Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. mai 1972 TÍMINN 11 Framkv^iTKjeittiói'ij íCrlstfán aorn>dikf&SÉi«, ftjtítjötsfi: ftSríirin'tf:;- Þ«rarms5on loW, Andtés KfFsíján«on, Jón H<tf9«t>n, iMtrt&i 6. *>ors»einsson og T<Sm«j Ksrissoo. A«$iýsinsaítj6ri: Sfe5rtr: Örífrtor Oislason. RttsfjórnarekTtfstofqj- í €<M*l5jÚ$irtU, Sfr^Sf 1S3Ö0 — 183Q&. Skrií?tofur Pankfljtrœti 7. — AfgreKMuÍi^Í.'. :xÍÍ3Í3. AugiýsinQawmí 19523,. ASrar skrifslofur simi WÖifc.;; Áskrittarsíald kr. 122S.ÖÐ á mánuSi lcmanlarnts. í latfsatfrtiji" kr. 15>Öfr #lnUkfö. — BiiSaþrent h.f. (OffHkt) Ummæli Olafs Björnssonar um stjórnarandstöðuna Ein er sú spurning, sem enginn maður á Is- landi getur svarað i dag, en hún er, hver sé stefna núverandi stjórnarandstöðuflokka i efnahagsmálum. Forvigismenn þeirra gagn- rýna allt, sem núverandi rikisstjórn gerir, en forðast að bendá á, hvað það eigi að gera i staðinn. Oft gagnrýna þeir lika það, sem þeir töldu sjálfsagðast og mikilvægast meðan þeir voru i stjórn. Þannig var það aðalboð- skapurinn, sem Morgunblaðið lét talsmenn sina flytja i sambandi við l.mai, að það hefði verið rangt að gera kaupsamninga til tveggja ára. Fram að stjórnarskiptunum var það pó yfirlýst skoðun Morgunblaðsins sjálfs, að stefna bæri að þvi að draga úr vinnudeilum með þvi að gera kaupsamninga til lengri tima en fárra mánaða eða eins árs. Vafalitið er það slikur málflutningur, sem Ólafur Björnsson prófessor hefur haft i huga, þegar hann flutti fyrirlestur i Hagfræðifélagi íslands og Félagi viðskiptanema siðastl. fimmtudagskvöld. Samkvæmt frásögn Mbl. af fyrirlestrinum (Mbl. 29.april) lagði Ólafur megnináherzlu á, að breyttir starfshættir stjórnmálaflokka væri forsenda fyrir heil- brigðri efnahagsþróun (sjá fyrirsögnina i Mbl.) Um þetta atriði fórust Ólafi svo orð i fyrirlestri sinum: ,,Ég hef engin snjallræði á takteinum til þess að koma þessari breytingu fram. En til þess þyrfti að breyta algjörlega starfsháttum stjórnmálaflokkanna. Kjósendur á íslandi hafa látið stjórnarandstöðuna á öllum timum komast upp með að vera algjörlega óábyrga. Hún þarf aldrei að gera ákveðnar tillögur til lausnar vandamálunum. Kjósendur heimta ekki annað af henni en að hún maldi i móinn, þegar rikisstjórnin gerir eitthvað. 1 nágranna- löndum okkar er öðru visi háttað i þessum efnum. Það var fyrir nokkrum árum i Dan- mörku, þegar stjórn borgaraflokkanna var við völd, að hún bar fram heildartillögur i efna- hagsmálum. Jafnaðarmenn létu sér ekki nægja að vera á móti, þeir vissu að kjósendur mundu ekki una þvi og þess vegna lögðu þeir fram fullkomnar tillögur af sinni hálfu. Svona er þetta einnig i Bretlandi. Hér er þetta öðru- visi. Flokkarnir gera ekki grein fyrir stefnu sinni i efnahagsmálum, nema með almennum glamuryrðum." Það fer ekki á milli mála, hvert Ólafur Björnsson beinir þessum orðum sinum. Þau eru óbein, en vel rökstuddd, ádeila á forustu- menn núv. stjórnarandstöðuflokka fyrir að hampa „almennum glamuryrðum" i umræðum um efnahagsmál. i stað þess að benda á leiðir og úrræði og rökstyðja gagnrýni sina á þann hátt. Ummæli ólafs Björnssonar eru jafnframt krafa um það til kjósenda, að þeir þoli ekki stjórnarandst, slik vinnuþrögð. Undir þessa kröfu ber að taka. Núverandi stjórnarandstaða er sannarlega bæði stjórn- ' laus og stefnulaus, en hvergi er það þó meira á- berandi en i sambandi við efnahagsmálin. