Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 12
12! TÍMINN Miðvikudagur 3. mai 1972 MiBvikudagur 3. mai 1972 TÍMINN 13. 8^ ,-^jM, Æ RÆTT VIÐ UNGA STULKU UR MOSFELLSSVEITINNI: HEF ALLTAF ÆTLAÐ MER AÐ VERA BÓNDAKONA — Ég kann vel viö mig úti á landi. Ég er dreifbýlishundur og skal alltaf vera dreifbýlishundur. Það er margt, sem ég hef áhuga á aö gera aö loknu menntaskóla- námi, m.a. aö læra dönsku, leik- list og hjúkrun. Og svo ætla ég að feröast um landiö og finna mér bónda, giftast honum og eiga 10- 15 börn, og hafa mikio af hundum, ég er algjör hundaaðdáandi. Svona eru viöhorf ungrar stúlku úr Mosfellssveitinni sem á heima hjá foreldrum sinum AuBi Sveins- dóttur og Halldóri Laxness og eldri systur, Sigriöi aö Gljúfra- steini og stundar nám i Mennta- skólanum viö Tjörnina i Reykja- vík. Ungu fólki i Mosfellssveitinni, sem stundar nám i framhalds- skólum I Reykjavik, er ekiö fram og til baka daglega og er Guöný i þeim hóp. Enginn montbragur Guönýju fellur vel i Mennta- skólanum viö Tjörnina. — Þaö er enginn menntaskólamontbragur kominn þar á ennþá, segir hún. — Fólk, sem er i MR þekkist hins- vegar úr á honum. Ég veit veit ekki hvaö þaö er, ég held aö talandinn, og svo er þaö þetta þjó&félagsádeilukjaftæfti, sem gerir allt vitlaust. En þetta kem- ur sjálfsagt i okkar skóla lika með tlmanum. — í hvaða bekk ert þú? — Ég er i 2. bekk máladeild. Næsta ár vel ég svo væntanlega milli latinu og nýmáládeildar. Ætli sú siöarnefnda verði ekki fyrir valinu. Annars þarf ég að kynna mér betur möguleikana. Þaö hefur veriö i gangi skoðana- könnun meðal nemenda i sam- bandi við form um að gefa meiri kosti á fjölbreytni i náminu. Ég hef ekki fylgzt með þessu nógu vel, þvi ég hef ekki verið i skólan- um að undanförnu, ég var að lesa úti á landi. Gleymdi að lesa — Hvernig stendur á þvi? — Ég gleymdi að lesa i vetur og er farin aö finna fyrir þvi núna. Og fór úr bænum til að fá meira næði. — Og hvar varstu? — Ég fór nú ekki lengra en austur á Þingvelli, en ég sagði öll- um að ég væri á Grænlandi. Það gekk ágætlega. Þaö trúðu þvi allir, sem áttu að gera það. — Hvar ertu á Þingvöllum? — Hjá sr. Eiriki Þjóögarösveröi og Kristinu konu hans. ftg hringdi i þau og spurði,hvort ég mætti koma og það var velkomið. A Þingvöllum er gott næði og gott fólk. Ég fer þangað aftur i kvöld, það er svo „stressandi" að vera hérna i þessum bæ, maður getur ekki sinnt sinum málum hér. Ég er ekki mikið fyrir að vera i bænum. Ef freistingarnar... — En átt þú ekki heima uppi I Mosfellssveit? — Jú, en Gljufrasteinn er stutt frá bænum. Og ég læt auöveldlega undan freistingunum, enda eru þær ekki til annars en falla fyrir þeim, eins og kunnugt er. Ég fer meB félög- unum aB skemmta mér, á böll og þess háttar. Og svo er mikill gestagangur heima. Nei, þaB er gott aB vera á Þingvöllum og hugsa sin mál i ró og næBi. — Þú ert alin upp i Mosfells- sveitinni, kanntu annars ekki vel viB þig þar? — Jú, mikil ósköp. Ég var jafn- mikiB á bæ, sem heitir HraBa- staðir eins og ég var heima. Þar bjó bóndi, sem hét Bjarni og var aðeins eldri en pabbi. Ég var send þangað kl. 8 á morgnana til