Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.05.1972, Blaðsíða 24
Quang Tri fallin búizt til varnar í Hue [ Miövikudagur 3. mai 1972 ] NTB-Hue Tugþúsundir flótta- manna og hermanna komu i gær til keisara- borgarinnar Hue, fyrrum höfuðborgar S- Vietnam, eftir veginum frá Quang-Tri, sem féll i hendur norðanmanna um helgina. Skrið- drekar norðanmanna eru nú staddir um 20 km norðan við Hue, en ekki er búizt við árás næstu dagana. Norðanmenn gerðu i gær árás- ir á stórskotaliðsstöð, sem er mikilvæg i hinni nýju varnarlinu, sem sunnanmenn eru að reyna að koma sér upp norðan við Hue. Siðustu fréttir hermdu að norðanmönnum hefði tekizt að ná hluta stöðvarinnar. Hernaðarsérfræðingar telja, að norðanmenn þurfi eins sex daga til að skipuleggja lið sitt á ný og styrkja aðflutningsleiðir sinar norður fyrir, áður en þeir geta farið að huga til árásar á Hue. Nú er um mánuður siðan norðanmenn hófu stórsókn sina og er talið, að borgirnar Quang- Tri og Hue séu mikilvægustu takmörk þeirra. Helmingi þessa takmarks er þegar náð. Allt varnarliðið i Quang Tri fékk á mánudaginn fyrirmæli um að gefa borgina. Ásamt her- mönnunum lagði mikill fjöldi flóttamanna land undir fót og i gær fóru þeir fyrstu að streyma inn i Hue. Þeir munu ætla að halda áfram lengra suður. Að þvi er talsmenn sunnanher- sins ségja, unnu flotadeildirnar, sem aðstoðuðu flótta hersins, mikið starf. Þær eyðilöggðu m.a. niu skriðdreka norðanmanna, sem gerðu aðsúg að flótta- mönnum á veginum. Meistarakerfið brennt Þcssi Vietnami og litli drengurinn hans eru meðal þeirra flótta- manna, sem komu til llue eftir fall Quang Tri um helgina. Þeir bíða þarna meðhöndlunar sára sinna á sjúkrahúsi illue. OÓ—Reykjavik. Iðnnemar skáru sig nokkuð úr i kröfugöngunni i Reykjavik 1. mai. Allur þorri göngumanna bar 50 milna spjöldin eða islenzka eða rauða fána, en litið bar á borðum með áletruðum kröfum og slag- orðum. En iðnnemar létu það ekki á sig fá og gengu i einum hópi undir kröfum um tafar- lausan samningsrdtt sér til handa, og fleira i þeim dúr. Einnig báru þeir tvo svarta krossa, sem á var letrað ,,meistarakerfið”. Nokkrir iðn- nemana voru bundnir saman með snörur brugðnar um hálsinn Atti það að takna þrældóminn. A meðan smokingklæddur söngvari skemmti á útifundi verkalýðsfélaganna á Lækjatorgi, gaus upp reykur úr miðju mann- Humphrey vinnur á NTB—Washington Fróí'kosningar fóru fram i gær i rikjunum Ohio og Indiana i Bandarikjunum, Talið var i gærkvöldi, að Hubert Humphrey væri liklegastur sigurvegari á báðum stöðum. Reynist svo, er hann kominn langt áleiðis að útnefningu sem forseta- efni demókrata. 1 Ohio verður kapphlaupið milli þeirra Humphreys og McGoverns, en i Indiana er það Wallace, sem þykir geta orðið Humphrey skeinuhættur. Þá voru prófkosningar í Ala- bama i gær, og þar er búizt við að Wallace fái alla kjörmennina, 37, að tölu. Atkvæði greidd um gríða- sáttmálana í næstu viku NTB-Bonn Willy Brandt, kanslari V-Þýzkalands, sagði i gær, að hann vonaðist til þess,að umræðurnar um hina umdeildu griðasáttmála við Sovét- rikin og Pólland gætu hafizt á föstudag, og að atkvæðagreiðslan gæti farið fram einhvern- tima i næstu viku. Brandt sagði þetta á fundi þingflokks jafnaðarmanna. Upprunalega áttu umræður aðhefjast idag,en Brandt og Barzel, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, komu sér saman um tveggja daga frest, meðan samningaviðræðum um sam- komulag er haldið áfram. Lausn þess vanda, sem stjórn Brandts er nú í, er kominundir úrslitum fundar, sem haldinn verður i dag og 10 æðstu menn þingflokkanna sitja. Á fundi með fréttamönnum i gærsagði Barzel, að það væri ábyrgðarleysi að leggja griða- sáttmálana fram til staðfest- ingar eins og málum væri '• nú háttað. Greinilegt væri, að það bæri engan árangur, þvi að enginn flokkur hefði meirihluta. Þá sagðist hann hafa fengið heimild til að halda uppi viðræðum við stjórnarflokkana um að komast að samkomulagi um sáttmálana. Fyrir fundinn i dag mun stjórnarandstaðan semja yfirlýsingu, þar sem skilyrðin fyrir því, að hún greiði atkvæði með sáttmál- anum, eru sett fram. hafinu. Voru þá iðnnemar að brenna krossa sina, og þar með meistarakerfið. Logaði glatt i krossunum, og þegar þeir voru orðnir að reyk og ösku, leystu pitltarnir sig úr fjötrunum. FBI-Hoover látinn NTB—Washington J. Edgar Hoover, yfirmaður bandarisku alríkislögreglunnar (FBl) lézt i fyrrinótt að heimili sinu i Washington, 77 ára aö aldri. Hann var yfirmaður FBÍ i nærri liálfa öld og þótti litrikur og var mjög umdeildur. Siðast á mánudaginn var nafn hans i heimsblöðunum eftir að dálkahöfundurinn Jack Anderson hélt þvi fram, að henn hefði út- búið miklar skýrslur um kynlif og drykkjuvenjur ýmissa kunnra persóna fyrir Johnson, fyrr- verandi forseta. McGovern, sá sem einna lik- legastur þykir nú til að verða forsetaefni dómkrata, hafði lýst þvi yfir, að eitt sitt fyrsta verk sem forseta, yrðí að reka Hoover úr embætti. ■ V WLár jfm HBI M m ElasJI vírnet með sexhliða möskvum Zinkvarið net eða húðað með grænu plasti. Bekaert býður yður margs konar vírnet af þessari gerð. Hentug net til girðingar um minni dýr, í dýrabúr og fleira þess háttar. Einnig sérstök fjárgirðingarnet af þessari gerð, traustlega zinkvarin, með þrinnuðum jaðarvírum. Möskvastærð: 4“ (10 sm) Vír, þvermál: 16 G (1,65 mm) Zinkhúðun: 210—240 gr/m2 Venjul. hæð: 30“—36“ (91 sm) — 42“ Lengd í rúllu: 100 metrar. Samband ísl. samvinnufélaga INNFLUTNINGSDEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.