? — A hausti komanda hef ég fullan hug á að gera tilraun með uppboð á gömlum antik- munum og öörum safnhlutum auk bókanna og málverkanna. En þetta er allt óskrifaö blað ennþá. SJ Ráðstefna ÆSI Strandríki hafi sérréttindi til að ákveða fiskveiðilögsögu sína ÞÓ—Reyk.iavik. A ráðstefnu Æskulýðssambands tslands um mengun hafsins og landhelgismál, urðu miklar umr-ður um fyrirhugaða útfærslu fiskveiði- lögsögu tslendinga. A fundi þeim, sem snérist um landhelgismálið voru menn á einu máli um það, að undir öllum venjulegum kringumstæöum skyldu ibúar strandrikja hafa sérréttindi til þess, að nýta auðlindir hafsins vegna landfræðilegra, haffræðilegra og efnahagslegra að- stæðna. Þá var einróma viðurkennt, að Island hefði algera sérstöðu að þessu leyti. Hins vegar voru menn ekki sammála um, hvernig réttast væri að leysa deiluna um landhelgismálið, enda tæpast von, þar sem bæði Bretar og Vestur-Þjóðverjar tóku þátt i um- ræðunni, þ.á.m. brezki þingmað- urinn Patric Wall. Æskilegt var talið, að alþjóð- legri verkaskiptingu skyldi komið á, svo að þau lönd, sem þannig væru sett, að þau gætu framleitt vörur á betri og hagkvæmari hátt en aðrar þjóðir ættu að einbeita sér að slikri framleiðslu, slik vinnubrögð myndu koma öllum til góða. Þá var og rætt um stjórn og skiptingu náttúruauðlinda. Talið var nauðsynlegt að koma á stjórn á nýtingu náttúruauðlinda og reyna á þann hátt, að koma i veg fyrir óskynsamlega nýtingu þeirra og rányrkju. Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna GÓ—Sauðárkróki. Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna verður háð á félags- svæði skagfirzku hestamannafé- laganna á Vindheimamelum 7., 8. og 9. júli i sumar. Tiu félög eru aðilar að mótinu, og auk þeirra þrjú hrossaræktar- sambönd, sem starfandi eru i Norðlendingafjórðungi. Formaður framkvæmdanefndar er Egill Bjarnason héraðsráðunautur. Fiskveiðar voru nefndar, sem gott dæmi um óábyrga og óskyn- samlega nýtingu náttúruauðlinda og brýn nauðsyn talin á þvi, að koma þar á skipulagi og friðun. Strandrikin voru talin rétti aðil- inn, miðað við núverandi aðstæð- ur, til þess, að koma á skipulagi og friðun á þessu sviði. Hins veg- ar var talið, aö langtima lausn á þessum málum þyrfti að finna og þá helzt rætt um alþjóðastjórn á nýtingu fiskistofnanna. Varðandi mengun, þá var lögð áherzla á, að mögulegt væri að endurvinna mörg þau úrgangsefni sem hafið tæki nú við og skapa þannig verðmæti, sem nú væri kastað. Úrgangsefni, sem ekki væru hæf til endurvinnslu þyrfti að ganga þannig frá, að þau menguðu ekki umhverfið. Um þetta þyrfti, að setja alþjóðalög, sem skilyrðislaust yrði að fram- fylgja I hverju landi. Aðferðir sem þessar hefðu vissulega kostnað i för með sér, og þann kostnað yrði hver aðili að bera, sem hlut ætti að máli, þannig að samkeppnisaðstaða fyrirtækja og þjóða i milli, þyrfti ekki endilega að raskast, þótt til þessa ráða yrði gripið. WFTLEIDIR. \ Aðalfunaur Loftleiða h.f. verður haldinn föstudaginn 2. júni n.k. i Krist- alsal Hótels Loftleiða kl. 2 e.h. Dagskrá: l. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Reikningar vegna ársins 1971 munu liggja frammi i aðalskrifstofu Loftleiða, Reykja- vikurflugvelli, frá 26. þ.m., og geta hluthafar vitjað aðgöngumiða sinna þangað frá og með þeim degi. 2. mai 1972 STJÓRN LOFTLEIÐA H.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.