Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 18
TÍMINN Miðvikudagur :i. mai 1972 18 | llaraldur Korueliusson, TBU, þrefaldur tslandsmeistari. Haraldur Kornelíus- maður dagsins Islandsmótinu son A a Haraldur Korneliusson, hinn 21 árs gamli badmintonleikari úr TBR, er sannkallaður islands- meistari í íþrótt sinni, en hann sigraöi i öllum þremur greinum islands- mótsins, sem fram fór um helgina. Er þetta i fyrsta sinn, siðan 1967, að einn og sami maðurinn sigrar i þremur greinum. Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, sigraði i báðum kvennagreinunum i meistaraflokki. - varð þrefaldur meistari á Islandsmótinu í badminton, sem háð var um helgina Haraldur til sinna ráða og sigraði með 18:16 i einum bezta úrslita- leik, sem hér hefur verið leikinn. Til þess að komast i úrslit, þurfti Óskar að sigra hinn 18 ára gamla Sigurð Haraldsson úr TBR i undanúrslitum. Það var mjög spennandi leikur milli okkar efni- legasta badmintonleikara og hins reyndasta i hópi islenzkra badmintonmanna. Má segja, að i þeirri viðureign hafi keppnis- reynslan verið Óskari dýrmæt, en hann sigraði eftir aukalotu 15:9, 2:15 og 18:17. Eftir að Sigurður hafði unnið aðra lotuna 15:2, reiknuðu flestir með sigri hans. En aukalotan var mjög spennandi frá upphafi, og þurfti að hækka upp i 18. Sigurður var kominn yfir, 17:16, og fékk nokkur ágæt tækifæri til að ná töl- unni 18, en eins og áður sagði, sigraði Óskar, 18:17. 1 hinum undanúrslitaleiknum sigraði Haraldur Korneliusson auðveldlega Jón Árnason, TBR, fyrrverandi lslandmeistara. 1 tviliðaleik karla sigruðu þeir Haraldur og Steinar Petersen, TBR, i úrslitum þá Sigurð Haraldsson og Garðar Alfonsson, TBR, 15:10 oe 15:8. I tvenndarleik fékk Haraldur sin þriðju gullverðlaun, er hann sigraði, ásamt Hönnu Láru Pálsdóttur, TBR, Úrslitaleikinn við þau Steinar Petersen og Lovisu Sigurðardóttur, TBR, unnu þau 15:9 og 15:9. Tviliðaleikur kvenna er jafnan ein tvisýnasta grein badminton- móta hérlendis, og svo var einnig nú. Þær Hanna Lára Pálsdóttir og Lovisa Sigurðardóttir, urðu sigurvegarar, en þær léku gegn Huldu Guðmundsdóttur og Jóninu Nieljónhiusardóttur, TBR, i úrslitum. Aukaleik þurfti, en úrslit urðu eins og hér segir: 9:15, 15:11 og 15:12. 1 a-flokki varð keppnin ekki siður spennandi, en hinn mikli fjöldi i þeim flokki gerði það að verkum, að margur leiki þurfti til að komast i úrslit, og þvi útilokað að sigra i fleiri en einni grein. 1 einliðaleik sigraði Magnús Magnússon, TBR, Baldur Ólafsson, TBR, i úrslitum, 15:11 og 15: 9. 1 tviliðaleik i a-flokki sigruðu Helgi Benediktsson og Ragnar Ragnarsson, Val, þá Stefán Sigurðsson, Val og Reyni Kristjánsson, TBR, i úrslitum, 15:11 og Í5:8. 1 tvenndarleik i a-flokki sigruðu þau Jónas Þ. Þórisson og Svan björg Pálsdóttir, KR, þau Sigfús, Ægi Árnason og Sigrúnu Láru Shanes, TBR, i úrslitaleik 10:15, 17:14 og 15:9. 1 einliðaleik kvenna i a-flokki sigraði Svanbjörg Pálsdóttir, KR Höllu Baldursdóttur, TBR, i úrslitum 11:7 og 11:3. 