að sækja mjólkina og kom aldrei heim aftur fyrr en kl. 12 á kvöldin. Þetta var sveitabær og mér fannst margt um að vera þar, og Bjarni hafBi frá ótalmörgu aB segja, eBa svo fannst mér aB minnsta kosti. — Og þú varst I skóla i sveit- inni? — Já, aB Brúarlandi og einnig um tima i Kvennaskólanum. — HefurBu ekki dvalizt talsvert erlendis meB foreldrum þinum? — NokkuB. Þegar ég var litil vorum viB sinn hvorn veturinn i Sviss og Austurriki og þá gekk ég þar I skóla. ÞaB var ágætt, annars man ég HtiB eftir þvi. Svo hef ég veriB erlendis styttri tima nokkr- um sinnum. Afslöppunarheimili fyrir hippa í sumar var ég t.d. I lýðháskóla I Danmörku. ÞaB var voBa gam- an. Skólinn var eiginlega af- slöppunarheimili fyrir hippa. Ég kynntist þar mörgu, og þaB var hægt aB læra lika. — HvaB áttu viB meB hippum, taldist meirihluti nemenda tií þeirra? — Já, svona 75%. Þetta fólk, sem var jafnvel I eitri var flutt af heimilum sinum, og hver maBur var með hass. En hass er ekkert eiturlyf held ég. Brennivin er miklu hættulegra. Skólastjórinn og skólayfirvöld vissu af þessu en gerðu ekkert I þvi, þ.e.a.s. með boðum og bönnum. ÞaB var fremur komiB til móts viB nemendurna. Haldnir voru fundir um þessi mál. Nemendur voru látnir skrifa ritgerBir um af hverju þeir væru aB þessu. Skólastjórinn var aBeins 27 ára, sá yngsti viB dönsku lýB- háskólana, og margir kennararnir voru nemendur um leiB. Þeir vildu kynnast þessu unga fólki og reyktu meira aB segja hass meB þvi til aB vita um hvaB var aB ræða. Sumir nemenda voru mjög illa farnir af eiturlyfjum, en útkoman varB sú, aB margir rifu sig upp úr þessu. — Hvernig höfBu þeir efni á að vera I skóla? — Skólinn var ódýr, um 600 kr. danskar á mánuði. Og þetta fólk átti peninga. Hvaðan þa^fékk þá vissi ég ekki og var heldur ekki að spyrja.I sumum tilfellum höfðu ættingjar kostað þá i skólann. Ég er ekki ao mæla meB hass- neyzlu. En mér finnst vera þörfá meiri kynningu i þessum málum og óþarfi aB tala um þau eins og gert er hér á landi. — Er mikiB um hassneyzlu meöal þinna skólasystkina og félaga? — Nei.ekkinúnaÞabvar mikill áhugi fyrst. En ef einhvern langar I hass þá er auBvelt aB fá þaB. — HvaB finnst þér um fólk sem selur hass? — ÞaB eru glæpamenn, sem hugsa fyrst og fremst um fjár- gróða. „Neitarar" — Hvað lærðir þú I lýð- háskólanum? — Ég var I dönsku og uppeldis- fræði en I gegnum það nám kynntist maður fólkinu bezt. Við unnum á barnaheimili um tima og skrifuðum um veru okkar þar að henni lokinni. Þarna á skóianum voru lika svokallaðir „neitarar", eitthvað sextán piltar, sem höfðu neitað að gegna herskyldu. Þeir unnu á biíinu og I eldhúsinu, en tóku einnig þátt I námi og starfi, sem að miklu leyti fór fram I hópum. Það var gaman að kynnast þeim, og friðarmál bar að sjálfsögðu talsvert á góma i skólanum. — Ertu búin að ákveða hvaB þú i gerir í framtiBinni? — Nei, ég er ekki ákveöin svo kannski er bezt aB segja.aB ég ætli aB læra hundasálfræBi eBa raf- virkjun. Kannski fer ég Hka i !'