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Aðalleiðtogi frelsisbaráttu Afríkuþjóða fallinn frá Fangavist hjá Breturn gerði Nkrumah að þjóðhetju HINN 27. f.m. andaöist i Biidapest sá leiötogi Afriku- manna, sem átti mestan þátt i þvi, aö ibúar hinnar svonefndu svörtu Afriku brutust fljótar undan nýlenduokinu en ella. Hann var jafnframt höfuötals- maöur þeirrar stefnu, að svörtu Afríkuþjóðirnar heföu meö sér sem nánast samstarf og stefndu aö einingu siöar meir. Vafalitið mun hans minnzt i framtiðinni sem eins mesta leiðtoga, sem Afriku- menn hafa nokkru sinni átt. Það er ekki óliklegur spádóm- ur, að hann verði látinn enn áhrifameiri boðberi sjálf- stæðis- og einingarstefnunnar i Afriku en hann var i lifanda lifi. Þessi maöur var Kwame Nkrumah, fyrrverandi ein- ræðisherra i Ghana. Hann var 62 ára gamall, þegar hann lézt, en banamein hans var krabbamein og hafði hann þjáðst af þvi um skeið. Hann var i útlegð siðustu sex ácin og var þá allt' gert, sem hægt var til að ófrægja hann i heima- landi hans, þar sem hann hafði verið einræðisherra á annan áratug. Myndastyttur, sem honum höfðu verið reistar sem frelsishetju þjóöarinnar, höfðu verið rifnar niður og annað eftir þvi. Núverandi valdhafar landsins höföu heit- ið miklu fé fyrir að fá hann til landsins, lifandi eða dauðan, en ef hann kom lifandi átti hann að standa reikningsskap gerða sinna. Strax eftir að fregnin um andlát hans barst til Ghana, var byrjað að tigna hann sem hina miklu þjóð- hetju og eru allar horfur á, að hann verði i framtiðinni dýrk- aður i Ghana engu minna en meðan vegur hans þar var' mestur. Þegar er farið að ræða um að reisa af honum myndastyttur, skira götur eft- ir honum o.s.frv. KWAME NKRUMAH, sem reyndar hét upphaflega Frances Nuria Kofi, fæddist 9. september 1909. Faðir hans var gullsmiður, en móðir hans sölukona. Hann var einkason- ur móður sinnar, sem unni honum mikið og gerði allt, sem hún gat til að afla honum menntunar. Hún kom honum i skóla hjá katólskum trúboðum og hafði hann i hyggju um skeið að gerast prestur eða munkur, en siðar hneigðist hugur hans að þvi aö afla sér kennaramenntunar. Hann náði kennaraprófi 1931 og var skólastjóri næstu fjögur árin. Fullyrða má, að það hafi skipt sköpum i lifi Nkrumah, að hann komst i kynni við Nnamdi Azikiwie, sem siðar varð áhrifamikill stjórnmála- maður i Nigeriu, en hann var einn af fyrstu taismönnum sjálfstæðisbaráttunnar i Afriku og gaf út á þessum ár- um i Accra blað, sem var helgað henni, African Morning Post. Fyrir áeggjan Azikiwies ráðst Nkrumah I það að fara til Bandarikjanna og afla sér þar menntunar. Það kom sér vel, að hann haföi lagt fyrir mest af kennaralaununum. Hann kom til Bandarikjanna 1935 og dvaldist þar samfleytt i 10 ár. Fyrst stundaði hann nám við Lincolnháskólann i Pennsylvania, en hann var eingöngu fyrir svertingja, en siðar nam hann við Pennsyl- vaniuháskóla. Hann lagði stund á lög, félagsfræði og stjórnmál-og þótti mikill námsmaður. Hann lét félags- mál mjög til sin taka á þessum árum og var lengstum for- Kwame Nkrumall maður-í samtökum Afrikustú- denta i Bandarikjunum. Árið 1945 fór hann til Bretlands til framhaldsnáms. Þar tók hann próf i lögum og las þjóðfélags- fræði við London School of Economics. Hann hafði á námsárum sinum i Ameriku lesið rit eftir Marx og Marcus Garvey, sem var helzti rit- höfundur i hópi afrikanskra þjóðernissinna. Dvöl Nkrumah i London færði hann enn nær Marxistum og gerði hann að enn meiri þjóðernis- sinna. NKRUMAH sneri ekki heim til Ghana, sem þá hét reyndar Gullströndin, fyrr en seint á árinu 1947 eftir rúmlega tólf ára útivist. Hann hafði þá ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðrar þjóðernishreyf- ingar, sem var undir forustu þekkts lögfræðings, J.B. Danquah. Nkrumah þótti hún, þegar til kom, alltof athafna- litil og ihaldssöm og gekk þvi úr henni 1949, þegar honum mistókst að ná yfirráðum i henni, og stofnaði sinn eiginn flokk. Nokkru áður hafði Nkrumah átt i brösum við lög- regluna i sambandi við verk- fall