Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 10
A TÍMINN Miðvikudagur 3. mai 1972’ Mörgum Ijóst, að fiskeldi og fiskrækt geti orðið einn af meginatvinnuvegunum - sagði Steingrímur Hermannsson.þegar hann mælti fyrir frumvarpi um Rannsóknarstofnun fiskræktar Frá starfseminni I klak- og eldisstöðvum rikisins I Kollafirði. EB—Iteykjavfk. Á fundi i efri deild Alþingis s.l. fimmtudag, mælti Steingrlmur Hermannsson (F) fyrir frum- varpi um Rannsóknarstofnun fiskiræktar, er hann flytur ásamt Stefáni Jónssyni (AB). — I upp- hafi framsöguræðu sinnar, sagði Steingrímur að þetta frumvarp ætti fyrst og fremst rætur sinar að rekja til þess vaxandi skilnings, sem væri orðinn almennur hér á landi á gifurlega miklum mögu- möguleikum þessa atvinnuvegar, sem væri tiltölulega nýr og van- þroska hjá okkur, enda á byrjun- ar vaxtaskeiði. — Viö erum þeirrar skoðunar, flugtningsmenn þessa frum- varps, að þessi atvinnugrein þarfnist, ekki siður en aðrar atvinnugreinar og ef til vill að ýmsu leiti fremur, öflugrar rannsóknarstarfsemi til þess að vel megi fara. Ég tel,að það sé einnig ljóst, að þörfin, ekki ein- göngu hér, heldur almenn þörf i heiminum fyrir vaxandi fram- leiðslu á eggjahvituefni og mat- vælum almennt, hlýtur að krefjast þess af okkur Islending- um, að við nýtum þau gullvægu tækifæri, sem við eigum i tiltölu- lega hreinum vötnum okkar bæði til fjalla og i fallvötnum og sjó, til að framleiða þá mikilvægu mat- vælavöru, sem hér er um að ræða, sagði Steingrimur þessu næst. Þarf á öflugum rannsóknum aö halda Steingrimur minnti á, að við Islendingar værum svo heppnir að eiga enn þá tiltölulega gott og hreint vatn. — En ýmsar að- stæður hér eru allmikið á annan veg en þær hjá öðrum þjóðum og er þvi ekki aðuvelt i sumum til- fellum að flytja hingað heim þá tækni, sem þar hefur þróazt og nota hana hér án aðlögunar. t>vi er það skoðun okkar, að þessi starfsemi þurfi á öflugum rann- sóknum að halda. Þróun fiskeldis og fiskræktar almennt, á sér æði- langa sögu. Þessi atvinnugrein hefur þróazt með t.d. austrænum þjóöum i gegnum marga manns- aldra og náð þar mikilli þróun. En þó hygg ég, að þær framfarir, sem hafa orðið á þessum sviðum á siðustu árum, eigi að öllum lik- indum meira erindi til okkar vegna aðstæðna okkar, heldur en það sem hann hefur farið i þeim fjarlögu löndum. Athyglisveröar tilraunir erlendis Mjög eru athyglisverðar itar- legar tilraunir, sem stór fyrirtæki og stofnanir i nágrannalöndum okkar hafa tekið sér fyrir hendur i sambandi við eldi á fisk við hinar ýmsu aðstæður, m.a. i sjó i búr um, i tjörnum og á margháttaðan annan máta. Allt er þetta tækni og aðferðir við fiskeldi og fisk- ræktun, sem á mjög mikið erindi til okkar. Hér á landi hefur þessi atvinnugrein hafizt, eins og ég sagði áðan að nokkru. Hún hefur átt i ýmsum erfiðleikum, vegna þess að menn hafa ekki þekkt þær aðstæður, sem hér eru sérstakar. Vatn er oft kaldara og oft næringarskortur i okkar vatni af þeim sökum — og mörg mistök hafa verið gerð, sem von er, i svo ungri atvinnugrein. Engu að siður hefur náðst hér athyglisverður árangur á nokkrum sviðum. Nægir þar t.d. að minna á marg- umrædda stöð i Lárósi, sem náð hefur afar athyglisveröum árangri og vonandi til eftir- breytni. Þá nefndi Steingrimur dæmi um hið gifurlega verksvið, sem framundan væri i þessum efnum og kvaðst álita, að þessi unga atvinnugrein þarfnaðist jafnvel meiri leiðsagnar og rannsóknar- starfsemi almennt en fjölmargar aðrar atvinnugreinar, sem betur væru þróaðar með þjóðinni. Fellur ekki inn i nauösynlega rannsóknarstarfsemi Steingrimur sagði siðan,að þeir flutningsmenn frumvarpsins viðurkenndu, að mjög margt gott hefði