¦ búna&arskóla eBa finn me'r bónda langt úti á landi, ég hef alltaf ætlað mér aB verBa bóndakona. Ekki öðru visi en að eiga ófægan föður — Og hvaB ætlarBu að gera I sumar? — Já, það minnir mig áfað ég þarf að sækja um vinnu. Mig langar I byggingarvinriu og þaö eru mörg hús I smiBum I Mosfellssveitinni, svo ég vona að það gangi. Sumarið 1970 vann ég hjá hreppnum við aB girða, tjarga rör og annað þess háttar. 1 sumar þegar ég var búin I skólanum i Danmörku, vann ég þar I gör&um, við kirsuberjatinslu, og var barnfóstra um tima. — Hvernig finnst þér að eiga frægan föður eins og Halldór Laxness? — Ég hef aldrei reynt annaö. En eg held þaB sé ekkert öBruvisi en aB eiga ófrægan föður. Ég lit bara á hann sem pabba minn, en ekki sem frægan mann. SJ. MAGNI GUÐAAUNDSSÖN: STJÓRN Á STARFI OG STARFSMÖNNUM Hvort fyrirtæki getur staðiB undir rekstri eBa ekki, er endan- lega undir þvi komiö, að; þaB fái fólk sitt tilaBskila afköstum. — vinna. Stjórn á starfi og starfs- mönnum er þvi eitt af undir- stöBuverkefnum stjórnsýslu. Hvernig störfin hafa breytztmeðl árunum. — VerkamaBur fyrri tiBar, sem aBeins neytti hand- aflsi ; er i dag orBinn vélgæzlu- maBur, sem verBur aB beita dómgreind, þegar hann leggur vélinni til vinnsluefniB og kannar framleiBsluvöruna. Kunnáttu- maðurinn, hinn faglærBi, hefir fluteí ör vinnustofunni I verk- smiðjuna — og þá oft um leiB orðiB umsjónarmaBur eða iBn- fræBingur. Jafnframt hafa þrjár nýjar starfsstéttir komiB til sög- unnar: skrifstofumenn, sérfræB- ingar og stjórnendur. Onnur breyting á sér staB: Nútimatækni gefur fyrirheit um nýja þrephækkun allar vinnu- stéttarinnar. Hinn hálf-faglærBi vélgæzlumaBur verBur þjálfaBur vélvirki, skrifstofumaBurinn verBur tæknifræBingur, og sér- fræBingum og stjórnendum f jölga r stórlega aB tiltölu. Þrátt fyrir allar breytingar verBur ekki komizt af án fólks. E.t.v. sést enginn starfandi maBur á gólfi sjálfvirkrar verk- smiBju, en þeim mun fleiri eru að tjaldabaki við hönnun vélbún- aðar og framleiBsluvöru, viB endurskoBun aBferBa, tölvu- mötun, viBhald og mælingar — aB ógleymdri stjórnsýslu. Nútima- tæknin gerir kleift aþ framleiBa meira magn vöru meB sömu tölu starfsmanna, en þaB þarf þó ekki að leiða til atvinnuleysis, eins og skýrt var fyrr i greinar- flokknum (kafla um „Sjálf- virkni"). Fólkiö verður hins vegar að hafa meira til brunns að bera. Sjálfvirknin hefir náð aukinni framleiðni meB þvi aBal- lega að taka i slna þjonustu há- menntaB starfsliB i staBinn fyrir ólært og illa þjálfaB. Breytingin lýtur aB eBli fremur. en magni, þvi aB þörf er meiri hugsunar og minna erfiBis, en ekki færra fólks. Munur á manni og vél. — MaBur aB starfi hefir tvær hliBar. ViB getum skoBaB hann frá tveim sjónarhornum: sem fram- leiðsluþátt og sem mannlega veru. Sem framleiðsluþáttur hefir maBurinn eigindir, er aBrir framleiBsluþættir hafa ekki. Þær eru samræmingarhæfileiki, dóm- greind og hugkvæmni. Að öllu öðru leyti eru vélar honum fremri: að afli, leikni og jafnvel næmi. Sem framleiðsluþáttur verBur maðurinn „nýttur", en sem mannleg vera aðeins af sér sjálfum. ÞaB er á valdi einstak- lingsins og hans eins, hvort hann vinnur eBa ekki, hversu mikiB hann vinnur hversu vel. Til þessa þarf hann innri hvatningu (motivation). Einmitt