Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Miðvikudagur 3. mal 1972 Myndin var tekin i kvöldverðarboöi utanríkisráðherrahjónanna Islenzku á Hótel Sögu I gærkvöldi. (Timamynd Gunnar) „Bandaríkjastjórn skilur nauðsyn þess að landhelgin verði færð út" sagði William Rodgers utanríkisráðherra Bandaríjanna við komuna til íslands í gær K.I—Reykjavík. — tsland cr fyrsta landið.sem ég kem til I þeim erindum að skýra frá fyrirhugaðri ferð Nixons Bandarlkjaforseta til Moskvu I þessum mánuði, var það fyrsta, sem Kodgers utan- rikisráðherra Kandarikjanna sagði við fréttamcnn á Kefla- vikurflugvelli I gær, en ráðherr- ann stcndur hér við i tæpan sólar- hring á lcið sinni lrá liandaríkj- unum til nokkurra Kvrópulanda. Boeing 707 þota Rodgers lenti á Keflavikurflugvelli klukkan 18.20 og vart hafði þotan snert flug- brautina þegar öryggisverðir ráðherrans, sem komnir voru til Keflavikurflugvallar, og starfs- félagar þeirra um borð i þotunni, voru komnir i fjarskiptasam- band, um frakkatalstöðvar. Aður en ráðherrann gekk niður landganginn, þustu þrir öryggis- varða hans niður og slógu siðan hring um ráðherrann, eftir að lögreglan á Keflavikurflugvelli hafði myndað heiðursvörð. t broddi fylkingar móttökuliðs- ins voru Einar Agústsson utan- rikisráðherra og frú. Er ráðherr- arnir höfðu heilsazt og Einar Agústsson boðið Rodgers velkom- inn til Islands, skiptust hóparnir á kveðjum, en fjölmennt fylgdarlíð er með Rodgers, og leggur það undir sig ekki minna en 33 her- bergi á Hótel Sögu. begar Rodgers hafði heilsað is- lenzkum embættismönnum, sendiherra Bandarikjanna, aðmirálnum á Keflavikurflug- velli og fleiri, ræddi Hann stutta stund við þá islenzku fréttamenn, sem voru staddir á Keflavikur- flugvelli. Þegar Rodgers hafði skýrt frá tilgangi ferðar sinnar til Evrópu, sagði hann, að þetta væri i annað skiptið, sem hann kæmi til Is- lands. „Þá var hér hrið, og ég var i fylgd Nixons, sem þá var vara- forseti". Varðandi spurninguna um út- færslu fiskveiðimarkanna við Is- land sagði Rodgers, að & næsta ári yrði haldin hafréttarráðstefna á vegum S.Þ., og þar yrði rætt um réttarreglurnar á hafinu. Annars sagði Rodgers að Bandarikja- stjórn skildi vel nauðsyn þess fyrir Islendinga að færa út fisk- veiðilandhelgina, og myndi stjórn hans gera það, sem hún gæti, til að styðja Islendinga i þvi máli, en engin ákvörðun hefði verið tekin um það mál ennþá. Varðandi spurninguna um bandariska herliðið á Keflavikur- Iþróttir Framhald af bls. 18 kastaði yfir 75 m i keppninni við Vestur-Þjóðverja i haust. Khmelesikj kastaði 67,30 m 1967, þá aðeins 19 ára Hann kastaði siðan 74 m rétta sl. haust. A móti 2. aprfl i vor kepptu Khmelevskij og Gamskij i Sofiu. Sá fyrrnefndi kastaði 72,70 m og Gamskij 69,68 m. Khemelevskij er 24 ára og Gamskij 23, svo að lfklegt er að þessir kappar verði oft i fréttum næstu árin. Við skulum sjá hvernig þessum kösturum hefur vegnað frá 1966. Gamskij Khmelevskij 1966 1967 1968 1969 1970 1971 1972 (lmót) 51,78 57,10 61,80 63,20 68,96 75,78 69,68 60,08 67,30 68,64 67,50 71,24 74,00 72,70 Að lokum birtum við lista yfir þá sleggjukastara i Sovét, sem kastað hafa 70 metra og lengra. I. Gamskij A. Bondartsjuk R. Klim V. Khmelevskij A. Sjtsjupljakov A. Maksimov G. Kondrasjov M. Rudanovskij V. Valentjuk '49 75,78 '71 '40 75,48 '69 '33 74,52 '69 '48 74,00 '71 '38 73,72 '69 '42 70,72 '70 '38 70,52 '68 '47 70,42 '71 '47 70,00 '71 — ÖE flugvelli sagði Rodgers, að Atlantshafsbandalagið væri mjög mikilvægt, og þátttaka tslands I bandalaginu væri mjög mikilvæg, og þá einnig vera varnarliðsins hér á landi. Þegar hér var komið sögu, var Rodgers nokkuð farinn að ókyrr- ast, enda beið allt fylgdarliðið eft- ir,að ekið væri af stað til Reykja- vikur. I fylgd f jögurra lögregluþjóna á mótorhjólum og bandariskra öryggisvarða i bak og fyrir> var svo ekið áleiðis til Reykjavikur, og voru utanrikisráðherrarnir saman i bil á leiðinni. Sagði Einar Agústsson utan- rikisráðherra, að hann fagnaði komu Rodgers til tslands, og að hann vonaði að viðræðurnar á morgun yrðu gagnlegar fyrir báða aðila. I gærkvöldi héldu Einar Agústsson og frú veizlu fyrir hina erlendu gesti og nokkra Islend- inga en að loknum viðræðunum, sem fram fara i Ráðherrabú- staðnum i dag, fara Rodgers og frú istutta heimsókn i Þjóðminja- safnið og Handritastofnunina, áð- ur en haldið verður i hádegisverð- arboð forsetahjónanna á Bessa- stöðum. Rodgers og fylgdarlið fer svo héðan I einkaþotu sinni klukkan fjögur i dag. Rodgcrs og frú ganga niður landgangiiin og við hlíð hans standa svartur og hvitur flugliði þotunnar Utanrlkisráðherrafrúrnará Keflavlkurflugvelli igær. Frú Þörunn Sigurðardóttir (t.v.) og frií Rodgers. 1 miðiðerkona Replogle ambassadors. (Tlmamyndir G.E.) Utanrfkisráðherrar Bandarfkjanna og fslands heilsast á flugvellinum f gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.