Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. mai 1972
TÍMINN
9
ótrúlegt en satt
Sænsku tviburabræðurnir
Ingvar og Thomas Nilsson, sem
nú eru 17 ára gamlir reyndust
báðir 49 cm, þegar þeir fæddust.
En þegar þeir voru orðnir fimm
mánaða hætti Thomas að
stækka eðlilega, en það gerði
Ingvar hins vegar ekki. Hann
hefur alla tið stækkað eðlilega,
og nú er hann 193 cm á hæð, en
Thomas er aðeins 153 cm.
Læknar hafa komizt að raun
um, að Thomas skortir hormón
og er afleiðingin sú, að hann
stækkar ekki eins og hann
annars myndi gera. En læknar i
Sviþjóð búast við, að eftir aðeins
fá ár verði orðið mögulegt að
bæta úr þessu, og þá verði hægt
að gefa Thomasi viðeigandi
meðöl, þannig að hann geti orðið
að minnsta kosti 175 til 180 cm á
hæð.
Vill veröa
frægur á ný
Dægurlagasöngvarinn Ricky
Nelson, sem var meðal vin-
sælustu dægurlagasöngvara
heimsins árið 1960 hefur ekki
mikið komið við sögu síðan þá.
Meðan hann var hvað vin-
sælastur seldi hann yfir 30
milljónir grammofónplata i
Bandarikjunum og viða um
lönd. Nú hefur hann ákveðið að
reynd að komast á hátind
frægðarinnar aftur, og i þeim
tilgangi hefur hann haldið til
Bretlands, til þess aö halda þar
hljómleika. Ekki er vist,
hvernig honum á eftir að ganga,
en hann mun gera sitt berzta.
•
Getur ekki verið
— Þetta getur alls ekki verið,
sagði fólk, sem sá þessar fjórar
nunnur i Budapest i Ungverja-
landi standandi i sólskininu með
sigarettur á milli fingranna og
meira að segja hafði einn þeirra
dregið upp nunnuklæðin, og
stungið höndunum i rassvasana
á bláu gallabuxunum sinum. —
Er þetta það, sem koma skal,
sagði fólk, en svo kom i ljós, að
þetta voru nunnur, sem leika i
kvikmynd þeirri, sem Richard
Burton hefur verið að leika i i
Budaþest i vetur. Þegar kvik-
myndavélarnar fóru aftur að
snúast, heöi engum geta dottið i
hug annað en að þetta væru
raunverulegar nunnur.
Tamirskaga nyrzt i Sfberiu,
langt norðan heimsskauts-
baugs. Þó er ein slik heilsu-
ræktarmiðstöð i 15 km fjarlægð
frá borginni Norilsk i Siberiu,
þar sem frost leysir aldrei úr
jörðu. Allt svæöið þarna er
undir gleri, heilsuhæli, gróður-
lendi, tónleikasalur, kvik-
myndahús, Iþróttahús, jafnvel
svæði til skiðaiðkana.
Byggingaframkvæmdir
hófust þarna á siðasta áratug,
er aðstreymi fólks til þessara
norðlægu slóða hófst að ráði
vegna námuvinnslunnar. Um
4500 manns geta dvalizt 1
þessari heilsuræktarmiðstöð ár-
lega og þessi fjöldi tvöfaldast
bráðlega þegar lokið er stækk-
unarframkvæmdum, sem unnið
er að.
Kostnaður við dvöl verka-
manna og fjölskyldna þeirra i
þessari „gróðurvin” i freð-
mýrunum er að langmestu leyti
greiddur af sjóðum verkalýðs-
félaga og almannatrygginga.
Malilyn — Mao.
Ekki vitum við, hvernig
Salvador Dali datt i hug, að
skella saman mynd af
Marily Monroe og Mao Tse
Tung formanni i Kina, en hér
sjáið þið árangurinn, Kanski
hefur Dali viðja sýna að með
smálagfæringum og finpúss-
ingu geta jafnvel hinir and-
stæðustu pólar mætzt og runnið
saman. Hvernig likar ykkur svo
samsteypan.
Heilsuræktarmiðstöð
undir gleri i freð-
mýrunum
Heilsuhæli munu flestir setja i
samband við suðlæg sólarlönd,
en fáir nefna staði eins og
Ekið hafði verið yfir fjölskyldu-
köttinn og ódæðismaðurinn,
ungur piltur á skellinöðru, spurði
heimilisföðurinn, hvort hann gæti
ekki bætt köttinn upp.
—Ja, það fer eftir þvi, hvað þér
eruð duglegur að veiða mýs,
svaraði hann.
— Þetta var nú ekki það sem ég
meinti, þegar ég sagði segul-
bandsleikur.
Nauðasköllóttur maður kom inn
til rakarans og settist I stólinn.
Rakarinn, sem alltaf var að
reyna að vera fyndinn, klappaði
honum á skallann og sagði: —
Þetta er bara alveg eins og að
klappa konunni minni á endann.
Maðurinn greip yfir skallann á
sér og sagði svo: — Já, það er
alveg rétt hjá þér.
Rakarinn var kunnur fyrir orð-
inyttni, en einnig fyrir ást sina á
'löskunni. Dag nokkurn kom
aresturinn til aö láta raka sig og
akki leið á löngu, unz hann var
aúinn að fá skurð á vangann.
-0,þessi spiritus.þessispiritus,
:autaði hann.
—Já, hann gerir húðina svo
inýta, svaraði rakarinn.
Vatnið er svo öflugt, að jafnvel
sterkasti maður getur ekki haldið
þvi til lengdar.
Kónguló, fluga og bjalla sátu og
oiðu eftir fjórða manni i bridge.
Loks eftir þrjá tima var barið og
mn kom þúsundfætla.
Oskapa tima tekur þig að komast
hingað, kvartaði bjallan,
—Já, en það stendur á skiltinu
þarna frammi: —Munið að
þurrka fæturna á mottunni........
Láttu hundinn þinn koma i
simann, Snati ætlar að gelta til
hans.
DENNI
DÆMALAUSI