1 old boys flokki var keppt i tvi- liðaleik og léku þar til úrslita Karl Mack og Lárus Guðmundsson, TBR, gegn Gisla Guðlaugssyni og Ragnari Haraldssyni. Þar var hart barizt og sýndu þeir „gömlu”, að lengi lifir i gömlum glæðum. Viðureign þeirra félaga lauk með sigri Karls og Lárusar, 3:15, 15:3 og 15:13. Það kom berlega i ljós á þessu Islandsmeistaramóti, sem háð var i Laugardalshöllinni, að badminton er iþrótt á uppleið hér á landi, þar sem margir ungir og efnilegir badmintonmenn láta æ meira að sér kveða. Nægir i þvi sambandi að nefna Harald, Steinar og Sigurð Haraldsson. Þá er áberandi, hvað hinir eldri leik- menn, eins og Óskar Guðmund- sson og Garðar Alfonsson, halda vel út. Það var hreint ótrúlegt að sjá hvað Óskar hefur góöa tækni og yfirferð, þó að fertugsaldri hafi náð, og ekki hægt að sjá, að um 22ja ára aldursmun væri að ræða, er hann lék i undanúrslitum gegn Sigurði Haraldssyni. Islandsmót þetta, sem var hið 24. i röðinni, fór i alla staði mjög vel fram, undir stjórn Kristjáns Benjaminssonar. 1 hófi, sem BSl hélt á sunnudagskvöldið, afhenti Einar Jónsson, formaður BSl, sigurvegurum gullverðlaun og þeim, er hlutu 2. sæti, silfurverð- laun. Haraldur Korneliusson vann nú i annað sinn forkunnar- fagran bikar, sem Einar gaf i fyrra- S.Ag. Belgíumenn verða engin lömb að leika við segir Hafsteinn Guðmundsson,einvaldur eftir að hafa séð þá gera jafntefli við Itali Haraldur varði titil sinn i ein- liðaleik og lék til úrslita gegn hinum gamalkunna, en siunga. Öskari Guðmundssyni, KR. 1 fyrri lotunni komst Haraldur i 6:0, unz Óskar skipti um leikað- ferð, og jafnaði metin nokkuð undir lokin, en Haraldur hélt þó strikinu og sigraði 15:10. 1 siðari lotunni var spennan i hámarki. óskar byrjaði mjög vel og komst i 5:0, en Haraldi tókst að jafna stöðuna, 8:8, og var nokkuð jafnt eftir það. Þó tókst Óskari að komast yfir 13:10, en þá breytti Haraldur stöðunni i 13:13. Gafst óskari tækifæri til að „hækka upp” i 18, en þá tók Alf — Reykjavik. — Meðal 6E þúsund áhorfenda, sem fylgdust með landsleik Itala og Belgiu manna, i Milanó um slðustu helgi var Hafsteinn Guðmunds- son, islenzki landsliðseinvald- urinn, sem fylgdist gagngert með leiknum i þvi skyni að sjá styrk- leika Belgiumanna. 1 stuttu viðtali við iþróttasið- una I gær, sagði Hafsteinn, að Belgiumenn væru geysisterkir. Leiknum hefði lyktað með jafn- tefli og greinilegt hefði verið, að Belgiumenn hefðu leikið upp á jafntefli, en þetta var fyrri leikur landanna i 8-liða úrslitum Evrópukeppni landsliða. Siðari leikurinn fer fram i Belgiu innan skamms, og er þá ekki óliklegt, að Belgiumönnum takist að sigra og komast þar með i undanúrslit keppninnar, en þess má geta, að Italir er núverandi Evrópu- meistarar landsliða. „Þeir verða engin lömb að leika við”, sagði Hafsteinn um Belgiumennina. Hann sagði, að þeir væru ekki lakari en sterk- ustu ensku félagsliðin, sem 'við höfum fengið að sjá leika hér á Islandi á undanförnum árum. Sagöi Hafsteinn, að mjög gaman hefði verið að