Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. mai 1972 TÍMINN Norrænt þing barna- og unglingabókahöfunda hér: KOKKAR OG ÞJÓNAR - útskrifaðir úr Hótel- og Veitingaskóia íslands í fyrsta sinn Klp- Reykjavík. i siðustu viku voru útskrifaðir úr Hótel- og Veitingaskólá ts- lands, 7 þjónar og 6 matsveinar. Þetta var i fyrsta sinn, sem út- skrifaðir eru nemendur úr þessum skóla, en þar til á siðasta ári hét skólinn Matsveina- og Veitingaþjónaskólinn. Skólinn tekur 3 ár og er kennt 4 mánuði á hverjum vetri, en nemendurnir vinna i veitinga- húsum í 4 ár. Prófverkefni nemanda var mikið og vandað, en þeir leystu þab meb miklum sóma. Kokkarnir löguðu matinn, sem var gómsætur og mikill, en þjónarnir báru hann á borð, sem þeir höfðu áður skreitt fagurlega. Matseðilinn að þessu sinni, leit svona ut: Andlegt þjóðráð Bahaístofnað hér BJ—Reykjavik Fyrsta landsþing Bahaitrúar- manna á Islandi er haldið dagana 28.—30. mai i Glæsibæ, og fara þar fram fyrstu kosningar i and- legt þjóðráð Bahaia hér. Fulltrúar Bahaia á tslandi kjósa ráðib, sem skipað verður niu mönnum úr hópi Bahaia 21 árs og eldri. Annað aðalverkefni lands- þingsins verður að ræða störf og skipulagningu þessa nýja þjóðráðs, sem er hið 113 i heimi. 1 tilefni þessara timamóta . eru erlendir Bahaiar komnir i heim- sókn til trúfélaga sinna hér. Gestirhir eru Enoch Olinga frá Uganda, sem er fulltrúi niu manna alþjóðaráðs Bahaia, sem hefur aðsetur i Haifa i ísrael (Universal House of Justice) og eingöngu skipað karlmönnum: Glen Eyford, Vestur—tslendingur frá Kanada og meðlimur þjóðráðs Bahaia þar, en til þessa hafa islenzkir Bahaiar heyrt undir það: Harold Thiis frá Noregi doktor i Bahaitrúarbrögðum, og Betty Reed rábgjafanefnd Bahaia i Evrópu. Glen Eyford ætlar að lokinni ráðstefnunni norður i Eyjafjörð, þar sem afi hans og amma áttu heima, mun hann kynna Bahaitrú i þeirri ferð. Fimm svæðisráð Bahaia eru nú hér á landi, hið yngsta á Akur- eyri, hin eru i Reykjavik, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Keflavik. Bahaiar hér á landi eru nú um 400 og hefur tala þeirra stóraukizt að undanförnu eins og raunar viða i heiminum. Bahaiar skipta nú milljónum. Einkum virðist ungt fólk laðast að þessum trúarbrögb- um. Bahaiar eru friðarsinnar, vilja jafnrétti karla og kvenna, allra kynþátta og trúarbragða, svo og alheimsstjórn. Fyrsti tslendingurinn, sem kynntist Bahaitrú, var sr. Matthias Jochumsson skáld. Það var á alþjóðaráðstefnu trúar- bragða heims i Chicago 1893. Bróðursonur hans Jochum Eggertsson i Skógum var Bahai, og eftirlét hann Bahaimönnum jörð sina. Fyrsti tslendingurinn sem gerðist Bahai var Hólm- friður Arnadóttir árið 1936. „Varla taldir til rithöfunda" - segir Armann Kr. Einarsson, formaður undirbúningsnefndar þingsins Salade de Poulet (Kjúklingasalat) Consommé Carmen (Kjötseyði með piparávöxtum) Fillet de Carrelet Dieppoise (Skarkolaflök i hvitvinssósu) Paupiettes de Jambon au Fois Gras (Skinkurúllur með lifrarkæfu) Tournedos Helder (Sneið af nautalundum með bearnaisesósu) Casse de Chocolat au Bavarois d* Orange (Súkkulaðibolli með Appelsinubúðingi) Þetta var svo borið fram með tilheyrandi borðvinum og öðru og var þetta svo sannarlega stór- veizla og til mikils sóma fyrir skólann og nemendurna, sem þarna útskrifuðust. SB-Reykjavík. Rithöfundasamband islands gengst fyrir norrænu þingi barna- og unglingabókahöf- unda i Reykjavik, dagana 23. — 25. júni nk. Er þetta i 5. sinn, sem slikt þing er haldið og nú verður það i fyrsta sinn hér á landi. i nefnd þeirri, sem skipuð hefur verið til að undir- búa þingið eru þau Ármann Kr. Einarsson, Hugrún, Gunnar M. Magnúss, og Vilborg Dagbjartsdóttir. A fundi með fréttamönnum sagði Ármann, sem er for- maður nefndarinnar, að búizt væri við mikilli þátttöku i þinginu, jafnvel um 200 manns. Þegar hefðu um 60 rit- höfundar tilkynnt komu sina og eru Danir þar í miklum meirihluta. Menntamálaráðherra mun setja þingiðá föstudeginum og siðar sama dag flytur dr. Sim- on Jóh. Agústsson