hvatningin ræBur mestu um afköst hans, eins og sýnt mun verða hér á eftir. Tvennt annað greinir mann frá vél: (1) Maðurinn tekur virkan þátt I framleiðslustarfinu, en vélin veitir hlutlæga svörun við fyrirfram ákveBinni hvöt. (2) Framför hjá manni verBur ekki með þeim hætti, að óbreyttir eiginleikar hans verði beizlaðir með betri aðferðum, heldur verBur' hún fyrir lærdóm og þjálfun, innri vöxt hans sjálfs. Segja má, aB á liBnum öldum hafi óttinn veriB helzta vinnu- hvöt iðnverkamannsins, — óttinn viBatvinnuleysiogskort. Enmeð aukinni velmegun og félagslegu öryggi siðari ára er hann að mestu ur sögunni i vestrænum rikjum sem slikur hvati. Verður það að teljast meiri háttár fram- för, þvi að ótti einstakra sam- félasghópa veldur sundrungu og óróa. Mestumáliskiptir að fá já- kvæða vinnuhvöt i staBinn. tm' 1 > XXVI Möguleikinn til áhrifa á afköst. — Spurningin, sem svar verður að fást við er þessi: Getur stjórn- sýsla Ireynd fengiB starfsliB til aB vinna betur, og hvernig má slikt þá takast? 1 þvi sambandi skal fyrst reynt aB kveBa niður alkunna goðsögn. Hún er á þá lund, að vinna sé fólkiraunverulega andstæð, eins konar nauBung vegna öflunar á lifsgæBunum. Veröi verkamenn þvi aðeins „keyptir" til vinnu. Slíkt sé hins vegar aðeins á færi sérfræBinga. Þannig höfum viB mikið mál, bæði skrifað og talað, um „starfsmannastjórn" Framhald á bls 21. Hið órökræna v/ð- horf til drápa kemur fram í Slátraranum Slátrarinn, á frummálinu, Le Boucher Leikstjóri: Claude Chabrols, handrit er einnig eftir hann. Tónlist: Pierre Jansen.'Kvik- myndari: Jean Rabier Frönsk frá 1970 Sýningarsta&ur: Háskólabió Hér kemur fram viðhorf Chabrols, sem hann setti fram á eftirminnilegan hátt i Landru 1962,hið órökræna við- horf fólks til drápa. Slátrarinn hefur veriB a& i&ju sinni alla sina tiB, , hann hefur veriB fimmtán ár I hernum, á þeim slóBum sem ferill Frakka er hvaö blóöugastur, Vietnam, Alsir og vi&ar. Fyrir dá&ir sin- ar þar er hann heiöraöur meö medaliu, en fyrir drápin I Frakklandi er hann réttdræp- ur. Þegar hann talar um ógnir striBsins, yppa landar hans öxlum og segja „striBiö er hræBilegt". Þegar samskonar hryllileg mor& á saklausu fólki eiga sér staft við bæjardyrnar, kalla þeir út lögregluliö til a& vernda sjálfan sig. Hvers- vegna er rétt a& drepa fólk i fjarlægum löndum a&eins ef stjórnin hefur sagt a& þetta séu óvinir? Chabrol nær alveg tilgangi sinum, án þess aö vera me& nokkur tæknibrögð. Hann notar ljós og myrkur á tákn- rænan hátt og báöar aöalper- sónurnar öðlast rétta dýpt án orðaglamurs. Leikur Jean Yanneog Stephanie Audran er frábær. Tónlist Jansen gefur til kynna og undirstrikar á réttan hátt. Það er gleðilegt aö Chabrol skuli aftur vera far- inn a& takast á vi& verkefni honum ver&ug. p.L. A myndinni sjást Jean Yanne og Stephanie Audran i Slátrar- inn, sem sýnd er i Háskólablói. - I VfSIR f lytur nýjar fréttir. Vísiskrakkarnir bjóða ] fréttir sem skrifaðar voru 2 M klukkustund fyrr. j VÍSIR fer í prentun kl. hálf-ellefu að morgni | og er á götunni klukkan eitt pyrstur meó fréttirnar VISIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.