fylgjast með leik- num i Milanó. „Þaö voru ekki aðeins leikmennirnir, sem vöktu athygli mina” sagði hann, „heldur einnig búlgarskur dómari leiksins, sem var mjög ákveðinn og leyfði leikmönnum ekki að komast upp með neitt múður. Sömuleiðis urðu þjálf- arar liðanna að halda sig á mott- unni. Belgiski þjálfarinn varð að bita i það súra epli að yfirgefa leikvöllinn að skipan dómarans, þar sem hann gerði sig tvivegis sekan um að kalla til liðsmanna sinna.” Valur skor aði rétt fyr ir leikslok Valurog Ármann léku við geysierfiðar aðstæður á Melavellinum s.l. laugardag i Reykjavikurmótinu. Varla er hægt að segja, að liðin hafi leikið knattspyrnu — norðanrok næddi um völiinn og vindhraðinn mældist 8-t stig. Ekki bætti úr, að mikið sandfok var á vellinum þannig að á kiiflum sást vart inn á völlinn. Úrslit leiksins urðu I : Ofyrir Val— en það voru ekki réttlát úrslit þcgar litið er á þau tækifæri scm liðin fengu. Ármann lék undan vind- inum i fyrri hálfleik og tókst ekki að skora mark, þó að þrisvar sinnum munaði mj- óu — á 22 min. á Smári Jóns son skot framhjá frá mark- teig, tveim min. siðar ver Sigurður Dagsson skot frá Sigurði Leifssyni, og rétt á eftir eiga Armenningar skot, sem strýkur slá. 1 siðari hálfleik léku Vals- menn með vindinn i bakið — en þeim tókst ekki að skapa sér hættulegt tækifæri, lengi framan af. Baráttuglaðir Armenningar héldu Vals- liðinu niðri, og leit út fyrir að jafntefli yrði — en þrem min. fyrir leikslok tókst Valsmönnum að skora Sigurður Jónsson skallaði i nelið eftir hornspyrnu. Knattspyrnulega séð var leikurinn ekki upp á marga fiska. Aðstæðurnar voru of slæmar lil að hægt væri að leika knattspyrnu. Armannsliðið var skárri aðilinn, þvi tókst betur upp á móti vindinum en Vals-lið- inu og var það óheppið að skora ekki mörk i leiknum. SOS Kröftug byrjun Rússanna Rússar hafa átt marga frábæra sleggjukastara und- anfarna áratugi. Það nægir að nefna nöfn eins og Mikhail Krivonosov, Vasilj Ituden- kov, Gennadij Kondrasjov, Romuald Klim og Anatolj Bondartsjuk. Margir þess- ara eru ennþá með, þó að aldurinn færist yfir. Elztur af þeim er Klim, sem kastar stöðugt i kringum 70 m. Hann tók þátt i móti 12. marz sl. og kastaði 69,72 m! Klim er þó ekki lengur beztur i Sovét, það er Bondartsjuk, en hann var beztur i heimi 1969 og 1970. 1 lyrra komu tram iveir ungir menn i Sovétrikjunum, sem liklegir eru til að keppa i Mflnchen. Það eru þeir Iosif Gamskij og Vasilij Khamelevskij. Sá fyrrnefndi Framhald á bls. 20. Sigurðurog Elín Birna meistarar Sigurður Daviðsson, KR, og Elin Birna Guðmundsdóttir, Ármanni, sigruðu á Islands- meistaramótinu I fimleikum, sem háð var i Laugardalshöll- inni i siðustu viku. Keppnin var geysihörð og spennandi, einkum i karlaflokki, en þar varð i 2. sæti Kristján Astráðs- son, Armanni. 1 kvennaflokki varð Edda Guðgeirsdóttir, Ar- manni, i 2. sæti. I sveitakeppn- inni sigraði KR i karlaflokki, en i kvennaflokki Ármann. Nánar á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.