verið gert af þeim, sem um framkvæmd lax- og silungsveiði- laganna frá 1970, hefðu fjallað. — Við viðurkennum vissulega t.d., að eldisstöðin i Kollafirði er mjög góðra gjalda verð og hefur náð töluverðum árangri, þó að við teljum hins vegar að hún falli á engan máta inn i nauðsynlega rannsóknarstarfsemi eins og þyrfti að gera. Við teljum, að sú rannsóknarstöð hafi verið um of og e.t.v. af illri þörf, sem fram- leiðslufyrirtæki, orðið að afla sér tekna til að standa undir gifur- lega miklum kostnaði, sem ég veit raunar ekki hver orðinn er. Stjórn Kollafjaröar- stöövarinnar í meiri tengslum viö rannsóknarmer.nina Við teljum heldur ekki, að stjórn þeirrar stöðvar se skipuð þeim mönnum, sem ætla má að leggi mikið fram til þeirrar rann- sóknarstarfsemi, sem þar þarf að fara fram, Þegar ég segi þetta, vil ég hins vegar taka fram, að ég er á engan máta að hallmæla sem slikum, þeim ágætu mönnum sem þar eru. En það er varla til þess að ætlast, af Seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og fleiri sem til- tölulega litla þekkingu hafa á þessum málum. Við teljum, að stjórn slikrar stöðvar þurfi að vera i nánari tengslum við þá, sem við rannsóknarstarfsemi starfa. Rannsóknarstarfsemi sé fyrir utan hitamálin Steingrimur sagði, að ef til vill væri mikilvægari i þessu sam- bandi sú staðreynd, að lögin um lax- og silungsveiði frá 1970 fjöll- uðu fyrst og fremst um ýmis kon- ar skýringar, takmarkanir og leiðbeiningar, til þeirra, sem væru veiðiréttareigendur og þeirra, sem veiðirétt fengju gegn- um leigu þess réttar. Máli sinu til stuðnings minnti Steingrimur á kaflafyrirsagnir laganna. Hann sagði að þeir flutningsmenn væru þeirrar skoðunar að ekki væri heppilegt að blanda saman rann- sóknarstarfsemi og þeim fjöl- mörgu hitamálum, sem tengd væru veiðirétti og veiðimálum al- mennt, eins og gert væri i áður- nefndum lögum. — Við teljum, sagði Steingrimur, —að eðlilegra sé að rannsóknarstarfsemin sé utan þeirrar deilu, sem þar á sér iðulega stað og er til skaða að okkar mati fyrir rannsóknar- starfsemina. Hún þarf að vera óháð og raunar, ef ég má orða það svo, yfir slikar deilur hafin. Við teljum hins vegar sjálfsagt og nauðsynlegt að góð tengsl séu milli slikrar rannsóknarstofnun- ar og þeirra, sem um framkvæmd þessara laga fjalla. Steingrimur sagði, að þeir flutningsmenn teldu rétt að tak- marka verksvið stofnunarinnar við lax og silung. Hins vegar hefði ekki verið talið fært að fela stofn- uninni rannsóknir á eldi sjávar- fiska i sjó. Það svið væri enn mjög á byrjunarstigi og væri me’ðal verkefna Hafrannsóknastofnun- arinnar, þar sem það ætti vel heima. Hins vegar væri gott sam- starf milli þessara stofnana sjálf- sagt, og væri i þvi skyni lagt til i frumvarpinu, að Hafrannsókna- stofnunin tilnefndi mann i stjórn Rannsóknastofnunar fiskræktar. Þá minnti Steingrimur á, að sér- staklega væri lögð áherzla á, að veiðimálastjóri sæti i stjórn stofnunarinnar. Þá sagði Steingrimur m.a. að ger.t væri ráð fyrir þvi, að for- stjóri væri ráðinn af stjórn stofn- unarinnar til fjögurra ára i senn. Væri með þessu farið út á nokkuð nýja braut. Það væri skoðun flutningsmanna, að fastráðning i slika stöðu væri vafasöm og leiddi iðulega til stöðnunar. Hins vegar væri að sjálfsögðu frjálst að endurráða forstjóra, og rétt væri að tryggja forstjóra t.d. deildar- stjórastöðu við stofnunina, yrði hann ekki endurráðinn og óski hann þess. Þá þætti sjálfsagt að stofnunin tæki við rekstri klak- og eldisstöðva rikisins i Kollafirði og annarra slikra, stöðva, sem rikið kæmi á fót. Þær ættu að vera grundvöllurinn að þeirri rann- sóknarstarfsemi á sviði klaks og fiskeldis, sem efla þyrfti