og var gerð leit hjá honum og meðal arinars fannst skir- teini um, að hann væri með- limur I brézka kommúnista- flokknum eða nánar tiltekiö félagi nr. 57565. Ekki var eiginhandaráritun Nkrumah á skirteininu og hann hélt þvi fram, að hann hefði aldrei verið I flokknum heldur aflað sér sklrteinisins til að geta átt aðgang að fundum flokksins, en hann hafi viljað kynna sér starfshætti hans. Þetta skírteinismál var mjög notað gegn Nkrumah og átti m.a. þat't i fangelsun hans, sem sið- ar verður vikið að. FYRSTA atriði á stefnuskrá flokks Nkrumah var heima- stjórn strax, en flokkur Danquahs hafði látið sér nægja að krefjast sjálfstæðis eins fljótt og mögulegt væri. Flokkur Nkrumah hlaut strax mikið fylgi, enda var Nkrumah frábær ræðumaöur og haföi llka hlotið þjálfun I ræðumennsku hjá svertingja- predikurum, þegar hann vaTl Ameriku.Hann heillaöi landa sina einnig með framkomu sinni og viðkynningu. Nkrumah hvatti til harðrar andspyrnu gegn Bretum og varð það til þess, að hann var settur i fangelsi og var hann 12 mánuði i fangelsinu. Óhætt er að segja, að þessi fangelsun gerði hann að þjóðhetju og nafn hans var á allra vörum I Ghana. Bretar höfðu rétt áður sett Ghana stjórnarskrá um heimastjórn og fóru fyrstu kosningar samkvæmt henni fram 10. febrUar 1951. Nkrumah sat þá I fangelsi, en flokkur hans fékk eigi að siður 80% atkvæðanna. Bretar tö'ldu þann kost beztan að leysa Nkrumah úr haldi og fór hann svo að segja beint ur fangels- inu og i forsætisráðherrastól hinnar nýju heimastjórnar. Eftir það má segja, að hann hafi ráðið næstum öllu I Ghana I hálfan annan áratug. EFTIR að Nkrumah var orðinn forsætisráöherra, breytti hann afstöðunni til Breta. Hann vann tiltrú þeirra og aödáun með framkomu sinni. Þeir veittu Ghana alltaf meiri og meiri heimastjórn og loks fullkomið sjálfstæði 1957. Ghana varð þannig fyrsta ný- lendan i hinni svörtu Afrlku, sem hlaut fullt sjálfstæði. Næstu árin fylgdu aörar á eft- ir. En Nkrumah hafði verið brautryðjandinn, og jafnfram t var hann óumdeilanlega mesti og mikilhæfasti leiðtogi Afrikumanna á þessum tlma. Meðan hann hélt um stjórn- völinn I Ghana, bar ekki meira á öðrum leiðtoga Afríkuþjóða, jafnt inn á við sem út á við. Nkrumah var óneitanlega mjög framfarasinnaður stjórnandi. Hann hafði hins- vegar of mörg járn i eldinum I einu og ætlaði sér of mikið á skömmum tlma. Rlkið komst þvi i miklar skuldir út á við, og við það bættust síversnandi viðskiptakjör. Nkrumah gerð- ist jafnframt ráðríkari og ein- ræðissinnaðri. Hann tók öll vóld I sinar hendur, lét kjósa sig forseta til Hfstlðar og beitti andstæðinga slna miklu harð- ræði. Jafnframt lét hann dýrka sig sem hálfguð og gaf sér nafnið frelsarinn. Mynda- styttur af honum voru reistar um landið þvert og endilangt. Ötvirætt hafði hann mikla al- þýðuhylli, en nánustu sam- starfsmenn hans sátu á svikr- áðum við hann, enda hafði hann tið mannaskipti I emb- ættum og enginn þóttist þvi óhultur. Hann ferðaðist mikið til annarra landa og treysti um of á, að hann væri óhagganlegur i sessi. Þegar hann var á ferð i Kina vetur- inn 1966, gerðu nokkrir herfor- ingjar byltingu og Nkrumah átti ekki afturkvæmt til Ghana. Forseti Guinea, sem var mikill vinur hans, bauð honum landvist og þar dvald- ist hann siðustu sex árin, ásamt hinni egypzku konu sinni, sem hann kvæntist leynilega 1957, og þremur börnum þeirra. Veikindi þjáðu hann siðustu misserin. Fyrir nokkru fór hann I lækningaleit til Austur-Evrópu og reyndu hinir færustu læknar þar að hjálpa honum. Þrátt fyrir út- legðina siðustu árin, mun hans jafnan minnzt sem eins mikil- hæfasta og áhrifamesta leið- toga Afrfkubúa á þessari öld. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.