Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 3. mai 1972 TÍMINN 19 Hér sést þegar Bobby Moore, fyrirliði Englands, bregður Sigi Heid, V- þýzkalandi, og dæmd var vltaspyrna. Fyrsti sigur Þjóðverja á enskri grund - Ensku blöðin mjög harðorð og krefjast breytinga á vali enska liðsins LEEDS STENDUR BEZT AÐ VÍGI í DEILDINNI Fjórir leikir voru háðir i 1. deild i Englandi i fyrrakvöld, og urðu úrslit þessi: Coventry—Arsenal 0-1 Derby—Liverpool 1-0 Leeds—Chelsea 2-0 West Ham—Southampt. 1-0 Staða fjögurra efstu liða þessa leiki er þá þessi: eftir Derby Leeds Man.C. Liverp. 42 24 10 8 69-33 58 41 24 9 8 70-29 57 42 23 11 8 77-45 57 41 24 89 64-30 56 og Möguleikar Leeds, Derby Liverpool eru þvi þessir: Leeds vinnur, ef liðið sigrar eða gerir jafntefli i Wolverhampton. Derby vinnur, ef Leeds tapar og Liverpool tapar eða gerir jafntefli gegn Arsenal — og Liverpool vinnur, ef liðið sigrar Arsenal i London og Leeds tapar. John McCovern skoraði eina mark Derby gegn Liverpool i hörðum leik, og voru mikil læti i áhorfendum. Billy Bremner og Víkingur sigraði Þrótt Vikingur sigraöi Þrótt s.l. föstudagskvöld — þegar liðin mættust i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu. Leikurinn fór fram við mjög slæmar aðstæður, i norðanroki og 8 vindstigum. Stað- an i hálfleik var 0:0 — en i siðari hálfleik léku Vikingar með vind- inn i bakið og tókst þeim fjórum sinnum að senda knöttinn i netið. Mörkin skoruðu: Páli Björgvins- son tvö, Gunnar Gunnarsson og Magnús Þorvaldsson. Við birtum hér stöðuna i Reykjavikurmótinu og úrslit leikja rm s.l. helgi: Vikingur — Þróttur Valur —Ármann Vikingur 3 KR 2 Valur 2 Fram 1 Þróttur 2 Armann 3 Mick Jones skoruðu fyrir Leeds gegn Chelsea, og lék Leeds mjög vel. Margir leikmenn Leeds eru á sjúkralista, og getur það orðið mjög afdrifarikt, þar sem liðið á tvo mjög þýðingamikla leiki framundan. í 2. deild er Norwich sigurveg- ari, en annað hvort Millwall eða Birmingham fara með i 1. deild. Millwall er með 55 stig og hefur lokið sinum leikjum, en Birming- ham hefur 54 og á einn leik eftir, gegn Orient i London, og nægir jafntefli, þar sem liðið er með hagstæðari markatölu en Mill- wall. Charlton og Watford falla i 3. deild og Aston Villa, sigurveg- ari 3. deildar, ásamt annað hvort Brighton eða Notts County koma uppi í 2. deild. — KB — Enska landsliðið i knattspyrnu beið mikinn hnekki þegar V-Þýzka- land gersigraði það 3-1, á Wembley á laugar- dag, en það er í fyrsta sinn sem V-Þjóðverjar sigra Englendinga á heimavelli þeirra. Leikmenn Englands virtust þreyttir, og var allt spii þeirra mjög óöruggt. Þjóð- verjarnir leku aftur á móti mjög vel og skynsamlega og verðskulduðu sigurinn fylli- lega. Fyrsta markið skoruðu V- Þjóðverjar i fyrri hálfleik, og var það eina mark hálfleiks- ins. Var þar að verki 20 ára háskólastúdent, Ulfert Hoeness, sem leikur með Bayern Munchen. Englendingar sóttu sig heldur i siðari hálfleik og uppskáru