stórlega á næstu árum. Tekjur stofnunarinnar 1 sambandi við tekjur stofnun- arinnar væri að einu leyti farið inn á nýja braut. Gerð væri ráð fyrir, að rekin yrði upp sala á EB-Reykjavik. Á fundi i Sameinuðu Alþrngi s.l. föstudag, mæltu þeir Gisli Guðmundsson (F) og Gunnar Thoroddsen (S) fyrir þings- ályktunartillögum þeim, er ÞO—Reykjavik. Nýlega sendi Framleiðsluráð landbúnaðarins frá sér skýrslu um uppbyggingu sláturhúsanna i landinu. Kemur fram i skýrslunni, að nú er lokið nýbyggingum sláturhúsa eða endurbyggingu eldri húsa á fimm stöðum ilandinu, þ.e. Borgarnesi, Búðardal, Selfossi, Blönduósi og Húsavik, auk þess sem nýtt stór- gripasláturliús hefur verið byggt á Akureyri. Byggingakostnaður þessara húsa nemur rúmum 209 milljónum. kr. Framtiðaráætlun Framleiðslu- ráðs, að þvi er varðar upp- byggingu sláturhúsakerfisins, er sem hér segir: 1972 verði gerðar endurbætur á sláturhúsi Kf. Steingrimsfjarðar i Hólmavik, næsta ár, 1973, verði tekið i not- veiðikortum og yrði hverjum veiðimanni skylt að hafa undir höndum slik kort, hyggðist hann kaupa veiðileyfi i islenzkum vötn- um. Væri þar fylgt fordæmi er- lendis frá. Eðlilegt þætti, að gjald fyrir veiðikort yrði verulega hærra fyrir erlenda rikisborgara en islenzka. Lauslega væri áætlað,að tekjur af sölu veiðikorta gætu numið 5-6 millj. kr. Væri þessi tala raunar of lág, þar sem miðað væri við það, sem verið hefði, en ekki aukningu i framtiðinni. I lok ræðu sinnar lagði Stein- grimur áherzlu á, að tilgangurinn með þessu frumvarpi væri að skapa þann grundvöll með rann- sóknum og tilraunum, sem nauð- synlegur væri til þess að efla mætti verulega fiskeldi og fisk- rækt sem mörgum væri nú orðið ljóst, að gæti orðið einn af megin- atvinnuvegum þessara þjóðar. Auk Steingrims tóku Sjálf- stæðisþing mennirnir Oddur Ólafsson og Steinþór Gestsson til máls. Lögðust þeir gegn samþykkt frumvarpsins. þeir flytja um endurskoðun stjórnarskrárinnar, en i báðum tillögunum er gert ráð fyrir nýrri stjórnarskrá 1974. Nanar verður greint frá þessu þingmáli siðar á þingfrétta- siðunni. kun nýtt sláturhús á vegum Kf. Skagfirðinga, sem geti annað allri sauðfjár-og stórgripaslátr- un, sem nú fer fram i Skagafirði. 1974 verði tekið i notkun nýtt sláturhús á Egilsstöðum, og annað á Hvammstanga, auk þess sem sláturhúsið á Kópaskeri verði endurbætt. 1975 verði sláturhúsin á Þórshöfn og Vopna- firði endurbætt, og nýtt hús verði byggt á Hornafirði. Gert er ráð fyrir, að með þess- um framkvæmdum verði saman- lögð fjárfesting vegna þessara uppbygginga orðin rúmlega 420 Uiilljónir króna, en i framhaldi af þessu er lagt til, að eftir 1975 verði byggt nýtt sláturhús á Akureyri. Einnig eru nefndir möguleikar á byggingu húsa i Stykkishólmi, Patreksfirði og Isafirði. llÍl ■M—I ■ Endurskoðun stjórnarskrárinnar Landshlutaáætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu - ályktun Alþingis EB-Iteykja vik. Alþingi hefur núlega samþykkt þingsályktunartil- lögu Gisla Guðmundssonar (F) um sérstaka landshlutaá- ætlun fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu. Alyktun þingsins er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að fela Fram- kvæmdastofnun rikisins i samráði við hlutaðeigandi búnaðarsamband, sveitar- stjórnir og fjórðungssamband að gera sérstaka landshlutaá- ætlun fyrir Norður-Þingeyjar- sýslu með það fyrir augum, að náttúrugæði þar, á landi og i sjó, nýtist sem bezt til eflingar atvinnulifi og byggð i héraðinu, enda verði áætlunin einnig látin taka til Norður- Múlasýslu norðan Smjör- vatnsheiðar, ef hlutaðeigandi sveitarfélög óska þess.” Fimm ný sláturhús á næstu þrem árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.