erindi, sem hann nefnir: ,,Er þörf fyrir sérstakar barnabókmenntir? Á laugardegínum flytur sr. Malbila 36 km í sumar OO—Reykjavik. t sumar er áætlað að leggja alls 255 þúsund fermetra af malbiki á götur i Reykjavik. Miðað við 7 metra breiðar akbrautir verða alls malbikaðir 36 km. Er það 15% aukning, miðað við malbik- unarframkvæmdir i fyrra. Þá verður lögð mikil áherzla á • að leggja gangstéttir, að minnsta kosti sé miðað við slikar fram- kvæmdir á siðasta ári, en aukn- ingin á að vera 90%. Verða lagðir 35 km af gangstéttum i sumar, sem alls verða 88 þúsund fer- metrar. Samkvæmd áætlun gatnamála- stjóra verður einnig lögð mikil áherzla á ræktun og frágang við götur og gangstéttir. Söngskemmtanir í Aratungu Ungmennafélag Biskupstungna hefur i vetur æft blandaðan söng- kór. Æfingar hafa staðið yfir sið- an i janúar, og hafa um 40 karlar og konur tekið þátt i þeim. Söng- stjóri er Loftur Loftsson, Breiða- nesi i Gnúpverjahreppi. Kórinn heldur sina fyrstu söng- skemmtun i Aratungu næstkom- andi laugardagskvöld. Auk kórs- ins syngur Svala Nielsen við und- irleik Ólafs Vignis Albertssonar. önnur söngskemmtun verður miðvikudagskvöldið 10. mai. Þá mun Valdimar Ornólfsson iþróttakennari einnig sýna skiða- kvikmynd og kynna starfsemi Skiðaskólans i Kerlingarfjöllum. Söngskemmtanirnar hefjast bæði kvöldin kl. 21.30. Lík í Vestmannaeyjahöfn ÞÖ-Reykjavik. Lik Hreins Birgis Vigfús- sonar, fannst i Vestmanna- eyjahöfn en hann hvarf frá Þorsteini GK-15 aðfararnótt 17. marz s.l. þar sem bát- urinn lá við Nausthamars- bryggju i Vestmannaeyja- höfn. Siðast var vitað um Hrein heitinn, um miðnætti 17. marz s.l., er hann fór frá borði. Um leið og hans var saknað hófst viðtæk leit að honum i Vestmannaeyjum, og fljótlega voru menn vissir um,að hann hefði lent i höfn- inni. Leitað var vel og vand- lega um allt hafnarsvæðið og höfnin slædd en ekkert fannst. Likið fannst svo fi. floti i gærmorgun stutt fra þeim stað, sem Þorsteinn lá. Hreinn var fæddur 6. ágúst 1942. Hann var ókvæntur. Sigurður Haukur erindi um barna- og unglingabækur og fjölmiðla og Hinrik Bjarnason ræbir um sama efni á sunnu- deginum, Þá flytur Stefán Júliusson, bókafulltrúi rikis- ins, erindi um börn og bóka- söfn. Þá sagði Armann, að is- lenzkir barna- og unglinga- bókahöfundar væntu sér mik- ils af þessu þingi og ekki að- eins þeir. Þingið myndi vafa- laust gefa öllum rithöfundum byr undir vængina. Þá gæti þingið orðið til þess, að leið is- lenzkra barna- og unglinga- bóka á markaðinn greiddist nokkuð. A Norðurlöndum væru þessar bókmenntir mun meira metnar en hér heima. tslenzkir barna- og unglinga- bókahöfundar væru tæplega taldir með hér heima. Bókasýning 1 sambandi við þingið verð- ur opnuð sýning á norrænum barna- og unglingabókum og hafa þegar borizt um 300 bæk- ur frá Norðurlöndunum. GunnarM. Magnúss sagði,að von væri á miklum stöflum frá islenzkum útgefendum, sem ¦ einnig ætluðu margir ab leggja fram fjárstubning til þinghaldsins. Þá verbur gefið út vandað rit um útgáfu islenzkra barna- og unglingabóka frá aldamótum og hefur Eirikur Sigurðsson séð um samantekt þess. Norræna þýðingarmiðstöðin Norrænu þýðingarmið- stöðina bar á góma á fund- inum, og sagði Matthias Jo- hannessen, formaður rithöf- undasambandsins, að þrátt fyrir, að tillaga um stofnun hennar hefði verið samþykkt samhljóða á þingi Norræna rithöfundaráðsins, fyrir tveimur árum, hefbi ekkert gerzt enn i málinu. Kvað hann leitt til þess að vita, að stjórnir landanna hefðu ekki staðið sig nógu vel i þessu sambandi, en fylgja þyrfti málinu fast eftir ef það ætti að komast i örugga höfn. BÆNDUR - ATVINNU' REKENDUR ÚTI Á LANDI 27 ára gamall duglegur og laghentur mað- ur óskar eftir góðri atvinnu eftir 1. september nk. Er giftur með 1. barn. Komið gæti til greina að konan ynni lika ef með þarf. Til- boð sendist blaðinu fyrir 15. mai merkt: Áhugasamur 1306 MELAVÖLLUR I kvöld kl. 20.00 leiko VÍKINGUR — VALUR Reykjavíkurmótið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.