mark á 78. min. Francis Lee skoraði það, en upphafsspyrnuna að marki átti félagi hans Colin Bell. Stuttueftir brá fyrirliöi Eng- lands, Bobby Moore, Sigi Held innan vitateigs, og Gunter Netzer skoraði úr vitaspyrnunni. Banks kom þó við knöttinn, en ekki nóg og hann fór i stöng og inn. Stuttu fyrir leikslok skoraði Gerd Muller siðasta mark leiksins mjög glæsilega, óver- jandi fyrir Banks. Enska landsliðið var þannig skipað á laugardag: Bank° Madely, Hughes, Hunter, Moore, Bell, Ball, Peters, Hurst, Chivers, Lee. Marsh kom inn á i stað Hurst i s.h. Ensku blöðin hafa verið mjög harðorð i garð Sir Alf Ramsey og enska landsliðsins og heimta breytingar á vali liðsins. Sir Alf, landsliðsein- valdur, viðurkenndi að eitthvað væri að, en sagði þá að ekki byggist hann viö þvi að miklar breytingar yrðu á valiiiðsins fyrir seinni leikinn við V-Þjóðverja, sem fram fer i Berlin 13. mai nk. —Kb Knötturinn aðeins 37 mínútur í leik Við gerðum það til gamans s.l. laugardag — þegar Valur — Ármann léku i Reykjavikur- mótínu i knattspyrnu — að taka þann tima á skeiðklukku, sem knötturinn var ekki i leik. Hávaðarok var á meðan leikur- inn var leikinn, og mældist 8-9 vindstig. t fyrri hálfleik var knötturinn aðeins 16 min. i leik. Mestallan hálfleikinn var hann á þeysingi fyrir utan — eða 29 min. af 45 min. 1 siðari hálfleik var knötturinn 21. min. i leik — eða fimm min. lengur.en i þeim fyrri. Samtals allan leikinn var knötturinn 37 min. i leik af 90 min. A þessu er hægt aö sjá, hvernig knattspyrna hefur verið leikin — eðlilegt hefði verið, að dómarinn frestaði leiknum. Hvaöa vit er, að láta knattspyrnuleik fara fram i 9 vindstigum? Fram vann KR 2:1 Fram sigraöi KR i gærkvöldi i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu meö 2:1, en i hálfleik var staöan 1:0 Fram i vil. Var þetta fyrsta mark leiksins sjálfsmark, en knötturinn hrökk af einum af varnarmönnum KR i mark eftir skot Gunnars Guðmundssonar. 1 siöari hálfleik bætti Eggert Steingrimsson ööru marki við fyrir Fram, en Gunnar Gunnars- son skoraði eina mark KR, þegar nokkuð var liðið á siðari hálfleik- inn. Með þessum úrslitum er Fram komið i efsta sæti mótsins, ásamt Viking, en hefur leikið einum leik færra, Er Fram eina liðið i mót- inu, sem ekki hefur tapaö stigi. Nánar á morgun. — alf. 4:0 1:0 2 0 1 7:4 4 1 1 0 3:1 3 1 1 0 2:1 3 1 0 0 4:0 2 0 1 1 1:5 1 0 1 2 1:5 1 Akranes í efsta sæti Tveir leikir voru háðir i ,,Litlu bikarkeppninni” um helgina. A óvart kom sigur Breiðabliks gegn Keflavik 3:2. Akranes sigraði Hafnarfjörð einnig 3:2. Hefur þvi Akranes forustu i keppninni, er með6stig, en Keflavik og Breiða- blik eru meö 4 stig hvort. Hafn- firðingar reka lestina með 2 stig. Þessi mynd sýnir Gunter Netzer skora úr vftaspyrnunni, annað mark Þýzkalands. Gordon Banks, markvöröur Englands, kom við knöttinn, en ekki nóg — og knötturinn hrökk is'.öng og inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.